Morgunblaðið - 19.02.1998, Síða 49

Morgunblaðið - 19.02.1998, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 49 AÐSENDAR GREINAR Samgöngukerfi borgarinnar brýnasta verkefnið Á FYRSTU tugum þessarar aldar hugðu menn að fram til alda- móta myndi öll byggð í Reykjavík rúmast inn- an Hringbrautar, en þá var núverandi Snorra- braut hluti hennar. Menn fóru fótgangandi eða ríðandi um göturn- ar og fluttu vaming á hjólbörum eða hand- vögnum. Þessa umferð höfðu menn að leiðar- ljósi er götur voru lagð- ar. Gatnakerfi borgar- innar þolir því engan veginn þann urmul bíla sem fyllir götumar kvölds og morgna hvern virkan dag. Borgir um víða veröld hafa staðið í sömu sporum. Sumar hafa reynt að hemja umferðina með valdboði en án árangurs. Menn hafa látið krók koma á móti bragði. Eflaust yrðu Reykvíkingar þar engir eftir- bátar, þeim þarf ekki klæki að kenna. Vegna fólksfæðar koma jarðgöng naumast til greinar. Fangaráð virðist það eitt að al- menningur teldi sér hagkvæmara að aka um borgina í strætisvagni en í eijgin bíl. I árslok 1995 vora allir bílar tald- ir á Reykjavíkursvæði. Einkabílar töldust 70.904. Áætlað var að 42 þúsundir þeirra væru notaðir í akst- ur milli heimilis og vinnustaðar og vegalengd fram og aftur væri 15 km að meðaltali. Fullhlaðinn strætisbíll leysti af hólmi tugi einkabíla, því að í fjórum af hverjum fimm mun að jafnaði ökuþórinn einn. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur látið reikna rekstrarkostnað einkabíls. Miðað er við að innkaups- verð hafi verið 1.350.000 krónur og honum ekið 15 þúsund kílómetra á ári. Það reyndist 480.000 krónur ár hvert. Sé þetta rétt mun mörgum bíleig- enda vera um megn að axla þennan kostnað. Sumir eru svo hart keyrðir að þeir halda út í umferðina á bíl sínum ótryggðum, oft með skelfileg- um afleiðingum. Fjöldi bíla í umferð er eldri en hæfilegt má teljast og ættu að vera komnir af skrá. „Ekki er allt með felldu," stóð í þýðingum Matthíasar forðum. Mætti hafa það sem yfirskrift um bardús stjórnar SVR. Sl. ár voru akstursleiðir þeirra hannaðar að nýju, raunar í tvígang, því sú fyrri var fjarri öllu lagi. Skal nú drepið á örfá atriði, sem betur mættu fara. Vagnar, sem ekið er sömu leiðir að hluta, leggja samtímis af stað. Þetta lengir biðtíma væntanlegra farþega á stoppistöðum. Aðeins einn vagn er af minni gerð í flotan- um, leið eitt. Raunar er hann of stór og kemst ekki gömlu leiðina Njáls- götu-Gunnarsbraut, þar sem hans væri þörf, en geysist inn Hverfis- götu og leysir þar engan vanda. Fjölga þyrfti litlum vögnum. Þeir henta á þröngum götum í lítilli um- ferð og til að safna farþegum í veg fyrir stóra vagna á aðalbrautum. Tökum sem dæmi leið tvö: Enda- stöðvar Grandagarður-Skeiðavogur, aksturstími 23 mínútur, innifalinn söfnunartími í Vogum og Heimum. Ef lítill vagn annaðist þessa söfnun, gæti leiðin farið fimm ferðir á sama tíma og fjórar nú. Víða vantar bið- skýli og það þótt umferð sé mikil og fælir efalaust marga frá SVR því engum er ætlandi að norpa á ber- angri tímunum saman. Tími milli ferða er nú 20 eða 30 mínútur, ferðir strjálli en áður var. Mörgum er þetta of langt, einkum þeim sem skipta þurfa um vagna. Engar kannanir era gerðar þó að þær séu orðnar býsna ái-eiðanlegar og gefi svör við því sem að er spurt. Auglýsing- ar era að mestu snið- gengnar. Erlendum ferðamönnum lltt sinnt. En formaður SVR er harðánægður og leikur við hvern sinn fingur. Sjálfumgleði hans kemur berlega í ljós í Morgunblaðsgrein hans 5.12. sl. í fyrir- sögn er valið eitt stærsta letur blaðsins, sem tæpast er gripið til, nema um rosafrétt sé að ræða. Fyrirsögn- in hljóðar svo: Ferða- menn ánægðir með SVR. Síðar kemur í ljós í greininni að átt er við erlenda ferðamenn. Stjórn SVR, segir Jón Á. Gissurarson, valdi að hækka fargjöld krakka og gamlingja. Lítum nú á hvernig SVR hagar fyrirgreiðslu við erlenda menn. Sl. ár heimsóttu 403 þúsundir erlendra manna Island, langflestir með flugi og eiga allir leið um Reykjavík og gista flestir þar eina eða fleiri næt- ur. Ætla mætti að formanni SVR þætti ómaksins vert að eiga sam- skipti við þennan urmul, og það einmitt þá mánuði sem minnst er álag á vagna hans vegna sumarleyfa heimamanna. En ekkert er gert til þess að hæna þá að. Að vísu er til handhægur bæklingur sem sýnir að með strætisvögnum má komast til hinna ýmsu staða, sem menn ætla að séu forvitnilegir útlendingum. En svo er vanrækt að koma pésan- um í réttar hendur. Ná hefði þó mátt til allra í Leifsstöð, jafnvel fá honum dreift til farþega í flugvél í byrjun ferðar. Kver þetta er heldur ekki að hafa í strætisbflunum sjálf- um né heldur í afgreiðslum ferða- manna svo sem Ferðamiðstöð Reykjavíkur. Hagnaður af þessum viðskiptum hefði þó getað lækkað halla SVR sem borgarsjóður gi-eið- ir. Hann nam sl. ár fjögur hundruð milljónum krónum. Nauðsyn þótti 1996 að hækka far- gjöld með SVR. Hvers kyns hækk- un opinberrar þjónustu er stjórn- völdum þvert um geð og þau óttast fylgistap í næstu kosningum. En stjórn SVR dó ekki ráðalaus. í stað þess að hækka jafnt á öllum, valdi hún úr tvo hópa, krakka og gaml- inga, og hækkaði fargjöld þeirra meira en annarra, vitandi að ekki yrðu allir þessir ki-akkar komnir á kjörski'á í næstu kosningum og hin- ir farnir að týna tölunni. Skýi’slur sýna ótvírætt að SVR veldur sárafáum slysum og litlu tjóni í umferðinni og era þó vagnar þeiiTa í akstri stanslaust frá morgni til kvölds hvernig sem viðrar, enda vegnar traustir og vagnstjórar frá- bærir. Aðeins öflugt SVR er þess megnugt að bæta umferð á götum Reykjavíkur. Með leiðabók sinni hefur R-listi lagt spilin á borðið. Menn bíða í ofvæni eftir útspili D- listans. Til glöggvunar: R-listinn hefur breytt nafni sínu og kallast nú Reykjavíkurlisti. Minnir það á brúnu merina hans Páls Ólafssonar sem ummyndaðist í vaki'a Skjóna. Höfundur er fv. skólastjóri. Tískuverslunin Qhmtu v/Nesveg Seltjarnarnesi Síml: 561 1680 Barnaskoutsala Moonboots frá 790,990,1790 Smáskór í bláu húsi við Fdkafen Sími 568 3919 L,- (jœðavara Gjdfdvaia nidtdr og kdínslell. Heim Allir verdflokkar. ^ m.a. ( VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsírægii hönnuóir m.d.Gidnni Versdce. Jón Á. Gissurarson Kanebo KYNNING I SNYRTIVÓRUVERSLUNINNI ANDORRU, STRANDGÖTU 32, HAFNARFIRÐI i DAG, FIMMTUDAG, OG FÖSTUDAG FRÁ KL. 13-18. SÉRFRÆÐINGUR FRÁ KANEB0 VERÐUR MEÐ HÚÐGREININGARTÖLVUNA OG VEITIR FAGLEGA RÁÐGjÖF. KANEBO, HÁÞRÓUÐ TÆKNI FRÁ jAPAN. W IÐNÞING 1998 Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður haldið föstudaginn 20. febrúar nk. í samkomusalnum Gullhömrum, í Húsi iðnaðarins að Hallveigarstíg 1. 10:00 Formót: Niðurstöður úr stefnumótunarvinnu Samtaka iðnaðarins. Opinn fundur með þátttöku stjórnar og ráðgjafaráðs. 11:45 Mæting og móttaka fundargagna. 12:00 Iðnþing sett. Hádegisverður í boði Samtaka iðnaðarins. 13:15 Ræða formanns Sl, Haraldar Sumarliðasonar. Ræða iðnaðarráðherra, Finns Ingólfssonar. 14:15 Hlutfallsleg fækkun starfsmanna í iðnaði. Afleiðing efnahagsmistaka eða eðlilegrar þróunar efnahagslífsins? De-lndustrialization: The Case of lceland. - R.E. Rowthorn, prófessor í hagfræði við háskólann í Cambridge. Umræður og fyrirspurnir. 15:15 Hlé. 15:30 Aðalfundarstörf og úrslit kosninga. 16:45 Ályktun Iðnþings afgreidd. 17:00 Þingslit. 19:30 Hóf Samtaka iðnaðarins í veislusalnum Gullhömrum, Hallveigarstíg I. 0) SAMTÖK m!k IÐNAÐARINS HALLVEIGARSTÍG 1 • PÓSTHÓLF 1450 • 121 REYKJAVÍK • SÍMI 511 5555 • FAX 511 5566 HEIMASÍÐA www.si.is • TÖLVUPÓSTUR mottaka@si.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.