Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 15
Morgunblaðið/Kristján
NANAST full mæting var á fundinn hjá Utvegsmannafélagi Norðurlands í gær. Félagið er stærsta aðildarfé-
lagið innan LÍU og nær félagssvæði þess frá Hvammstanga austur á Langanes.
Formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar nokkuð bjartsýnn
Frekar þungt hljóð
í útvegsmönnum
HÚSFYLLIR var í Alþýðuhúsinu
á Akureyri í gær, þegar sjómanna-
forystan kynnti miðlunartillögur
ríkissáttasemjara í deilu sjómanna
og útvegsmanna og frumvarpsdrög
stjómvalda. Hann var einnig þétt
setinn bekkurinn á Fosshóteli
KEA, þar sem miðlunartillögumar
og frumvörpin voru kynnt í hópi
útvegsmanna. Útvegsmenn og sjó-
menn greiddu atkvæði um miðlun-
artillögumar í gær og stóðu kjör-
fundir fram á kvöld.
Sævar Gunnarsson, formaður
Sjómannasambands Islands kom
norður á fundinn á Akureyri og
kynnti miðlunartillögumar og
fmmvörpin. Hann sagðist í upphafi
síns máls ekki hafa átt von á því
þegar hann hitti sjómenn fyrir
norðan síðast, að hann ætti að
standa í þeim sporum að kynna
miðlunartillögur í deilunni. Vilji
þeirra hafi staðið til að semja um
kjarasamning sjómanna.
Allt unnið á
einn veg
Bjarni Hafþór Helgason, fram-
kvæmdastjóri Útvegsmannafélags
Norðurlands, sagði að farið hefði
verið mjög vandlega yfir miðlunar-
tillögurnar og fmmvarpsdrögin.
„En ég get ekki neitað því að hljóð-
ið í mönnum var frekar þungt. Um-
ræðan var á þeim nótum, að nánast
allt sem þarna kemur fram er unn-
ið á einn veg og menn leituðu log-
SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Islands, og Kon-
ráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, ræða málin á
fundi sjómanna.
andi ljósi að einhverri setningu
sem við gætum sagt að væri sér-
staklega til komin til að styrkja
okkar stöðu að einhverju leyti.
Menn veltu upp ýmsum möguleik-
um í stöðunni en menn em þungir
á brún og það verður svo að koma í
ljós hvemig það skilar sér upp úr
kjörkössunum,“ sagði Bjarni Haf-
þór.
Sjómannasamband Eyjafjarðar,
Skipstjóra- og stýrimannafélag
Norðlendinga og Vélstjórafélag fs-
lands stóðu fyrir sameiginlegum
fundi í Alþýðuhúsinu. Konráð Al-
freðsson, formaður Sjómannasam-
bands Eyjafjarðar sagði að hljóðið
í mönnum á fundinum hefði verið
upp og ofan. „Þó má segja að þeir
sem tóku til máls hafi verið frekar
neikvæðir. Það er nú oftar sem nei-
kvæðu raddirnar heyrast betur en
ég held að menn muni samþykkja
þetta eigi að síður,“ sagði Konráð.
Gunnar M. Guðmundsson framkvæmdastjóri Sérleyfísbfla Akureyrar
a • •
Astandið á Oxnadalsheiði
einkenndist af klúðri
GUNNAR M. Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Sérleyfisbíla Akur-
eyrar telur að ástandið við
Bakkaselsbrekku á Öxnadalsheiði
síðastliðinn mánudag hafi ein-
kennst af klúðri. Fólk í um 100 bfl-
um beið neðan við brekkuna eftir
að komast upp og um 40 bílar voru
í röð uppi. Bakkaselsbrekkan var
ófær á sunnudag og fram á mánu-
dagskvöld.
„Við voram að koma að sunnan á
6 rútum og biðum í Varmahlíð
meðan veðrið gekk yfir og vorum í
góðu sambandi við þá á Öxnadals-
heiðinni. Við lögðum af stað frá
Varmahlíð um kl. 15 en þá hafði
okkur verið sagt að búið væri að
opna. Þegar við komum að Kotum
er snjóblásarinn þar og við ókum á
20 kílómetra hraða á eftir honum í
blíðskaparveðri að Bakkasels-
brekku. Þá tók við löng og mikil
bið og fólki var sagt að verið væri
að ná póstbflnum niður úr
brekkunni, það væri ástæðan fyrir
biðinni. Bílstjóri í bíl frá okkur á
suðurleið sá póstbflinn hins vegar
koma til Akureyrar um 16.30,
þannig að tafimar hafa verið af
einhverjum öðram ástæðum. Það
var ágætis veður þar sem við bið-
um, farþegarnir fóra út að leika sér
og við sáum vel til fjallatinda í ná-
grenninu," sagði Gunnar. „Þetta
einkenndist að mínu mati af al-
gjöra klúðri, þetta ástand. Við
horfðum upp á snjóblásara og hefil
í tvo tíma og var ekkert hreyft við
þessum tækjum.
Gunnar sagði að um árabil hefðu
bflstjórar búið við mjög góða þjón-
ustu á Öxnadalsheiði, en sér fynd-
ist hún hafa versnað. Vegurinn
væri oft ekki hreinsaður nægilega
vel, snjónum ekki blásið burtu og
því yrði hann ófær um leið og færi
að renna.
Ráðstefna um árang-
ur í skólastarfí
RÁÐSTEFNA um árangur skóla-
starfs í grannskólum á Norðurlandi
eystra verður haldin í Hólum, hátíð-
arsal Menntaskólans á Akureyri,
næstkomandi laugardag og hefst
hún kl. 9.30 með ávarpi Ástu Sig-
urðardóttur formanns skólaráðs
Eyþings og ávarpi Þorsteins Gunn-
arssonar rektors Háskólans á Akur-
eyri.
Skólaþjónusta Eyþings, kennara-
deild Háskólans á Akureyri og
Rannsóknarstofnun Háskólans á
Akureyri boða til ráðstefnunnar.
Tilgangur hennar er að fjalla um ár-
angur í skólastarfi með hliðsjón af
samræmdum prófum og saman-
burðarkönnunum Rannsóknarstofn-
unar uppeldis- og menntamála.
Einnig verður fjallð um hvernig
stuðla megi að bættum árangri í
skólum á svæðinu.
Amalía Bjömsdóttir starfsmaður
Rannsóknarstofnunar uppeldis- og
menntamála og lektor við Kennara-
háskóla íslands flytur aðalfyrirlest-
ur ráðstefnunnar um náms- og fé-
lagslega stöðu ungmenna á Norður-
landi eystra, en auk hennar flytja
kennarar, skólastjórar, fulltrúar
Háskólans á Akureyri, Skólaþjón-
ustu Eyþings, sveitarstjórna og for-
eldra erindi um viðfangsefnið út frá
sínum sjónarhóli.
Ráðstefna um árangur
skólastarfs á Norðurlandi eystra
haldin í Menntaskólanum á
Akureyri 21. mars 1998.
Ráðstefnustjórar: Anna Þóra Baldursdóttir, lektor við
Háskólann á Akureyri.
Rúnar Sigþórsson, kennsluráðgjafi
Skólaþjónustu Eyþings.
09.30-09.35
09.35-09.45
09.45-10.30
10.30- 10.50
10.50- 1.05
11.05-11.25
11.25-11.45
11.45-12.00
12.00-13.10
13.10-13.30
13.30- 13.50
13.50- 14.10
14.10-14.30
14.30-14.50
14.50-15.10
Dagskrá
Setning - Ásta Sigurðardóttir,
formaður Skólaráðs Eyþings.
Ávarp - Þorsteinn Gunnarsson, rektor
Háskólans á Akureyri.
Náms- og félagsleg staða ungmenna á
Norðurlandi eystra - Amalía Björnsdóttir,
starfsmaður RUM og lektor við KHÍ.
Umræður og fyrirspurnir.
Hlé.
Mikilvægi raungreina og vandi grunn-
skólans - Stefán G. Jónsson, dósent
við Háskólann á Akureyri.
Staða og möguleikar kennaradeildar
Háskólans á Akureyri.
Umræður og fyrirspurnir.
Hádegishlé.
Upplýsingasöfnun í skóla sem
forsendur umbóta - Guðmundur Þór
Ásmundsson, skólafulltrúi á Akureyri.
Hvað geta sveitarfélög gert til umbóta í
skólastarfi? - Einar Njálsson, bæjarstjóri
Húsavík.
Stuðningur foreldra við umbætur í
skólastarfi - Guðmundur Sigvaldason,
framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvar
Akureyrar.
Skólastarf í Grunnskóla ísafjarðar -
Kristinn Breiðfjörð, skólastjóri G.í.
Umræður og fyrirspurnir.
Kaffi.
15.10-15.30 Hugleiðingar um árangur í skólastarfi -
Iðunn Antonsdóttir, kennari í
Húsabakkaskóla.
15.30- 15.50
15.50-16.10
16.10-16.30
16.30- 16.45
16.45
Leiðir til úrbóta - Halldóra
Haraldsdóttir, skólastjóri Giljaskóla.
Áherslur í umbótastarfi - Rósa
Eggertsdóttir, forstöðumaður
þjónustudeildar Skólaþjónustu Eyþings.
Umræður og fyrirspurnir.
Samantekt og framtíðarsýn - Jón Baldvin
Hannesson, forstöðumaður Skólaþjón-
ustu Eyþings.
Ráðstefnuslit.
Ráðstefnugjald 1.500 krónur.
Skráning í síma 463 0900.