Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Er ekki allt í lag-i? TILEFNI þessa greinarstúfs er dómur sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Vestur- lands hinn 5. mars sl. Málsatvik eru í stuttu máli þau að í júni á síð- astliðnu sumri var fjög- urra ára stúlkubam beitt kynferðisofbeldi af frænda sínum og fjöl- skylduvini, sem gerði sér lítið fyrir og fór inn í hús íjölskyldunnar um miðja nótt án þess að neinn yrði hans var. Pað var 13 ára systir bams- ins sem vaknaði upp við hljóð úr herbergi litlu systur sinnar, hljóð sem hún lýsir þannig að það hafí verið „eins og rúm sláist upp við vegg“. Hún að- gætti málið og sá þá hvað var á seyði, maðurinn í samfarastelling- um ofan á telpunni og hafði í frammi samfarahreyfingar. Hún vakti móður sína þegar í stað og varð hún vitni að hinu sama og dótt- ir hennar. Foreldrar bamsins ráku manninn þegar í stað út af heim- ilinu og kærðu síðan málið. Pað eina sem haft er eftir manninum þegar að honum var komið voru orðin „hvað, er ekki allt í lagi?“. Það er afar sjaldgæft að vitni séu að atburð- um sem þessum. Kyn- ferðisofbeldi er alla jafna dulinn glæpur þar sem framburður fóm- arlamba má sín yfir- leitt lítils gegn neitun ofbeldismanna. I þessu máli eru vitni, framburður litlu stúlkunnar er skýr og vitnum ber vel saman. Þrátt fyrir þetta neitar ofbeldismaðurinn sakargiftum og viðhorf hans til glæpsins endur- speglast í orðum hans sem tilfærð vora hér að ofan og fyrirsögnin vís- ar til. Ég ætla hvorki að fara fleiri orðum um þennan hörmulega at- Guðrún Jónsdóttir Brúðhjón Allur borðbiinaður Glæsileg gjdfavara BrUöarhjöna listdr ý\Qrten:Á\\^ VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. burð né verja meira rými í umfjöll- un um hugarheim kynferðisofbeld- ismanna heldur víkja að viðbrögð- um kerfisins við þessum glæp. Akæravaldið kærir manninn fyrir brot á fyrstu málsgrein 202 gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19, 1940 með áorðnum breytingum laga nr. 40, 1992. Þessi málsgrein hegning- arlaga hljóðar svo: „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 14 ára, skal sæta fangelsi allt að 12 árum. Onnur kyn- ferðisleg áreitni varðar fangelsi allt að 4 árum.“ Dómararnir, sem era þrír, telja það ótvírætt sannað að maðurinn hafi brotið af sér skv. of- angreindri grein hegningarlaga, en þeir byggja dóm sinn á seinni setn- ingu málsgreinarinnar, þ.e. þeir telja að glæpurinn teljist kynferðis- Rannsóknir á afleiðing- um kynferðisofbeldis sýna, segir Guðrún Jónsdóttir, að þær birtast bæði í skamm- tíma og langtíma við- brögðum fórnarlamba og að afleiðingarnar eru alvarlegar. leg áreitni. Með þessum skilningi er ljóst að valin er mildari refsing skv. málsgreininni, enda varð niðurstaða dómaranna í samræmi við það. Maðurinn var dæmdur í 10 mánaða fangelsi, en er aðeins gert að af- plána 3 mánuði, 7 mánuðir era skil- orðsbundnir. Það er einkar fróðlegt að huga að hvað veldur svo mildum dómi á slíku glæpaverki. Ástæðurnar, sem tilgreindar eru í dómnum, era eftir- farandi: í fyrsta lagi álit og fram- burður félagsráðgjafa, sem fenginn var til að tala við barnið og fjöl- skyldu þess, en félagsráðgjafinn hitti barnið tvisvar. Þar kemur fram sú skoðun að ólíklegt sé að ofbeldis- verkið hafi varanleg áhrif á sálarlíf stúlkunnar. í öðru lagi að ofbeldis- manninum hafí ekki áður verið refs- að fyrir hegningarlagabrot. Og loks það að maðurinn hafi undanfarin misseri leitað sér aðstoðar sálfræð- ings. Er þá ekki allt í lagi? Ekki finnst mér það. Niðurstöður dómsins vekja hjá mér fleiri spurn- ingar en þær svara. Er allt í lagi að líta svo á að það að nota líkama barns til kynmaka sé minna brot en að nota leggöng, endaþarm eða munn þess? Er líklegt að barnið upplifi mun á þessu og að afleiðing- amar á sálarlíf þess verði hlutfalls- lega minni? Reynsla þolenda kyn- ferðisofbeldis styður ekki þá skoð- un. Það er ekki fyrst og fremst að- ferðin sem notuð er, sem veldur miskanum, heldur það að friðhelgi þolenda sem einstaklinga og traust þeirra á öðru fólki eru rofin. Er allt í lagi að treysta á það að mat sérfræðingsins, sem hitti bam- ið tvisvar, reynist rétt? Ég leyfi mér að setja spurningarmerki við að slíkt mat sé notað sem ástæða fyrir mildun refsingar og ofbeldismann- inum til málsbóta. Rannsóknir á af- leiðingum kynferðisofbeldis sýna að þær birtast bæði í skammtíma og langtíma viðbrögðum fórnarlamba og að afleiðingarnar eru alvarlegar. Það er t.d. algengt að fólk, sem beitt var kynferðisofbeldi á svipuðum aldri og umrætt barn, leiti löngu síðar aðstoðar vegna vanlíðunar og alvariegra afleiðinga ofbeldisins. Með fullri virðingu fyrir mati sér- fræðinga verður að líta til rann- sókna og reynslu þolenda sjálfra af afleiðingum kynferðisofbeldis þegar dómar ei-u felldir í þessum málum. Er allt í lagi að meta það ofbeldis- manni til málsbóta að hann hefur leitað sér aðstoðar sálfræðings? Hvað koma viðtöl hjá sálfræðingi því við þegar ákvörðun er tekin um refsingu glæpa? Gildir það til refsi- lækkunar um öll hegningarlagbrot? Ef svo er þurfum við varla miklu lengur á refsivörslukerfi að halda. Þá er það kjörin leið íýrir alla af- brotamenn að vísa til þess fyrir dómi að þeir séu í viðtölum hjá sál- fræðingi og þar með geti þeir reikn- að með að hljóta vægan dóm. I þessu máli er það einnig athygl- isvert að dómurinn hefur ekki einu sinni, að því er séð verður, gengið úr skugga um eðli eða árangur sál- fræðiviðtalanna. Ekki geta það heldur talist meðmæli með um- ræddri meðferð að ofbeldismaður- inn neitar enn sök fyrir dómi, þótt meðferð hafi staðið undanfarin misseri. I ljósi þessa dóms og annarra læðist að mér sá granur að dómara- stéttin líti ekki á kynferðisbrot sem „alvöru" brot heldur fyi'st og fremst sem sálrænt vandamál þeirra sem það fremja og á því megi ráða bót með vikulegum sálfræðiviðtölum úti í bæ, jafnvel þótt þau leiði ekki einu sinni til þess að brotamaðurinn við- urkenni brot sitt. Allt það sem vitað er um kynferðisofbeldi í dag mælir gegn þessari skoðun. Óháðar er- lendar rannsóknir á sálrænni með- ferð kynferðisofbeldismanna hafa ekki sýnt fram á að slík meðferð beri árangur. Orsaka þessara brota er fyrst og fremst að leita í valda- mismun brotamanns og fómar- lambs hans og þeirra viðhorfa sem endurspeglast svo greinilega í orð- um þessa ofbeldismanns; „hvað, er ekki allt í lagi?“. Kynferðisofbeldi, í hvað mynd sem það birtist, er „al- vöru“ brot, það er hvorki einkamál þolenda né ofbeldismanna. Kyn- ferðisofbeldi er samfélagslegt vandamál, sem ekki verður útrýmt með sálfræðiviðtölum. Það þarf meira til. Höfundur er doktor í félagsráðgjöf og starfar á Stígamótum. Hrönn Marinósdóttir og Gunnar Hersveinn fjalla m.a um forvarnarstarf í Bústaðahverfi. Daglegt líf í blaðinu á föstudaginn. Stemmningm verður kannski svipuð og ' x í litlu,þorpi.v.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.