Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ
BREF TIL BLAÐSINS
FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 67
Skotfélag Reykjavíkur í nýtt skothús
Frá Kjartani Friðrikssyni:
ELSTA íþróttafélag landsins, Skot-
félag Reykjavíkur, hefur mátt þola
margs konar hrakninga í gegnum ár-
in með aðstöðu fyrir þær greinar sem
stundaðar eru innanhúss. Skilningur
borgaryfii’valda á nauðsyn þess að
hafa aðstöðu fyrir þá fjölmörgu sem
vilja stunda skotíþróttir í borginni
hefur ekki alltaf verið eins og við í
SR hefðum kosið, kannski vegna
þeirrar neikvæðu myndar sem skot-
íþróttin hafði á sér hér á árum áður
þegar deiiur einstakra félagsmanna
fóru fram á síðum dagblaðanna og
allt virtist vera í upplausn í félaginu.
Á aðalfundi SR í mars 1991 urðu
straumhvörf í félaginu þegar sam-
þykkt var að leggja niður gömul
deilumál félagsins eða einstakra fé-
laga þess, enda flestir deiluaðilar
farnir eða á fórum úr félaginu. Þess í
stað var ákveðið að nýta krafta nýrr-
ar stjórnar í uppbyggingu á útiæf-
ingasvæði félagsins í Leirdal og
koma innigreinum félagsins í fram-
tíðar húsnæði.
Þrátt fyrir samþykkt aðalfundar
1991 um deilumál, má sjá uppvakning
fyrri tíð deilna og leiðinda í skot-
hreyfingunni á sveimi um síður dag-
blaðanna með heiðurstitil í eftirdragi.
í Mbl. 11. mars sl. fer Carl J. Eiríks-
son (innfæddur Reykvíkingur en bú-
settur í Kópavogi) frjálslega með
staðreyndir um málefni SR, sem
hann er löngu hættur að vera fulltrúi
fyrir á einn eða annan hátt. Carl
hvorki æfir né keppir fyrir SR, en til
skamms tíma keppti hann fyrir Aft-
ureldingu í Mosfellsbæ og nú fyrir
Ungmennafélag Bessastaðahrepps.
En þetta er nú bara eins og hver
annar draugagangur og er ekkert
frekar um það að segja. Sem dæmi
um hrakninga félagsins með inniað-
stöðuna má geta þess að SR hefur til
margra ára haft aðstöðu fyrir félags-
menn sína í Baldurshaga (kjallara
stúkunnar í Laugardal). Nokkru síð-
ar gerði SR samning við ÍBR og ÍTR
um afnot af kjallara Laugardalshall-
ar fyrir loftbyssugreinar með þeim
fyrirvara að ef nota þyrfti húsnæðið
fyrir aðra starfsemi yrði SR að víkja.
Þarna átti SR að hafa aðstöðu yfir
vetrarmánuðina, en húsinu var lokað
fyrh' starfsemi SR í nokkra mánuði
yfir sumarið, svo ekki var hægt fyrir
félagsmenn að æfa allt árið, enda
þetta húsnæði ekki ætlað nema til
bráðabrigða. Pélagið varð að víkja
fyrirvaralaust úr höllinni með loft-
byssuæfingar og búnað, án formlegr-
ar uppsagnar rétt í þann mund er
starfsemin var að hefjast og þegar
enn var ekki lokið við að koma fyrir
þeim búnaði sem til þurfti, til að
hægt væri að hefja fulla starfsemi.
Ástæðan fyrir þessari uppákomu var
að fréttamenn, bæði innlendir og er-
lendir, þurftu, vegna HM í hand-
knattleik, á aðstöðunni að halda fyrir
fréttasendingar af mótinu. Nokki-u
síðar missti félagið einnig aðstöðu
sína í Baldurshaga þegar KSÍ tók yf-
ir reksturinn á Laugardalsvellinum
og þá má segja að SR hafi beinlínis
verið á götunni með innigreinar fé-
lagsins. Að sjálfsögðu hefur Skotfé-
lag Reykjavíkur aðstöðu eins og önn-
ur íþróttafélög í landinu fyrir þær
greinar sem stundaðar era utanhúss,
m.a. haglabyssu- og riffilgi'einar, og
getur félagið státað af íþróttamönn-
um í þessum gi’einunum, sem náð
hafa stórglæsilegum árangri hér
heima og erlendis.
Tekið skal fram að ekki er aðstaða
fyrir innigreinar félagsins nema að
takmörkuðu leyti í Leirdal, og þá
helst yfir blá sumarið. Á útisvæðinu
er skotið út úr skotskýli og því æfing-
ar og keppnir oft háðar veðri og vind-
um og svo er svæðið lokað af náttúr-
unnar völdum í skammdeginu þegar
keppnistímabil í innigreinum er í há-
marki. Loftbyssugi'einar eru ein-
göngu stundaðar innanhúss. Um og
eftir 1867 hafði SR æfingasvæði við
Tjömina í Reykjavík og skothús, sem
Skothúsvegur dregur nafn sitt af.
Það er því ekki til of mikils mælst í
ljósi sögu SR að borgaryfirvöld leysi
úr vanda félagsins og skotíþróttar-
innar í Reykjavík með nýju Skothúsi
fyrir Skotfélag Reykjavíkur.
KJARTAN FRIÐRIKSSON,
félagi og stjórnarmaður í Skotfélagi
Reykjavíkur.
Heilbrigðisvandi fanga
Stjórn Verndar heldur málþing um
heilbrigðisþjónustuna í fangelsum og
heilbrigðisvanda fanga í Norræna húsinu
fimmtudaginn 26. mars.
Málþingið hefst kl. 13.30
Aðgangur ókeypis og öllum heimill
meðan húsrúm leyfir
Stjórn Verndar
érnd
fangahjálp
Netfang SUN 'n FUN er www.sun-n-fun.org.
UNDIR
Hreint ævintýraleg og ótrúlega spennandi
ferö til Flórída fyrir flugáhugamenn
og maka þeirra 20. - 27. apríl nk.
: m
• ■
*
" •; ■
1 ar koma 700.000
manns á hátíðina, m.a. á
12.000 einkaflugvélum
• Stórkostlegar flugsýningar
• 60 fyrirlestrar um flug á
hveijum degi
• Flugkvikmyndasýningar
• Skrautlegur
flugútimarkaður • 500
fyrirtæki með sölu- og
kynningarbása • Áhugavert
flugminjasafn með 70 flygildi
Fororstjori
Gunnor
Porstemsson
PANTIÐ STRAX!!!
TAKMARKAÐ SÆTAFRAMB0Ð
FULLKOMIN SOLARLANDAFERÐ
Þess’i fyrirtæki styðjo áhuqamannastarf að flugmálum. Flugáhugamenn er hvattir til þess að beino viðskiptum sinum til þeirra.
mrt KVNNISFERDIR
fíyhúS
B a
SKYGGNA MYNDVERK'
Alhliöa ljósmynda-
& tölvuvinnsla
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
- Hótel Loftleiðum
PÓSTURINN
Vatnsheld og vindþolin
Allar stærðir og gerðir
Margir litir - gott verð
J3.
JbfOfnasmiðjan
Verslun Háteigsvegi 7 • Sfmi 511 1100
Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100
FYRSTA FLUGS
Áhugamonnafélag um flugmál
Nónari upplýsingar
Simi 561 2900
Söluaðili
FLUGLEIOIR
- Hópferðadeild
Gist er í sólarparadísinni St.
Petersburg Beaeh. Kjörið fyrir
flugáhugamanninn að sinna
fluglistinni á daginn og bjóða
makanum að sleikja sólina á
meðan. Eftir slíka daga hljóta
kvöldin að verða rómantísk!