Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998
SJONMENNTAVETTVANGUR
MORGUNBLAÐIÐ
ÚTSYNIÐ frá palli Þjóðminja- og Náttúrusögusafnsins yfir
Václavtorg.
KARLSBRÚIN í morgunsárið 13. janúar.
Dagar í Bæheimi
Þrátt fyrir mikla efnahagsörðugleika hafa
Tékkar verið iðnir við að byggja upp
listasöfn sín á undanförnum árum.
_ *
Bragi Asgeirsson, sem var í stuttri
könnunarferð í Prag í janúar, segir
hér lítillega frá því sem fyrir augu bar.
AÐKOMAN í Sternberg-safnið í Hradcanyborg getur naumast verið
upphafnari. Þegar gengið er upp stigatröppurnar upp á fyrstu hæð
blasir tréskurðarmynd eftir Donatello, ein á vegg, við gestinum. Brún-
ir lyftust hátt á fleirum en mér við að verða vitni að sláandi einfald-
leika og magnaðri útgeislan sem hún framber. Er sem ímynd fram-
réttrar handar, tengdrar eilífðinni, sem auðmjúk og hljóðlát býður
gestinn velkominn.
A
LESTINNI frá Dresden til
Prag fór ekki hjá því að mér
yrði hugsað til þeirra forrétt-
inda sem ég hafði notið í heila íjóra
daga í hinni miklu listaborg. Gegn-
heila, vegna þess að við þræddum
ekki aðeins það helsta í borginni,
heldur fór meginhluti þeirra í að
aka á milli sögufrægra staða í ná-
grenni hennar, svo ég náði góðu yf-
irliti. Allan tímann með manni sem
gjörþekkti til hlutanna, flestum
fróðain um það sem fyrir augu bar,
sérfræðingi í öllu því sem vék að
byggingum og sjónlistum almennt í
héraðinu. Hefði nýtt mér þetta fyrr
ef þekkingu minni hefði ekki verið
að nokkru áfátt um safnráðsmann-
inn Horst Zimmermann. Svo ákaf-
ur sem hann var að sýna mér sem
mest komum við dauðlúnir heim á
kvöldin og þá beið okkar góður
málsverður, eða var töfraður fram
á skammri stundu er spúsa hans
var með í fór. Það sem fyrir augu
bar og heimildir sem ég hef á milli
handanna er efni í heila bók og
vona ég að auðnan verði mér hlið-
holl og beri mig enn á ný á þessar
slóðir, en þessir dýrðardagar koma
hins vegar ekki aftur.
Síður má fymast fyrir, að þessi
maður tók veglega á móti íslenzk-
um myndlistarmönnum sem komu
reglulega til Rostock í tvo áratugi
og íslenzku deildinni á Tvíæringinn
þar í borg í tíu skipti. Að því verður
væntanlega vikið í sérstakri grein
innan tíðar og löngu kominn tími
til, þá eru þeir ófáir sem hafa verið
heiðraðir fyrir minna. Fyrirhugað
er að minnast tvíæringanna í lista-
höllinni sumarið 1999. Ferðaskrif-
stofan í Neustadt, sem skipuleggur
menningarferðir í samráði við
Zimmermann, sá um að ég fengi
hótel á hentugasta stað í Prag. Á
háum stalli á ráðhústorginu er
gullslegin stytta af Ágústi sterka í
fullum herklæðum á fák sínum.
Mikilfengleg sjón með gömlu húsin
í bakgrunni, en úr samhengi og lík-
ast hégóma, eða kitsch, þegar hana
ber við seinni tíma byggingar.
Hann er rótgróinn þessi þýski sið-
ur að taka nesti með sér í lestar-
ferðum, og þótt ekki sé nema
tveggja tíma ferð á milli Dresden
og Prag tók frú Inga ekki annað í
mál en að ég tæki við digrum poka
af ávöxtum og öðru góðgæti að
skilnaði. Þótt ekki snerti ég á nest-
inu á leiðinni átti innihaldið eftir að
koma sér vel.
Brautarstöðin Prag Holésovic er
með eindæmum óhrjáleg bygging,
líkari pakkhúsi en umferðarmið-
stöð. Þar heldur útigangsfólk til,
sem síst bætir ásýnd hennar. Ég
var með góðar upplýsingar um
neðanjarðarkerfið, og leiddi hjá
mér ágang leigubílstjóra sem voru
á hverju strái, en er ég taldi mig
sloppinn kom einn þeirra með afar
lágt boð og svo ráðvillt og biðjandi
augnaráð að ég gafst upp. Reynd-
ist viturlegt og tilboðið hagstætt.
Var búinn að koma mér fyrir á hót-
eli Atlantic, við Na Porici 9, á há-
degi á mánudegi, sem er lokunar-
dagur safna, þó ekki Þjóðminja- og
náttúrusögusafnsins, og skundaði
von bráðar þangað. Merkilega ein-
falt að átta sig í þessari borg tum-
anna, sem teygja fíngurna upp í
himininn líkastir kennileitum, en
ég var líka vel staðsettur steinsnar
frá lýðveldistorginu, Námésti
Republiki. Mitt helsta markleiti
var Prasná brána, Púðurturninn,
og einungis hæfilegur göngutúr til
allra átta; Karlsbrúarinnar og Hra-
dcanyhallar, gyðingahverfisins,
Samtímalistasafnsins og Þjóð-
minjasafnsins.
Prag er, líkt og svo margt fallegt
í ríki Habsborgaranna, stórt séð
afkvæmi yfirnáttúrulegs áhuga
Rúdolfs II (1552-1612) erkihertoga
á listum og vísindum. Hann hélt
hirð í borginni, síðastur Habs-
borgaranna, innleiddi endurreisn-
ina og safnaði að sér áhrifamiklum
listamönnum, handverksmönnum,
stjömufræðingum, gullgerðar-
mönnum (alkymistum) og vísinda-
mönnum víða að, sem Ungversk-
austurríska keisaradæmið, Dó-
náreinveldið svonefnda, uppskar
ríkulega af í fjórar aldir. Á þessu
tímaskeiði var litróf skapandi hæfi-
leika og nýhugmynda í Evrópu
fjölskrúðugra en í annan tíma, og
fæddi af sér rismikla og blóðríka
byggingarlist sem sér enn stað um
alla álfuna og Rúdolf þessi átti ekki
svo lítinn þátt í. Jafnframt er eitt-
hvað óskýranlegt, dularfullt og
fjarrænt á bak við þetta blóma-
skeið, sem mikil fjölbreytni og hug-
myndaauðgi einkenndi. Streymir
frá flestu því sem menn lögðu hönd
að líkt og sé það af öðmm heimi,
tendrað guðdóminum og eilífðinni.
Hrífur nútímamanninn sem eitt-
hvað einstakt og yfirskilvitlegt sem
verður stöðugt fjarlægara og
óhöndlanlegra á tímum múghugs-
unar og meðalmennsku. Stuttu eft-
ir andlát Rúdolfs II varð Prag leik-
svið þeirra óláta og hræringa siða-
skiptanna er leiddu af sér þrjátíu-
árastríðið. Borginni hnignaði og
hún náði sér ekki á strik aftur fyn-
en á 18. öld.
Menn verða að líta upp til Habs-
borgaranna, furstaættarinnar sem
komst til valda með Rúdolfi þeim
sem kjörinn var þýskur kóngur
1273, deildist í tvær greinar, þá
spönsku og austurrísku, 1555. Dó
út í karllegg 1700 og 1740, en hélt
áfram í kvenlegg með Maríu Ther-
esíu og ættarmeiði Habsburg-Lot-
hringen, sem ríkti í Austumki til
1918. Þjóðminjasafnið er mikil-
fengleg bygging í nýendurreisnar-
stíl sem gnæfir yfir við neðrí enda
Vaclav-torgs, sem er misvísandi
nafn, því það er í raun gata, 750
metra löng og 60 metra breið. Rétt
fyrir framan safnið er hið mikla
Vaclav-minnismerki, riddarastytta
af heilögum Vaclav. Frá því styttan
var reist 1912, einkum á seinni tím-
um, hefur torgið verið tákn þjóðar-
einingar svo sem margur veit, og
það var hér sem stúdentinn Jan
Palach lagði eld að sér 1969, og
mótmælin brutust út 1989, sem
leiddu til flauelsbyltingarinnar og
falls kommúnismans.
Eftir að hafa gengið upp all-
nokkrar tröppur er komið á
pallsvalir sem skreyttar eru tákn-
sögulegum styttum, fyrir miðju er
inngangurinn þar sem lesa getur;
Sagan og Náttúrusagan. Forsalur-
inn er gríðarstór, pi-ýddur marm-
ara, uppfrá tvöföldum stigagangi
sér í bogahvelfda svalaganga á
tveim hæðum. Og þó er aðkoman
kuldaleg, fráhrindandi og forn-
eskjuleg, sem stafar þó helst af
vanhirðu og er í skerandi mótsögn
við hina mikilfenglegu byggingu og
íburðarmiklu innviði, líkast sem
menn séu hér einnig að varðveita
hina sovésku fortíð, andrúm og
steingerving kommúnismans. Af-
greiðslan frumstæð og takmörkuð,
einhæft og fátæklegt úi-val af bók-
um og leiðbeiningarritum. Hins
vegar voru þær deildir sem opnar
voru og þá helst for- og nátt-
úrusagan miklar gersemar, á köfl-
um hreint undur, en sums staðar
fornlega búið að þeim. Nær allir
hinir þýðingarmiklu skýringartext-
ar á tékknesku, sem gengur alls
ekki í borg sem milljónir ferða-
langa heimsækja á ári hverju.
Fáránlegt í ljósi þess að Bæheimur
er ríkur að merkilegri náttúrusögu
og auðvelt að stefna fróðleiksþyi’st-
um múg frá öllum heimshornum á
staðinn sbr. Náttúrusögusafnið í
London. Hins vegar var vel og á
nútímavísu staðið að þeim fram-
kvæmdum sem í gangi voru í sýn-
ingarrými á fyrstu hæð, og var lík-
ast því sem að ganga inn í annan og
lífrænni heim. Trúlega byrjað að
endurnýja safnið því jarðhæð var
lokuð. Sá sess, sem listakademían
skipar í Dresden á fegursta stað
borgarinnar svo og Þjóðminjasafn-
ið í Prag, annar gimsteinn Mið-
Evrópu, ætti að vera einhverjum
umhugsunarefni á norðlægari
breiddargráðum.
Ys og þys er á Vaclav-torginu,
sem mun ein aðalverslunargatan,
og það sem ferðalangurinn rekur
sig strax á eru hin mörgu tilboð frá
gjálífisklúbbum næturinnar. Á
hverju strái eru ungar stúlkur að
útdeila bæklingum, þó hvergi
nærri viðlíka ágengar og víða ann-
ars staðar í stórborgum, frekar að
þær væru að dreifa guðsorði. I
efnahagslega vanþróuðu landi virð-
ist hver og einn leitast við að
bjarga sér með fulltingi þess sem
lífið gaf í vöggugjöf. Þá skeði á
breiðgötunni Na Pricopé, í ná-
gi'enni Mústek og Púðurturnins, að
til mín kom komung og íturvaxin
stúlka og bað um eld, sem ég hafði
ekki. Hún gekk þó við hlið mér
drjúgan spöl, vildi bersýnilega láta
líta svo út sem hún væri í fylgd
minni, en var þó merkilega lítið
uppáþrengjandi. Osköp venjuleg
stúlka, bauð af sér góðan þokka og
af henni ilmur ungra daga. Kvöldið
áður, er ég hugðist skoða gamla
hvei-fið og Karlsbrúna, hafði ég
villst vegna götuframkvæmda og
var skyndilega í dimmu og
vafasömu hverfi og mnnu á mig
tvær grímur. Festi mér þá tvo
stóra dósabjóra hjá pylsusala og
gekk með þá í höndunum og
þannig síður árennilegur. Þar var
nóg af kvenpeningi, en það var
öðmvísi hold og annars konar ilm-
an.
I morgunsárið reyndist auðvelt
að finna Karlsbrúna, sem á þessum
gráa janúardegi var fullkomlega
laus við allan prangaralýð og ferða-
langa. Á vegi mínum varð einungis
gangandi fólk að hraða sér í vinnu.
Styttur heilagleikanna sem tróna á
útbrotum brúnnar 520 metra
löngu, sem hvílir á sandsteins-
blokkum, tóku sig einstaklega vel
út í morgunbirtunni. Hugmyndin
að þeim er sótt í verk Berninis sem
prýða Englabrúna í Róm. Hin
fyrsta þeirra af heilögum
Nepómuk var sett upp 1683, en
brúin sjálf er frá 14. öld og upphaf-
lega var öll skreytingin einn kross.
Moldá sá um ferskt og tært loft
sem gott var að fylla lungun af áð-
ur en haldið skyldi á brattann upp
til Hradcany-hallarinnar. Ekki ein-
asta að þrjátíuárastríðið hafi brot-
ist út eftir að tveimur ráðsmönnum
var hrint út um einn hallarglugg-
ann, heldur var brúnni og gamla
borgarhlutanum naumlega bjargað
undan sænsku herjunum á síðustu
klukkutímum stríðsins og friðar-
samningarnir undirritaðir á miðri
brúnni. I hallarborginni era söfnin
sem ég var komin til að skoða
ásamt öðrum minjum liðins tíma og
þótt þau séu ekki stór á vestrænan
mælikvarða era þau yfirmáta
merkileg og gefa góða hugmynd
um hinn mikla menningararf sem
fyrri kynslóðir skiluðu af sér. í
Bæheimi hefur útskurðarlist verið
í miklum blóma á miðöldum og þær
voru margar undurfagrar stytturn-
ar sem á vegi mínum urðu í Borg-
arsafninu sem erfítt reyndist að
slíta sig frá. Söfnin eru margs kon-
ar, jafnvel var ég á einum staðnum