Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
„ÚFFI forsætisráðherra? Kannski - en
það verður ekki í Danmörku," sagði Poul
Schliiter, þáverandi forsætisráðherra, eitt
sinn um Úffe Ellemann-Jensen. Þessi orð
hafa hljómað æ síðan, nú síðast er hægri-
flokkamir misstu af stjómartaumunum í
kosningunum í síðustu viku og eftir að Ellem-
ann-Jensen tilkynnti í fyrrakvöld afsögn sína
sem formaður Venstre. Orð Schlúters endur-
spegla þá trú landa Ellemann-Jensens að
hann sé ögn ódanskur í sér, sjálfsöraggari í
framkomu en gott þykir í landi, þar sem hóg-
værð og lítillæti er höfúðdyggð, líka þótt upp-
gerðin skíni í gegn.
Akvörðun hans nú þykir bera vott um þann
kjark, sem alltaf hefur einkennt hann og hon-
um var hrósað fyrir í dönskum fjölmiðlum í
gær. Hinn styrki leiðtogi sker sig líka úr öðr-
um ámóta með því að hann skilur eftir sig
blómlegan flokk, sem hefur breyst úr bænda-
flokki í borgarflokk, tvöfaldað fylgi sitt og
eftirmaðurinn er tilbúinn. Erlendis hefur
Ellemann-Jensen notið virðingar, þótti lipur
og seigur samningamaður á Evrópuvettvang-
inum, andstætt ímyndinni heima af hinum
ögrandi og storkandi stjómmálamanni, sem
aldrei óttast átök og erjur.
Fréttamaðurinn á
stj órnmálavettvangi
Uffe Ellemann-Jensen fæddist inn í Ven-
stre-stjómmál á Fjóni 1941. Faðir hans, Jens
Peter Jensen, var þingmaður flokksins um
árabil, en hann lést 1993. Eftimafn hins unga
Uffe var því Jensen, en Ellemann-nafnið tók
hann upp frá móður sinni, Edith Ellemann
Johannessen, sem lést 1995. Faðir hans var
ritstjóri og það var einnig í blaðamennskuátt-
ina, sem sonurinn hélt eftir að hafa lokið próf!
í hagfræði 1969 og verið í hemum, þar sem
hann náði stöðu yfírliðþjálfa. Hann var blaða-
maður við Berlingske Aftenavis 1967-1970,
varð þá sjónvarpsfréttamaður til 1975 er
hann gerðist aðalritstjóri fjármálablaðsins
Bersen. Þeim ferli lauk þó ári seinna eftir há-
værar deilur á blaðinu.
Hann var kosinn á þing 1977 fyrir Árósa,
sem síðan hefur verið hans kjördæmi. Stjóm-
málaáhuginn var löngu vakinn. Sem sjón-
varpsmaður átti hann það til að spjalla við
viðmælendur sína um stjómmál fremur en að
spyrja þá út úr. Arið 1971 kvæntist hann
Alice Vestergaard fréttakonu, sem nú er
fréttastjóri TV2. Þau eiga fjögur böm og era
orðin afi og amma.
Þegar Poul Schlúter, leiðtogi íhaldsflokks-
ins, myndaði stjóm 1982 varð Ellemann-Jen-
sen utanríkisráðherra og hann var enn í sama
stól í janúar 1993, þegar stjómin fór frá
vegna Tamílamálsins. Schlúter var annars
frægur fyrir að skipta ráðherrum sínum ört
út til að halda andanum uppi í stjóminni.
Schlúter gaf Ellemann-Jensen lausan taum-
inn, andstætt eftirmanninum Poul Nyrap
Rasmussen, sem sjálfur situr hálfur í stól ut-
anríkisráðherra.
tíffa-tíma-
bilið á enda
Forsætisráðherra varð hann
ekki, en Uffe Ellemann-
Jensen hefur markað djúp
spor í dönsk stjórnmál, eins
og Sigrún Davíðsdóttir rekur.
Þessi verkaskipting þeirra Schlúters og
Ellemann-Jensens hentaði utanríkisráðherr-
anum frábærlega. Með tímanum varð hann
einn af reyndari starfsbræðranum í Evrópu-
samstarfinu, þar sem hann gat sér gott orð
fyrir að vera fljótur að koma auga á flækjurn-
ar og finna leið út úr þeim. Hann var í uppá-
haldi hjá blaðamönnum í Brassel, því hann
var alltaf tilbúinn með snjallar og nýtilegar
athugasemdir, íklæddist Evrópusokkum og
veifaði trefli danska landsliðsins. Dálæti
blaðamannanna kom glögglega í ljós á síðasta
blaðamannafundi Ellemann-Jensens sem ráð-
herra í Brassel, þegar blaðamannaskarinn
kvaddi hann með dúndrandi og langvarandi
lófaklappi.
Stjómarskiptin í janúar 1993 fóra á aðra
lund en Ellemann-Jensen hafði reiknað með.
Sú saga er enn ósögð, en hann hefur gefið í
skyn að Schlúter hafi áður lofað að láta vara-
formann sinn, Henning Dyremose, taka við,
svo stjómin færi ekki frá og eftirléti jafnað-
armönnum og Nyrap forsætið án kosninga.
Þegar Ellemann-Jensen var spurður í viðtali í
Morgunblaðinu á síðasta ári hvort hann hefði
ekki orðið ergilegur yfir þessum málalyktum
svaraði hann: „Ergilegur? Nei, ég var ösku-
reiður." Það kemur að því að hann segi þá
sögu alla, en bókaskriftir vill hann bíða með
til að fá meiri fjarlægð á atburðina.
Endir hægristjórnar 1993 var Ellemann-
Jensen þungt áfall og fyrsta kastið á eftir var
hann lítt sýnilegur í dönskum stjómmálum.
Kosningaúrslitin 1994 vora uppörvandi, 42
þingsæti í stað 29 áður, en hægristjóm var úr
augsýn. Tvennar bæjarstjómarkosningar á
þessum áratug hafa staðfest Venstre sem
borgarflokk og ekki aðeins bænda- og dreif-
býlisflokk.
Pólitískur kjarkur
Afram hafði Venstreleiðtoginn hægt um sig
og var meðvitaður um að slíta sér ekki út í
UFFE Ellemann-Jensen skilur eftir sig
blómlegan stjórnmálaflokk, sem hefur
breyst úr bændaflokki í borgarflokk og
tvöfaldað fyigi sitt.
fjölmiðlaati, en fór að færa sig í aukana í
haust, enda kosningar í augsýn. Um leið
hjuggu fjölmiðlar eftir því að leiðtoginn var
mildari. I stað storkandi og ögrandi Úffa var
kominn hægari og virðulegri leiðtogi er mið-
aði á forsætisráðherrastólinn. Hin storkandi
og ögrandi framkoma hans lá þó ekki aðeins í
skapgerð hans, heldur einnig í pólitískum að-
stæðum síðasta áratugar. Jafnaðarmenn vora
í stjómarandstöðu, en þrátt fyrir að þeir
væru ákafir NATO-sinnar vora þeir stöðugt
með meldingar gegn NATO og Bandaríkjun-
um á þingi. Utanríkisráðherrann var því oft
boðberi skilaboða, sem hann var alfarið
ósammála, og tók því ekki þegjandi og at-
hugasemdalaust.
Pólitískur kjarkur Ellemann-Jensens kom
ekki síst í ljós í samskiptunum við austur-
blokkina. Þegar hann var í heimsókn í
Tékkóslóvakíu í febrúar 1989, áður en jám-
tjaldið féll, bauð hann tékkneskum andófs-
mönnum í danska sendiráðið. Vaclav Havel
gat reyndar ekki komið, því hann sat í fang-
elsi, en ýmsir félagar hans komu. Framganga
Ellemann-Jensens í Eystrasaltslöndunum er
ekki gleymd og þar skín stjama hans skært.
Sá eini sem veitti honum samkeppni var
starfsbróðir hans þáverandi Jón Baldvin
Hannibalsson.
Frá bændaflokki
í meginflokk
Þegar Uffe Ellemann-Jensen tók við sem
leiðtogi Venstre 1984 hafði flokkurinn 22
þingmenn. Það horfði ekki vel í fyrstu kosn-
ingum hins nýja formanns, er flokkurinn fékk
aðeins 19 þingmenn. Nú era þeir 42. Fjöldinn
hefur ekki aðeins fært flokknum aukinn
þunga á stjómmálavettvanginum, heldur
einnig breytt eðli hans.
Venstre er að upprana bændaflokkur, en í
tíð Ellemann-Jensens hefur flokkurinn hasl-
að sér völl meðal ungs fólks í borgum og bæj-
um og er orðinn frjálslyndur flokkur með
miklu víðari skírskotanir en áður. Smátt og
smátt hefiir svo þungamiðja hægrivængsins
færst frá Ihaldsflokknum yfir á Venstre og sú
færsla var enn frekar undirstrikuð í kosning-
unum, þar sem Venstre hélt fyrri ávinning-
um, meðan íhaldsflokkurinn hrandi, og stefn-
ir nú í stríð átök af þeim sökum.
í Danmörku krækti Venstre í frjáls-
hyggjuhugmyndir síðasta áratugar, dyggi-
lega nærðar af yngra flokksliðinu. Ellemann-
Jensen hefur síður á sér svip hugmynda-
fræðings en stjómmálamanns með báða fæt-
ur tryggilega í raunveraleikanum. Hann hef-
ur talað fyrir valfrelsi í stað félagskerfis með
eitt tilboð fyrir alla. Það væri misskilningur
að orða hann við hreinræktaða frjálshyggju,
þótt andstæðingar geri það. Hann er mun
miðsæknari en svo, meðan frjálshyggjunni
hefur verið haldið á loft af yngri kynslóð
flokksins eins og arftakanum Anders Fogh
Rasmussen.
Með ákvörðun sinni nú sýnir Ellemann-
Jensen sjaldgæft hugrekki til að taka erfiða
ákvörðun og hann leynir því ekki að hann
kveður formannsstarfið með eftirsjá, en seg-
ist heldur vilja hætta áður en fólk sé farið að
bíða þess að hann hætti.
Hann var orðaður við framkvæmdastjóra-
starf NATO og þótti miður að missa af því.
Engar vænlegar alþjóðastöður era í sjónmáli,
en skyldi opnast smuga þar er enginn vafi á
að hinn 54 ára hressi og keiki Dani væri
meira en glaður að taka að sér áhugavert
starf erlendis. „Ég ætla að helga kraftana
starfi mínu sem formaður evrópska frjáls-
lynda flokksins og hlakka til að aðstoða við
uppbyggingu systurflokkanna í Austur-Evr-
ópu og Eystrasaltslöndunum og ég hyggst
nota drjúgan tíma þar. - En það verður ekki
til að vera forsætisráðherra þar,“ sagði hann
á blaðamannafundinum í fyrradag, með tilvís-
un til orða Schlúters, sem virðast ætla að
ganga eftir.
Vettvangur fólks í fasteignaleit