Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 65. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Freistar þess að fá Kosovo- Albana að samningaborði Pristina, Sofía. Reuters. KOSOVO-Albani beið bana og nokkrir aðrir særðust í Kosovohéraði í Júgóslavíu í gær þegar serbneskir lögreglumenn hófu skothríð á mót- mælendagöngu, að því er upplýsingamiðstöð Kosovo-AIbana greindi frá. Atvikið varð í bæn- um Pee, um 80 km vestur af höfuðborg héraðs- ins, Pristina, en í gær kom Robert Gelbard, sér- legur sendimaður Bandaríkjastjórnar, til höfuð- borgarinnar til viðræðna við leiðtoga Albana í héraðinu. Markmið ferðar Gelbards er að fá Albana, sem eru í miklum meirihluta í héraðinu og krefjast sjálfstæðis þess, til að setjast að samningaborði ásamt fulltrúum júgóslavneskra stjórnvalda. Um 40 þúsund Kosovo-Albanar mótmæltu í gær harkalegum aðgerðum lögreglu undanfarið og kröfðust sjálfstæðis héraðsins. Um 90% íbúa Kosovohéraðs, sem er syðst í Serbíu, öðru sambandsríki Júgóslavíu, eru Al- banar, og neita þeir að ræða aðra kosti en sjálf- stæði og krefjast alþjóðlegrar milligöngu. Júgó- slavnesk stjórnvöld segja hvorugt koma til greina. Strobe Talbott, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði í gær júgóslavnesk stjómvöld um fjöldaaftökur og þjóðernishreins- anir í Kosovo og sagði að tilveruréttur Júgó- slavíu stæði og félli með því hvort yfirvöldum tækist að bera klæði á vopnin í héraðinu. Klaus Kinkel og Hubert Vedrine, utanríkis- ráðherrar Þýskalands og Frakklands, halda í dag til Belgrad, höfuðborgar Júgóslavíu. Franskir stjórnarerindrekar sögðu að ráðherr- arnir myndu bjóða Serbum samstarfssamninga gegn því að þeir gæfu eftir í Kosovodeilunni. Bandaríska utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að ráðandi aðilar hafi komið sér saman um texta ályktunar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um vopnasölubann á Júgóslavíu vegna ástands- ins í Kosovo, þar sem að minnsta kosti 80 manns hafa fallið síðan Serbar hófu að beita lögreglu gegn uppreisn Kosovo-Albana. Stjórnarerind- rekar í höfuðstöðvum SÞ sögðu að ályktunin kynni að verða samþykkt í þessari viku. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO) sendi í gær frá sér viðvörun þess efnis að mat- vælaskortur yrði sífellt meiri í Kosovo og var höfðað til ríkja heims að þau gerðu án tafar áætl- anir um hvernig bregðast ætti við ef átökin í hér- aðinu breiddust út til nálgrannaríkjanna. Reuters MEINTU ofríki serbneskra yfirvalda gagn- vart íbúum Kosovo var harðlega mótmælt á fjölmennum útifundi í miðborg Pristina, höf- uðstað héraðsins. Jeltsín hóstar minna HEILSUFAR Borís Jeltsíns Rússlandsforseta er fjölmiðl- um hugleikið og sá til dæmis Reuters-fréttastofan ástæðu til þess í gær að senda frá sér frétt um að dregið hefði úr hósta Jeltsíns. Vitnaði fréttastofan til fréttatilkynningar forseta- embættisins þar sem sagði að Jeltsín væri smám saman að endurheimta rödd sína og lík- amshiti væri orðinn eðlilegur. Sakir þessa, sagði í frétt- inni, gat Rússlandsforsetinn tekið á móti skrifstofustjóra sínum og jafnframt fékk hann leyfi lækna til að sinna skyld- um embættisins úr vinnuher- bergi í Gorkí-9 bústaðnum fyrir utan Moskvu, þar sem hann dvelst meðan hann er að jafna sig af háls- og öndunar- færabólgu. Edmund Joensen glatar trausti í Sambandsflokknum Boðar kosningar í Færeyjum í lok apríl Þórshöfn. Morgunblaðið. Alltaf Tanja Moskvu. Reuters. AÐ MINNSTA kosti þrír starfsmenn rússnesku geim- ferðamiðstöðvarinnar Plesetsk hafa með höndum að ganga úr skugga um að nafnið Tanja sé skrifað á hverja einustu eld- flaug sem skotið er á loft frá stöðinni, að því er fréttastofan Itar-Tass greindi frá í gær. Starfsmenn Plesetsk trúa því flestir að ástæðan fyrir því að Vostok-2M-eldflaug sprakk á skotpallinum fyrir 18 árum, með þeim afleiðingum að 18 manns létust, hafi verið sú, að einhver gleymdi að skrifa Tanja á flaugina. Orsök slyss- ins hefur aldrei orðið ljós. Enginn man lengur hvernig þessi hefð komst á, en allar flaugar sem nefndar hafa ver- ið Tanja hafa komist klakk- laust út í geiminn. Plesetsk er notuð til að skjóta á loft gervi- tunglum og öðrum ómönnuð- um geimflaugum. Nafnið Tanja er stytting á Tatjana, sem er eitt algengasta kven- nafn í Rússlandi. Stærsta sýningin STARFSSTÚLKA leggur loka- hönd á undirbúning í bás eins tölvufyrirtækisins sem verður meðal sýnenda á stærstu tölvu- sýningu heims, CeBIT, er hefst í Hannover í Þýskalandi í dag. EFTIR að verkfalli hefur verið frestað nokkrum sinnum virtist í gærkvöldi ekki verða umflúið að verkfall 460 þúsund launþega skylli á í Danmörku í vikulokin. Launþeg- ar og atvinnurekendur deila, en inn- an danska vinnuveitendasambands- ins geisa einnig innbyrðis deilur. Launþegar vilja fá hlutdeild í auknum útflutningstekjum og upp- gangi og krefjast 2-3% kauphækk- unar, lengingar sumarleyfis úr fimm vikum í sex, styttri vinnutíma, MJOG kom á óvart er Edmund Joensen lögmaður ákvað í gær að rjúfa þing og boða til lögþingskosn- inga 30. apríl nk. Sama dag rennur út frestur Færeyinga til þess að leggja fram kröfur um bætur af hendi Dana vegna yfirtöku þeirra fyrrnefndu á Færeyjabanka frá Den Danske Bank. Joensen gaf sjálfur þá skýringu að hann hefði fengið staðfestingu fyrir því að flokksfélag Sam- bandsflokksins á heimaslóðum hans, Austurey, myndi ekki tefla honum fram að nýju sem for- mannsefni á landsfundi flokksins, sem fram fer í dag og á morgun í fullra launa í barneignarfríi og um- önnunardaga. Vinnuveitendur vísa hins vegar til samkeppnisstöðu Dana og vilja óbreytta samninga áfram. Skelli á verkfall mun það ná til allra iðngreina og flutninga. Versl- anir hafa birgt sig upp, þar sem flutningar munu stöðvast, svo fljót- lega gæti borið á skorti á mjólk, öðrum landbúnaðarvörum og bens- íni. Verkfallið mun einnig bitna á millilandaflugi, svo þeir sem hyggja Þórshöfn. Illskiljanlegt þykir að Joensen skuli boða til kosninga áð- ur en samið hefur verið við Dani um bætur vegna taps Færeyinga á yfírtöku Færeyjabanka. Jafnvel er óttast að ákvörðunin kunni að veikja stöðu Færeyinga í samning- um við Dani. Akvörðun Joensens kom Anfinn Kallsberg, fjármála- ráðherra og leiðtoga Fólkaflokks- ins, samstarfsflokki Sambands- flokksins í færeysku stjóminni, í opna skjöldu. Ætti að vera farinn frá Bjprn á Heygum, flokksbróðir Joensens og formaður dómsmála- á ferð til Danmerkur eða um landið gætu þurft að breyta áætlunum sín- um. Eftir stórverkfall 1973 og 1985 virðist hver áratugur fá sitt verkfall og nú álíta margir að verkfall þessa áratugar sé í uppsiglingu. Launþeg- ar með digra verkfallssjóði vilji gjarnan minna á styrk sinn og vinnuveitendum sé í mun að láta ekki undan kröfum, sem þeir álíta að stefni stöðu atvinnuveganna í tví- sýnu. nefndar Lögþingsins, gagnrýndi ákvörðun flokksleiðtogans og sagði hann hafa bmgðist bæði óskiljan- lega og ranglega við. „Hann ætti að vera farinn frá og búinn að eftirláta öðram stöðuna. Það er fullkomlega óskiljanleg ákvörðun að rjúfa þing og boða til kosninga þótt menn vilji hann ekki lengur sem formann Sambands- flokksins," sagði Bjorn. Hann sagði Edmund Joensen hafa bakað sér óvinsældir með stjómunarstíl sín- um. Hann sé ósamvinnuþýður, beri ekki bækur sínar saman við aðra og láti ekkert aftra sér í að fara sínu fram. Vika án morðs New York. Reuters. BROOKLYN hefur lengi haft orð á sér fyrir ofbeldi, glæpagengi og fíkniefnasölu og þess vegna þótti tíð- indum sæta, að ekkert morð var framið í hverfmu í síðustu viku. Að sögn lögreglunnar í Brooklyn eru þess engin dæmi, svo lengi sem elstu menn muna, að vika hafi liðið í hverfinu án morðs. Naut það þess vafasama heiðurs að vera það borg- arhverfi í öllum Bandaríkjunum þar sem flest morð voru framin á átt- unda og níunda áratugnum. Morðum og alvarlegum glæpum hefur aftur á móti fækkað á tíunda áratugnum og hafa ekki verið færri í heilan mannsaldur, samkvæmt lög- regluskýrslum. Lækkaði glæpatíðn- in í fyrra, níunda árið í röð. Reuters Danir búa sig undir allsherj arverkfall Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.