Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Insurcion
Skít Puzz
Duffel
► HUÓMSVEITIN Insurcion kemur úr Grafarvoginum og
er skipuð þeim Guðjóni Albertssyni gítarleikara og söngv-
ara, Hirti Hjartarsyni trommuleikara, Magnúsi Unnari Ge-
orgssyni bassaleikara og Jóni Arnari Helgasyni hljómborðs-
leikara. Meðalaldur Insurcion er 17 ár og spila þeir rokk.
► HUÓMSVEITIN Skít Puzz kemur úr bæði Hafnarfirði
og Reykjavík. Hún er skipuð þeim Hauki Hrafni Þorsteins-
syni og Magnúsi B. Skarphéðinssyni og spila þeir á tölvu,
blendil, smala og gervil, sem sagt tölvudót. Þeir eru
báðir á sextánda árinu. Þeir segjast spila húsmæðrafönk.
► DUFFEL er Reykjavíkursveit og hana skipa þeir Bjarni
Gunnarsson trommuleikari, Bjarki Rafn Halldórsson gítar-
leikari og söngvari og Halldór Gunnlaugsson bassaleikari.
Meðalaldur hljómsveitarinnar er 17 ár og spila þeir flott
grunge rokk í anda Nirvana heitinnar.
Músíktilraunir
Músíktilraunir Tónabæjar
Músíktilraunir, árleg hljómsveita-
keppni Tónabæjar, hefjast í kvöld.
—>-----------------------------------------------
Arni Matthíasson spáir í hljómsveitirn-
ar níu sem fram koma í kvöld, en alls
taka nær 40 sveitir þátt í tilraununum.
MÚSÍKTILRAUNIR, árleg hljómsveitakeppni Tóna-
bæjar, heíjast í kvöíd með fyrsta undanúrslitakvöldi
af fjórum. í Músíktilraunum keppa hljómsveitir
hvaðanæva af landinu sem eiga það eitt sameiginlegt að hafa
ekki gefið út tónlist sína og eiga í fórum sínum þrjú frum-
samin lög. Tilgangurinn með þátttöku í tilraununum er
einmitt oft að komast yfir hljóðverstíma því verðlaun Mús-
íktilrauna eru jafnan tímar í helstu hljóðverum landsins, sem
nýst geta viðkomandi hljómsveitum til að koma sér á fram-
færi.
Músíktilraunir Tónabæjar eru nú haldnar í sextánda sinn,
en fyrstu tilraunimar voru haldnar 1982 og sigraði þá Dans-
hljómsveit Reykjavíkur og nágrennis, DRON. Upp frá því
hefur fjölbreytt hljómsveitaflóra borið sigur úr býtum og
flestar gerðir tónlistar komist á verðlaunapall, allt frá sum-
arpoppi í dauðarokk. Sé rýnt i tölur kemur í Ijós að kvenna-
sveitir hafa verið sárafáar, en þó hafa tvær slíkar náð að
sigra í tilraununum, Dúkkulísumar 1983 og Kolrassa
krókríðandi 1992. Tvær taka þátt að þessu sinni og veit von-
andi á gott, aukinheldur sem stúlkur koma við sögu í
nokkrum sveitumn og þá ekki bara til skrauts. Rokklíf virð-
ist standa með miklum blóma í Hafnarfirði, því síðustu sjö ár
hafa þijár hafnfirskar sveitir borið sigur úr býtum, en ann-
ars era sigursveitir flestar af mölinni sem vonlegt er. Hljóm-
sveitir sem komnar era lengra að hafa þó staðið sig með
prýði og þannig hafa fimm sveitir utan af landi, hafnfirskar
ekki meðtaldar, hreppt hnossið frá því tilraunirnar hófust.
Einnig má geta þess fyrir þær rokksveitir sem enn syngja á
ensku að ekki hefur nema ein slík sveit sigrað í tilraununum
síðustu tólf árin.
Ýmsar gestasveitir
Eins og getið er eru helstu verðlaun Músíktilrauna hljóð-
verstímar, fyrstu verðlaun era 25 hljóðverstímar í Sýrlandi,
önnur verðlaun 25 tímar í Grjótnámunni, þriðju verðlaun
timar í 20 Hljóðhamri, en siðan hlýtur athyglisverðasta
hljómsveitin 20 tíma í Hellinum, hljóðverið Núlist veitir sér-
stök Núlistarverðlaun sem er 25 hljóðverstímar, besti
söngvari fær verðlaun frá Tónabúðinni, besti bassaleikari og
besti hljómborðsleikari fá verðlaun frá Hljóðfæraverslun
► MAD METHODS er Drum ‘n Bass hljómsveit ættuð úr
Reykjavík skipuð þeim Halldóri Hrafni Jónssyni tölvutól-
leikara, Bjarna Þór Pálssyni tölvutólleikara og Jóhanni
Gunnari Jónssyni tölvutólleikara. Meðalaldur Mad Met-
hods manna er 17 ár.
Kókóhundur
► HLJÓMSVEITIN Kókóhundur er ættuð úr Reykjavík og
hana skipa Rúbert Örn Hjálmtýsson bassaleikari og söngv-
ari, Steindór Ingi Snorrason gítarleikari og söngvari og
Baldur Þór Jack trommuleikari. Meðalaldur hljómsveitar-
manna er 21 ár og segjast þeir spila popp fyrir ungmenni.
Reykjavíkur, best rapparinn fær verðlaun frá Japís, Rín
verðlaunar besta gítarleikarann, Samspil besta trommuleik-
arann og Nýherji besta tölvarann. Styrktaraðilar era síðan
Domino’s pizza, Flugfélag íslands, Flugleiðir, Hard Rock
Café, Jón Bakan, Pizzahúsið, Rás 2, Vífilfell, Tónastöðin og
BT Tölvur.
Skipan atkvæðagreiðslu Músíktilrauna hefur verið
breytt frá fyrri högun og vægi dómnefndar aukið til að
styrkja faglegan grann keppninnar. í þessum tilraunum
velja áheyrendur eina hljómsveit áfram hvert kvöld, en
sérstök dómnefnd velur síðan þá eða þær hljómsveitir
áfram sem henni þykir rétt að komist áfram. Úrslitakvöld-
ið gilda atkvæði áhorfenda síðan tæpan þriðjung á móti at-
kvæðum dómnefndar.
Eins og jafnan leika ýmsar hljómsveitir sem gestir fyrir
tilraunirnar og síðan meðan atkvæði era talin. I kvöld eru
gestasveitir tvær, Spírandi baunir og Soðin fiðla, sigursveit
síðustu Músíktilrauna. Annað tilraunakvöldið, 26. mars
næstkomandi, era gestasveitir einnig tvær, Subterranean
og Stjörnukisi. Þriðja tilraunakvöldið, föstudaginn 27.
mars, leikur Maus sem gestasveit. Loka undanúrslitakvöld-
ið verður síðan fimmtudaginn 2. apríl og þá verður Quaras-
hi gestasveit, en Botnleðja leikur úrslitakvöldið, föstudag-
inn 3. apríl.
Krumpreður
► HLJÓMSVEITIN Krumpreður er reykvísk hljómsveit
skipuð þeim Ottó Reimarssyni trommuleikara, Guðmundi
Davíð Hermannssyni gítarleikara og söngvara og Daníel
Frey Cox bassaleikara. Þeir segjast spila grunge pönk og
er meðalaldur hljómsveitarinnar 16 ár.
Endemi
► HLJÓMSVEITIN Endemi kemur frá Reykjavík og hana
skipa Guðrún Dalía Salómonsdóttir hljómborðsleikari,
Ólöf Helga Arnaldsdóttir söngkona og gítarleikari, Eirík-
ur Orri Olafsson tölvuleikari og Andri Snær Guðmundsson
bassaleikari. Meðalaldur hljómsveitarmeðlima er 17 ár og
segjast þau spila tónlist sem er ekki popp ekki rokk
heldur eitthvað þar á milli.
Spúnk
► HLJÓMSVEITIN Spúnk er kvennahljómsveit úr Reykja-
vík skipuð þeim Öddu Ingólfsdóttur sem spilar á sampler
og syngur og Kristínu Björk Kristjánsdóttur sem syngur
og spilar á taktsmið. Adda er tvítug, Kristín rn'tján. Með
þeim leika Bjarni Benedikt Björnsson kontrabassaleikari,
Gerður Jónsdóttir kontrabassaleikari og Hrafnhildur Guð-
rúnardóttir málmgjallaleikari.
Silfurrefur
► HLJÓMSVEITIN Silfurrefur er ættuð úr Reykjavík og
er skipuð þeim Ásgeiri Einari Einarssyni gítarleikara og
söngvara, Einari Óla Kristóferssyni bassaleikara og Helga
Davíð Ingasyni trommuleikara. Þeir eru allir á 18. árinu
og segjast spila rokk.