Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 31
i LISTIR
Drauga-
gangur
Á STUNDUM virðist sem hlutimir
fari úr böndum í vinnslu blaðsins
svo að til vandræða horfír og eng-
inn skilur. Eins og þegar mynd
Caravaggios birtist í tvígang með
grein minni í blaðinu 24. febrúar
þrátt fyrir að ég margfæri yfir
próförk og allar myndirnar væru
réttar og á sínum stað er ég yfirgaf
vinnsludeildina kvöldið áður. Það
er nefnilega mikil vinna að baki
slíkrar greinar og skiptir máli til
úrslita að vel sé staðið að verki.
Hvemig þetta átti sér stað á síð-
asta snúningi er ráðgáta sem eng-
inn gat svarað.
I listrýni minni í þriðjudagsblað-
inu, þar sem fjallað er um sýningar
þriggja módernista sem nú standa
yfir í Listasafni Kópavogs, víxluð-
ust ekki aðeins textar undir tveim
myndanna, heldur fylgdu rangar
myndir skrifunum. Iðulega tek ég
myndirnar sjálfur, einkum við góð-
ar aðstæður, en í þessu tilviki
treysti ég ekki myndavélinni til að
ná nógu góðri mynd í kjallarasöl-
unum. Á vettvang var því ræstur
ljósmyndari með fullkomnar
EINAR Þorláksson, Blámannatrúboðið, akrýl á dúk.
græjur, en hann virðist bersýni-
lega hafa tekið rangar myndir, og
loks var þetta kórónað með því að
víxla textum. Ég fer mjög sjaldan
sjálfur yfir próförk listdóma, en
hér er komið ljóst dæmi hvemig
vel upp sett grein, þar sem menn
hafa vandað til verka og allt virðist
í besta lagi, reynist bera í sér ljóta
fingurbrjóta.
- Annað mál er að sjálfum varð
mér á lítt skiljanlegur fingurbrjót-
ur er ég fjallaði um umskiptin sem
urðu með tilkomu popp- og hug-
myndafræðilegu listarinnar, sem
vel að merkja áttu sér stað á sjö-
ELÍAS B. Halldórsson, Kulið svifar, olía á dúk.
unda og áttunda áratugnum. Ní- mesta uppgang þess á öldinni allt
undi áratugurinn markaði svo nýj- fram að krakkinu svonefnda.
ar uppstokkanir í málverkinu og Bragi Ásgeirsson