Morgunblaðið - 19.02.1998, Síða 62

Morgunblaðið - 19.02.1998, Síða 62
62 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens f WFIZNIG 6EN6U/Z SAM&llW} j>fci&e aöno hess/i þmana H Grettir Tommi og Jenni BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Sindri fordæmir vinnubrögð í sj ómannadeilunni Frá skipstjóra- og stýrimannafélag- inu Sindra á Austfjörðum: STJÓRN skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Sindra á Austfjörð- um fordæmir þau vinnubrögð, sem viðgengist hafa í vinnudeilum milli sjómanna og útgerðarmanna, og ít- rekað hafa endað með því að sett hafa verið lög á sjómenn og með því brotin á þeim þau almennu mann- réttindi, sem stjórnvöld hafa skuld- bundið sig til að virða með alþjóð- legum samningum, og sú skýring að þjóðarheill krefjist þess að auðlindir sjávarins (sameign þjóðarinnar) séu nýttar, látin nægja. Það hlýtur að vekja furðu að aldrei skuli koma upp sú staða hjá kjömum stjómendum landsins að gera neitt fýrr en komið er verkfall. Rétt er að benda á að samningar hafa verið lausir og kröfur legið frammi í 13 mánuði, og á þeim tíma hafa forsvarsmenn útgerðanna ekki fengist að samningaborðinu, fyrr en búið var að samþykkja að hefja verkfall. Á þeim tíma sem „viðræður" hafa farið fram hefur lítið gerst annað en að útgerðarmenn hafa algerlega neitað að ræða aðalkröfu sjómanna um að afnumið verði það kvóta- brask, sem nú viðgengst hjá nokkram aðilum í samtökum út- gerðannanna, og sjómenn hafa ver- ið neyddir til að taka þátt í vilji þeir halda sinni atvinnu. Þetta þarf engan að undra því svo vissir hafa þeir verið um stuðning stjórnvalda að þeir hafa bara neitað kröfunum þangað til ekki verður lengur komist hjá að binda enda á deilurnar með setningu laga, og staðfesta þar með sukkið með sam- eignina, og sjá til þess að braskið geti haldið áfram að leggja efnahag og atvinnuöryggi íbúa hinna dreifðu byggða fískverkafólks og sjómanna í rúst. Því verður ekki trúað að óreyndu á alþingismenn og ráðherra að það sé þeirra vilji að þannig sé að verki staðið, þó vitað sé að innan þeirra raða séu aðilar, sem eiga hluti í út- gerð og fiskvinnslu. Það er því skýlaus krafa okkar að tekið verði á þessum málum á hinu háa alþingi með þeim hætti að þjóð- in finni að hér er um sameign þjóð- arinnar að ræða, en ekki gæluverk- efni handa nokkrum útvöldum „sæ- greifum“ til að braska með. F.h. skipstjóra- og stýrimannafélags- ins Sindra, AÐALSTEINN VALDIMARSSON, formaður, STURLAUGURSTEFÁNSSON, ritari. I Smáfólk „Vísbending um hugsanlega námsörðugleika... á erfitt með að muna... gerir stafavillur... á erfítt með að halda á blýanti...“ Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FORSYNING I KVOLD KL. 9 Seven Years In Tibet

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.