Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Rokið upp með róg
ÉG hef orðið íyrir því áður, að
sósíalistar hafa rokið upp og öskr-
að: Þú vilt ritskoðun! - ef mér hefur
orðið það á að gagnrýna eitthvað,
sem þeim er hjarta nær. Ég hef
aldrei lagt til að eitt einasta ritverk
verði ritskoðað, hvað þá bannað. I
grein minni í Mbl. hinn 25. febrúar
er hvergi orð að finna, sem svo mik-
ið sem ýjar að því að banna eigi rit-
verk Bertolts Brechts. Hver ætti að
banna ritverk á Islandi? Hver ætti
að framfylgja því banni? Samt rýk-
ur Þorsteinn Gylfason upp með
æsilegu hrópi: Arnór Hannibalsson
heimtar að Brecht verði bannaður.
Þessi fullyrðing er hreinn og tilefn-
islaus uppspuni. Enn spinnur Þor-
steinn áfram lygaþráðinn og með
ímyndunarafli sínu fínnur hann upp
„menningarstefnu" mína, sem er
útlegging á því sem ég sagði ekki í
fyrri grein minni. Þessi grein mín
fjallaði ekki um bókmenntagildi
verka B. Brechts. Það er því lágt
lagzt á lúalagið að gera mér upp
skoðanir og semja langan lista um
verk sem ég, að ályktan Þorsteins,
vil rekki að séu flutt á íslandi".
Ég hef hvergi haldið því fram, að
B. Brecht hafi verið vont skáld og
þaðanafsíður að þýðingar Þorsteins
Gylfasonar séu ekki sambærilegar
frumtextanum að snilld. Ég hef
aldrei og hvergi gefið út neinar yfir-
lýsingar um það, að einhverjar
ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og
kynþáttum geri menn óhæfa til að
yrkja vel. Sjálfsagt geta menn, sem
halda lítt eða ekki fram mannrétt-
indum skrifað traustan texta. Allt
fjas Þorsteins Gylfasonar um
„menningarstefnu“ mína er út í hött
og lýsir best þeim aðferðum sem
Þorsteinn telur sér hæfa að viðhafa.
Það hefur hingað til ekki verið talið
hátt risið á þeirri samræðuaðferð að
hætta að ræða málið en skírskota til
persónu andstæðingsins og ljúga
ávirðingum upp á hann.
Vindhögg Þorsteins Þ.
Þorsteinn Þorsteinsson skrifar
einnig í Mbl. hinn 4. marz 1998 og
kveður mig halda „sýndarréttar-
höld“ yfir Brecht. Það er undarleg-
ur útúrsnúningur. Með fyrri grein
minni vildi ég einungis benda á
nokkur atriði, sem gagnlegt væri að
hafa í huga fyrir þá, sem hlusta á
eða lesa Brecht. Þorsteinn Þor-
steinsson kveður tvo fræðimenn
hafa gert fjölda athugasemda við
bók Fuegis. Þorsteinn hefði mátt
geta þess, að þessar athugasemdir
hagga í engu höfuðatriðunum í því
sem ég færði fram. (Fuegi hefur
tekið tillit til þeirra í þýzkri þýð-
ingu bókarinnar). Þorsteinn tiltek-
ur heldur ekki, hvaða atriði eru
ranglega tilfærð. Margt af því sem
Fuegi hefur fram að færa er löngu
þekkt. Þegar fyrir seinni heims-
styrjöld var þetta haft eftir Kurt
Tucholsky: „Leikrit eftir Brecht -
eftir hvern skyldi það nú vera?“
Þorsteinn kveður konur þær, sem
unnu fyrir Brecht hafa verið „vini“
hans. Það má vel vera. Kvenmaður
sem ákveður að gerast ástkona eða
hjákona karlmanns hlýtur að gera
það af því að henni er hlýtt til hans.
En það breytir ekki því, hvernig
Brecht kom fram við þessar hjákon-
ur sínar. Þær nutu ekki höfundar-
réttar fyrir verk sín. Þær voru und-
ir flokksaga og hefðu fengið að
finna fyrir því, ef þær hefðu skýrt
frá því sem gerðist eins og það
gerðist. Og það var ekkert auðvelt
fyrir þær að koma undir sig fótun-
um sem sjálfstæðir rithöfundar. Því
völdu þær það að koma frekar verk-
um sínum á framfæri undir firma-
merkinu „Brecht" heldur en alls
ekki, eða í útgáfum sem aldrei hefðu
hlotið neina athygli. Enginn neyddi
„samstarfsmennina" til að vinna
fyrir Brecht, segir Þorsteinn. En
það réttlætir ekki að hann stakk í
eigin vasa tekjunum af verkum
þeirra. Ef Brecht hefði gert við þær
svo sem rétt var og um samið, væru
ekki erfíngjar kvennanna nú að
undirbúa málaferli til að heimta nú
loks rétt þeirra.
Irmgild Weber, sem er systkina-
barn Elísabetar Hauptmann, býr í
Bandaríkjunum. Hún hefur ráðið
Tim Burkert, lögfræðing í Ham-
borg, til að undirbúa málsóknina.
Burkert segir að tilgangurinn sé
fyrst og fremst að fá viðurkenndan
með dómi höfundarrétt Elísabetar
Hauptmann til þeirra verka er hún
lagði fram og voru birt undir safn-
heitinu „Brecht", auk þess sem
krafa verður gerð um að erfingj-
arnir fái réttan hluta af tekjum
þeim, sem koma inn fyrir verkin.
Lögfræðingurinn rekur sig á vegg
þegar kemur að því að fá að vita frá
þeim, sem ráða arfinum eftir
Brecht, hverjar tekjurnar hafa ver-
ið og eru. Erfingjar annarra þeirra
kvenna er unnu fyrir Brecht eru að
Meginhluta þessarar
aldar hafa tvær stefnur
látið að sér kveða, segir
Arnór Hannibalsson,
annars vegar alræði
eins flokks og miðstýrt
hagkerfi og hins vegar
stefna eignarréttar og
frelsis einstaklingsins.
undirbúa samskonar málaferli. Ef
Brecht var jafn ljúft og Þorsteinn
Þorsteinsson vill vera láta að geta
samstarfsmanna sinna, ætti Þor-
steini að vera innan handar að geta
þess hverjir komu að verki við að
semja leikrit það sem sýnt verður í
Þjóðleikhúsinu innan skamms, en
meðal þeiiTa var Ruth Berlau.
Heimildum ber saman um það, að
í lífi Bertolts Brechts hafi allt snúist
um hann sjálfan. Allt var miðað við
að ná því marki að verða viður-
kenndur sem fremsti leikhússnill-
ingur aldarinnar. Alla tíð hafði hann
konur í kring um sig, sem þjónuðu
honum til borðs og sængur. Ég hef
ekkert á móti því að menn hrífist af
slíkri manngerð. En ef menn aðhyll-
ast þá siðfræði að ódrengskapur sé
siðlegur og að það sé góð siðfræði
að nota aðra menn 1 eigin þágu, - þá
segi ég aðeins: Þeir menn hafa ekki
góðan smekk.
Hugmyndafræði
Bertolt Brecht leit á sig frá því
um 1930 sem áróðursmann Komm-
únistaflokksins. Á því
ári (1930) kom úr
verkasmiðju hans leik-
sýning undir nafninu
Massnahme (Aðgerðir).
Þar segir frá útsendur-
um Komintern í Kína.
Þrír þeirra eru reyndir,
en sá fjórði er óreynd-
ur. Hann verður ber að
því að sýna samúð með
þeim sem verða fyrir
barðinu á kúgurum sín-
um. Loks ofbýður hin-
um eldri, hversu sá
ungi á erfitt með að
fóta sig á flokkslínunni,
og drepa hann. Árið
1935 sagði B. Brecht
við Sidney Hook: „Þeim mun sak-
lausari sem þeir eru, þeim mun
fremur verðskulda þeir að vera
skotnir.“ Hann átti við þá Kaménév
og Zínovév, sem þá höfðu lotið í
lægra haldi fyrir Stalín í sovézka
kommúnistaflokknum. Brecht átti
við það, að jafnvel þótt mennirnir
væru saklausir samkvæmt venju-
legum borgaralegum lögum, þá
verðskulduðu þeir að vera drepnir
fyrir það eitt að hafa orðið Leiðtog-
anum þyrnir í augum og fyrir að
hafa ekki lotið flokksaganum.
Bi-echt áleit einnig að Flokkurinn
hefði haft rétt fyrir sér, þegar yfir-
völd í Austur-Berlín létu skjóta á
verkamenn, er þeir mótmæltu kjör-
um sínum hinn 17. júní 1953. Hann
hélt tryggð við málstað flokksins
alla ævi.
I áróðri Flokksins felst dýrkun á
alræði og ofbeldi, og almennum
mannréttindum er vísað á bug:
frelsi einstaklingsins og helgi lífs-
ins. Þegar nú er minnzt B. Brechts
er einnig minnzt áróðursmeistar-
ans. Fyrir mér mega menn vera
hrifnir af þeim þætti ævistarfs
hans, ef menn svo kjósa. En ég lít
svo á, að það lýsi frekar brigðulum
smekk. Góð list boðar mannúð og
mildi, ekki mannhatur, grimmd og
morð.
Tvenns konar lífssýn
Meginhluta þessarar aldar hafa
tvær stefnur látið að sér kveða
hvarvetna í heiminum. Onnur boðar
byltingu og stéttastríð, alræði eins
flokks, miðstýrt hagkerfi, ritskoðun
og algjört fráhvarf frá réttindum
einstaklingsins. Hin stefnan boðar
frelsi einstaklingsins, virðingu fyrir
einstaklingnum og
eignarrétti hans, mann-
réttindi, frið.
Stór hluti mennta-
manna á Vesturlöndum
gleypti við hinni fyrr-
nefndu stefnu. Þeir
gengu til þjónustu við
stéttastríðsmálstaðinn.
Fjölmörg skáld og rit-
höfundar voru þar á
meðal. Flest af því sem
ritað hefur verið í nafni
„sósíalistískrar raun-
sæisstefnu" (þ.e. eftir
kokkabókum Flokks-
ins) er nú gleymt og
grafið, einkum eftir að
bakhjarl sósíalista,
Sovétvaldið, hrundi. Sá sögulegi
atburður olli að sjálfsögðu alvar-
legri sálarkreppu meðal þeirra
sem höfðu tekið trú á, að sósíal-
isminn væri framtíð mannkyns.
Það kom nefnilega í ljós, að mann-
sæmandi líf og samfélag verður
ekki mótað með ofbeldi og alræði.
Þótt þetta sé nú ljóst, láta sósí-
alistar ekki af lífsskoðun sinni.
Þeir koma einungis fram undir
öðrum nöfnum. Það er þeim því
gleðiefni, þegar hægt er að syngja
einhverri gamalli hetju hreyfing-
arinnar lof og kalla hana snilling.
Ur því að snillingurinn Brecht var
sósíalisti þá get ég verið það líka.
(Svipað er að baki Kiljans-dýrkun-
inni). En það er hætt við því, að
þetta verði þeim skammgóður
vermir. Ef flokksáróðursmeistar-
anum Brecht og samstarfsmönn-
um hans hefur tekizt að setja sam-
an verk sem standast tímans tönn,
þá er það ekki af því að verkin
styðji þessa lífsskoðun, heldur
hafa þau þá skírskotun út fyrir
hana. Varla verður hans minnzt
fyi-ir kvæði eins og Lob der Partei
(Lof sé Flokknum) eða Lob des
Kommunismus (Lof sé kommún-
ismanum).
Á þessari öld hafa hugmyndir
sósíalismans skotið ótrúlega djúp-
um rótum í menningarlífi Islend-
inga. Um það hefur Þórarinn Eld-
járn ort:
...að ennþá heldur sjó með lík í lest
hans leka fley með rá og siglu brotna.
Menn þekkja dauninn, drottinn minn sú pest
er draumar þrár og vonir taka að rotna".
Höfundur er prófessor.
Arnór
Hannibalsson
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabib
fæst á Kastrupflugvelli
og Rábhústorginu
-kjarni málsins!
Hvað er rétt og hvað er
rangt um rekstrarkostnað?
í UMRÆÐUM um
húsnæðismál undanfar-
ið hefur stundum komið
fram, að rekstrarkostn-
aður Húsnæðisstofnun-
arinnar sé nálægt hálf-
um milljarði króna á ári
hverju og hann sé ör-
ugglega hægt að lækka!
Þessu er slegið fram og
við það eitt látið sitja,
þótt sagan sé þar með
engan veginn fullsögð;
aldrei er þess getið
hverjar tekjur koma
hér á móti né .heldur
hver hin „fyrirsjáanlega
lækkun" á rekstrar-
kostnaðinum er. Mál-
flutningur af þessu tagi er vitaskuld
ekki við hæfi. Almenningur á rétt á
að fá fullnægjandi upplýsingar um
það hvernig málið er vaxið, þegar á
allt er litið. Því er nauðsynlegt að
benda á það, sem hér fer á eftir.
Kostnaður 472 milljónir króna -
tekjur 463 milljónir króna
Bráðabirgðatölur benda til, að
rekstrarkostnaður stofnunarinnar í
heild hafi numið 472 milljónum
króna á síðasta ári. Þar á móti koma
(a) tekjur af þjónustu, sem verðlögð
er í lágmarki, og talið er að hafi
numið 303 millj. króna; og (b) 160
milljóna króna tekjur af
1% lántökugjaldi hús-
bréfadeildar, sem heim-
ilt er að telja með. Tekj-
ur þessar nema samtals
um 463 milljónum
króna. Þessar tölur gefa
vissulega aðra mynd en
þá, sem mest hefur ver-
ið hampað í fjölmiðlum
undanfarið. Til viðbótar
má geta þess, að áhrifa-
mikill aðili í stjómkerf-
inu telur, að stofnunin
hafi fulla heimild til
þess að telja með, tekju-
megin, önnur lántöku-
gjöld, sem greidd eru.
Fengist leyfi til þess
kæmi fram mjög mikill rekstrar-
hagnaður. En því hefur ekki verið
að heilsa. Sennilega hentar ekki
vissum aðilum að stofnunin sýni
hagnað.
Hvemig skiptist kostnaðurinn?
En er ekki hinn eiginlegi rekstr-
arkostnaður stofnunarinnar eftir
sem áður 472 milljónir króna?
Vissulega var það kostnaðurinn við
rekstur hins almenna húsnæðis-
lánakerfis á síðasta ári. En það,
sem lýtur að hinum eiginlega
rekstri stofnunarinnar sjálfrar,
kostaði um 240 milljónir króna á
árinu. Til viðbótar honum koma
neðangreindir kostnaðarþættir,
vegna starfrækslu húsnæðislána-
kerfisins (svo hinir stærstu séu tí-
undaðir):
1) Til veðdeildar LÍ vegna dag-
legrar afgreiðslu á lánum og mót-
töku afborgana af þeim, auk bók-
halds og allrar annarrar fjárvörslu í
þágu húsnæðislánakerfisins (nema
Húsnæðislánakerfið er,
að mati Sigurðar Guð-
mundssonar, eflaust
eitt ódýrasta og hag-
kvæmasta lánakerfi
sem rekið er í landinu.
þess, sem er í vörslu Seðlabanka Is-
lands): 91 milljón króna.
2) Til banka og sparisjóða, fyrir
vinnu, sem þar er unnin, í þágu við-
skiptavina stofnunarinnar og
þeirra: 30 milljónir króna.
3) íslandspósts hf. fyi-ir burðar-
gjöld: 23 milljónir króna.
4) Til Reiknistofu bankanna, fyrir
tölvuvinnu í þágu húsnæðislána-
kerfisins: 17 milljónir króna.
5) Til lögfræðinga á almennum
markaði, vegna starfa þeirra víðs
vegar í landinu: 15 milljónir króna.
Otaldir eru þá ýmsir aðrir kostn-
aðarliðir, s.s. kostnaður við endur-
skoðun (6 m.kr.), aðgangur að fst-
eignamatsskrá (5 m.kr.) og ýmis
sérfræðivinna (5 m.kr.), auk margs
annars.
Ódýrasta og hagkvæmasta
Iánakerfí í landinu
Allt er þetta kostnaður við rekst-
ur hins sameiginlega húsnæðislána-
kerfis allra landsmanna. Húsnæðis-
stofnunin er kjarni þess og kostnað-
ur við rekstur hennar sjálfrar er
ekki nema rúmur helmingur af
rekstrarkostnaði kerfisins í heild. I
því sambandi má slá því föstu, að
húsnæðislánakerfið er eflaust eitt
ódýrasta og hagkvæmasta lánakerfi
sem rekið er í landinu. I því efni
munu aðrir aldrei komast með
tærnar þar sem það hefur hælana.
Lántakendur eru um 60 þúsund,
lánin er um 140 þúsund talsins og
heildarútlánin nema um 220 millj-
örðum króna. Kostnaður á hverja
einingu er örugglega í lágmarki.
Allar þessar staðreyndir þurfa
menn að hafa í huga þegar þessi
mál eru rædd og ekki aðeins sumar
þeirra.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Húsnædisstofnunar rfkisins.
Sigurður E.
Guðmundsson