Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 68
88 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ C»C*D*K repeat CYKLES Full búð af nýjum vörum. CHA # CHA Kringlunni (á bak við gosbrunninn), sími 588 4848. Elizabeth Arden Kynning í Bylgjunni í dag og á morgun Þessi glæsilegi kaupauki íylgir þegar keyptir eru 2 hlutir í 5th avenue ilmlínunni frá Elizabeth Arden. Þar af eitt 75 ml ilmvatn. BYLGJAN Hamraborg 14a, sími 564 2011. buxnadrögram, pílsdrögtum og §tökum jökkum V/Nesvég, Seltjarnamesi, sími 561 1680 VELVAKANÐI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags íþróttahús í Rimaskóla VIÐ í 3-B erum búin að bíða lengi, lengi eftir íþróttahúsi. Við þurfum að fara með rútu eitthvert lengst út í bæ til að fara í Ieikfimi og það er ekkert skemmtilegt að fara með þessari rútu alltaf. Við er- um mjög oft sein í leik- fimi, þurfum að drífa okk- ur úr fötunum og svo eftir leikfimina þurfum við líka að flýta okkur því rútan er alltaf að fara. í rútunni erum við oft þreytt og óróleg og sumir fara oft að rífast en aðrir gera grín. Allir vilja fara inn í rútuna á sama tíma og þá meiðir oft einhver sig og svo er bílstjórinn oft pirr- aður því hann þarf að stjórna rútunni og líka segja okkur að hætta þessum látum sem verða oft. Okkur öll langar bara svo mikið að fá íþrótta- húsið hingað til okkar svo við getum hætt að elta leikfimi um allan bæ. Takk fyrir. Nemendur í 3-B. Ulfhéðinn svarar Þrasa ÚLFHÉÐINN þakkar bréf Þrasa í Velvakanda 15._mai's sl. I grein sinni segir Þrasi að mikið og gott land- græðslustarf sé unnið á Skógaheiðinni, bæði af bændunum á Skógum og fleirum. Vel er þegar svo er. En þá vaknar sú spurning, hverju sætir það að sauðfénaður geng- ur á heiðinni og kippir þar upp nýgræðingi? Hvort þar er á ferðinni sauðfé Skógverja eða annarra skiptir engu. Eðlilegt er að heiðin verði friðuð, meðan landgræðsla stendur þar yfir, svo sem venja er með land- græðslusvæði. Annars er til lítils barist. Sé svo, að einhverjir vilji beita Skógaheiðina, og telji sig verða fyrir fjárhagslegu tjóni, verði hún friðuð, má telja sann- gjarnt að þeir fái fjárbæt- ur nokkrar. Þetta er eðli- lega matsatriði, milli jarð- areigenda, sem er Rang- árvallasýsla, og þeirra sem hafa sauðfé á heið- inni. Úlfhéðinn þakkar Þrasa boð hans um að ganga með honum um heiðina einn fagran sumardag og vill gjarnan þiggja það boð. Þrasi getur fengið heimil- isfang og símanúmer Úlf- héðins gegnum Velvak- anda, og í framhaldi af því má ræða málin. Tapað/fundið Lyklakippa týndist í mars LYKLAKIPPA týndist, líklega við Meistaravelli eða Hverfisgötu, 5. mars. Skilvís finnandi vinsam- lega hringi í síma 562 2438. Dýrahald Grænn páfagaukur í óskilum í Keflavík GRÆNN páfagaukur fannst sl. sunnudag að Heiðarbraut í Keflavík. Uppl. í síma 421 4614. St'jn'Jnr Sffwditis S•na.ri , • i ■ . cnarwjÞcrbjOr'n<) /Wr QíOf^f- p^lScLti;^ Tb, OckJrt: j'rn 61 Of ÞlS '***'*+, GVjr\hprr' . SKAK (Jmsjún Margeir Pétnrsson STAÐAN kom upp á Reykjavíkurskákmótinu. Þjóðverjinn Hans-Joachim Wiese (2.165) var með hvitt, en Bjöm Þorfinnsson (2.100) hafði svart og átti leik. 17. - Rxg2! 18. Bg5 (Besta til- raunin. 18. Kxg2 - Rxe5 19. Rbd2 - Dg5+ er vion- laust með öllu) 18. - Df7 19. Bd3 - h6! (Skemmtilegur leikur, Björn vill endilega fórna skiptamun til að losna við bisk- upinn á g5 úr vöminni. Þjóð- veijinn grípur nú til örþrifaráða til að skipta upp á sterkum biskup svarts á b7. Það endar þó ekki betur en svo að hann verður manni undir, en ekki svartur, sem bauð þó upp á mannsfóm í upphafi.) 20. Bxb5 - hxg5 21. Ba6 - Bxa6 22. Hxa6 - Rh4 23. Rxh4 - Hxh4 24. Dd3 - Dc4 25. Hdl - Dxd3 og hvitur gafst upp. SVARTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... A" HORFANDI á Dagsljós hringdi og kvartaði yfír því að í upphafi hvers Dagsljóss í Ríkis- sjónvarpinu kæmi maður og mund- aði byssu að áhorfendum. Þessum sjónvarpsáhugamanni fannst ótækt að maðurinn gerði þetta, því það væri sífellt verið að segja böm- um að þótt þau væru í byssuleik mættu þau ekki miða byssunni á fólk. Þetta er vissulega aðfínnsluvert, hafi menn á tilfinningunni að mað- urinn með byssuna sé að miða á áhorfandann, en muni Víkverji það rétt mun þetta vera Jón sálugi Væni (John Wayne), sá skemmti- legi vestraleikari, sem gerði garð- inn frægan hér á árum áður. En er ekki bara gaman að sjá taktana í karlinum og sjá að hann hefur engu gleymt hvað viðbrögð snertir, þegar hann hefur grun um að vera í þann veginn að fá skot í bakið? xxx ÍÐASTLIÐINN laugardag fór Víkverji á sinfóníutónleika, þar sem hljómsveitin lék undir söng nokkurra enskra söngleikjasöngv- ara. Tónleikarnir voiu hinir skemmtilegustu og var ánægjuleg tilbreyting að heyra hljómsveitina leika lög af léttara taginu. Hljómsveitarstjórinn var í því gengi sem kom að utan, þ.e.a.s. úr hópi söngvaranna. Hann hafði orð fyrir þeim félögum og í lok tónleik- anna, sem voru hinir síðustu af þrennum; þakkaði hann móttök- umar á Islandi, en hópurinn hafði dvalizt hér í viku, fyrst við æfíngar og síðan tónleikahald. Hljómsveit- arstjórinn sagði að áður en hann kom hingað og kynntist hljómsveit- inni hefði hann verið varaður við; hljómsveitin kynni ekki að spila svo létta tónlist sem raun bæri vitni. Hann hefði strax á fyrsta stundarfjórðungnum komizt að hinu gagnstæða og hann hvatti tónleikagesti til þess að hylla hljómsveitina. Hvaða þjóð sem er mætti vera stolt af slíkri hljómsveit og hann sagði við áheyrendur: Styðjið við hljómsveitina - margar þjóðir, þótt stærri séu, eiga ekki slíka hljómsveit. XXX ANNARS var eitt aðfinnsluvert við þetta tónleikahald. Þegar tónleikamir vora að hefjast klukk- an 17 var anddyri Háskólabíós fullt, líklegast af kvikmyndahússgestum, sem voru að kaupa miða í bíó. Það var því naumast að tónleikagestirn- ir kæmust inn í Háskólabíó fyrir ör- tröð við miðasöluna. Þetta olli því svo að fjöldi gesta var ekki kominn inn í salinn þegar hljómsveitin var sezt og varð hún að bíða í nokkrar mínútur á meðan fólk komst í sæti sín. Og hljómsveitin beið, þrátt fyr- ir að í leikskrá væri skýrt tekið fram að tónleikarnir hæfust stund- víslega og of seinum tónleikagest- um yrði ekki hleypt inn eftir að hljómsveitin væri byrjuð að spila. Þetta hefði ekki þurft að koma fyrir ef tónleikagestum, sem flestir vora búnir að kaupa miða fyrirfram, hefði verið hleypt inn á öðram stað en í gegnum miðasöluanddyrið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.