Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR19. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dans á
sporbaugum
í kvöld verður leikrit Jökuls Jakobssonar,
Sumarið 37, frumsvnt í Borgarleikhúsinu,
réttum briátíu árum eftir að bað var frum-
sýnt í Iðnó. Þröstur Helg-ason fylgdist með
æfíngu og ræddi við Kristínu Jóhannes-
dóttur leikstióra sem segir að staða Jökuls
sé svipuð hér og Tsiekhovs í Rússlandi.
AÐ ER eitthvað í mannin-
um, það er eitthvað í mann-
inum sem, það er eitthvað í
manninum sem ekki segir Da-
víð forstjóri í leikriti Jökuls Jak-
obssonar, Sumarið 37 - en hann
kemst aldrei lengra. Hann nær
reyndar sjaldnast að klára heila
setningu, sjaldnast að hugsa heila
hugsun; hann er farinn að gleyma,
hann er hættur að skilja, það er
nefnilega eitthvað í manninum sem
ekki fær staðist.
Leikritið gerist á heimili Davíðs
að lokinni jarðarför eiginkonu hans.
Öll fjölskyldan hefur safnast saman.
Davíð er fulltrúi eldri kynslóðarinn-
ar, hann tók við útgerðarfyrirtæk-
inu af föður sínum og rak það af
myndarskap, skilaði því svo stönd-
ugu til sonar síns, Stefáns, eins af
fulltrúum yngri kynslóðarinnar í
verkinu en í höndunum á honum er
útgerðin á fallanda fæti. Davíð skil-
ur ekki sinnuleysi sonarins gagnvart
rekstrinum, honum finnst hann vera
hálfgerður aumingi að geta ekki
haldið þessu á réttum kili, honum
finnst strákinn skorta hörku, „þú
getur ekki einu sinni bölvað", öskrar
hann. „Nei - ég var látinn læra á
fiðlu ...,“ svarar Stefán háðskur. Da-
víð skilur heldur ekki veruleikafirrta
dóttur sína, tengdadóttir hans veit
ekki í hvorn fótinn hún á að stíga og
tengdasonurinn, sem kominn er af
fátæku fólki, er í stöðugri uppreisn
gegn honum. Heimur, sem hann
hafði í hendi sér, er að leysast upp
fyrir augum hans. Sambandsleysið
inni á heimilinu er algjört, hver og
einn virðist sigla sinn sjó.
Kemur sífellt á óvart
Síðastliðinn vetur setti Leikfé-
lagið á svið Dómínó eftir Jökul í
leikstjórn Kristínar Jóhannesdótt-
ur og fékk sú sýning góðar viðtök-
ur. Kristín leikstýrir aftur nú.
Liggur beinast við að spyrja hvort
hún geti dregið einhverja ályktun
af þessari vinnu sinni með verk
Jökuls.
„Jökull kemur mér á óvart á
hverjum degi,“ segir Kristín, „við
fundum það við uppsetningu sýn-
ingarinnar í fyrra að það blöstu
alltaf við okkur einhver ný sann-
indi í hverri sýningu. Petta er
kannski líka til merkis um það að
það er engin sýning alveg ná-
kvæmlega eins, sýning og verk
verður alltaf lifandi. En þetta er
líka einkennandi fyrir Jökul; að
það er alltaf óendanlegt líf, óend-
anlegt ljósbrot, sem maður er að
uppgötva í verkunum hans.“
Hvernig fínnst þér þetta verk
hafa elst? Eiga átökin sem það lýs-
ir á milli gamla tímans og nýja
samhljóm við daginn í dag?
„Þetta verk er önnur hlið á
Jökli en Dómínó, þetta er örlaga-
þrep á hans ferli, að ég hygg, í
þróun frá Hart í bak. I Sumrinu
37 er hann að brjótast út úr og
rekja upp gömul sannindi, eins og
persónurnar reyndar gegn hinum
gamla heimi Davíðs. Eg held að
Jökull hafi rétt fyrir sér í því að
það eru sveiflur í mannlífinu eins
og veðrinu, þrjátíu ára sveiflur;
við förum hring eftir hring og
komum alltaf að sama upphafs-
punktinum aftur, sömu staðreynd-
ir blasa við nú og fyrir þrjátíu ár-
um þegar þetta leikrit var frum-
sýnt, þessi togstreita á milli kyn:
slóða og einnig kynja og stétta. I
þessu verki dregur Jökull upp
skemmtilega mynd af þessum
dansi himintunglanna, stóru eilífð-
LISTIR
Morgunblaðið/Golli
„í ÞESSU verki dregur Jökull upp skemmtilega mynd af þessum dansi himintunglanna, stóru eilífðarvídd-
anna og svo víddanna inni í manninum; þessum dansi á sporbaugum sem orsakast af aðdráttarafli og mið-
flóttaafli, á milli þessara andstæðna, aldurs, stétta, kynja og svo framvegis."
arvíddanna og svo víddanna inni í
manninum; þessum dansi á spor-
baugum sem orsakast af aðdrátt-
arafli og miðflóttaafli, á milli þess-
ara andstæðna, aldurs, stétta,
kynja og svo framvegis.
Þær stjörnumyndir sem Jökull
notar í verkinu eru líka tákn fyrir
persónumar í því, Líran, Harpan,
Vega, Litli-björn og Stóri-björn og
Kasíópeia. Þetta er mjög skemmti-
legur dans með manninn og óend-
anleikann, tímann.“
Af hinni dásamlegu
rússnesku fjölskyldu
Oft hefur verið sagt að megin-
styrkur Jökuls hafí verið að semja
texta sem væri lifandi, ætti rætur
sínar í raunverulegu töluðu máii
samtímans. A þetta ekki enn við,
maður fínnur ekki að þetta sé þrjá-
tíu ára gamall texti, þrjátíu ára
gamalt talmál?
„Jú, málfarið í þessu verki er
ekki tímabundið," segir Kristín.
„Jökull virðist hafa hitt á einhvem
tón í hverri manneskju sem skapar
mjög sterkar dýptarlínur í per-
sónusköpunina, og þá gjarnan á
þennan ylhæðna máta sinn sem ég
tengi ekki endilega við absúrdisma
heldur frekar súrrealisma. Svo er
hann af þessari dásamlegu rúss-
nesku fjölskyldu ásamt Tsjekhov
og Túrgenjev, það er í honum ein-
hver slavneskur, jafnvel jiddískur
nístandi tregahúmor."
Pað mætti kannski leggja meiri
áherslu á hina nístandi kímni og
hæðni íþessum verkum hans en oft
hefur verið gert?
„Já, eftir fyrstu verkin sneri
hann blaðinu svolítið við með
Sumrinu 37; þarna eru ekki hinir
hefðbundnu sagnakarakterar sem
vora í Hart í bak og eru fyndnir í
sjálfum sér; Einar Kárason hefur
haldið þeirri hefð á lofti. Menn
misstu svolítið jafnvægi þegar
þeir heyrðu tóninn í Sumrinu 37
og næstu verkum og um leið
misstu menn kannski húmorinn;
kímnin er hins vegar enn fyrir
hendi og það alveg bullandi. Eg
átta mig því ekki alveg á þessu
viðhorfi og skil það ekki. Fyndni
Jökuls er reyndar ekki almenn
heldur dansar hún á mörkunum,
hann býr til þetta krosssaumsspor
tragíkómedíu og í því felst snilld-
in; fyndni Jökuls er því mjög beitt
- og hættuleg."
Hvernig skynjarðu stöðu Jökuls
ííslenskri leikbókmenntasögu nú?
„Hann mun halda sínum sess
sem eitt af athyglisverðustu leik-
ritaskáldum sem Island hefur alið.
Ég held að hann tali skýrar til
fólks nú en hann gerði fyrir þrjátíu
áram þegar menn höfðu þessi verk
hans uppi í vitunum; þetta era
samtímaverk og kannski menn hafi
verið haldnir einhverri nærsýni
eins og menn era alltaf á eigin
tíma. Eg á von á að hlutur Jökuls
eigi eftir að stækka og stækka,
hann eigi eftir að margfaldast á
hverjum þrjátíu ára hring, ég vildi
óska að ég fengi að sjá þetta aftur
eftir þrjátíu ár. Ég hygg að Jökull
standi hér á svipaðan hátt og
Tsjekhov í Rússlandi.“
205 sýningar
Sumarið 37 var framsýnt hjá
Leikfélagi Reykjavíkur fyrir þrjá-
tíu árum, 28. febrúar 1968, og er
fjórða leikrit Jökuls. Fyrst kom
Pókók (1961), allhressilegur
ærslaleikur sem vakti töluverðar
vonir um að mikið leikritaskáld
væri í fæðingu, sem sannaðist í
næsta leikriti Jökuls, Hart í bak,
(1962), sem gerði hann þjóðkunn-
an og vinsælan leikritahöfund.
Hart í bak fór mikla sigurför á
fjölunum í Iðnó og fá dæmi um að
íslenskt samtímaleikrit hafi hlotið
jafnglæsilegar viðtökur, 205 sýn-
ingar. Næst kom Sjóleiðin til
Bagdad, (1965), sem var sýnt 40
sinnum.
Leikendur í Sumrinu 37 eru Pét-
ur Einarsson (Davíð), Eggert Þor-
leifsson (Stefán sonur hans), Guð-
laug Elísabet Ólafsdóttir (Sigrún
tengdadóttir hans), Sóley Elías-
dóttir (Sjöfn dóttir hans), Ari
Matthíasson (Jón tengdasonur
hans) og Hanna María Karlsdóttir
(Anna vinnukona á heimilinu).
Leikhljóð í sýningunni annast Ólaf-
ur Öm Thoroddsen, lýsingu annast
Ögmundur Jóhannesson, leikmynd
og búninga gerir Stígur Steinþórs-
son.
Flosmjúkar
stemmningar
„FLOSMJÚKT land“, vatnslitamynd eftir Jóhann G. Jóhannsson.
MYJVPLIST
Gallerf Iloniið
MÁLVERK
Sýning á verkum Gunnhildar
Björnsdóttur. Opið alla daga frá
14-18. Aðgangur ókeypis.
Til 25. mars.
SÝNING Gunnhildar Bjömsdótt-
ur í Galleríi Horninu er fyrsta
einkasýning hennar síðan námsdvöl
í Svíþjóð lauk. Áður hefur hún tekið
þátt í nokkrum satnsýningum.
Gunnhildur sýnir 35 myndir og hún
lýsir aðferð sinni sem blandaðri
tækni, sem getur þýtt nánast hvað
sem er. Af myndunum má ráða að
hún beitir ýmiss konar tækni á víxl
úr olíumálverki, vatnslitatækni og
grafíktækni. I sumum myndanna
notar hún greinilega litaduft og
vatn eða leysiefni þar sem litefnið
flæðir yfir flötinn með vökvanum. I
myndunum í efri salnum reynir
Gunnhildur að ganga eins langt með
óheft flæði yfir flötinn eins og fram-
ast er unnt til að skapa samfelldan
flöt þar sem eitt rennur saman við
annað.
Yfirskrift sýningarinnar,
„Skammdegi", lýsir stemmningunni
sem reynt er að laða fram, með
dempuðum litatónum rökkursins
þar sem allir litir verða húminu að
bráð. Myndimar á neðri hæðinni
eru aftur á móti minni og þar hefur
Gunnhildur meiri stjóm á litbrigð-
unum með óljósum formum og graf-
ískari meðhöndlun.
Lausbeislað flæði og formleysa
eru vandmeðfarin, því útkoman get-
ur orðið handahófskennd og stefnu-
laus. Það er sitthvað að byggja á
flæði og formleysu sem aðferð og að
gefa myndum yfirbragð hins frjálsa
og ótamda. Hið fyrra felur ekki
endilega í sér hið síðara. Ef farveg
íyrir flæðið vantar, ef fyrirstaðan er
engin, þá skortir átakspunkta sem
gefa myndunum þá innri spennu
sem er nauðsynleg til að gefa ein-
stökum hlutum myndarinnar vægi.
Sýningin ber með sér að Gunnhild-
ur er að leita að slíkum farvegi þar
sem litir og form renna eðlilega
saman og skapa sinn eigin heim.
Listhns Ófeigs
Bjtírnssonar
VATNSLITIR
Sýning á verkum Jóhanns G.
Jóhannssonar. Opið alla virka daga.
Aðgangur ókeypis. Til 29. mars.
ÞAÐ ætti að vera á allra vitorði
að Jóhann G. Jóhannsson er ekki
aðeins tónlistarmaður heldur hefur
hann einnig lagt stund á myndlist.
Reyndar kom það mér á óvart að
rifja upp að hann hefur sýnt mynd-
list í yfir aldarfjórðung. Að þessu
sinni sýnir hann í litlum sýningarsal
fyrir ofan gullsmiðju Ófeigs Björns-
sonar, 37 vatnslitamyndir, sem allar
eru smáar í sniðum. En þótt þær
séu smáar hefur hann einbeitt sér
að hverri þeirra af kostgæfni og
samanþjappaða einbeitingu er að
finna í hverri mynd.
Viðfangsefni Jóhanns, heiða-
landslagið í sínum ýmsu tilbrigðum,
er kunnuglegt viðfangsefni ís-
lenskra myndlistarmanna og varla
er sá íslendingur til sem hefur ekki
heillast af því einhvern tímann á
ævinni: hraunbreiður og mosa-
þembur, sandar og melar. I öllum
myndunum liggur sjóndeildarhring-
urinn hátt og sjónum er beint að lit-
brigðum og áferð landsins. Þau
hughrif íslenskrar náttúru sem hafa
orkað sterkast á Jóhann eru hin
ólíku birtuskilyrði og hvernig þau
breyta ásjónu landslagsins, og hann
sækist eftir að laða fram ólíkt and-
rúmsloft með andstæðum birtu og
skugga.
Hér eru engin ný eða óvænt tíð-
indi á ferðinni, en myndirnar bera
með sér að þær eru unnar af heil-
um hug. Jóhann veit að hverju
hann gengur, er ekkert að spenna
bogann of hátt og skilar verki sínu
af sannfæringu. Sýningin á vel
heima í þessum litla, notalega sal,
þar sem smærri myndir njóta sín
ágætlega.
Gunnar J. Árnason