Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 53
AÐSENDAR GREINAR
í BLAÐINU Degi
28. janúar sl. birtist
álitsgerð írá Löggild-
ingarstofu um nýskipan
rafmagnsöryggismála.
Vegna fyrri skrifa og
annarrar umfjöllunar
fjölmiðla vil ég fara
nokkrum orðum um
fullyrðingar í yfirlýs-
ingu þessari frá mínum
bæjardyi-um séð.
1. Aukið öryggi. I yf-
irlýsingunni segir að
gerðar hafi verið um-
talsverðar breytingar á
rafmagnsöryggismál-
um „til að mæta kröf-
um nýrra tíma“. „Allar
miða þær að auknu rafmagnsör-
yggi og bættri þjónustu við neyt-
endur. Löggildingarstofa fer nú
með yfirumsjón rafmagnsöryggis-
mála en faggiltar skoðunarstofur
annast rafmagnseftirlit."
Sagði einhver „auknu raf-
magnsöryggi og bættri þjónustu"?
Ég, sem starfandi rafVerktaki á
Austurlandi frá árinu 1957, hef
mikla reynslu af eldra fyrirkomu-
lagi eftirlitsmála, bæði hvað varð-
ar héraðsveitur, sveitarfélagaveit-
ur og einkaveitur. Þau afskipti
hafa verið mér og fleirum leiðar-
ljós til vandaðra vinnubragða og
virðingar fyrir notandanum sem
alltaf hefur borgað kostnaðinn af
eftirlitinu. Er það bætt þjónusta
að hætta gamalskoðunum og færa
nýskoðanir niður í 10% úrtaks-
skoðun? Þetta er kannske bætt
þjónusta við skoðunarstofur þar
sem eigendur geta legið með
tærnar upp í loft og þegið tugi
milljóna af hinum almenna borg-
ara án þess að þurfa að inna þjón-
ustu af hendi í stað-
inn. Lögin, sem barin
voru fram á nætur-
fundi rétt fyrir jól
1996, um Löggilding-
arstofu og rafmagns-
eftirlit, eru meirihluta
alþingis til skammar.
Með nýju fyrirkomu-
lagi er allri eldri gerð
eftirlits rústað vegna
einkavæðingarhug-
mynda nokkurra mis-
viturra pólitískra
preláta. Nefnd sú, er
ráðherra skipaði 1995
til að leggja fram hug-
myndir um rafmagns-
eftirlit, var alls ekki
starfhæf vegna of margra hags-
munaaðila í henni. A þetta hefur
verið bent, en löggjafinn lét það
sem vind um eyru þjóta. Yfirlýs-
ingar iðnaðarráðherra þá og síðar
sýna auk þess að honum er svo
skítsama um þessi mál að hann
lætur sér nægja að lesa upp úr
áliti annarra. Hræddur er ég um
að allar góðu einkunnirnar hans
úr skóla nái þar vart upp fyrir
ökkla.
2. Aukin ábyrgð. Þessi kafli þarf
ekki skýringa við. Menn hafa alltaf
þurft að bera ábyrgð á eignum sín-
um, en þarna virðist þó fullyrt að
eigendur raflagna eigi að vera fag-
menn (?!) og vita fyrirfram um
dulda galla.
3. Meiri kröfur. Rafverktakar og
ralveitur eiga að vinna eftir gæða-
kerfi sem tryggir að öll verk séu
yfirfarin í verklok og uppíylli sett-
ar kröfur um öryggi.
Hvað er átt við með þessu? Höf-
um við rafverktakar ekki unnið
eftir neinum gæðakröfum? Hvar
er gamla reglugerðin um raforku-
mannvirki sem varð til fyrir mína
tíð og hefur margoft verið aukin
og endm-bætt síðan? Hvað um
samstarf okkar rafverktaka við
rafveitur, rafmagnseftirlit og eig-
endur raflagna? Á að kasta allri
þessari reynslu fyrir róða vegna
peningagræðgi nokkurra
íhaldskumpána? Ég segi
íhaldskumpána vegna þess að mál-
ið er hápólitískt og lyktar sem
slíkt.
Við rafverktakar höfum alltaf yf-
irfarið verk okkar í verklok, en
þær auknu kröfur sem gerðar eru
til okkar frá Löggildingarstofu eru
að mestu fólgnar í kröfum um kaup
á dýrum mælitækjum og auknum
Hið nýja einkavædda
rafmagnseftirlit, segir
Armann Jóhannsson,
er dýrara fyrir neyt-
endur og ótryggara en
eldra fyrirkomulag.
tíma til mælinga. Það segir okkur
að reikningurinn til viðskiptavinar-
ins hlýtur að hækka. En viðskipta-
vininum er ekki sagt frá því, að
hann er búinn að greiða þetta eftir-
litsgjald í formi 0,8% gjalds á
keypta raforku. Þarna er semsagt
tvísköttun á ferðinni, ef ekki þrí-
sköttun. Hverjum er það í hag?
4. Enn auknar kröfur. Rafverk-
takar sem fengið hafa löggildingu
hafa einir heimild til að annast raf-
verktöku og bera ábyrgð á þeim
rafverkum sem falla undir lög og
reglugerðir um raforkuvirki.
Hér eru engir nýir hlutir á ferð-
inni. En með slælegra eftirliti,
sem felst í nýju lögunum, færist í
vöxt að veitueigendur vilji í aukn-
um mæli bjarga sér sjálfir, leggja
þetta og leggja hitt. Ég hefi alla
tíð neitað mönnum um efniskaup
sem höfðu slíkt í huga. Þeir brosa
bara, snúa sér að næsta manni og
tekst að ná í sitt. Skyldi þetta vera
árangur af betra og skilvirkara
eftirliti? Ég get nefnt dæmi um
þessa hluti og tjón af völdum
þeirra.
5. Ábyi’gir seljendur. Kannske
get ég best fellt mig við þessa
grein, en hvað felst í þessum orð-
um?
Gamla raflagnaprófunin var ekki
raunhæf. Ef panta þurfti sérhæfða
hluti, t.d. í bræðslur eða frystihús,
þurfti stundum að bíða eftir grænu
ljósi til að fá þá. Nú á CE-merkið
að vera trygging fyrir gæðakröfum
Evrópusambandsins, en mikið er
það nú misnotað. Séð hef ég borð-
lampa með CE-merki með B22
koparfal, sem er ólöglegur hér á
landi, seldan hérlendis hjá virtum
innflytjanda. En ég get skilið
heildsalana. Eftirlit hentar þeim
einfaldlega ekki.
6. Rafmagnseftirlit ríksins hefur
verið lagt niður. Nú annast „óháð-
ar“ og „faggiltar" skoðunarstofur
rafmagnseftirlit í umboði Löggild-
ingarstofu. Satt er að Rafmagns-
eftirlitið hefur verið lagt niður, illu
heilli. En hvað felst í hugtakinu
„óháðar skoðunarstofur“?
Kannske eru þær óháðar verkefn-
um sínum, en þær eru hvorld
óháðar peningum né einkavæðing-
arskoðunum misviturra manna.
Faggilding er fallegt orð og við
skulum vona að þeir, sem hafa
fengið þann stimpil, beri hann með
rentu. En lágmarkskrafa en að
þeir, sem fást við skoðanir á raf-
lögnum, hafi unnið við raflagnir
um nokkurra ára bil. •' -
Að lokum vil ég setja fram hug-
myndir mínar um raunhæft raf-
magnseftirlit: Nýskoðanir skulu
vera hjá rafveitum. Röksemdin er
sú, að rafveitur sjá um umsóknir
um heimtaugar og lagningu
þeirra, uppsetningu mæla og eru
um leið seljendur raforkunnar. Á
notandann er lagt 0,8% gjald sem
er inni í raforkugjaldinu. Þetta
eru nokkrir tugir milljóna og
mundu meira en standa undir
þessu eftirliti.
Síðan á að vera til stofnun sem •£..
heitir einfaldlega Rafmagnseftir-
lit og ætti að annast háspennueft-
irlit sem ætti að fjármagna með
smágjaldi af sölu raforku til stór-
iðju og annarrar sölu sem ekki
fer í gegnum rafveitur. Raf-
magnseftirlitið ætti auk þess að
annast gamalskoðun sem einnig
mætti fjármagna með gjaldi á
stóriðju.
Ennfremur ætti Rafmagnseft-
irlit að sjá um löggildingu raf-
verktaka, gagnasöfnun og
skýrslugerð, svo og eftirlit með
einkastöðvum sem fjölga mun á
næstunni. Þar ætti líka heima
skoðun á brunatjónum, fræðslu-
mál og útgáfumál. Með þessum *"
hætti mætti dreifa skoðunarverk-
um um landið sem væri hag-
kvæmara en að hafa nokkrar
skoðunarstofur í Reykjavík og
vinna allt þaðan. Nýsett lög um
rafmagnseftirlit eru þeim einum
til hagsbóta sem hagnast á rekstri
skoðunarstofa, en notendur borga
brúsann. Því skora ég á lög-
gjafann að endurskoða þessi lög.
Því fyrr, því betra.
Höfundur er rafverktaki á
Austurlandi.
Einkavæðing til óþurftar
Ármann
Jóhannsson
Pentium II blómstrar
Einstakft ftækifæri ftil að eignast
Pentium II ftölvu á verði sem á sér
enga hliðstæðu í hænum!
Við hönnun Vision Line-tölvunnar írá Tulip eru gæðin höfð
að leiðarljósi enda hefur hún náð miklum vinsældum meðal
þeirra notenda sem sækjast eftir hraða, afköstum og
áreiðanleika. Veldu vandaða vöru frá viðurkenndum evrópskum
framleiðanda - veldu Tulip!
Tæknilegar upplýsingar:
Örgjorvi: Intel Pentium II 233 MHz
Diskur: 2,1 Gb
Vinnsluminni: 32 Mb SDRAM, stækkanlegt í 256 Mb
Flýtiminni: 512 Kb L2
Geislndrii: Innbyggt 24-hraða CD drif
Hljóðkort: Sound Blaster á móðurborði
Skjákort: 2 Mb S3 Virge GX2 APG, stækkanlegt í 4 MB
Tengi: 4 Universal Serial Bus tengi (tvö að framan)
Innrautt samskiptatengi
Annad: Fast 10/100-T Ethernet á móðurborði
- Verslun -
Skaftahlíð 24 - 105 Reykjavík
Sími: 569 7700 - Fax: 569 7799
www.nyherji.is
S¥mwl II
computers