Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Samgönguráðherra í utandagskrárumræðu um
lagningu B orgarfj arðarbrautar
Vegagerðin getur lagt
bundið slitlag á veginn
eins og hann er nú
Morgunblaðið/Ámi Sseberg
JÓN Kjartansson, bóndi á Stóra-Kroppi, var mættur á áheyrendapalla
Alþingis í gær og fylgdist grannt með utandagskrárumræðu um
vegstæði Bo rgarfj arð arbrautar.
GUÐMUNDUR Bjarnason um-
hverfisráðherra sagði í utandag-
skrárumræðu á Alþingi í gær um
legu Borgarfjarðarbrautar að hann
hefði ekki getað annað samkvæmt
ráðleggingum sinna sérfræðinga
en að samþykkja svæðisskipulag
norðan Skarðsheiðar 1997-2017
eins og nefnd fimm sveitarfélaga
hefði lagt til, en á sama tíma
frestað staðfestingu á vegstæði
Borgarfjarðarbrautar milli Flóka-
dalsár og Kleppjámsreykja. Ráð-
herra tók jafnframt undir gagmýni
Gísla S. Einarssonar, þingflokki
jafnaðarmanna, um að það væri
mjög slæmt að
framkvæmdir að
lagningu Borgar-
fjarðarbrautar
skyldu dragast
úr hófi fram. Taf-
irnar væru þó
ekki skipulagsyf-
ii’völdum að
kenna heldur
mætti fyrst og
fremst rekja þær
til þeirra deilna sem hefðu verið
um lagningu vegarins heima í hér-
aði.
Magnús Stefánsson, þingmaður
Framsóknarflokks, tók undir orð
ráðherra og sagði að það hefði ver-
ið eðlileg niðurstaða að fresta stað-
festingu á vegstæðinu milli Flóka-
dalsár og Kleppjámsreykja í sam-
ræmi við tillögu samvinnunefndar
sveitarfélaganna og vísa málinu
þar með heim í hérað. Sturla
Böðvarsson, þingmaður Sjálfstæð-
isflokks, gagnrýndi hins vegar um-
rædda niðurstöðu umhverfisráð-
herra og benti á að þar með hefði
ráðherra ekki staðfest svokallaða
sáttaleið, sem löglega kjörin sveit-
arstjóm hefði samþykkt, sem og
Vegagerðin, Skipulagsstjóm ríkis-
ins og meirihluti þingmanna kjör-
dæmisins. Sagði Sturla aðeins eina
leið vera til lausnar á þessu máli.
Hún væri sú að umhverfisráðherra
staðfesti það skipulag sem fæli í
sér svokallaða sáttaleið.
í máli Halldórs Blöndal sam-
gönguráðherra kom einnig fram að
hann teldi að fyrrgreind sáttaleið
væri raunhæf og sanngjöm. Hún
væri tæknilega fullnægjandi og
ekki það dýr að ástæða væri til
þess að horfa sérstaklega til þess.
Málshefjandi, Gísli S. Einarsson,
þingflokki jafnaðarmanna, sagði í
upphafi máls síns að í þrjú og hálft
ár hefði staðið yfir þref og þjark
um veglagningu Borgaríjarðar-
brautar milli Flókadalsár og
Kleppjámsreykja. „An þess að lýsa
ítarlega þeim innansveitarátökum
og þjáningum sem þetta mál hefur
valdið í samfélaginu Reykholts-
dalshreppi verður að segja að
stjómsýsluaðfarir eru með hrein-
um ólíkindum," sagði Gísli. „Til
þess að koma Vegagerðinni til að
skoða aðra möguleika á veglínu
varð hæstvirtur samgönguráð-
herra að gefa fyrirskipun þar að
lútandi og virtist vera víðtæk sátt
um þá tillögu, þ.e. leið 3a sem unn-
in var af verkfræðistofunni Hönn-
un hf.“ Gísli benti jafnframt á að
sveitarstjórn Reykholtsdalshrepps,
Vegagerðin, Skipulagsstjóri ríkis-
ins, umhverfisráðherra, þingmenn
Vesturlands og Skipulagsstjóm
ríkisins hefðu samþykkt tillöguna.
Þrátt fyrir það hefði umhverfisráð-
herra ákveðið að ráði skipulags-
stofnunar að setja málið á byrjun-
arreit með því að vísa því aftur
heim í hérað.
Gísli skoraði því næst á umhverf-
isráðhen-a að draga úrskurð sinn í
málinu til baka spurði m.a. hvort
viðunandi væri fyrir æðsta vald
samgöngumála að stjómsýslukerf-
ið gæti á þennan hátt komið í veg
fyrir vegabætur.
Veglína dregin um
blómlega byggð
Guðmundur Bjamason umhverf-
isráðhema rakti í máli sínu ein-
staka þætti málsins og lagði
áherslu á að málsmeðferð skipu-
lagsyfírvalda
hefði verið með
eðlilegum hætti.
Málið hefði ekki
verið stöðvað
eða tafið af
skipulagsyfir-
völdum heldur
mætti rekja
ástæðu tafanna
til ágreinings
heima í héraði.
Ráðherra kvaðst ennfremur hafa
farið að ráðleggingum þeima ráð-
gjafa sem um þessi mál fjölluðu og
að það væri framkvæmdaaðilanna
sjálfra og þeima sem um slík mál
fjölluðu að komast að niðurstöðu
um það hvar vegurinn verði lagður.
Sturla Böðvarsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, sagði að þegar
byrjað var að skipuleggja Borgar-
fjarðarbraut hefðu vegagerðar-
hönnuðir dregið upp veglínu um
blómlega byggð og ekki gert ráð
fyrir því að þar væri fyrir fólk með
bú sín og vilja til að efla landbúnað-
inn. „Meirihluti sveitarstjórnar
Reykholtsdals sem lögum sam-
kvæmt fer með skipulagsmál í
sveitarfélaginu gat ekki fallist á
áform Vegagerðarinnar. I ljósi
þess beittum við þingmenn kjör-
dæmisins okkur fyrir því í ársbyrj-
un 1996 að hæstvirtur samgöngu-
ráðhema Halldór Blöndal fengi
ótengdan aðila til að skoða þetta
mál. Virtur lögfræðingur benti á að
meðalhófsreglu stjómsýslulaga
væri ekki gætt með því að velja
þessa veglínu ef um aðra jafngóða
leið var að ræða og því hæpið að
leggja veg um tún og engi og kljúfa
jarðir.“ Sagði Sturla að því hefði
orðið úr að leita annama kosta og
að óháður hönnuður þekktrar
verkfræðistofu hefði lagt til svo-
kallaða sáttaleið, sem löglega kjör-
in sveitarstjóm hefði samþykkt og
væri tilbúin til þess að afgreiða
með flýtimeðferð. Síðar í umræð-
unni kvaðst Sturla telja að það
vantaði hvorki skipulagsvinnu,
rannsóknir, né undirbúning í þessu
máli heldur þyrfti að taka ákvörð-
un til að leysa þetta mál og ósann-
gjamt væri að vísa málinu aftur
heim í hérað.
Vegagerðin farin að borga
himinhá gjöld
Halldór Blöndal samgönguráð-
hema sagði m.a. að deilumar í
Borgarfirði hefðu komið sér mjög á
óvart vegna þess að hann teldi
sáttatillöguna raunhæfa. Ennfrem-
ur tók hann undir það sjónarmið að
það myndi valda miklu óhagræði
fyrir bóndann á Stóra-Rroppi ef
vegur yrði lagður fyrir neðan
Stóra-Kropp. „Þess vegna kemur
mér mjög á óvart að ekki skuli hafa
náðst samkomulag í sveitinni um
sáttaleiðina og líka það að bændur
ALÞINGI
GÍSLI S. Einarsson málshefjandi sagði að í þrjú og hálft ár hefði staðið yfir þref og þjark um veglagningu
Borgaríjarðarbrautar milli Flókadalsár og Kleppjárnsreykja.
uppi í Borgarfirði hafi það fyrir sér-
stakt keppikefli og markmið að
vegir að óþörfu séu lagðir yfir tún
og lendur nágrannabænda," sagði
samgönguráðhema.
Samgönguráðhema sagði enn-
fremur að hann sæi því ekkert til
fyrirstöðu skipulagslega að leggja
bundið slitlag á veginn eins og hann
væri núna. Ráðhema tók einnig
fram að það væri rétt sem fram
hefði komið í máli Gísla S. Einars-
sonar að Vegagerðin væri farin að
borga himinháar fjárhæðir fyrir
umhverfismat að óþörfu og fyrir
hvers konar bréfaskriftir og athug-
anir sem nauðsynlegt væri að gera
vegna nýma vinnubragða Skipulags
ríkisins. Hjörleifur Guttormsson,
þingmaður Alþýðubandalags og
óháðra, undraðist það hins vegar að
ráðhema skyldi gagnrýna það að
farið væri að lögum og reglum.
Magnús Stefánsson, þingmaður
Framsóknarflokks, kvaðst telja að
niðurstaða umhverfisráðherra um
að vísa málinu heim í hérað væri
eðlileg enda væri hún byggð á
heimildum í skipulags- og bygging-
arlögum og eftir ráðgjöf skipulags-
stofnunar. „A hinn bóginn geta
menn deilt um þessa niðurstöðu
enda sýnist sitt hveijum í málinu,"
sagði hann.
Magnús sagði ennfremur að mál-
ið hefði margar hliðar en sú versta
væri deilan sem ríkti innan sveitar
því hún hefði leitt af sér óæskileg
áhrif á samfélagið í héraðinu. „Þeg-
ar niðurstaða um vegstæði liggur
fyrir munu framkvæmdir um nauð-
synlega uppbyggingu vegarins
hefjast enda er gert ráð fyrir því í
vegaáætlun og er það von mín að
það verði sem allra fyrst,“ sagði
hann að síðustu.
I máli Arna M. Mathiesens, þing-
manns Sjálfstæðisflokks, kom m.a.
fram að hann teldi tvennt gleymast
í þessari umræðu. Annars vegar
gleymdist réttur einstaklingsins, í
þessu tilfelli bóndans og hins vegar
staða fáliðans gagnvart meirihlut-
anum, sem í þessu tilfelli væru þeir
íbúar Flókadals sem ættu sam-
göngur sínar undir legu þessa veg-
ar. Sagði hann að það yrði athyglis-
vert að sjá hvemig meirihlutinn í
sveitarfélaginu myndi taka á þess-
um vanda.
Alþingi
Stutt
Yfir 260 nemendur í fjarkennslu
NEMENDUM í fjarnámi við Verkmenntaskólann á Akureyri hefur
fjölgað úr því að vera tæplega 20 í tveimur áfóngum í það að verða
263 í 73 áföngum á síðastliðnum þremur árum. Þetta kom fram í
máli Hjálmars Ámasonar, þingmanns Framsóknarflokks, á Alþingi í
gær, er hann spurði menntamálaráðherra að því hvort hann hygðist
beita sér fyrir aðgerðum til að tryggja áframhaldandi þróun í fjar-
kennslu skólans. I máii Hjálmars kom ennfremur fram að á síðustu
önn hafi nemendur í fjarnáminu verið búsettir allt frá Namibíu til
Mexikós fyrir utan þá nemendur sem væru búsettir víða um Isiand.
Hið sama gilti um búsetu kennara en þeir búi í öllum landsfjórðung-
um. „Þetta er stórt stökk á stuttum tíma og mikiisvert og lýsir í
raun engu öðru en þörfínni fyrir fjarnám og möguleikunum sem það
feiur í sér,“ sagði Hjálmar m.a.
I máli Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra kom fram að fjar-
kennslan í Verkmenntaskólanumn væri enn tilraunaverkefni sam-
kvæmt skilgreiningu menntamálaráðuneytisins og yrði það áfram til
næstu áramóta. Sagði hann að sérstakur hópur starfaði nú á vegum
ráðuneytisins um málefni Verkmenntaskólans og ljarkennslunnar til
að styrkja grunninn þannig að verkefnið komist af þróunarstigi og
verði varanlegt verkefni í Verkmenntaskólanum á Akureyri. „Það
er ljóst að menntamálaráðuneytið er reiðubúið til þess að vinna að
því með skólanum að styrkja forsendurnar fyrir íjarkennslunni og
taka á því í samræmi við þá miklu eftirspurn og þann mikla metnað
sem ríkir á þessu sviði innan skólans," sagði ráðherra meðal annars.
Tillaga um aðgeröir vegna hitasóttar
KRISTÍN Halldórsdóttir þingmaður Kvennalistans heftir lagt fram á
Alþingi tillögu til þingsályktunar um aðgerðir vegna hitasóttar í
hrossum. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela landbún-
aðarráðherra að sjá til þess að unnin verði ítarleg rannsókn og út-
tekt á aðdraganda, ferli og afleiðingum hitasóttar í hrossum sem
breiðst hefur út hér á landi á þessu ári. Rannsóknin verði unnin á
vegum embættis yfirdýralæknis og stuðst verði við upplýsingar og
gögn frá dýralæknum og hestamönnum. Á grunni hennar verði mót-
uð áætlun um viðbrögð í samráði við atvinnumenn í liestamennsku
og félagasamtök hestamanna.
í greinargerð tillögunnar segir m.a. að brýnt sé að draga réttan
lærdóm til framtíðar af þeirri hitasótt í hrossum sem geisað hefur
hér á landi að undanförnu. Miklir hagsmunir séu í húfi þegar um ís-
lenska hestinn sé að ræða, bæði fjárhagslega og atvinnulega séð.
Alþingi
Dagskrá
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst
kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál
eru á dagskrá:
1. Staðfesting viðbótarsamn-
inga við Norður-Atlantshafs-
samninginn. Fyrri umr.
2. Framlag til þróunarsam-
vinnu. Fyrri umr.
3. Friðlýsing íslands fyrir
kjarnorkuvopnum. 1. umr.
4. íslenskt sendiráð í Japan.
Fyrri umr.
5. Samstarf íslands, Færeyja,
Grænlands og Noregs í fisk-
veiðimálum. Fyrri umr.
6. Norrænt samstarf 1996-97.
Ein umr.
7. Vestnorræna ráðið 1997.
Ein umr.
8. Sameining Kjalarneshrepps
og Reykjavíkur. 3. umr.