Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 11 FRÉTTIR Hörð barátta milli stærstu netþjónustufyrirtækjanna í landinu Tveir aðilar segj- ast hafa keypt Skímu/Miðheima MIKIL barátta stendur nú yfir milli tveggja af stærstu netþjón- ustufyrirtækjum í landinu. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins telja bæði Landssíminn hf og Islandia Internet sig hafa gert bindandi samning um kaup á þriðja fyrirtækinu á þessum markaði, Skímu/Miðheimum, fyrir 160 millj- ónir króna. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins ætluðu for- svarsmenn Islandia Internet með málið til dómstóla fengju þeir hlutabréf í fyrh'tækinu ekki afhent í gær. Deilur um forkaupsrétt hlut- hafa Skímunnar/Miðheima bland- ast inn í málið. Þarna takast meðal annars á Jón Olafsson, stjórnarformaður Is- lenska útvarpsfélagsins, sem er eigandi Islandia Internet, Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Landssímans hf og framkvæmda- stjóri VSÍ, Eyjólfur Sveinsson, stjórnarformaður Frjálsrar Fjöl- miðlunar og Skímu/Miðheima hf. og Frosti Bergsson, forstjóri Opinna kerfa hf, hluthafa í Skímu/Mið- heimum. Heimildir Morgunblaðsins hei-ma að eigendur Islandia Inter- net telji að eftir fundi á mánudag hafi verið kominn á bindandi samn- ingur við Skímu/Miðheima um að Islandia Internet keypti fyrirtækið fyrii' 160 milljónir króna. Helming- ur kaupverðsins átti að greiðast út en helmingur á átta mánuðum. Þessi samningur hafi átt sér a.m.k. fjögurra mánaða aðdraganda. Allt fram undir hádegi á þriðju- dag töldu eigendur Islandia Inter- net að verið væri að vinna við skjöl og undirbúa undirritun samnings- ins. Síðdegis á þriðjudag fengu þeir svo fréttir af því að búið væri að ganga frá kaupum Landssímans á fyrirtækinu. Heimildir innan Landssímans herma að það tækifæri hafí boðist í skyndingu. Landssíminn hafi nú gert skriflegan samning um kaup fyrirtækisins, sem stjórn fyrirtæk- isins hefur fjallað um og sam- þykkt. Forsaga kaupanna sé sú að forsvarsmenn Skímu/Miðheima hafi snúið sér til Landssímans og boðið fyrirtækið til sölu á sama verði og áður hafði verið samið um við Islandia Internet. Morgunblað- ið fékk staðfest að kaup Landssím- ans á Skímu/Miðheimum hefðu verið rædd og ákveðin á stjórnar- fundi. Þórarinn V. beggja vegna borðsins? Heimildarmenn Morgunblaðsins úr báðum herbúðum telja að andúð á umsvifum Jóns Olafssonar hafi ráðið miklu um það að eigendur Skímu/Miðheima vildu heldur selja Landssímanum en Islandia Inter- net. Viðmælandi sem þekkir til innan Landssímans segir að ákveðnir starfsmenn innan Skímu/Miðheima hafi ekki viljað starfa fyrir fyrir- tæki i eigu Jóns. Starfsfólk fyrir- tækisins mun þó ekki hafa vitað hvaða hræringar voru í gangi fyrr en í gær. Islandia Internet-megin borðsins er litið með tortryggni á þátt Þór- arins V. Þórarinssonar í málinu. Þrjú stærstu íyrirtæki landsins í netþjónustu teng;jast harðri við- skiptadeilu sem komin er upp, segir í grein Péturs Gunnarssonar. Bæði Islandia Internet og Landssíminn telja sig hafa gert samning um kaup á Skímu/Mið- heimum. Auk þess að vera stjórnarformaður Landssímans, situr hann í stjórn Þróunarfélagsins, sem er hluthafi í Skímu/Miðheimum. Aðrir hluthafar þar eru Frjáls Fjölmiðlun, Dagný Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Skímu/Miðheima, Opin kerfi, Arn- þór Jónsson og Ingi Þór Björnsson. Heimildir Morgunblaðsins herma að Þórarinn V. Þórarinsson hafi vikið sæti við afgreiðslu máls- ins bæði innan Landssímans og Þróunarfélagsins en engu að síður er kenning útvarpsfélagsmanna sú að staða hans beggja vegna borðs- ins hafi ráðið mestu um það að Landssíminn kom í spilið. Auk þess sem Islandia Internet vill líta svo á að bindandi samning- ur hafi í raun verið kominn á um kaupin áður en samningur Skímu/Miðheima og Landssímans var undirritaður, hefur Morgun- blaðið upplýsingar um að Islandia Internet hafi náð samkomulagi við tvo síðasttöldu hluthafana, Arnþór og Inga Þór, sem voru stofnendur Miðheima og eiga 8% í Skímu/Mið- heimum. Vilja neyta for- kaupsréttar Sagt er að ekkert samráð hafi verið haft við þá um viðskiptin við Landssímann en þeir séu nú skuld- bundnir Islandia Internet. Ekki náðist tal af þeim tvímenn- ingum í gær, en þeir eru sagðir hafa ráðið sér lögfræðinga sem ætla að gera kröfu um að þeir fái að neyta forkaupsréttar á hinu selda hlutafé í fyi'irtækinu. Þann for- kaupsrétt telja þeir ótvíræðan sam- kvæmt samþykktum Skímu/Mið- heima og jafnframt að réttminn hafi orðið virkur þegar gerður var samningur milli Landssímans og Skímu/Miðheima. Landssímamenn sem Morgun- blaðið ræddi við véfengja hins veg- ar rétt tvímenninganna til að beita forkaupsrétti og úr herbúðum Landssímans heyrist að sú ki'afa byggist á misskilningi á hlutafé- lagalögum. Símamenn segja enn- fremur að kaup á Skímunni/Mið- heimum hafi umfram annað verið eðlilegt framhald af mótaðri stefnu fyrirtækisins um að hasla sér enn frekar völl í netþjónustu, mestu vaxtargreininni innan símþjónust- unnar. Þessi stefna sé löngu mörk- uð og það hafi t.d. verið í samræmi við hana sem fyrirtækið keypti á sínum tíma 25% hlut í Margmiðlun hf. Aðilar málsins voru varir um sig í gær og vildu lítið láta hafa eftir sér um málið í gær. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins sátu Lands- símamenn og fulltrúar Skímu/Mið- heima á fundi í húsakynnum Op- inna kerfa fram á kvöld í gær. Með- al annars munu þeir þar hafa fjallað um kröfu Islandia Internet að fá 90% hlutabréf í Skímu/Miðheimum afhent í gær, annars yrði málið bor- ið undir dómstóla. Fyrirtækin þrjú sem aðild eiga að málinu eru þau stærstu í net- þjónustu hér á landi. Islandia Internet er talið með um 18% markaðarins, Skíma með 10% og Landssíminn um 14%. Samanlagt voru þau í upphafi vetrar talin hafa a.m.k. 13-15.000 notendur af um 35.000 notendum Netsins hér á landi. Næst á markaðnum koma Marg- miðlun, með 25% eignaraðild Landssímans, Hringiðan og Ný- herji. Skíma og Miðheimar sameinuð- ust í febrúar á síðasta ári. Við sam- eininguna var haft eftir Arnþóri Jónssyni, þáverandi framkvæmda- stjóra Miðheima, að heildarvirði sameinaða fyrirtækisins væri um 80 milljónir króna. Morgunblaðið/Kristinn Vanar hendur á bryggjunni ÞRÁTT fyrir að það gengi á með éljum og atkvæðagreiðslur, um miðl- unartillögur ríkissáttasemjara í sjómannadeilunni, stæðu yfir gekk allt sinn vanagang við uppskipun úr Þerney við Grandagarð f gær. Kaffí Kjarkur að missa húsnæðið ALLT bendir nú til þess að Kaffi Kjarki, athvaifi Félags óvirkra fíkla, verði lokað 23. mars vegna vangold- innar húsaleigu. Steindór Halldórs- son, formaður félagsins, hefur sent nokkrum borgarfulltrúum, þing- mönnum, ráðherrum og aðstoðar- mönnum þeirra bréf þar sem farið er fram á aðstoð. Steindór segir aðstandendur fé- lagsins hafa lagt sig alla fram. Einnig hafi einstaklingar lagt sitt af mörkum en nú sé svo komið að án aðstoðar yf- irvalda verði ekki hægt að halda starfinu áfram. „Við höfum áður snú- ið okkur til yfirvalda en þrátt fyrir fjölmargar umsóknir höfum við hvorki fengið styrki frá ríki né bæ,“ segir hann. „Nú hafa hins vegar bæði borgar- og félagsmálayfii'völd lofað að taka málið til athugunar en ég ótt- ast að þau séu að falla á tíma.“ Steindór segir að Kjarkur, félag óvirkra fikla, hafi verið stofnaður fyr- ir einu og hálfu ári. „I upphafi stóð einungis til að félagið starfaði með þeim sem væru að koma úr meðferð, en þar sem fjölmargir virkir fíklar og aðstandendur þeirra sóttu til okkar í leit að hjálp hlóð starfið smám saman upp á sig.“ Athvarf félagsins, Kaffi Kjarkur, var opnað í Þingholtsstræti 5 í lok síð- asta árs. Þar eru auk skrifstofu kaffi- hús fyrir þá sem ekki nota fíkniefni og aðstaða til námskeiðahalds. Stein- dór segir félagið skulda 600 þúsund krónur í húsaleigu auk þess sem skuldir vegna stofnkostnaðar séu annað eins. Takist félaginu hins vegar að losna við þessar skuldir telji hann rekstrargrundvöllinn mjög góðan. AMERISKU UniORAKREMim ÞAU VIRKAE ARANGURINN SEST A N0KKRUM D0GUM! • Amerísku undrakremin frá INSTITUTE-FOR-SKIN- THERAPY jafna, slétta, mýkja, næra, stinna, hindra hrukkumyndun, minnka svitaholur, deyfa brúna aldursbletti, varöveita raka, verja fyrir utanaðkomandi áhrifum og veita húðinni heilbrigðan og ferskan blæ. • Ótrúlegt en satt - árangur af notkun snyrtivara frá INSTITUTE- FOR-SKIN-THERAPYer sýnilegur á örfáum dögum, enda kremin framleidd í Hollywood, Kaliforníu þar sem fólk hefur hvorki tíma til né áhuga á að bíða eftir árangri, vill og verður að sjá hann STRAX! • Snyrtivörur fyrir allar húðgerðir, ilmefnalausar, náttúrulegar, ofnæmisprófaðar, með og án ávaxtasýru. Dagkrem, næturkrem, augnkrem, hand- og húökrem, sem heldur niöri psoriasis, hreinsigel, hreinsikornakrem, einstök bólumeöferö fyrir unglingana og magnaðir andlitsmaskar sem VIRKA! KYNNINGARAFSLATTUR 20% Gildir til 26. mars Fást aðeins á völdum snyrtistofum í Kaliforníu og nú á íslandi hjá: Snyrtistofunni MAJU, Bankastræti 14, R, Snyrtistofu DÍU, Bergþórugötu 5, R, Snyrtistofunni LaRosa, Garðatorgi 7, Garðabæ, Snyrtistofunni Dönu, Hafnargötu 41, Keflavík og hjá KOSMETU ehf, Síðumúla 17, 108 R. Sendum vandaðan, litprentaðan, íslenskan upplýsingabækling ásamt verðlista ef óskað er! e.h.f. Síðumúla 17 • 108 R • Sími: 588-3630 • Fax: 588-3731 Opið frá kl. 17:00-19:00 daglega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.