Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998
63 ^
MINNINGAR
HALLDORA S.
GUÐLA UGSDÓTTIR
+ Halldóra S. Guð-
laugsdóttir
fæddist í Odda í
Vestmannaeyjum
18. júní 1920. Hún
lést í Landspítalan-
um 21. febrúar síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Seltjarnarneskirkju
2. mars.
Mig langar til að
minnast Halldóru með
örfáum orðum, en ým-
issa ástæðna vegna
hefur það dregist lengur en ég
hefði viljað. Hún var fædd 18. júní
1920 og lést á Landspítalanum 21.
febrúar síðastliðinn eftir langvar-
andi veikindi. Hún barðist eins og
hetja við illvígan sjúkdóm sem eng-
inn mannlegur máttur fær við ráð-
ið. En Guð leggur öllum líkn með
þraut og gaf henni styrk, óbilandi
kjark og bjartsýni.
Það var það sem gjörði
henni lífíð bærilegra
þsu- til yfir lauk.
Ég ætla ekki að
skrifa um lífsferil
hennar eða ættir því
mér er það algjörlega
ókunnugt, enda búið
að gjöra því góð skil
svo ég hef þar engu
við að bæta. En með
þessum fáu línum vil
ég senda henni inni-
lega kveðju og þakk-
læti fyrir alla þá vin-
semd og umhyggju sem hún lét
mér í té, ásamt eiginmanni sínum
Sverri, frænda mínum og vini. Þau
studdu hvort annað í þvi sem öðru.
Halldóra var mikil mannkosta-
manneskja, heiðarleg og starfsöm
bæði innan heimilis og utan. Hall-
dóra gegndi hlutverki sínu sem
húsmóðir og móðir með sóma þótt
hún þyrfti að sinna störfum utan
heimilis. Hún vann mörg ár við
þjónustustörf. Hún gekk um beina
í opinberum veislum sem haldnar
voru þjóðhöfðingjum og boðið til
útlendingum og innlendu fyi-irfólki,
bæði í Reykjavík og á Þingvöllum.
Einnig vann hún á hótelum og
fleiri stöðum. Að síðustu vann hún
við ræstingar á meðan að heilsan
leyfði.
SveiTÍr minn, Vala og Asa og
fjölskyldur. Ég sendi innilega sam-
úðarkveðju. Guð veri með ykkur
allar stundir. Dóru minni óska ég
velfarnaðar í nýjum heimkynnum
og kveð hana með orðum sálma-
skáldsins Valdimars Briem og vona
að fari hennar hafi verið stýrt
„heilu heim í höfn á friðarlandi".
Elín Þóra Guðlaugsdóttir.
KRISTJAN
GUÐMUNDSSON
+ Krislján Guð-
mundsson fædd-
ist á Eyrarbakka 26.
ágúst 1917. Hann
Iést á Vífílsstöðum
hinn 7. mars síðast-
Iiðinn og fór útför
hans fram frá Há-
teigskirkju 18. mars.
Ég legg af stað án leiðsagn-
ar og mals,
mér lokast hvergi vegur
austan Fjalls,
ég sigli hraðbyr sumarloftið
blátt,
í sólarátt.
(Eiríkur Einarsson frá Hæli.)
Þessar ljóðlínur koma upp í hug-
ann þegar ég sest niður til að
skrifa nokkur kveðjuorð um elsku-
legan móðurbróður minn, Kristján
Guðmundsson, Kidda frænda. Ég
veit að hugur hans var oft fyrir
austan Fjall, nánar til tekið niður
við ströndina, Eyrarbakka. Þar var
hann borinn og barnfæddur, við
hafið sem getur bylst með ógnar-
gný eða gjálfrað létt við strönd,
þarsem á góðum degi er einn víð-
feðmasti fjallahringur á Suður-
landi. Þar ólst hann upp við gott at-
læti móður og föður í hópi glaðra
systkina.
Oft vitjaði hann æskustöðvanna
eftir að hann flutti til Reykjavíkur,
en blómann úr ævi sini var hann á
Selfossi og reisti sér hús á svoköll-
uðu Langanesi og undi glaður við
sitt ásamt eiginkonu sinni, Ástríði
Ingvarsdóttur, og dætrunum Ingi-
björgu og Ragnheiði.
Það var gott að koma á fallegt
heimili Ástu og Kidda, hvort sem
3lómat>úðin
öa^ðsKom
v/ T-ossvoQski^kjugarð
Sími. 554 0500
M
M
var á Selfossi eða í
Reykjavík. Góðar
móttökur húsmóður-
innar í mat og drykk
og ekki spillti létt lund
húsbóndans og ein-
stök kímni. En Kiddi
frændi sagði sérstak-
lega skemmtilega frá
og var orðheppinn
með afbrigðum,
þannig að oft veltist
maður um af hlátri
þegar frændi fór á
kostum. Þannig vil ég
muna hann, glaðan og
kátan.
Ég vil að lokum þakka Kidda
frænda fyrir alla þá gleði sem hann
veitti mér og systkinum mínum.
Einnig eru fluttar þakkir frá börn-
unum mínum og þá sérstaklega
Ragnheiði dóttur minni, sem hann
var svo góður.
Elsku Ásta, Ingibjörg, Ragn-
heiður og fjölskyldur, megi Guð
styrkja ykkur.
Elín Arnoldsdóttir.
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbl.-
is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem við-
hengi.
Auðveldust er móttaka svokall-
aðra ASCII skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-texta-
skrár. Þá eru ritvinnslukerfin
Word og WordPerfect einnig
nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar grein-
ar um sama einstakling tak-
markast við eina örk, A-4, miðað
við meðallínubil og hæfilega
línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SOFFÍA SIGFINNSDÓTTIR
frá Stykkishólmi,
Austurbrún 4,
Reykjavík,
er lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðviku-
daginn 11. mars, verður jarðsungin frá Áskirk-
ju föstudaginn 20. mars kl. 15.00.
Sigfinnur Sigurðsson,
Lovísa Sigurðardóttir,
Magnús Fr. Sigurðsson,
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Þuríður Sigurðardóttir,
Helga Sveinsdóttir,
Arnljótur Björnsson,
Björg Helgadóttir,
Rune Söderholm,
Kári Tyrfingsson,
Kristín Hauksdóttir,
Soffía Sigurðardóttir,
Ágúst Haraldsson,
Sigurður Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Erla Þorsteinsdóttir,
Erfídrykkjur 5 ujlírjííjur
M
H
H
H
H
H
H
H
H
u
Sími S62 0200
[xiiiiiiiiirl
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
UPPLÝSINGAR í SÍMUM
562 7575 & 5O5O 925
| HOTEL LOFTLEIÐIK
I C Et A N D A 1* H O T * t S
t
Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HENNÝ ÞÓRÐARDÓTTIR,
Háengi 17,
Selfossi,
lést á Landspítalanum, þriðjudaginn 17. mars.
Kristófer Ásgrímsson,
Óskar Úlfar Kristófersson,
Guðbjörg Erla Kristófersdóttir, Aðalbjörn Þór Magnússon,
Ásgrímur Þór Kristófersson, Sólrún Ásgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA KRISTIN FRIÐBJARNARDÓTTIR,
Álfheimum 42,
sem lést á Hrafnistu í Reykjavík, sunnudaginn
15. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 20. mars kl. 10.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsam-
legast bent á líknarstofnanir.
Dóra Ingvadóttir,
Samúel Ingvason,
Anna K. Pétursdóttir,
Guðrún P. Ólafsdóttir,
Hlynur Ingvi Samúelsson,
Ólafur Oddsson,
Sabína Jónsdóttir,
Hjörtur Þór Grjetarsson,
Helga G. Ólafsdóttir,
Halldóra K. Hjartardóttir.
+
Minningarathöfn um eiginmann minn,
INGIMUND B. HALLDÓRSSON,
sem lést sunnudaginn 15. þ.m. á Sólvangi í
Hafnarfirði, verður haldin í Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði á morgun, föstudaginn 20. mars
kl. 13.30.
Jarðarför hins látna fer fram í Patreksfjarðar-
kirkju laugardaginn 28. mars.
Jóhanna B. Þórarinsdóttir,
dætur, tengdasynir,
afabörn og langafabarn.
+
Utför föður okkar,
ÓLAFS HELGASONAR
frá Gautsdal,
fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 20. mars
kl. 15.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sigríður Ólafsdóttir,
Martha Aðalsteinsdóttir,
Ingibjörg Ólafsdóttir,
Hildigunnur Ólafsdóttir.
+
Ástkær móðir okkar,
ÞURÍÐUR SKÚLADÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 41,
Reykjavík,
sem andaðist á heimili sínu miðvikudaginn
11. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 20. mars kl. 13:30.
Bjarni H. Jóhannsson,
Una S. Jóhannsdóttir,
Skúli H. Jóhannsson,
Ómar H. Jóhannsson,
og fjöiskyldur.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og bróðir,
AÐALSTEINN BERNHARÐSSON,
Hafnartrúni 4,
Siglufirði,
verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laug-
ardaginn 21. mars, kl. 14.00.
Guðbjörg Sjöfn Eggertsdóttir,
Soffía Aðalsteinsdóttir,
Sigríður Vala, Gunnar Frans Brynjarsson,
barnabörn og systkini.
í
I
t