Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 LISTIR MORGUNB LAÐIÐ Endurmenntunarstofnun HI Námskeið um afrískar bókmenntir og listir NÁMSKEIÐ, á vegum Endur- menntunarstofnunar Háskóla ís- lands og Listahátíðar 1998, um afrískar bókmenntir og listir hefst næstkomandi mánudagskvöld og er þetta sex kvölda námskeið. í fréttatilkynningu segir að Af- ríka hafi löngum verið kölluð hið myrka meginland. í augum Evrópu- búa hafi ævintýrasagnir um hetju- dáðir landkönnuða á framandi hættuslóðum litað sýn okkar á menningu og lifnaðarhætti þeirra ólíku þjóða sem hana byggja. A þessu námskeiði verði leitast við að greina hvernig afrískir rithöf- undar hafa leitast við að svara eldri evrópskum höfundum sem lýsa náttúru, menningu og íbúum Afríku með augum nýlenduherrans. Afríska kvikmyndin Zala sem Sem- bene Ousmanes leikstýrði verður sýnd, auk brota úr nokkrum afrísk- um myndum, en áður verður stutt- lega rætt um „manifestó" afrískra kvikmyndagerðarmanna. Pað er Guðni Elíasson bókmenntafræðing- ur og kennari við HI sem kennir þessa tvo þætti. Þá fjailar Harpa Björnsdóttir myndlistarmaður um myndlist frá Afríku, einkum út frá verkum þriggja fremstu myndlistarmanna Mosambík, en þeir verða gestir á Listahátíð og verður þátttakendum boðið á opnun sýningarinnar frá Mósambík í Ráðhúsinu. Skráning og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Endurmenntunar- stofnunar Háskóla íslands. UTSOLULOK VERÐHRUN Allar útsöluvörur á 1/2 virði SPORTVÖRUVERSLUNINI SPARTA Þrjár plötur með Caput væntanlegar Á NÆSTUNNI koma út þrjár geislaplötur með leik Caput-hóps- ins, sem verið hefur áberandi í ís- lensku tónlistarlífi undanfarin ár. Innan skamms kemur út hjá Smekkleysu og Arsis-útgáfunni í Hollandi plata með verkum eftir ungt íslenskt tónskáld, Svein Lúð- vík Bjömsson. Verður þetta heild- arútgáfa þeirra verka sem Sveinn hefur skrifað á liðnum árum. Verkin em ljóðræn og fyrir fá hljóðfæri. Þá sendir bandaríska útgáfufyrir- tækið Margun á næstu vikum frá sér geislaplötu með kammerverkum eftir Leif Þórarinsson í flutningi Caput. Spanna verkin á plötunni langt tímabil á ferli tónskáldsins. Á þriðju geislaplötunni, sem Caput hefur leikið inn á og senn verður sett á markað, er að finna hljóðritun af 4. söng Guðrúnar eftir Hauk Tómasson undir stjórn Norð- mannsins Christians Eggens. Var verkið flutt á tónleikum Caput síð- astliðið sumar. Það er sænska út- gáfufyrirtækið BIS sem gefur plöt- una út en áætlaður útgáfudagur er 11. maí næstkomandi. Þar með er reyndar ekki öll sagan sögð því í desember síðastliðnum kom út hjá Classico í Danmörku geislaplata með verkum heima- mannsins Lars Graugaards í flutn- ingi Caput undir stjóm Christians Eggens. Graugaard er eitt afkasta- mesta tónskáld Danaveldis í dag og starfar nú sem „hirðtónskáld" við sinfóníuhljómsveitina í Óðinsvéum. Af öðmm verkefnum sem em á döfinni hjá Caput má nefna tvenna tónleika á Listahátíð í Reykjavík, 17. og 22. maí. Verða þeir fyrri í sam- vinnu við Danska útvarpskórinn í til- efni af komu Margrétar Danadrottn- ingar til Islands en þeir síðari með ís- lenskum og breskum verkum í Iðnó. Einnig hefur Caput þekkst boð um þátttöku í einni rótgrónustu tónlistarhátíð heims, Varsjár- haustinu í Póllandi 20. september næstkomandi. Þar mun Caput flytja íslensk og norræn verk, ásamt því að frumflytja verk eftir pólska tón- skáldið Jerzy Kornowicz. Jafnframt mun Caput vinna að frekari hljóðritunum íslenskra og evrópskra tónverka á árinu. Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík. Afríshar og listir. Kvöldnámskeið haldið á mánudagskvöldum 23. mars - 4. maí auk atriða á Listahátíð. Afríka var löngum kölluð hið myrka meginland. f augum Evrópubúa hafa ævintýrasagnir um hetjudáðir landkönnuða á ffamandi hættuslóðum litað sýn okkar á menningu og lifnaðarhætti þeirra ólíku þjóða sem hana byggja.. Guðni Elísson fjallar um birtingarmyndir Afríku t afrískum og evrópskum bókmenntum og kvikmyndum. Harpa Björnsdóttir fjallar um afnsk áhrif á myndlist 20. aldar og sérstaklega um þrjá helstu listamenn Mósambík. Þátttakendum á námskeiðinu verður boðið á opnun sýningarinnar Hlið sunnanvindsins frá Mósambík í Ráðhúsinu á Listahátíð og forkaupsréttur að frumsýningu Amlima, frá þjóðarballetti Togo í I REYKJAVIK Afríku á Listahátíð. 1BB8 Skráning: Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands Símar: 525 4923,-24 og -25. Fax: 525 4080. Tölvupóstur: endurm@rhi.hi.is. Heimasíða: www.hi.is/Endurm Holdleg sýn í Galleríi hár og list ELÍAS Hjörleifsson opnar myndlistarsýningu í Galleríi Hár og list, Strandgötu 39, Hafnarfirði, laugardaginn 21. mars kl. 14. Elías er sjálfmenntaður myndlistarmaður, fæddur í Hafnarfirði árið 1944. Hann var búsettur í Danmörku í 28 ár en fluttist til íslands 1989. Hann hefur haldið 25 einkasýningar, þar af tíu á íslandi og 15 í Danmörku. Auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum í Evr- ópu. 40-80% afsláttur Rýmingarsala á skóm I nokkra daga vegna flutnings fyrirtækisins í Kringluna Pafííns • Salamandep • Teva • Xampox • flcics • Hííke flfteotion • Mizunn • Saucnni * La Geir * Aheba * ol Komdu við í Lækjargötunni og gerðu frábær kaup. Opið mán.-fös. 10-18, laugardaga 10-16. & STOÐTÆKNI Gísli Ferdinandsson ehf Lækjargötu 4 • S: 55 1 47 1 1 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.