Morgunblaðið - 19.02.1998, Síða 63

Morgunblaðið - 19.02.1998, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 63 BRÉF TIL BLAÐSINS \ Askorun á forseta Islands Frá Ástþórí Magnússyni: FRIÐUR 2000 skorar hér með á forseta íslands, hr. Ólaf Ragnar Grímsson, að beita sér nú þegar að friðarmálum í Mið-Austurlöndum. Astandið í Persaflóa er að taka Ióheillavænlega stefnu með deilun- um á milli íraks og hins vestræna | samfélags undh' forystu Samein- | uðu þjóðanna og Bandaríkjanna. Ljóst er að þessi deila gæti orðið til þess að ógna heimsfriðnum og þar með öryggi íslensku þjóðar- innar. Það hlýtur að vera for- gangsverkefni fyi-ir forseta Is- lands að stuðla að heill og velsæld íslensku þjóðarinnar. Astæða er til að ætla að Persaflóadeilan geti | dregið þjóðina inn í alþjóðlegt | stríðsástand og öldu hryðjuverka. I Varað er við þeim væntingum að Bandaríkjamenn leiði friðarferlið til farsældar. Framganga Banda- ríkjamanna að undanfórnu hefur á margan hátt lagt þá hugsjón í rúst að Sameinuðu þjóðirnar geti leitt þjóðir heims til Mðar. Þær at- hugasemdir að samtökin og örygg- isráðið séu ekki óhlutdrægur aðili | á alþjóðavettvangi virðast á rökum I reistar. Hvers vegna er vopnaeft- ' irlitsnefnd sem að mestu er skipuð P Bandaríkjamönnum send til íraks á vegum Sameinuðu þjóðanna, þegar vitað er að slíkt skapar deil- ur í írak? Friður 2000 hefur tvívegis áður skorað á embætti forseta íslands að taka frumkvæði í friðarmálum Mið-Austurlanda. Enn og aftur er skorað á forseta íslands að beita sér í þessu máli og fara óhefð- bundnar leiðir sé þess þörf til að koma á viðræðum við alla aðila, jafnt ríkisstjórnir sem og hryðju- verkasamtök, í viðleitni til að finna friðsamlega lausn á deilumálum. Þróun ofbeldis og stríðsátaka í Mið-Austurlöndum getur haft mun alvarlegri afleiðingar fyrir heimsbyggðina en okkur er í dag ljóst. Vopnaðar árásir í nafni Sa- meinuðu þjóðanna gætu leitt til „Heilags stríðs“ sem milljónir fólks gerðust þátttakendur í af blindri hugsjón fyrir því sem þetta fólk sér sem réttlæti og gegn yfir- ráðastefnu Bandaríkjanna á al- þjóðavettvangi. Ef deilurnar þróast þannig enn frekar til sundrungar gæti reynst erfitt að hemja þann fjölda öfga- hópa sem sprottið hafa upp í hin- um ýmsu ríkjum í Mið-Austur- löndum og heift þeirra sem hafa stundað hryðjuverk á svæðinu. Hætt er við að deilurnar milli Pa- lestínu og ísrael myndu fljótlega fuðra upp í kjölfarið og myndast gæti alþjóðlegt stríðsástand milli tveggja menningarheima. í bak- gi'unninum blundar upplausn í Austur-Evrópu sem gæti leitt til nýrrar blokkamyndunar á alþjóð- legum vettvangi með fjárhagsleg- um stuðningi arabaríkja og flutn- ings kjarnorkuvopna frá Rússlandi til Mið-Austurlanda. Friður 2000 hefur leitast við að kynna nauðsyn þess að ísland láti til sín taka á alþjóðlegum vett- vangi sem hlutlaust, afl til friðar. Ekki aðeins hefur Island mjög já- kvæða ímynd erlendis, við erum einnig sú þjóð heims sem búið hef- ur við frið í nær þúsund ár, og eig- um einstaka sögu af því hvernig vandasöm deilumál hafa verið leyst eins og t.d. með sáttafundi á Þingvöllum árið 1000. Raunveru- legur friður næst ekki með stríðstólum, friður verður að byggjast á réttlæti, umburðarlyndi og kærleika. Aðild forseta Bandaríkjanna, sem er stærsti vopnasali heims, virkar sem olía á eld á núverandi ástand. Hann fer fremstur í flokki í því að virða að vettugi flestar þær tillögur sem fram eru komnar af virtum sérfræðingum um þær að- gerðir sem nauðsynlegar eru til að tryggja frið í heiminum. Hann er því ekki rétti aðilinn til að ganga á milli í viðleitni til að finna friðsam- lega lausn, enda er allt sem bendir til þess að stríðsástand sé að skap- ast. Forsetinn virðist jafnframt eiga fullt í fangi með vandamál sín heimafyrir, og miðað við þann áróður sem þar hefur verið um íraksmálið, er ólíklegt að vanda- mál forsetans séu friðarmálum til framdráttar. Friður 2000 skorar á forseta ís- lands að láta strax í dag í sér heyra á alþjóðavettvangi með áskorun um friðasamlega lausn mála og að þær tillögur nái fram að ganga sem fram eru komnar af alþjóðanefndum um umbreytingar á Sameinuðu þjóðunum í þágu heimsfriðar. Hjálagt sendist uppkast að áskorun um heimsfrið. Forseti Is- lands er beðinn að taka forystu og verða fyrstur þjóðhöfðingja til að undirrita þessa áskorun. Friður 2000 og samstarfsaðilar eru reiðubúnir á allan hátt að styrkja friðarstarf forseta íslands og aðstoða embættið við öflun upp- \ lýsinga og að koma á samböndum við ýmsa sérfræðinga. Við vonum að forseti íslands sjái sér fært að taka á þessu mikilvæga máli og j láta það hafa forgang. ÁSTÞÓR MAGNÚSSON, Aiþjóðastofnunin Friður 2000. ( Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi fyrir vélvædd vörugeymsluhús sem minni lagera. Innkeyrslurekkar sem rúllurekkar. Aðeins vönduð vara úr sænsku gæðastáli. Mjög gott verð. Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki. Leitið ráða við skipulagningu og byggingu lagerrýma. Þjonusta - þekking - ráðgjöl. Aratuga reynsla. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Siæzsmur SUNDABORG 1. RVK • SlMI 568 3300 • FAX 568 3305 STEINAR WAAGE_____ SKÓVERSLUN Nýkomin stór sending frá ocr 'NJ mmjy' .495, Litir: Svartir krókó Stærðir: 37-42 Teg. Jenny Verð: 6.995,- Sigur: Svartir Stærðir: 37-42 Ath. breiðir og með þunnum gúmmísóla STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR • POSTSENDU STEINAR WAAGE £ --------------- SKÓ-VERSLUN STEINAR WAAGE SiMI 551 8519 ^ ____ SKOVERSLUN vjS" SlMI 568 Á- I ! I I I I I I I I I I, I ítalir eru frægir fyrir matargerð... þeir vita hvað þeirvilja og hvemig | eldhúsið á að Irta út....þess vegna koma öll bestu eldhústækin frá halíu. ítalskir Elhúsháfar5’ Verð f rá kr. 39.900. ISIARDI Ofnar og helluborð ftölsk hönnun eins og hún geríst best! Hágæða blöndunartæki \ Mikið úrval Kopar Stál Svartir Hvítir erum Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 á íslandi Stærsta heimilis-og raftækjaverslunarkeðja f Evrópu VERIÐ VELKOMIN í VERSLUN OKKAR i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.