Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 47t
Kyrrstaða
starfsmennta-
mála
HÉR Á landi ríkir sjálfhelda í
staiTs- og símenntamálum á vinnu-
mai-kaði. Stéttarfélögin hafa sett
fram kröfur um að launafólk geti
stundað starfs- og símenntanám með
stai-fi. Atvinnurekendur eru með þá
gagnkröfu, að þeim beri einungis að
senda þá starfsmenn sína á nám-
skeið, sem þeir telja að þurfí aukna
starfsmenntun og þá á námskeið
sem atvinnurekandinn velur.
Þetta er ein helsta ástæða þess
hversu lítið hefur miðað í þessum
málum. Stjórnendur fyiú-tækja eru
oft íhaldssamir, endm-skipuleggja
ekki eða sækja ekki í ný verkefni
fyrr en staðið er á barmi gjaldþrots.
Þá er rokið tO og nýtt starfsfólk ráð-
ið eða gerður samningur við undir-
verktaka. Eldra staifsfólk er rekið á
dyr í skjóli hagræðingar og bilið milli
þess betur menntaða og þess sem
litla menntun hefur vex. Oft heyrist
það viðhorf atvinnurekenda, að þeir
hafi nú einungis gagnfræðapróf og
sjái ekki nauðsyn þess að starfsfólkið
hafí meiri menntun.
Þróunin í heiminum
Þróunin í kringum okkur byggist á
stai-fsmannastefnu, sem fyrirtækin
hafa verið að taka upp með góðum
árangri. Grundvöllur hennar er að
fyrirtækið sé einskis virði án starfs-
manna og lítils virði án góðra starfs-
manna. Það sé ávinningur vilji starfs-
menn sækja sér aukna menntun.
Aukin þekking starfsmanna leiði til
þess að fyrirtækið geti boðið við-
skiptavinum sínum betri þjónustu,
tekið að sér ný verkefni eða tileinkað
sér nýja tækni. Aukin þekking starfs-
manns skapi möguleika til hagræð-
ingar, framleiðniaukningai' eða jafn-
vel nýrrar framleiðslu. Helsti grund-
völlur velgengni fyrh'tækja er ánægt
starfsfólk. Fólk sem hefíu- góða
sjálfsímynd og sveigjanleika til þess
að takast á við ný verkefni. Það gilda
sömu reglur 1 atvinnulífinu og í
íþróttum; fyrirtækið með best þjálf-
aða starfsfólkið sigi'ar.
Þessi starfsmannastefna virðist
ekki hafa náð til Islands. Við verðum
ítrekað vitni að því þessa dagana
hvernig forsvarsmenn atvinnurek-
endasamtakanna með Verzlunarráð í
broddi fylkingar berjast gegn þróun-
inni í Evrópu með því að standa gegn
staðfestingu laga og reglugerða, sem
búið er að staðfesta í löndunum í
kringum okkur. Með því er viðhaldið
því réttindaleysi sem launþegar og
Eldra starfsfólk, segír
Guðmundur Gunnars-
son, er rekið á dyr í
skjóli hagræðingar.
neytendur hér á landi búa við og því
afturhaldi sem þessi samtök berjast
fyrir, sem er helsta ástæða þess
hversu lítið miðar í þróun starfs-
mannamála.
Hvað á að gera?
Stjórnendm’ og starfsmenn at-
vinnurekendasamtaka beina ætíð
sjónum að starfsfólkinu á gólfínu þeg-
ar verið er að skoða hvað betur megi
fara. Stjómunaraðferðir og fram-
leiðslutækni eru sjaldnast skoðaðar
nægilega vel. Á vinnumarkaði í ná-
grannalöndunum er
stjórnunarlögum í fyrir-
tækjum fækkað og
starfsfólkið á gólfinu
hvatt til að sækja aukna
starfsmenntun. Islenskt
starfsfólk hefur margoft
sýnt það á alþjóðavett-
vangi að það stendur sig
vel. Helsta ástæða þess
að íslenskum fyrirtækj-
um gengur ekki vel er
hversu illa þeim er
stjórnað.
Stjómvöld þurfa að
hafa dug og vilja til að
þvinga aðila á vinnu-
markaði af rangri braut
með ákvörðunartöku um
að launþegar geti varið
ákveðnum hluta af starfstíma sínum á
hverju ári til þess að sækja sér aukna
menntun innan síns starfsgeii'a án af-
skipta atvinnurekenda. Setja þaif
markmið og skilgreina hvert við ætl-
um. Þá fyrst er hægt að kanna hvað
þarf að gera til að komast þangað.
Víða er ríkjandi það viðhorf að leggja
eigi niður löggiltar iðngreinar og búta
þær í stuttar starfsmenntabrauth'.
Spyi'ja má hvort það sé til hagsbóta
fyrir fólk í atvinnulífinu, sem ekki
hefur aflað sér fullgildra réttinda, að
rífa niður þau markmið sem það hef-
ur til þess að stefna að. I námi verða
að vera ákveðin markmið, séu þau
ekki til staðar hverfur hvatinn til
námsins og tilgangur þess að leggja
eitthvað á sig.
Skipulag og kjarasamningar
Breyta þai-f skipulagi verkalýðs-
hreyfingarinnar og mynda heildstæð
starfsgreinasambönd, eins og t.d. í
heilbrigðisgeira, kennslugeira, málm-
iðnaðai'geira og þannig mætti áfram
telja. Sameina þarf heildarsamtök
launþega og samtök sem standa utan
heildarsamtaka með þessu fyrir-
komulagi. Skipuleggja á heildstætt
starfsmenntanám í viðkomandi
starfsgeira frá fyrsta námskeiði til
háskólanáms. Þessu kerfi á að
stjórna bæði af faglærðum og þeim
sem ekki hafa lokið fullgildu námi
ásamt atvinnurekendum í geiranum.
Með þessu móti væri
komið í veg fyrir tví-
verknað og opnaðar
margar dyr fyrir fólk
með litla menntun. Við
getum ímyndað okkur
hvað hægt væri að gera í
heilbrigðisgeiranum eða
t.d. í máhniðnaðargeir-
anum ef vélvirkjar, vél-
stjórar, aðstoðarmenn í
vélsmiðjum og aðrh'
málmiðnaðarmenn væru
í einu sambandi og allt
nám innan geirans væri
skipulagt sem ein heild.
Þeh sem ekki hafa
lokið fullgildu námi geta
með námskeiðssókn sótt
sér hluta af heildstæðu
námi og stefnt að því að afla sér viður-
kenndra starfsréttinda. Þai' sem
þetta fyrirkomulag ríkir er brottfall
úr framhaldsskóla ekki vandamál.
Einstaklingur sem hverfur frá óloknu
námi út í atvinnulífið uppfyllir þarfir
þess fyrir starfsfólk með stutta starfs-
menntun. Menntun hans nýtist og
hann getur sótt sérhæfð námskeið á
sínu starfssviði. Viðkomandi einstak-
lingur getur svo hvenær sem er tekið
upp þráðinn og lokið fullgildu námi.
Ef fyrirtækið vill senda stai'fs-
mann sinn í sérstakt nám til þess að .
afla sér ákveðinnar þekkingar í þágu
fyrirtækisins er það óviðkomandi
þeirri námskeiðssókn sem starfsj
maðurinn á sjálfur að geta ákveðið. í
sumum kjarasamningum eru ákvæði
sem heimila starfsmönnum að sækja
fagtengd eftirmenntunarnámskeið í
starfsgeiranum. T.d. með þvi að þeir
geti ái'lega varið ákveðnum fjöida
dagvinnustunda í starfsmenntun án
skerðingai’ á fóstum launum, þó
gegn jafnmiklu framlagi af frítíma.
Framleiðni hér á landi er lítil og
menntastig ekki eins gott og við höf-
um haldið fram. Þetta er helsta
ástæða þess að laun hér ei-u lægri en
annars staðar. Við eigum ekki að
sætta okkur við þetta, en það er svo
einkennilegt að stjórnvöld virðast
standa með atvinnurekendum í að
viðhalda þessari stöðu.
Höfundur er formaður Itafíðnnðnr-
sambands íslands.
Frá sjálfstæði til
í Linsunni starfar sérmenntaö
fólk sem veitir þér faglega
réógjöf og þjónustu viö val
á réttum linsum. Augun þ1n
eiga þaö skiliö aö þú gerir
kröfur.
Guðmundur
Gunnarsson
ráðsljórnar
ÞAÐ ER alkunn stað-
reynd að vitneskja um
eignarhald jarða er höf-
uðforsenda þess að geta
skdlið samfélög og sögu
liðinna alda. Hér á landi
tíðkaðist það ábúðar-
foi-m að leigja jarðir og
hlunnindi, sem voru
ásamt fiski í sjó og vötn-
um auðlindir íbúa lands-
ins. Árið 1702 töldust
leiguliðar 95,1%, sjálfs-
eignarbændur 4,9%.
Hlutfallsleg skipting
jarðeigna, 1695-97: Land-
eigendur 47,1%, ldrlqu-
jarðh' 34,8%, konungs-
jarðir og ríkis 18,2%.
Efnaðir landeigend-
ur, kirkja og konungur áttu megin-
hluta jarða og „auðlinda" landsins og
leigðu þessar eignir leiguliðum, þ.e.
bændum, gegn ákveðnu afgjaldi og
ásamt leigum eftir leigupening, búfé.
- Heimild um hlutfallstölur: Hag-
skinna, Hagstofa íslands 1997.
Þegar líður á 18. öld tekur kenn-
inga búauðgistefnunnar að gæta og
þar með þeirra skoðana, að efla beri
sjálfseignai'búskap. Síðan opnar upp-
lýsingin ný viðhorf með kröfum um
rétt hvers og eins til persónufrelsis
og séreigna. Þessi stefna kom skýrt
fram í sjálfstæðisyfirlýsingu Banda-
ríkjanna og mannréttindayfirlýsing-
unni frönsku. Afleiðingin varð meiri
dreifing jarðeigna á fleiri hendur,
sjálfseignarbændum fjölgai' og sér-
eignarrétturinn er talinn grundvöllur
hagsældar, framtak einstaklinganna
og full yfin-áð þeirra yfir jarðeignum,
framleiðslutækjum og „auðlindum".
Séreignarréttur var og er samof-
inn persónufrelsi. Eigið val og hugvit
hvers og eins er lögverndað í öllum
þeim ríkjum, sem byggja á vestræn-
um manngildisarfi. Afskipti og for-
sjárhyggja ríkisvaldsins hefur orðið
hemill á hagsæld og
hugkvæmni og leitt til
samfélagsforma sem
hafa haft hörmulegar
afleiðingar. Þessi sam-
félagsform voru og eru
oftast kennd við sósial-
isma - sameignarstefnu
þjóðnýtingar og ríkis-
einokunai' ásamt and-
legri foi’pokun.
1702 var framleiðslu-
geta á lífsnauðsynjum
mjög takmörkuð og lífs-
kjör eftir því. Leiguliðar
voru 95% bænda, aðal-
atvinnuvegur var land-
búnaður, - fiskveiðar og
nýting hlunninda auka-
greinar. Nú 1998 eru
flesth’ bændur sjálfseignai’bændur
og verkaskipting allt önnur. Fisk-
veiðar eru nú grundvöllur mannlífs
Séreignarréttur, segir
Siglaugnr Brynleifs-
son, var og er samofinn
persónufrelsi.
hér á landi og rekstm- beggja bjarg-
ræðisvega er í höndum einstaklinga
sem „eiga“ jarðimar og þau tæki sem
þai’f til þess að afla sjávarfangs.
Einkaeign, einkaframtak og hugvit
og persónufrelsi allra landsmanna til
framkvæmda og eigna er gi’undvöll-
ur þess samfélagsforms sem lands-
menn hafa hingað til búið við og er
bundinn í lögum. Jarðeignh’ landsins
skiptast á milli um fjögur þúsund
bænda og eiga þær jarðir viss rétt-
indi til nota „almenninga" sem liggja
að eða eru hluti öræfa og hálendis
landsins. Öll hlunnindi sem fylgja
þessum jarðeignum eru þar með eign
jarðeigenda, þai’ með talið jarðvai’mi,
vötn og ár. Sama er að segja um sjó-
menn og útgerðarmenn, sem teljast
um fjögur þúsund, þeirra er aflinn
sem úr sjó fæst. Aukin verkaskipting
og þekking hefur orðið aflvaki til
framtaks í raunvísindum og er Is-
lensk erfðagreining nýjasta dæmið
úr þeim geira.
Grundvöllm- þjóðfélagsins er sjálf-
ræði einstaklinganna, en undanfarin
misseri hafa komið fram kröfur um
„þjóðareign" á landi og sjávarafla og
auðlindagjald. Hugtakið þjóðareign
er ekki til sem lagahugtak, en þýðh-
þjóðnýting og þar með ríkiseign, og
næðu þær áætlanir og tillögur fram
að ganga yrði grundvöllur siðaðs
samfélagsforms hér á landi, sem
byggist á séreignaiTétti og þar með
persónufrelsi, rústaður. Þeh’ sem
hæst geipa um „þjóðareign“ ei-u
nokkrir júristar og hagfræðingar
ásamt sameignarsinnuðum pólitíkus-
um, sem sjá „ráðstjómina“, sína ráð-
stjórn, í hillingum. Þeh’ fjasa um að
hneykslanlegt sé að „nokkrir hrepp-
ar eigi meginhluta hátendisins" og
krefjast sameignar- og auðlinda-
gjalds af þeim sem nota aldagamlan
rétt sinn til „almenninganna". Það
liggur beint við að ef þær tillögur
sem nú eru bornar fram öðlast laga-
gildi er um hreina upptöku að ræða,
sama gildir um „auðlindagjald" í
sjávarútvegi. Næsta ski’efið yrði
„auðlindagjald“ á aðrar atvinnu-
gi-einar, sem skapa arð, verslun og
iðnað. Tilgangurinn er að komast yfir
eignir einstaklinga og koma á ríkis-
reknum atvinnuvegum og miðstýr-
ingu.
Þar með yrðu leiguliðarnir ekki
95,1% heldur 100%, þ.e. öll þjóðin, og
þau ríkisþý hefðu ekkert val. Örlög
þeirra yrðu ámóta og þeirra þjóða
sem verst voru og eru leiknar af fé-
lagshyggjustefnum 20. aldar.
Höfundur er rithöfundur.
Siglaugur
Brynleifsson
UNSAN
A ð a I s t r æ t i 9
slmi 551 5055
Helena Rubinstein
Kynning í dag
og á morgun.
Helena Rubinstein
kaupaukamir svíkja
engan
Spectacular Make-up
er nýr smitfrír, mattur farði
sem situr vel og lengi á húðinni.
Hann veitir þægindi og
húðin helst mjúk.
H Y G E A
önyrtivöruverdlun
Austurstræti 16
sími 511 4511