Morgunblaðið - 19.02.1998, Síða 67

Morgunblaðið - 19.02.1998, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 67' FÓLK í FRÉTTUM Alli, Gunnar, Kristbjörg, Fríða, Svava, Sara, Baldur, Daði, Karen og Aldís v. ckx vöror v,KU' Laugavegi 54, Simi 552 5201 UTSOLULOKIFLASH fimmtudag, föstudag og laugardag Aður 4.990 nú 1.990 Pelsar • Áður 12.990 nú 5.990 KJólar Aður 14.990 nú 4.990 Morgunblaðið/Ásdís VERA Sölvadóttir og Jón Gunnar Þórðarson. LEIKRITIÐ er eitt af myrkari verkum Shakespeares. Við höfum flutt stofuna í Ármúla 1 KOMPANlIÐ hárgreiðslustofa Ármúla 1, 2. hæð • Sími 588 9911 „FRUMSÝNINGIN var þungbærasta sönnun bölvunarinnar," segir Jón Gunnar Þórðarson.11 Bölvun skoska konungsins SAMKVÆMT gamalli trú er ekki heiglum hent að sviðsetja eitt af höfuðverkum evrópski'ar leikritun- ar. Það er nefnilega sagt hafa til- hneigingu til að breytast í höfuð- verk leikaranna. Guðmundur Ás- geirsson átti tal við fulltrúa ofur- huganna sem lögðu á brattann þrátt fyrir alla hjátrú og óráðshjal. Vera Sölvadóttir og Jón Gunnar Þórðar- son eru sýningarstjórar og aðstoð- arleikstjórar leikhóps Menntaskól- ans við Hamrahlíð. Ekki hjátrú, heldur staðreynd William Shakespeare er gjarnan talinn mestur allra leikskálda. Und- anfarið hefur hvert meistaraverka Shakespeares á fætur öðru verið sett upp, ýmist á hefðbundinn máta eða eftir andlitslyftingar og ýmist í leikhúsum eða kvikmyndum. Hrollvekjan um skoska valda- ræningjann og konungsmorðingj- ann hefur þó orðið útundan, þangað tii nú. Skáldjöfurinn frá Stratford skildi eftir sig ógrynni verka sem líklega munu verða í hávegum höfð um ókomna tíð, en líka bölvun svo ramma að aldirnar fá ekki dregið úr henni máttinn, frekar en skáldverk- unum. Er verkið lífshættuleg og yf- irnáttúruleg slysagildra eða er goð- sögnin um Macbeth ekkert nema hjátrú? „Nei,“ segir Jón Gunnar, „við er- um sannfærð. Frumsýningin var þungbærasta sönnun bölvunarinn- ar. Þá fingurbrotnaði aðalleikarinn, Orri Huginn Ágústsson, eftir að hafa slasast á höfði.“ „Ein leikkonan fótbrotnaði ör- skömmu síðar þegar hún datt niður stiga eftir sýninguna," bætir Vera við. „Sennilega hefur einhver áhorf- enda sagt bannorðið. Ef það er gert fer illa.“ Jón Gunnar heldur áfram: „En vandamálin byrjuðu strax á æf- ingatímabilinu. Það tókst nánast öll- um sem að sýningunni stóðu að slasa sig á einhvern máta. Leik- stjórinn skar sig í lófann og flestir skáru sig innan tveggja daga eftir að reglurnar voru brotnar.“ Ævafornar reglur Verkið var samið snemma á 17. öld og snemma kom í ljós að slysa- tíðni við uppsetningar var óvenju há. Smám saman þóttust menn sjá hvað orsakaði slysfarirnar og nú eru til reglur sem hægt er að fylgja til að draga úr hættunni. „Það er alveg bannað að nefna nafn titilpersónunnar nema á svið- inu,“ segir Vera. „Eins er stór- hættulegt að fara með textann í búningsklefum. Sú regla var brotin hjá okkur og þá fór fólk að skera sig. Hægt er að bæta fyrir brot á sumum reglum og losna við hroða- legar afleiðingarnar. Ef farið er með texta eða nafnið nefnt inni í búningsklefa verður viðkomandi að fara út, snúa sér í þrjá hringi og ropa eða reka við. Síðan verður hann að banka á hurðina og biðja um leyfi til að koma inn aftur.“ „Gísli Rúnar leikari bætti ákvæð- um um vindgang við gömlu regl- una,“ bætir Jón Gunnar við. „Það er til endalaus röð af slysasögum varð- andi þetta verk. Eitt alvarlegasta slysið varð á 18. öld í Englandi þeg- ar nokkrir leikarar fórust og margir slösuðust í sprengingu sem varð á sviðinu. Fyi’ir skömmu varð banaslys þegar ljósamaður fékk raf- lost við vinnu sína. Upptalning á slíkum atvikum gæti fyllt stórar bækur.“ Leikrit um svartan galdur Þetta leikrit er eitt af myi'kari verkum Shakespeares. Það fjallar um dekkri hliðar mannsins og er fullt af draugum, dauðasyndum og svörtum galdri. Skýringa á bölvun- inni hefur verið leitað í djöfullegu eðli leikritsins. „Verkið hverfist um nornir og svartagaldur,“ segir Vera. „Norn- irnar knýja atburðarásina áfram og eru valdar að öllum þeim illu at- burðum sem eiga sér stað. Draugar og tálsýnir eru þeirra verk. Ef til vill fylgir bölvunin galdrinum.“ „Við erum ekki í nokkrum vafa um að sagan er sönn,“ segir Jón Gunnar. „Það er svo margt búið að eiga sér stað í kringum þessa upp- færslu sem getur ekki verið tilvilj- un.“ „Við vonim með sýningu föstu- daginn þrettánda, en þá var fullt tungl. Þetta er dálítið ógnvekjandi, en við vorum óhrædd,“ segir Vera, en ekki er laust við að ótta bregði fyrir í augunum. Það er vonandi að allt fari vel þrátt fyrir 611103 byrjun hjá leikhópi Menntaskólans við Hamrahlíð. Ef blóði drifið nafn að- alpersónunnar hrekkur ekki af vör- um áhorfenda er einhver von til þess að liðsauki frá dekkri hliðum máttarvaldanna, eins og illræmdar dagsetningar og ógnvekjandi staða himintungla, dugi ekki tii að skaða ungmennin frekar. Blaðamaður sannfærðist fljótt um áhrif bölvun- arinnar, því viðtalið þurfti að endur- taka. Nafn skoska konungsins heyi'ðist og hið óbilandi og trausta segulband stöðvaðist samstundis. me andlit ársins NO NAME - — COSMETICS 1 Snyrtivörukynning í dag kl. 14-18. Silla förðunarfræðingur kynnir og gefur ráðleggingar. SPES, HÁALEITISBRAUT 58-60, SÍMI 581 3525

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.