Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Rætt um banka í deiglunni á ársfundi Sambands íslenskra bankamanna
Nauðsynlegt að hagræða
og sameina í bankakerfinu
Bankar eru of margir,
tölvukostnaður er að
sliga þá, þeir verða að
laga sig að breyttu um-
hverfí, var meðal þess
sem Jóhannes Tdmas-
son heyrði í erindum
fulltrúa bankastofnana
á ársfundi Sambands
íslenskra bankamanna
sem nú stendur yfír í
Borgarnesi.
SAMRUNI banka, tækni-
framfarir, fækkun af-
greiðslustaða, meira frjáls-
ræði, breytt viðhorf neyt-
enda, einkavæðing, nauðsyn hag-
ræðingar og menntamál starfs-
manna eru atriði sem stjórnendur
banka á Islandi hafa þurft og munu
þurfa að taka á í náinni framtíð eigi
þeir að geta starfað áfram og veitt
þá þjónustu sem vænst er af þeim í
aukinni samkeppni innanlands sem
utan.
Fimm framsögumenn ræddu
þetta efni á fertugasta ársfundi
Sambands íslenskra bankamanna
sem nú stendur yfir í Borgarnesi.
Þeir eru Guðmundur Hauksson,
sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykja-
víkur og nágrennis, Halldór Guð-
bjarnason, bankastjóri Landsbanka
Islands hf., Sólon R. Sigurðsson,
bankastjóri Búnaðarbanka íslands
hf., Svanbjörn Thoroddsen, fram-
kvæmdastjóri markaðsviðskipta
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins,
og Valur Valsson, bankastjóri Is-
landsbanka. Þá dró Gunnlaugur M.
Sigmundsson alþingismaður saman
helstu atriði úr framsöguerindun-
um í lokin.
Nýir aðilar í
Qármálastarfsemi
Guðmundur Hauksson minnti í
upphafi máls síns á hvernig bankar
hefðu lengst af starfað undir skýrri
lagavernd sem verið hefði eins og
múr um starf þeirra. Aðrir aðilar
hefðu ekki fengið að stunda slíka
starfsemi og bankar hefðu heldur
ekki komið við sögu annars staðar í
atvinnulífinu. Nú væri það breytt
og einungis innlán væru í raun lög-
vernduð en margir nýir aðilar væru
farnir að stunda fjármálastarfsemi
og múrarnir væru því teknir að
falla. Hann sagði vöxt ------------
hafa verið hjá ýmsum
öðrum peninga- og fjár-
málastofnunum undan-
farin ár, t.d. lífeyrissjóð-
um, verðbréfafýrirtækj-
um og tryggingafélögum
en ekki bönkunum. Hlutur banka
væri í dag um 21% af heildarfjár-
magnsmarkaðnum en hefði verið
yfir 30% fyrir áratug.
Sparisjóðsstjórinn sagði fram-
undan í bankamálum að lagavernd
minnkaði og nú væri mögulegt að fá
lán og ýmsa greiðsluþjónustu án
milligöngu banka. Hann benti á
hvernig vaxtamunur færi sífellt
minnkandi hérlendis eins og gerst
hefði erlendis, landamæri væru að
hverfa og samkeppni milli landa að
aukast, takmarkanir á fjárflutning-
um einnig og reglur væru sam-
ræmdar. Hann sagði meðal annars
hafa orðið þá grundvallarbreytingu
á störfum bankastjóra að tími
þeirra færi nú orðið ekki mikið í að
taka á móti viðskiptavinum sem
væru að óska eftir lánum og taldi
Morgunblaðið/Ásdís
NÁLEGA 80 manns sitja ársfund Sambands íslenskra bankamanna sem haldinn er í Hótel Borgarnesi.
Tap bankanna
á greiðslu-
miðlun er á
annan milljarð
ýmsar fleiri breytingar framundan.
Með tilkomu tækninýjunga færu
aukin bankaviðskipti fram um
heimabanka og alnet, enda væri
ódýrara að þjóna viðskiptamönnum
á þann hátt, afgreiðslur með kort-
um færu sífellt vaxandi og
framundan væri að taka upp mynt-
kort, þjóðfélagið yrði myntlaust áð-
ur en langt um liði. Sagði hann því
ekki aðeins breytingar framundan
heldur byltingu. Taldi Guðmundur
að tryggð viðskiptavina við sinn
banka færi og minnkandi, m.a.
vegna þess að viðskiptin yrðu sífellt
vélrænni, mannshöndin kæmi æ
minna við sögu vegna sjálfvirkni og
því myndu viðskiptavinir gera æ
minni greinarmun á því hver bank-
inn væri.
Verðum að
steingervingum
„Við lifum á tímum örra breyt-
inga og okkur er nauðsynlegt að
taka þátt í þessum breytingum. Ef
við gerum það ekki þá verðum við
að steingervingum og missum
þennan veigamikla þátt sem fjár-
málaþjónustan er til annarra aðila,“
sagði Guðmundur. Hann kvaðst
sannfærður um að bankar fyndu
sér annan farveg en skilyrði þess
væri að stjórnendur og starfsmenn
áttuðu sig á því hvað væri
framundan, annars yrðu
menn undir.
„Bankar eru lifandi
fjármálaíyrirtæki, ekki
stofnanir, sem verða að
“ laga sig að breyttu hlut-
byggja rekstui’ sinn á vel
starfsfólki sem beitir
verki,
menntuðu
fullkomnustu tölvutækni sem er fá-
anleg á hverjum tíma í sínum störf-
um,“ sagði Guðmundur ennfremur
og sagði þekkingu starfsfólks lykil-
atriði í þessum efnum. Vegna sífellt
meiri ráðgjafar sem fram færi á
vegum bankanna yrði menntun æ
veigameiri þáttur. Taldi hann að
hún yrði að fara fram jöfnum hönd-
um innan bankakerfisins, að núver-
andi starfsmönnum yrði gefínn
kostur á endurmenntun með hvers
kyns námskeiðum, jafnframt að
bætt yrði við öðru sérmenntuðu
fólki. '
Halldór Guðbjarnason vitnaði til
síðustu ársskýrslu bankastjórnar
Landsbankans þar sem segir að
næstu ár muni einkennast af enn
frekari grundvallarbreytingum í
rekstri fjármálafyrirtækja, tækni-
nýjungar væru að gjörbreyta öllu
samskiptaneti fjármálaíyrirtækja
við viðskiptavini og aukin sam-
keppni væri íyrirsjáanleg, ekki síst
frá aðilum sem ekki hefðu til þessa
haslað sér völl á þessu sviði. „Það
sem einkennir þessa þróun hér á
landi er að þessar breytingar ger-
ast á tiltölulega skömmum tíma,“
sagði Halldór. Hann sagði blikur á
lofti í bankakerfinu vegna breyttra
aðstæðna, svo sem samkeppni um
sparnað einstaklinga, einkavæðing-
ar, aukinna verðbréfaviðskipta, al-
þjóðavæðingar og tækniframfara.
Oft fastir í fari fortíðar
Halldór sagði tæknina skapa nýja
möguleika en erfitt hefði reynst að
fækka útibúum sem væri þó nauð-
synlegt og nefndi sem dæmi að
kostnaður við að þjónusta við-
skiptavini með heimabanka eða
símaþjónustu væri aðeins 50% þess
sem hann væri í hefðbundnu útibúi.
Halldór taldi banka ekki standa
framarlega í því að hagnýta sér
upplýsingatækni, hún væri byggð á
forritum sem væru komin vel til ára
sinna. „Við erum oft fastir í fari for-
tíðar og erum á sama tíma að glíma
við nýja samkeppni sem nýtir sér
framfarir í þessum efnum,“ sagði
Halldór. Hann nefndi að bandarísk-
ir bankar hefðu sumir hverjir boðið
viðskiptavinum sínum að greiða
þeim íyrir að nota hraðbanka eða
símabanka í stað þess að koma í úti-
búin. Þá sagði hann bönkum nauð-
synlegt að vanda betur til útlána til
að draga sem mest úr útlánatapi.
Hann sagði banka telja heimamark-
að sinn ná sífellt lengra. Þannig
skilgreindu bankar á Norðurlönd-
um öll Norðurlöndin sem heima-
markað sinn og bankar í Evrópu
litu á öll Evrópulönd sem heima-
markað.
Halldór nefndi að kostnaðarað-
hald væri þýðingarmikið á tímum
minnkandi vaxtamunar og brýnt
væri að ekki yrði stofnað til kostn-
aðar nema fyrirsjáanlegt væri að
það gæti skapað auknai- tekjur.
Kostnaðarstjórnun fælist þó ekki
eingöngu í því að skera niður kostn-
að, stundum yrði að fjárfesta til að
ná mætti framtíðarárangri. Banka-
stjórinn sagði að stærstur hluti af
fjárfestingu bankanna og flestir
starfsmenn væru bundnir við
greiðsludreifingu en sífellt stærri
hluti hennar væri nú að komast í
rafrænt form. „Það er tilfinning
mín að á þessari starfsemi séu ís-
lenskir bankai’ að tapa stórfé. Það
er því knýjandi nauðsyn að fá full-
nægjandi vitneskju um afkomu
þessarar þjónustu og endurskipu-
leggja hana þannig að hún gefi
bönkum eðlilega framlegð. Aukin
verðbréfaviðskipti er sú starfsemi
sem bankar binda mestar vonir við
til að auka aðrar tekjur," sagði
Halldór Guðbjarnason.
Þá sagði Halldór að launakostn-
aður bankanna væri um 50% af
rekstrarkostnaði og stór hluti af
öðrum kostnaði væri beint tengdur
fjölda starfsmanna. Hann sagði
tölvukostnað einnig gífurlegan,
hann væri nánast að sliga bankana
og hefði verið á áttunda hundrað
milljónir króna hjá Landsbankan-
um á síðasta ári.
Útibúum aðeins fækkað
um 1%
Sólon R. Sigurðsson sagði vanta
heildarstefnu ríkisins varðandi fyr-
irhugaða sölu bankanna, hversu
hratt eigi t.d. að selja hlutinn í
Fjárfestingabanka atvinnulífsins og
hverjum. Hann bar fram tölur um
þróun ýmissa atriða í ------------
bankakerfinu síðustu árin
og benti t.d. á hvernig
umfang í starfi lífeyris-
sjóðanna hefði aukist
margfalt meira en bank-
anna. Sólon taldi rými til
hagræðingar hjá íslenskum bönk-
um, útibú væru nú 181 og hefði að-
eins fækkað um 1% frá árunum
1990-1991. Hann sagði um 3,9% af
heildarfjármagni bundið í húsnæði
bankanna og búnaði sem væri tæp-
lega helmingur eigin fjár. A Norð-
urlöndunum væri þetta hlutfall
0,6%-l,57% af heildarfjármagni og
13-22% af eigin fé og sagði hann
það benda til að hagræðingarmögu-
leikar væru fyrir hendi í útibúaneti
íslenska bankakerfisins. A hinum
Norðurlöndunum hefði þeim fækk-
að, t.d. um 30% í Finnlandi.
Sólon taldi mögulegt að ná hag-
ræðingu í rekstri útibúanetsins ef
bankar og sparisjóðir kæmu sér
saman um að reka aðeins eitt útibú
þar sem ljóst væri að enginn
rekstrargrundvöllur væri íyrir
tveimur útibúum. Þá sagði hann
hægt að ná umtalsverðum sparnaði
í bankakerfinu ef hætt yrði að
greiða niður greiðslumiðlunina eins
og gert væri í dag og gjöld hækkuð
í átt til raunkostnaðar og leggja
jafnframt áherslu á að auka sjálf-
virkni, beingreiðslur og sjálfsaf-
greiðslu. Áætlaði Sólon að tap
bankanna á greiðslumiðlun væri
hátt á annan milljarð og ljóst væri
að vaxtamunurinn væri notaður til
að greiða þetta tap.
Bankastjórinn sagði útibúanetið
hafa byggst upp við önnur skilyrði
en nú væru fyrir hendi, breyttar að-
stæður hlytu að knýja fram breyt-
ingu. Eina leiðin til að ná innlánum
hefði á sínum tíma verið sú að opna
nýtt útibú. Taldi hann mögulegt að
fækka útibúum án þess að það
kæmi verulega niður á þjónustu,
pósthús sinntu t.d. greiðslumiðlun
að vissu marki, mikilvægi útibúa í
bankaþjónustu færi minnkandi en
mikilvægi annarra þátta vaxandi.
Hann sagði að lokum að mál mál-
anna virtist vera hver sameinaðist
hverjum, kvaðst ekki vilja tjá sig
um það þar sem ársfundur Búnað-
arbankans hf. hefði ekki farið fram
og lítil umræða hefði farið fram inn-
an bankaráðsins. Taldi hann ljóst
að einhver samruni yrði í banka-
kerfinu í næstu framtíð.
Svanbjörn Thoroddsen sagði að
starf bankanna væri nú mun sér-
hæfðara en áður og að breytingar
væru að gerast hér á landi á mun
skemmri tíma en í nágrannalönd-
um. Hann sagði tæknibreytingar og
upplýsingabyltinguna, lagabreyt-
ingar og hegðun viðskiptavina hafa
breytt öllu fjármálastarfi en grunn-
viðfangsefnin væru þó hin sömu:
Fjármögnun, áhættustýring, miðl-
un, ráðgjöf og verðmætatilfærsla.
Mestar breytingar væru varðandi
miðlun og ráðgjöf. Aðspurður hvort
hinir bankarnir væru líklegir kaup-
endur að 49% hlut ríkisins í Fjár-
festingabanka atvinnulífsins sagði
Svanbjörn engar áætlanir um slíkt.
Vel mætti ímynda sér að líklegir
kaupendur væru innlendir eða er-
lendir aðilar sem hefðu áhuga af
viðskiptalegum toga, almenningur á
íslandi eða starfsmenn.
Arðsemin of lítil
Valm- Valsson sagði nauðsynlegt
að taka bankamálin fóstum tökum.
Hann sagði íslenska banka í vax-
andi mæli mæta erlendri sam-
keppni og skoða yrði stöðuna með
það i huga. Valur sagði að hér væru
of margir bankar, of margir af-
greiðslustaðir og of margir banka-
starfsmenn. Afleiðingin væri sú að
kostnaður væri of mikill og arðsem-
in of lítil. Hann sagði erlenda banka
hafa gengið gegnum þróun íyrir 10
árum sem nú væri komin hingað, að
lækka yi’ði kostnað og sameina
banka. Hann sýndi tölur um kostn-
aðarhlutfall banka og sagði íslenska
banka svipaða og þýska og franska
og það gæti stafað af því að ríkisaf-
skipti af bankamálum í þessum
---------- löndum væru svipuð.
Hann nefndi að sjálf-
virkni væri brýn og sagði
að árið 1990 hefðu um
5% af færslum í íslands-
banka verið með sjálfsaf-
““ greiðslum, í fyrra hefði
hlutfallið verið 56% og árið 2000
yrði það líklega orðið 80%.
Hann sagði nauðsynlegt að
styrkja íslenska banka, lækka
kostnað með samruna og að ríkið
drægi sig út úr bankarekstri. Hann
sagði sameiningu þá leið sem mest
reynsla væri af. Hann sagði einka-
væðingu eiga auknu fylgi að fagna
og vitnaði í nýlegan þjóðarpúls
Gallups þar sem kom fram að um
75-77% landsmanna væru fylgjandi
sölu hlutafjár í ríkisbönkunum.
Hann sagði ekkert aðalatriði hversu
hratt ríkið drægi sig út úr banka-
rekstri, það gæti gerst á einu ári
eða fimm, en það yrði að gerast.
I lokin dró Gunnlaugur M. Sig-
mundsson alþingismaðui’ saman
það helsta sem fram kom í erindum
fimmmenninganna.
Einhver sam-
runi banka er
fyrirsjáanlegur
á næstunni