Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sex grunaðir um ölvun við akstur Morgunblaðið/Kristínn „Brýr á Laugaveginum“ Á LAUGAVEGI hafa risið brýr til að auðvelda vegfarendum aðgang að verslunum og stofnunum nú á meðan framkvæmdir standa yfir. Sigurður I. Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að breytilegt væri hversu margar brýr væru uppi frá degi til dags, slíkt réðist af því hvar verktakinn Istak væri að vinna hverju sinni. Innifalið er i' samningi borgarinnar við verktakann að hann tryggi aðgang vegfarenda, enda segir Sigurður nauðsynlegt að minnka óþægindi allra hlutaðeigandi sem rnest. „Eins og við höfum Iagt áherslu á að kynna, þá er Laugavegur opinn þótt hann sé Iokaður." Áætlað er að um miðjan júlí verði hægt að opna nýjan og breyttan Laugaveg. Obreytt bankaráð hjá Islandsbanka Stjórn Dagvistar barna Menntun ófag- lærðra verði efld FRESTUR til framboðs í bankaráð íslandsbanka fyrir aðalfund bank- ans, sem haldinn verður mánudag- inn 23. mars, rann út á þriðjudag. Engin mótframboð bárust gegn sitj- andi bankaráðsmönnum sem allir hyggjast starfa áfram og verður bankaráð því óbreytt. Kristján Ragnarsson verður áfram formaður bankaráðsins en aðrir bankaráðsmenn eru þeir Einar Sveinsson, Guðmundur H. Garðars- son, Haraldur Sumarliðason, Helgi Magnússon, Orri Vigfússon og Örn Friðriksson. Tveir varamenn í bankaráði, Sveinn Hannesson og Hermann Hansson, gáfu ekki kost á sér áfram og í þeirra stað koma Friðrik Jó- hannsson og Gunnar Felixson. Aðrir varamenn í bankaráði Islandsbanka eru Bjarni Finnsson, Guðmundur B. Ólafsson, Jón Halldórsson, Rafn Johnson og Sigríður Ólafsdóttir. Utanríkis- ráðherra Eistlands í heimsókn TOOMAS Henrik Ilves, utan- ríkisráðherra Eistlands, verður í opinberri heimsókn á íslandi dagana 23. og 24. mars nk. í boði Halldórs Ásgrímssonar ut- anríkisráðherra. Á mánudag mun hann eiga fundi með utanríkisráðherra og forsætisráðherra. Hann ræðir við utanríkismálanefnd Alþingis á þriðjudag og fer í kurteisis- heimsókn til forseta Alþingis. LÖGREGLAN í Reykjavík stöðv- aði aðfaranótt miðvikudags sex ökumenn grunaða um ölvun við akstur. Einn ökumannanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi og ók því réttindalaus. Aðalvarðstjóri lögreglunnar í Reykjavík sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að lögreglan stæði ekki íyiir sérstöku átaki gegn ölvunarakstri og að þeir hefðu ekki breytt starfsaðferðum sínum eða fjölgað mannskap. „Á virkum kvöldum stöðvum við oft um fjóra til fimm ökumenn á kvöldi sem við gnmum um ölvunarakstur, og það er að sjálfsögðu óeðlilegt ástand að svo margir skuli aka undir áhrifum áfengis." Óvenju mikill fjöldi ökumanna var einnig stöðvaður um síðustu helgi grunað- ur um ölvun. STJÓRN Dagvistar barna hefur samþykkt samhljóða tillögu full- trúa Sjálfstæðisflokksins um að efla menntun ófaglærðra starfs- manna á leikskólum borgarinnar og styrkja þannig innra starf leik- skólanna. Gunnar Jóhann Birgisson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í stjórn Dagvistar barna, sagði að um 60% starfsmanna á leikskólum væru ófaglærð samkvæmt könnun sem gerð hefði verið. I henni kom einnig fram að rúmlega þriðjungur útskrifaðra leikskólakennara kem- ur til starfa hjá borginni. „Þetta hlutfall hefur haldist óbreytt und- Ökumenn óábyrgir Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um ölvunarakstur og til hvaða ráða megi grípa til að stemma stigu við slíkum brotum. Félag umferðarlöggæslumanna hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem tekið er undir orð Guð- mundar Björnssonar, formanns Læknafélags Islands, um að lækka þurfi leyfilegt magn áfengis í blóði ökumanna. Félagið telur afstöðu ökumanna til ölvunaraksturs mjög óábyrga þar sem margir hverjir telji í lagi að aka undir áhrifum mælist þeir undir 0,5%. „Með því að lækka viðmiðunarmörk niður í 0,2%, ætti öllum að vera ljóst að ekki kemur til greina að neyta áfengis fyrir akstur," segir í yfir- lýsingu frá félaginu. anfarin ár og er að margra manna mati óviðunandi," sagði hann. „Það hafa margir foreldrar gagnrýnt bæði meiri- og minnihluta fyrir þetta og lagt á það áherslu að sí- fellt sé verið að steypa upp leik- skóla en ekki hugað að innra starfi. Leikskólar séu eins og geymslur fyrir börn en ekki skólar sem taka á sig ákveðnar skyldur samkvæmt lögum. Með þessari tillögu er lagt til að fai-nar séu nýjar leiðir og það tækifæri notað sem skapast hefur með tilkomu nýrra laga um háskóla og nýrra laga um Kennaraháskóla Islands og teknar upp viðræður við Kennaraháskólann.“ Þingmönnum kynntar tækni- framfarir í skurð- lækningum Á KYNNINGARFUNDI fyrir al- þingismenn og fulltrúa heilbrigð- is- og fjármálaráðuneytis á Hótel Loftleiðum í gær lýsti Jónas Magnússon, prófessor og sviðs- stjóri handlækningasviðs á Land- spítalanum, skurðaðgerð sem framkvæmd var á Landspítalan- um. Margrét Oddsdóttir skurð- læknir framkvæmdi aðgerðina í beinni útsendingu á fimmtugum manni sem þjáðst hafði af brjóst- sviða og bakverk. Beitti Margrét nýjustu tækni í kviðarholsskurð- aðgerðum og var markmiðið að kynna fyrir þingmönnum hversu mjög slíkar aðgerðir hefðu tekið stakkaskiptum á undanfornum árum vegna tækniframfara og hve nauðsynlegt væri að viða- mikil endurskipulagning ætti sér stað í heilbrigðisgeiranum til að bregðast við þessum breytingum. Þingmenn Iýstu aðdáun sinni Jónas spáði því í umræðum að aðgerð loídnni að í framtíðinni myndu allar skurðaðgerðir verða framkvæmdar með þessum hætti. Þau tæki og tól sem þyrfti til þessara aðferða væru að vísu dýr en til lengri tíma litið spör- uðu þau fjárinuni vegna styttri legutíma og færri veikindadaga, auk betri nýtingar á sjúkrarúm- um. Mestu máli skipti að tækin auðvelduðu mjög skurðaðgerðir, bæði sjúklingum og læknum til góða. Þingmenn lýstu aðdáun sinni á markvissum vinnubrögðum hlut- aðeigandi lækna á Landspítalan- um. Þeir þökkuðu jafnframt fyrir að fá tækifæri til að sjá hvernig tæknin hefði gjörbylt læknavís- indunum. Þeim var tjáð að kostn- aður við eina slika aðgerð væri sennilega um 450.000 krónur en á það bæri að líta að tveggja ára lyfjameöferð kostaði álfka mikið. Jónas og Margrét voru einnig spurð hversu lengi viðkomandi sjúklingur myndi vera að ná sér eftir aðgerðina miðað við eldri aðferðir, þegar sjúklingar voru opnaðir upp á gátt, og sagði Mar- grét að þessi maður myndi fara heim á öðrum degi en hefði þurft að dvelja 7-10 daga á sjúkrahúsi ef eldri aðferðum hefði verið beitt á hann. í lokin spurði Ólafur G. Ein- arsson, forseti Alþingis, um bið- tíma eftir slíkri aðgerð enda kvaðst hann þjást af sama kvilla og sjúklingurinn sem um var að ræða. Því miður mun hins vegar vera um eins árs biðlisti eftir slfkri aðgerð. Morgunblaðið/Golli SKURÐAÐGERÐIN, sem framkvæmd var á Lands- spítalanum var sýnd á stóru tjahli á hótel Loft- leiðum. Alþingismenn og fulltrúar heilbrigðis- og íjármálaráðuneytis fylgd- ust með aðgerðinni. JÓNAS Magnússon prófessor lýsti í beinni útsendingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.