Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 13
FRÉTTIR
Einstaklingur hefur komið upp vef á netinu um vegamál á Vestfjörðum
Eflist við
hverja
ferð suður
/
Ahugamaður um vegamál hefur komið upp
upplýsingasíðu um vega- og samgöngumál
á netinu. Vegavefínn nefnir hann Vestur-
--------------_____--------7>----
leið vegna áhuga síns á að tengja Isafjörð
við hringveginn með því að leggja áherslu
á vegasamband um heiðarnar suður í
Vatnsfjörð og þaðan til Reykjavíkur. Helgi
Bjarnason ræddi við Jónas Guðmundsson.
JÓNAS Guðmundsson sýslu-
maður í Bolungarvík þarf
stundum að fara til Reykja-
víkur. Hann flýgur síður, ef
hann kemst hjá því en lætur sig þó
hafa það þegar nauðsyn ber til. Hef-
ur hann mikinn áhuga á að stytta
sem mest akveginn til Reykjavíkur
svo landleiðin verði raunhæfur val-
kostur en leiðin er nú
hátt í 600 km löng.
Vegamálin hafa mik-
ið verið til umræðu á
Vestfjörðum undanfar-
in ár og skiptar skoðan-
ir um það hvernig
tengja ætti norðan-
verða Vestfirði við
hringveginn. Jónas hef-
ur tekið þátt í þessum
umræðum á opinberum
vettvangi og talað fyrir
svokallaðri Vesturleið.
Nefnd á vegum Fjórð-
ungssambands Vest-
firðinga komst hins
vegar að þeirri niður-
stöðu að leggja ætti
höfuðáherslu á bættar
vegasamgöngur um ísafjarðardjúp
og að leiðin suður færi síðan um
Arnkötludal og Gautsdal (Trölla-
tunguheiði) að Gilsfjarðarbrú.
Tenging milli suður- og norðurhluta
Vestfjarða er aftast á verkefnalist-
anum hjá nefndinni. Sömu áherslur
eru í þingsályktunartillögu sam-
gönguráðherra um langtímaáætlun
í vegagerð og ekki er gert ráð fyrir
tengingu milli Dýrafjarðar og Arn-
arfjarðar á áætlanatímabilinu sem
nær til 2010.
Vesturleið hagkvæmari
Jónas hallast að því að til lengri
tíma litið sé hagkvæmara að fara
Vesturleið frá norðanverðum Vest-
fjörðum inn á hringveginn. Sú leið
lægi frá ísafirði suður í Vatnsfjörð
og tengdist þar leiðinni frá sunnan-
verðum fjörðunum áfram í Gilsfjörð
og um Bröttubrekku inn á hring-
veginn. „Sú leið veitir mesta mögu-
leika á styttingu á tengingu við
hringveginn og hún nýtir þau dýru
mannvirki sem þegar eru komin,
Vestfjarðagöng, Dýrafjarðarbrú og
Gilsfjarðarbrú. Þessi leið tengir
einnig saman byggðina á norðan-
verðum og sunnanverðum Vest-
fjörðum og nýtist fólkinu sem býr á
leiðinni og þar með miklum meiri-
hluta fólks í kjördæminu," segir
Jónas.
Núverandi heilsársleið um ísa-
fj arðardj úp, Steingrímsfj arðarheiði,
Strandir og Holtavörðuheiði til
Reykjavíkur er 570 kílómetrar og
eftir að Hvalfjarðargöng komast í
gagnið verður leiðin 528 kílómetrar.
Sumarleiðin verður raunar innan
við 500 km. Með vegi yfir Trölla-
tunguheiði yrði heilsársleiðin 455
kílómetrar. Ekki er hægt að stytta
þá leið mikið til viðbótar. Er þetta
sama vegalengd og Vesturleiðin í
dag en hana er hægt að stytta veru-
lega með göngum úr Dýrafirði í
Ai-narfjörð og þverun fjarða í Aust-
ur-Barðastrandarsýslu og yrði leið-
in innan við 400 kílómetrar eða 60
kílómetrum styttri en leiðin um Isa-
fjarðardjúp og Tröllatunguheiði.
Til þess að unnt sé að
fara Vesturleiðina þarf
að gera jarðgöng í stað
vegar yfir Hrafnseyrar-
heiði og síðan heilsárs-
veg yfir Dynjandis-
heiði. Kostnaður við
þessi verk er áætlaður
um 2,5 milljarðar kr.
Leggur Jónas til að
frekari framkvæmdum
við veginn um ísafjarð-
ardjúp sem kostar á
annan milljarð verði
slegið á frest og pen-
ingarnir notaðir strax í
Vesturleið. Töluvert
væri hægt að gera fyrir
það fé. Fram kemur sú
skoðun hjá Jónasi að
ferjusiglingar yfir Breiðafjörð legg-
ist væntanlega af á næstu árum
enda sé dýrt að reka ferjur og þær
að verða úreltar. Er þetta í sam-
ræmi við áform stjórnvalda því í til-
lögu að langtímaáætlun í vegagerð
er gert ráð fyrir nýjum vegi um
Barðaströnd og Austur-Barða-
strandarsýslu til að tengja þéttbýl-
isstaðina á sunnanverðum Vest-
fjörðum við hringveginn.
Hagkvæmustu
jarðgöngin
Eftir að hafa kynnt sér hugmynd-
ir um jarðgöng til Siglufjarðar og á
Austurlandi og upplýsingar um
færð á viðkomandi fjallvegum segist
Jónas hafa komist að þeirri niður-
stöðu að jarðgöng á milli Dýrafjarð-
ar og Arnarfjarðar væru að mörgu
leyti mun brýnni framkvæmd. Jarð-
göng á Vestfjörðum myndu opna
Vesturleið með þeim kostum sem
hann hefur rakið.
Jónas viðurkennir að ákveðin
óvissa ríki um veg yfir Dynjandis-
heiði, hvort hann yrði fær allt árið.
Með hliðsjón af reynslunni af vegin-
um yfir Hálfdán segist hann þó ekki
sjá að Dynjandisheiði ætti að verða
verulega erfiðari yfirferðar en til
dæmis Steingrímsfjarðarheiði, ef
vegur yrði vel úr garði gerður. Jafn-
framt bendir hann á þann mögu-
leika að leggja veg meðfram Dynj-
andisvogi að sunnanverðu, um Mos-
dal og um Helluskarð, en það lengi
leiðina nokkuð. Þá sé sá möguleiki
fyrir hendi að fara með ströndinni
allt í Trostansfjörð.
Ekki mikill hljómgrunnur
Jónas er áhugamaður um notkun
netsins og sá að þar væru miklir
Jónas
Guðmundsson
Vestfjarðargöng
Bolungarvík
\ ísafjörður
Isafjörður
Steingríms
fjarðarheið
Hólrtíavík
Trölla',/
tungu-úr/
u~:a: ///
’orska-\
farðar- j
heiði \i
Reykhólar
Hrafns-
eyrar-
heiði
Hornstrandir
600 10
jðkurf//-^
/ /7 Aw j /' <T
1
/^SaurbærS í /
Um Hvalfjarðargöng, Tröllatunguheiði, Steingrimsfjarðarheiði og Djúp — 455 km Y
Vesturleiðnú--------------------------------------------------------455 km V-,S
Vesturleið um Hvalfjarðargöng + styttingar-------------------------- 396 km
Vegur/brú milli Reykja-
REYKJAVÍK - ÍSAFJÖRÐUR ness ot>Sk<llaness
möguleikar til að gera þessu máli
skil í myndum og texta. Til þess að
kynna hugmyndir sínar í vegamál-
um safnaði hann upplýsingum inn á
vefsíðu á netinu. Síðan sem nefnist
Vesturleið og er á slóðinni
www.snerpa.is/vestur er orðin mik-
ill upplýsingabanki um vega- og
samgöngumál Vestfjarða og að
hluta til landsins alls. Upplýsing-
arnar eru settar fram á kortum,
ljósmyndum og texta. „Með hinni
nýju tækni, internetinu, gefast al-
veg nýir möguleikar á að safna sam-
an upplýsingum og fróðleik og
koma skoðunum og viðhorfum á
framfæri í máli og myndum og fá
skoðanir og viðhorf annarra á sama
vettvangi,“ segir hann m.a. á Vefsíð-
unni.
Jónas viðurkennir að hann hafi
enn ekki fengið mikinn hljómgrunn
fyrir hugmyndum sínum um Vest-
urleið, þrátt fyrir augljósa kosti.
Það telur hann helgast af þvi að bú-
ið sé að leggja töluverða fjármuni í
hina leiðina og fólk sjái það ekki
fyrir sér að fjármunir fáist í Vestur-
leiðina. Þá sé ekki hægt að neita því
að vegurinn um Isafjarðardjúp sé
að mestu leyti á láglendi og því ör-
uggari. En Jónas lætur þetta ekki á
sig fá og heldur áfram að bæta vef-
síðuna. „Ég eflist í þessu í hvert
skipti sem ég þarf að fara til
Reykjavíkur," segir hann.
HONDA
4 cLyra
1_4-SJ ______________
9 0 h e s t ö f l
Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri
InnifaUð í verði bíisins
1400cc 1ó ventla vél með tölvustýrðri innsprautunl
Loftpúðar fyrir ökumann og farþega4
Rafdrifnar rúður og speglar4
ABS bremsukerfi4
Samlæsingar 4
14" dekk4
Honda teppasett4
Ryðvörn og skráning 4
Útvarp og kassettutækil
Honda Civic 1.5 LSi VTEC
1.550.000,-
115 hestöfl
V.6 rð__b__q q t una:—1.45 5l» Q Q Q f ~
Sjálfskipting kostar 100.000,-
Fjarstýrðar samlæsingar
4 hátalarar
Hæðarstillanlegt ökumannssæti
Sjálfskipting 100.000,-
0
HONDA
Si'mi: 520 1100