Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 35
SJONMENNTAVETTVANGUR
MEÐAL margra furða á Náttúrusögusafninu var þetta meistaraverk
hafdjúpanna, minnir á kafbát með ratsjám.
ÞJÓÐLISTASAFNIÐ í Prag tveim árum eftir byggingu þess.
ÞAÐ getur verið fagurt að b'ta
yfir Moldá í morgunsárið.
kominn inn í leikfangasafn, er var
líkast markaði í uppsetningu og
skorti nokkuð á stemmningu og
húmor. Aðalsöfnin eru staðsett í
klaustri heilags Georgs, sem Bo-
leslav II lagði gi-unn að 973, og
Sternberg-höllinni, heitin í höfuðið
á aðalsmanninum Frans Josef
Sternberg, sem stofnaði félag þjóð-
ernislega sinnaðra listvina í Bæ-
heimi 1786. Aðrir aðalsmenn lán-
uðu gjarnan merkustu verk sín til
félagsins sem hafði aðsetur í höll-
inni, og fyrir seinni heimsstyrjöld-
ina varð safnið ríkiseign. Bæði eru
á köflum opinberun hvor á sinn
hátt, hið fyrra hýsir tékkneska list
frá gotík til endurreisnar- og bar-
rokktímabilsins, en hitt evrópska
list fram á þessa öld. Nokkur upp-
stokkun og flutningur á sér stað
svo ekki var aðgangur að öllu sem
Sternberg-safnið hefur að geyma.
Sökum þess að ég hafði verið á
leiðinni tíl Vínarborgar skoðaði ég
mjög vel eign safnsins á málverk-
um Brueghel-feðganna, en í Vín
var einstök sýning á þeim nýopnuð
á Listasögusafninu, stendur til 14.
apríl. Frétti af gífurlegri aðsókn og
löngum biðröðum, svo ég hætti við
fór, tími naumur og gæfulegra að
einbeita sér að því sem maður
þekkir minna til. Vegna umræðu
um myndfalsanir má koma fram,
að Vínarbúar eni sagðir skemmta
sér við að geta sér til hvað sé raun-
verulega eftir Jan eldri, en hvað
synir hans tveir, Pieter og Jan
yngiá, máluðu og merktu honum!
Sjálfir voru þeir frábærir málarar
en pabbinn til muna nafnkenndari
og verðmætari. Veletrzní-höll, sem
lengstum var kaupstefnuhöll og
tímamótabygging í nútíma arki-
tektúr er hún var byggð á árunum
1925-28, en lenti í bruna 1974 og
var endurbyggð sem nútímasafn,
auk þess að hýsa hluta af Stem-
berg-safninu. Hönnuð af Oldrich
Tyl og Josef Fuchs og afar nútíma-
leg enn þann dag í dag, og þótt
ótrúlegt sé nær byggingin yfir
stærri samanlagðan gólfflöt en
nokkurt annað núlistasafn í Evr-
ópu, eða 25.000 fermetra! Safnið,
sem lauk upp dyram sínum í des-
ember 1995, er afar fínt og vel að
því búið en virðist enn í mótun, að-
koman ásamt jarðhæðinni allri
nokkuð hrá, en á framtíðina fyrir
sér. Efnahagsþrengingar hafa ekki
hindrað að Tékkar rækti þessa hlið
þjóðmenningar sinnar, frekar en
t.d. Spánverjar. I safninu er saman
komið mikið úi-val tékkneskrar og
evrópskrar nútímalistar og tekur
eðlilega drjúgan tíma að fara yfir
það allt. Merkja má í sumum verk-
anna afar skyld áhrif frá franskri
list og bregður fyrir í íslenzku mál-
verki á öldinni. Eftir að hafa heim-
sótt öll þessi söfn í Prag á hraðferð
hafði ég á tilfinningunni, að inn-
lendir listamenn hefðu mátt rækta
betur sína ríku bæheimsku arfleifð
og yfirfæra á nútímann. Það kom
sjálfum mér mjög á óvart eftir
skoðun safnsins, að minnisstæð-
ustu málverkin reyndust borgar-
myndir frá Prag eftir Oscar Ko-
koschka. Hins vegar er hin tékk-
nesk-austurríska grein æskustíls-
ins, Jugendstil/ Art Nouveau, sér á
báti og mjög í stíl við fortíðina.
Þetta snýst ekki
um kvikmyndagerð
KVIKMYNPIR
Laugarásbfö
DJARFAR NÆTUR
„BOOGIE NIGHTS" irtck
Leikstjóri, framleiðandi og handrits-
höfundur: Paul Thomas Anderson.
Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Burt
Reynolds, Julianne Moore, Heather
Graham. 1997.
BANDARÍSKA bíómyndin Djarf-
ar nætur eða „Boogie Nights“ er
ópus hins unga leikstjóra og hand-
ritshöfundar Paul Thomas Ander-
son um klámiðnaðinn vestra á
diskótímanum, um það bil sem iðn-
aðurinn var að verða verulega
ábatasamur með tilkomu mynd-
bandatækninnar og áður en eyðni
kom til sögunnar. Myndin er næst-
um því epísk að umfangi og fylgir
risi og falli einnar af klámstjörnum
tímabilsins og liðinu sem hann
kynnist, sem margt er skrautlegt.
Aðalpersónan er ungur strákur
sem fer að heiman (sagt er að sag-
an byggi að einhverju leyti á ævi
klámriddarans John Holmes) þegar
hann kynnist klámmyndaframleið-
anda sem lofar honum gulli og
grænum skógum leiki hann í mynd-
um hans. Stráksi fær nýtt nafn, hið
flugbeitta Dirk Diggler, og vinnur
til verðlauna iðnaðarins fyrir
bólfimi sína en ekki síður leik. Allir
fá einhverja guðsgjöf úr að spila,
segh- hann og í hans tilfelli er það
risastór drellir.
Anderson filmar sögu klám-
stjörnunnar og klámiðnaðarins á
þessu tímabili með töluverðum
bravúr. Hann notar mikið hand-
helda myndavél er gerir myndatök-
una mjög hreyfanlega og skapar
gott flæði sem undirstrikað er með
Sýningum
lýkur
Norræna húsið
SÝNINGUNNI Non-ænt ljós og
myrkur lýkur sunnudaginn 22.
mars.
Sýningin er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 14-18.
Gallerí Stöðlakot
Sýningu Steindóru Bergþórsdótt-
ur á glerlist lýkur sunnudaginn 22.
mars.
Galleríið er opið daglega frá kl.
14-18.
---------------
Nýjar bækur
• HEILSUFRÆÐI heimilanna -
hollráð við algengum kvillum er í
samantekt Gísla Ragnarssonar.
Þetta er uppflettirit fyrir almenning
um einföld en holl ráð sem duga
gegn fjölda algengra sjúkdóma og
kvilla. Byggt er á nýjustu sérfræði-
ritum, jafnt innlendum sem erlend-
um. Bókin nær yfir víðtækt svið,
þar sem m.a. eru ráðleggingar varð-
andi næringu, tannhirðu og hrein-
læti, auk ýmissa ráða sem lúta að
forvörnum í heilsugæslu. Ekki eru í
bókinni neinar kraftaverkalækning-
ar eða úrræði sem koma í stað hefð-
bundinnar læknismeðferðar, segir í
fréttatilkjmningu, heldur traust ráð
sem hægt er að nýta við eigin
heilsugæslu.
Gísli Ragnarsson hefur m.a. áður
gefið út bækur um heilbrigðisfræði
og lífræna efnafræði auk þess sem
hann hefur ritað greinar um heil-
brigðismál í innlend og erlend tíma-
rit.
Útgefandi er IÐNÚ hókaútgáfa
og er bókin 348 bls. Verð: 3.250 kr.
tónlist. Tökurnar eru oft langar og
flóknar og hann brúkar víxlklipp-
ingar frá einum atburði á annan
með góðum árangri. Þetta er ekk-
ert sem Martin Scorsese eða Qu-
entin Tarantino hafa ekki gert áður
(og myndin verður reyndar eins og
Tarantinomynd á tímabili) en And-
erson nýtir sér vel upptökutæknina
til þess að skapa frásagnarstíl sem
fellur að viðfangsefninu og setur í
einn ólgandi hræripott diskóið,
klámið, dópið, ofbeldið, drauma og
vonbrigði svo úr verður næsta vold-
ug kvikmynd, gráglettin, írónísk og
á einhvern hátt döpur. Viðfangsefn-
ið gerir myndina að sjálfsögðu
klámfengna en Anderson kemst hjá
því að gera hana ómerkilega.
Hún er í hjarta sínu um ameríska
drauminn og er að því leytinu ákaf-
lega mannleg og sorgleg. Hún er
um mann sem þráir frægð og frama
og klámiðnaðurinn er eins góð leið
upp til stjarnanna og hver önnur.
Þetta er sami heimurinn og við
þekkjum úr glanstímaritunum en
samt eins konar undirveröld. Þarna
er lélegur leikur, hræðileg handrit,
afleit leikstjórn, skelfileg fram-
leiðsla, stjörnur með mikil-
mennskubrálæði, vondir aukaleik-
arar, ríkidæmi og glamúr, hei, al-
veg eins og í alvöru bíómyndunum.
Anderson gerir sér far um að lýsa
fólkinu á bak við klámiðnaðinn og
búa til úr því sögur á mannlegum
nótum og gera það hversdagslegt;
allir vita að þeir geta ekki staðið í
þessari vitleysu að eilífu en þeir
eiga erfitt með að smella aftur inn í
samfélagið með klámið á bakinu.
Það er líka ákveðin kaldhæðni
fólgin í klámmyndagerðinni, sem
Anderson gerir sér fínlega mat úr.
Klámmyndaframleiðandinn Jack
Horner, sem Burt Reynolds leikur
og hefur ekki verið betri í langan
tíma, dreymir um að búa til alvöru
bíómynd úr klámmyndinni og
finnst honum hafa tekist það með
Dirk Diggler í myndaseríu um kná-
an lögreglumann sem einnig er
ofsalegur kvennamaður; Horner er
svo hreykinn að hann næstum því
viknar. Anderson sýnir okkur brot
úr meistarastykkinu og við sjáum
að Horner er verri en Ed Woods og
maður fær hálfgerða samúð með
bjánanum. Ef það er eitthvað sem
myndin sýnir þá er það þetta:
Klámið er iðnaður hinna hæfileika-
lausu. Eða eins og einn þeirra segir
við Horner hinn metnaðarfulla:
Vinur, þetta snýst ekki um kvik-
myndagerð.
Leikur er allur hinn besti. Mark
Wahlberg, sem leikur Dirk Diggler,
gerir það af miklum sannfæringar-
krafti, Julianne Moore er stórkost-
lega á skjön sem klámdrottningin
mikla sem fer um sviðið eins og
keisaraynja um lastabæli sitt,
Reynolds hefur ekki verið betri í
langan tíma eins og áður sagði og
tekst að gera bæði mannvin og
drulluhala úr sama manninum og
Heather Graham er fín sem hjóla-
skautastúlkan, eitt af vörumerkjum
Hornermyndanna. William H.
Maey kemur fram í litlu hlutverki
kokkálaðs eiginmanns og stelur
senunni í hvert skipti eins og maga-
sár í framan.
Anderson hefur gert góða bíó-
mynd úr sögu klámstjörnunnar og
lýsingu á klámiðnaðinum. Hún er
að vísu of löng og hann skautar svo-
lítið frá aðalefninu þegar Tar-
antinotaktarnir taka völdin en það
er minniháttar mál. Það er fengur
að myndinni því hún er fyrst og
fremst um raunir og sigra ósköp
venjulegs fólks, sem bara vill svo til
að gerir klámmyndir.
Arnaldur Indriðason
Sértllboð tíl
Costa del Sol
14. apríl, 4 vikur
frá 43.575
Verð kr.
Verð kr.
Við höfum nú tryggt okkur
viðbótargistingu á Costa del Sol í
vorferðina 14. apríl á hreint
frábæru verði. Sunny Beach, fal-
legt, lítið íbúðarhótel við hliðina á
hinum þekkta Benal Beach gisti-
stað. Studioíbúðir með eldhúsi,
baði, svölum, fallegum garði og
móttöku sem er opin allan sólar-
hringinn. Veðrið í apríl og maí á
Costa del Sol er eins og best verður
á kosið og þú nýtur þjónustu farar-
stjóra Heimsferða allan tímann.
43.575
M.v. hjón með bam, Sunny Beach.
4 vikur, 14. apríl.
49.960
M.v. 2 í studio, Sunny Beach,
28 nætur, 14. apríl.
Austurstræti 17, 2. hæð
sími 562 4600