Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998
LISTIR
MORGUNB LAÐIÐ
Endurmenntunarstofnun HI
Námskeið um afrískar
bókmenntir og listir
NÁMSKEIÐ, á vegum Endur-
menntunarstofnunar Háskóla ís-
lands og Listahátíðar 1998, um
afrískar bókmenntir og listir hefst
næstkomandi mánudagskvöld og er
þetta sex kvölda námskeið.
í fréttatilkynningu segir að Af-
ríka hafi löngum verið kölluð hið
myrka meginland. í augum Evrópu-
búa hafi ævintýrasagnir um hetju-
dáðir landkönnuða á framandi
hættuslóðum litað sýn okkar á
menningu og lifnaðarhætti þeirra
ólíku þjóða sem hana byggja.
A þessu námskeiði verði leitast
við að greina hvernig afrískir rithöf-
undar hafa leitast við að svara eldri
evrópskum höfundum sem lýsa
náttúru, menningu og íbúum Afríku
með augum nýlenduherrans.
Afríska kvikmyndin Zala sem Sem-
bene Ousmanes leikstýrði verður
sýnd, auk brota úr nokkrum afrísk-
um myndum, en áður verður stutt-
lega rætt um „manifestó" afrískra
kvikmyndagerðarmanna. Pað er
Guðni Elíasson bókmenntafræðing-
ur og kennari við HI sem kennir
þessa tvo þætti.
Þá fjailar Harpa Björnsdóttir
myndlistarmaður um myndlist frá
Afríku, einkum út frá verkum
þriggja fremstu myndlistarmanna
Mosambík, en þeir verða gestir á
Listahátíð og verður þátttakendum
boðið á opnun sýningarinnar frá
Mósambík í Ráðhúsinu.
Skráning og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu Endurmenntunar-
stofnunar Háskóla íslands.
UTSOLULOK
VERÐHRUN
Allar útsöluvörur á 1/2 virði
SPORTVÖRUVERSLUNINI
SPARTA
Þrjár plötur með
Caput væntanlegar
Á NÆSTUNNI koma út þrjár
geislaplötur með leik Caput-hóps-
ins, sem verið hefur áberandi í ís-
lensku tónlistarlífi undanfarin ár.
Innan skamms kemur út hjá
Smekkleysu og Arsis-útgáfunni í
Hollandi plata með verkum eftir
ungt íslenskt tónskáld, Svein Lúð-
vík Bjömsson. Verður þetta heild-
arútgáfa þeirra verka sem Sveinn
hefur skrifað á liðnum árum. Verkin
em ljóðræn og fyrir fá hljóðfæri.
Þá sendir bandaríska útgáfufyrir-
tækið Margun á næstu vikum frá
sér geislaplötu með kammerverkum
eftir Leif Þórarinsson í flutningi
Caput. Spanna verkin á plötunni
langt tímabil á ferli tónskáldsins.
Á þriðju geislaplötunni, sem
Caput hefur leikið inn á og senn
verður sett á markað, er að finna
hljóðritun af 4. söng Guðrúnar eftir
Hauk Tómasson undir stjórn Norð-
mannsins Christians Eggens. Var
verkið flutt á tónleikum Caput síð-
astliðið sumar. Það er sænska út-
gáfufyrirtækið BIS sem gefur plöt-
una út en áætlaður útgáfudagur er
11. maí næstkomandi.
Þar með er reyndar ekki öll sagan
sögð því í desember síðastliðnum
kom út hjá Classico í Danmörku
geislaplata með verkum heima-
mannsins Lars Graugaards í flutn-
ingi Caput undir stjóm Christians
Eggens. Graugaard er eitt afkasta-
mesta tónskáld Danaveldis í dag og
starfar nú sem „hirðtónskáld" við
sinfóníuhljómsveitina í Óðinsvéum.
Af öðmm verkefnum sem em á
döfinni hjá Caput má nefna tvenna
tónleika á Listahátíð í Reykjavík, 17.
og 22. maí. Verða þeir fyrri í sam-
vinnu við Danska útvarpskórinn í til-
efni af komu Margrétar Danadrottn-
ingar til Islands en þeir síðari með ís-
lenskum og breskum verkum í Iðnó.
Einnig hefur Caput þekkst boð
um þátttöku í einni rótgrónustu
tónlistarhátíð heims, Varsjár-
haustinu í Póllandi 20. september
næstkomandi. Þar mun Caput flytja
íslensk og norræn verk, ásamt því
að frumflytja verk eftir pólska tón-
skáldið Jerzy Kornowicz.
Jafnframt mun Caput vinna að
frekari hljóðritunum íslenskra og
evrópskra tónverka á árinu.
Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands
í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík.
Afríshar
og listir.
Kvöldnámskeið haldið á mánudagskvöldum
23. mars - 4. maí auk atriða á Listahátíð.
Afríka var löngum kölluð hið myrka meginland. f augum Evrópubúa
hafa ævintýrasagnir um hetjudáðir landkönnuða á ffamandi hættuslóðum
litað sýn okkar á menningu og lifnaðarhætti þeirra ólíku þjóða sem hana
byggja.. Guðni Elísson fjallar um birtingarmyndir Afríku t afrískum og
evrópskum bókmenntum og kvikmyndum. Harpa Björnsdóttir fjallar um
afnsk áhrif á myndlist 20. aldar og sérstaklega um þrjá helstu listamenn
Mósambík. Þátttakendum á námskeiðinu verður boðið á opnun
sýningarinnar Hlið sunnanvindsins frá Mósambík í Ráðhúsinu á Listahátíð
og forkaupsréttur að frumsýningu
Amlima, frá þjóðarballetti Togo í
I REYKJAVIK
Afríku á Listahátíð.
1BB8
Skráning: Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands
Símar: 525 4923,-24 og -25. Fax: 525 4080.
Tölvupóstur: endurm@rhi.hi.is. Heimasíða: www.hi.is/Endurm
Holdleg sýn
í Galleríi
hár og list
ELÍAS Hjörleifsson opnar
myndlistarsýningu í Galleríi
Hár og list, Strandgötu 39,
Hafnarfirði, laugardaginn 21.
mars kl. 14.
Elías er sjálfmenntaður
myndlistarmaður, fæddur í
Hafnarfirði árið 1944. Hann
var búsettur í Danmörku í
28 ár en fluttist til íslands
1989. Hann hefur haldið 25
einkasýningar, þar af tíu á
íslandi og 15 í Danmörku.
Auk þess hefur hann tekið
þátt í samsýningum í Evr-
ópu.
40-80%
afsláttur
Rýmingarsala á skóm
I nokkra daga vegna flutnings
fyrirtækisins í Kringluna
Pafííns • Salamandep • Teva • Xampox • flcics • Hííke
flfteotion • Mizunn • Saucnni * La Geir * Aheba * ol
Komdu við í Lækjargötunni
og gerðu frábær kaup.
Opið mán.-fös. 10-18, laugardaga 10-16.
&
STOÐTÆKNI
Gísli Ferdinandsson ehf
Lækjargötu 4 • S: 55 1 47 1 1
7