Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
f tilefni biblíudagsins
i
í
\
i
Er lengiir hægt að
treysta Biblíunni?
Á LIÐNUM áratug-
um og jafnvel öldum
hefur Biblían orðið fyrir
margvíslegum atlögum
og verið gagnrýnd
harðlega. Sumir hafa
gert það í nafni vísinda,
aðrir út frá eigin for-
sendum, oft siðferðis-
legum. Enn aðrir gagn-
rýna hana einfaldlega
vegna þess að þeir hafa
heyrt að hún væri full af
fölsunum og rangfærsl-
um. Fæstir hafa gagn-
rýnendurnir rannsakað
málið hlutlægt, en tekið
undir gagnrýni ann-
arra. Ef fólk telur sig
hafa ástæðu til að gagnrýna kristna
trú fínnst því vænlegt að vega að
Heilagri ritningu vegna þess að hún
er álitin grunnur trúarinnar - allir
kristnir menn byggja trú sína að
meira eða minna leyti á Biblíunni.
í þessari stuttu umfjöllun langar
mig að benda á áreiðanleika Biblí-
unnar og það að hún stenst allar
árásir og er trúverðug heimild.
Fjölbreytileiki en
þó ein heild
Biblían er einstök bók. Hún er
fyrir það fyrsta útbreiddasta bók
veraldar. Hún er heilt bókasafn,
samanstendur af 66 ólíkum ritum
sem skráð eru á um 1500 árum.
Höfundamir voru af ólíkum stéttum
fjárhirðar, spámenn, konungar,
læknar, fískimenn, ráðherrar og
lögfræðingar. Allar þessar stéttir
eiga höfund eða höfunda úr sínum
hópi í Biblíunni, en alls teljast þeir
um 40. Af þessari ástæðu er stíllinn
fjölbreytilegur og viðfangsefnin
stundum ólík. Fjölbreytilegur stfll
og viðfangsefni eru ekki dæmi um
ósamræmi og veikleika, því að Biblí-
an er vitnisburður um ótrúlegt sam-
ræmi og efnislega heild. Einnig er
fróðlegt fyrir fólk að vita að engin
bók fomaldar hefur varðveist í jafn
mörgum handritum eða handrita-
brotum og Nýja testamentið eða
rúmlega 24.000. Mörg þeirra em
ævagömul og sum frá því snemma á
2. öld. Ef við berum Nýja testa-
mentið saman við önnur þekkt rit
fornaldar hvað fjölda varðveittra
handrita varðar er ljóst að það ber
höfuð og herðar yfír þau. Sem dæmi
má nefna Illionskviðu eftir Hómer
sem kemst næst Nýja testamentinu
með 643 handritabrot eða heil hand-
rit, það elsta frá 13. öld, öll hin era
yngri.
Eru falsanir í Biblíunni?
Petta hefur maður heyrt, en
hvað um rökin? Sumir segja að
texta Biblíunnar hafi
margoft verið breytt
og hann falsaður. Hvað
eiga menn við? Er það
fölsun að þýða af einu
tungumáli yfir á ann-
að? Gildi og áreiðan-
leiki frumtextans
spillist ekki við það að
vera þýddur á önnur
tungumál. Þegar gyð-
ingdómur og kristin
trú breiddust út í
fornöld þurfti vita-
skuld að þýða rit Biblí-
unnar. Einnig þurfti að
skjóta ýmsum skýring-
um inn í frumtextana
þegar þeir voru þýddir,
vegna þess að nýjar þýðingar voru
gerðar fyrir ólík menningarsamfé-
lög með mismunandi siði, annars
hefði boðskapurinn ekki skilist
rétt. Væri það fölsun á texta Njálu
að skjóta skýringum inn í nútíma-
textann lesendum á 20. öld til
glöggvunar? Vitaskuld ekki. Eins
er með handrit Nýja testamentis-
ins. Gætt var ýtrustu varkárni við
þýðingu og afritun textanna. Og
vegna hins mikla fjölda varðveittra
handrita af Nýja testamentinu,
hafa handritafræðingar getað
rannsakað þróun þýðinganna og
varðveislu textanna af mikilli ná-
kvæmni. Þessi rannsóknarvinna
hefur með óyggjandi hætti stutt
rökin fyrir áreiðanleika handrit-
anna. Kristnir menn þurfa því ekki
að skammast sín fyrir trúarbók
sína. Hún er best varðveitta rit
veraldar.
Hefur fornleifafræðin ekki
afsannað Biblíuna?
Nei, síður en svo. Hinn kunni og
viðurkenndi fornleifafræðingur
William F. Albright hefur sagt:
„Hin óhóflega tortryggni fræði-
manna á 18. og 19. öld gagnvart Bi-
blíunni, sem kemur jafnvel ennþá
fram hjá sumum, hefur markvisst
verið hrakin. Hver fornleifafundur-
inn á fætur öðrum hefur staðfest
sannleiksgildi fjölmargra atriða og
aukið viðurkenningu á gildi Biblí-
unnar sem sagnfræðilegrar heimild-
ar.“ Margir aðrir nafnkunnir forn-
leifafræðingar sem rannsakað hafa
fornleifar í Mið-Austurlöndum taka
í sama streng. Einn þeirra, hinn
virti Nelson Gleuck, segir: „Hægt
er að fullyrða undantekningarlaust,
að enginn fornleifafundur er í mót-
sögn við texta Biblíunnar." Þetta
eru merkileg ummæli og upp-
örvandi fyrir þá sem trúa á Guðs
orð.
En þróunarkenningin...?
Margir halda að þróunarkenn-
ing Darwins hafí afsannað sköpun-
arsögu Biblíunnar? Þetta er frá-
leitur misskilningur. Kenning
Darwins er tilraun (ath. tilraun, en
ekki viðurkennd vísindi) til að út-
skýra fjölbreytileika lífríkisins.
Hann taldi tegundirnar hafa þró-
ast upp á við frá einfaldleika til
fjölbreytileika. Þessa tilgátu hans
tóku margir tveim höndum og
töldu hana afsanna tilvist Guðs og
þá viðteknu skoðun að Guð hefði
skapað heiminn. Enn í dag er þró-
unarkenningin kennd í grunnskól-
um og víðar sem nánast eina raun-
hæfa skýringin á tilurð og fjöl-
breytileika náttúrunnar. Einnig
má fullyrða að í hugum margra er
hún grundvallarrökin fyrir efnis-
hyggju og þeirri trú að Guð sé ekki
til. I framhaldi af því hefur verið
hlegið að kristnum mönnum og
„einfeldni" þeirra og þeir sagðir
trúa sköpunarsögu Biblíunnar sem
segir að jörðin og alheimurinn hafí
orðið til á 6 dögum. Slík ummæli
eru mikil einföldun á flóknu máli.
Staðreyndin er sú, að það er hreint
ekki einfalt mál hvernig túlka skuli
sköpunarsögu Biblíunnar. Margir
góðir, kristnir menn, fræðimenn,
segja að hér sé um myndræna lýs-
ingu að ræða sem ekki beri að
skilja bókstaflega, enda var enginn
sjónarvottur að atburðunum.
Sköpunarsaga Biblíunnar er „spá-
Fullyrða má, segír
Friðrik Schram, að í
hugum margra er
þróunarkenningin
grundvallarrökin
fyrir efnishyggju.
dómur“ aftur í tímann, ef svo má
segja. Ekkert í Biblíunni útilokar
þann skilning að jörðin sé miklum
mun eldri en þau rúmu 6000 ár
sem sumir telja sig geta lesið út úr
henni. Sá skilningur - að jörðin sé
aðeins rúml. 6000 ára gömul - er
reyndar mjög vafasamur út frá
þjóða- og ættatali 1. Mósebókar.
En nóg um það. Sköpunarsaga Bi-
blíunnar undirstrikar hins vegar
skýrt að hver tegund var sjálfstæð
en ekki þróuð út frá annarri eins
og þróunarkenning Darwins held-
ur fram. Darwins-fylgjendur segja
að steingervingafræðin sanni þró-
un tegundanna en það gerir hún
alls ekki! Þar eru margar eyður og
spurningum ósvarað. Og það hefur
ekkert nýtt komið fram um ára-
tugaskeið í rannsóknum líffræð-
inga sem styður blinda þróun þar
sem ekkert hugvit var að baki.
Kristnir menn geta því sofið vært
gagnvart þeirri fullyrðingu að
sköpunarsaga Biblíunnar sé úrelt
og hlægileg. Hún er það svo sann-
arlega ekki. Hún heldur fram
þeirri kenningu að vitiborinn skap-
ari sé að baki efnisheiminum. Per-
sónulegra þykir mér það miklu lík-
legri kenning en hin sem menn
hafa þróað útfrá kenningum
Darwins, - sú að hinn gífurlegi
fjölbreytileiki og fullkomleiki líf-
ríkisins sé afleiðing blindra tilvilj-
ana þar sem ekkert hugvit búi að
baki. Það þarf mikla trú til að trúa
slíkri kenningu! Ef eitthvað er far-
ið að gefa sig, vísindalega skoðað,
þá er það þróunarkenning
Darwins. í síðari grein minni um
Biblíuna mun ég sýna fram á innri
rök hennar, innblástur og spádóma
sem hafa ræst.
Höfimdur erprestur Islensku
Kristskirkjiinnur.
Friðrik
Schram
MFA-
skólinn
MARKMIÐ MFA-
skólans er að auka al-
menna menntun, efla
sjálfstraust, þjálfa sjálf-
stæð vinnubrögð og að-
stoða fólk í atvinnuleit.
Eg er einn nemenda
skólans og hef fengið
allt það besta sem þessi
skóli hefur uppá að
bjóða. Þegar ég hóf nám
við skólann hafði ég
stutta skólagöngu að
baki. En skólaganga er
talin mjög mikilvæg fyr-
ir alla sem ætla að kom-
ast áfram í lífinu. Með
því er þó aðeins hálfur
sannleikurinn sagður.
Mannleg samskipti og
gott innsæi eru tveir lyklar að því
að fá að njóta sín sem best og lifa
hamingjusömu lífi. þetta lærði ég
meðal annars í MFA skólanum. Ég
hef komist að því að þetta á jafnt við
fólk sem er atvinnulaust og það sem
hefur vinnu. Það er algengara en
margir halda að starfsmenn fá ekki
að njóta sín sem skyldi í vinnu sinni.
Þessu væri hægt að breyta með
réttu hugarfari og skilningi. En til
þess þurfa atvinnurekendur að láta
af oflæti sínu og vera miskunnsam-
ari við starfsfólk sitt og sýna því
meiri skilning. Mörgum góðum
starfskröftum kynnast atvinnurek-
endur aldrei vegna þess að þá
skortir innsæi og skilning á þörfum
þeirra. Atvinnurekendur eru yfír-
leitt ekki í þeim tengslum við starfs-
fólk sitt að þeir skilji það sem skipt-
ir máli fyrir vellíðan þess á vinnu-
markaðinum. Það sem MFA-skól-
inn gerir fyrir okkur getur hann
gert fyrir atvinnurekendur. Þeir
ættu að kynna sér starfsemi skólans
með það fyrir augum að skilja betur
atvinnulaust fólk. Ennfremur þurfa
ráðamenn þessa lands að viður-
kenna gildi MFA-skólans svo nem-
endur njóti þess álits sem þeir eiga
skilið. Eins og ég hef áður sagt er
þetta góður skóli sem byggir á
skilningi og innsæi sem hefur opnað
hug minn og veitt mér skilning á
mannlegum samskiptum.
Getur verið að innsæi sé grann-
urinn að réttlætiskennd? Getur ver-
ið að okkur skorti innsæi þegar við
erum að skilgreina jafn viðkvæmt
og vandmeðfarið mál og atvinnu-
leysi? Ég er einn þeirra sem missti
atvinnu mína hjá stóru byggingar-
fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu
vegna hagræðingar sem bitnaði
fyrst og fremst á ákveðinni stétt
iðnaðarmanna sem vora búnir að
starfa í mörg ár hjá fyrirtækinu. í
stuttu máli má segja að þetta hafí
verið ósanngjarnasta ákvörðun
ráðamanna fyrirtækisins sem þeir
gátu tekið. Þá skorti skilning á þörf
okkar til að fá að ljúka síðasta
áfanganum á byggingarsvæðinu og
fólu það öðrum. Vinnuframlag okk-
ar var ekki mikils metið þegar þeir
veltu fyrir sér hagræðingu og síðan
að hætta byggingarstarfseminni.
Þeir héldu því fram að þeim bæri
engin skylda að halda áfram starf-
seminni þar sem hagstæðara var að
kaupa á frjálsum markaði en það
var fyrir þá að byggja íbúðir! „Ef
við stöndumst ekki samkeppni verð-
um við náttúrulega að endurskoða
okkar stefnu, því að okkur ber að
útvega fólki sem ódýrast og best
húsnæði." Þetta voru þeirra orð
þegar hagræðingunni
var hrint í framkvæmd
(DV 29.1. 1996). EF
réttlætiskennd þeirra
hefði fengið að njóta sín
þá hefði skynsemin
fylgt á eftir og niður-
staðan verið viðunandi
fyrir alla. En það varð
ekki. Ég stóð á byrjun-
arreit. Vinnan sem ég
hef stundað krefst lík-
amlegrar hreysti fram-
ar öðru. Ég fór því að
hugsa minn gang og
komst að þeirri niður-
stöðu að skólaganga
mín var í algjöru lág-
marki og það mundi
koma sér illa fyrir mig
ef ég ætlaði að breyta um starf.
Nokkra síðar bauðst mér að fara í
MFA-skólann. Með þessum skrifum
er ég að uppskera eitt af því sem
mér var kennt i MFA-skólanum.
Getur verið að fordómar í garð
þeirra sem era atvinnulausir, spilli
sjálfsmati og vellíðan þeirra og ráði
úrslitum fyrir þá? Ef svo er þá má
rekja það til ráðamanna þessarar
Atvinnurekendur ættu
að kynna sér starfsemi
MFA-skólans, segir
Arni Jóhann Finnboga-
son, með það fyrir aug-
um að skilja betur at-
vinnulaust fólk.
þjóðar sem með ógætilegum og
óraunhæfum orðum hafi ýtt undir
þá skoðun að atvinnuleysi sé bara
aumingjaskapur, næg vinna sé í
boði en enginn fáist í vinnu! Félags-
málaráðherra getur haft þessa
skoðun en verið gætnari í orðalagi
þegar um atvinnulausa ræðir sem
eru varnarlausir gagnvart þeim sem
hafa allt sitt á þurru. Þetta byggist
allt saman á skilningi þvi þetta er
mjög viðkvæmt og persónulegt íyrir
það fólk sem um ræðir.
Tilefni þessara skrifa minna eru
mjög brýn og koma okkur öllum við.
Hvað með það fólk sem þarf að að-
lagast vissum starfsaðferðum eða
byrja upp á nýtt á vinnumarkaðin-
um? Sumir eiga auðvelt með að að-
lagast en margir standa á krossgöt-
um hvað vinnu snertir og þurfa á
öðra að halda en skilningsleysi sem
er svo ríkjandi hjá stjórnendum og
þeim sem hafa atvinnu. Þeir sem
hafa stór orð um þá sem eru án at-
vinnu ættu að líta sér nær áður en
þeir grípa til stóru orðanna og at-
huga hvort þeir einir hafí rétt á því
að dæma aðra sem dæma ekki en
eru þolendur þeirra sem dæma.
Enginn veit hvað er að missa at-
vinnu sína fyrr en hann hefur sjálf-
ur orðið fyrir því, sem er mikil lífs-
reynsla fyrir þann sem lendir í
þeirri slæmu aðstöðu.
Vinnuveitendur ættu að fara sér
hægt í hagræðingu og skipuleggja
betur með öguðum vinnubrögðum
og leggja á hilluna hagræðingar-
kenninguna, sem er bara dulbúin
geðþóttaákvörðun þeirra sem fara
með völdin hverju sinni.
Höfundur er atvinnulaus.
Árni Jóhann
Finnbogason
IBM notendaráðstefna Hótel Örk 23. og 24. mars
ikrásisssifj ípt itiiiííii: ww, nyk(f!U'jf/i.sk
viðskipti Nánari upplýsingar á Nýherjavefnum og hjá Ómari: omar@nyherji.is
NÝHERJI