Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
stýringu lyrir
verð tækisins
hjá okkur
- kjarni málsins!
BT stórmarkaður
Lágt vöruverð og
aukið úrval raftækja
LAUGARDAGINN 21. mars opna
forráðamenn BT stórmarkað í þús-
und fermetra húsnæði í Skeifunni
11.
Að sögn Adolfs B. Kristjánssonar
verslunarstjóra BT er húsnæðið á
Grensásveginum löngu orðið of lítið
fyrir verslunina og með fjórum
sinnum stærra húsnæði í Skeifunni
verður vöruvalið aukið til muna.
„Við stækkum raftækjadeildina
mest en einnig tölvu- og afþreying-
ardeildina. Ný merlri bætast í hóp-
inn eins og Goldstar og Daewoo og
úrvalið verður meira en nokkru
sinni af sjónvörpum, myndbands-
tækjum og hljómtækjum.
Þá tökum við í sölu tölvur frá
Compaq, sem er stærsta tölvufyrir-
tæki í heiminum, og einnig tölvur
frá Toshiba og Enterprize.
Auk þessa aukum við úrvalið af
tölvuleikjum, DVD myndum og
myndböndum svo og leikjum fyrir
leikjavélar. Þá verðum við með úr-
val af tónlist og við stefnum að því
að hefja sölu á Macintosh tölvuleikj-
um innan skamms.“
Lfflegt viðmót starfsfólks
Hann segir að eins og áður verði
lögð áhersla á lægra vöruverð en
gengur og gerist og mikið lagt upp-
úr líflegu viðmóti starfsfólks. „Við
höfum verið leiðandi afl á markaðn-
um undanfarin ár og ætlum okkur
að halda forystunni á þessum mark-
aði og bjóða alltaf besta verðið. Við-
mót starfsfólks skiptir máli og við
leggjum mikið uppúr því að við-
skiptavinir fái góða þjónustu." Þeg-
ar hann er spurður hvort opnun
verslunarinnar tengist komu raf-
tækjaverslunarinnar Elko á mark-
aðinn segir hann stækkun verslun-
arinnar hafa staðið til lengi en bætir
við að vissulega hvetji samkeppnin
þá líka áfram.
20 hlutir gefíns
Adolf segir að á laugardaginn
verði vörumerki BT, sem er mús,
límd á tuttugu vörur í versluninni.
„Þeir sem finna músina á þessum
vörum mega eiga þær og meðal
vinninga eru sjónvarp, símar,
myndlesari, leikir og fleira."
Opnunartilboð
Þá stendur til að bjóða ýmis opn-
unartilboð. Adolf nefnir sem dæmi
að meðal tilboða sé Ericsson 628
GSM sími á 9.900 krónur, 28 tommu
sjónvarpstæki á 29.900 krónur,
hljómtækjasamstæður frá 9.900
krónum, tölvuleikir frá 199 krónum
og myndbandstæki á 12.900 krónur.
Verslunin verður opnuð klukkan
10 á laugardaginn.
Alvöru þjónusta
fyrir alvöru fólk
„Ég geng alltaf hreint til verks í peningamálum og ætlasr til þess sama
af bankanum. Hann stendur í skilum við mig og það kann ég að meta.
Ég tret/sti bankanum mínum, rétt eins og hann trei/stir mér. Þess vegna
er ég með allt mitt á einum stað. Þess vegna er ég í Vörðunni. “
Landsbankinn trei/stir fólki eins og Signýju
og veitir því sveigjanlega fjármálaþjónustu
í Vörðunni. Hún treystir bankanum sínum og
kýs það öri/ggi og þau þægindi sem í því felast
að hafa öll sín fjármál á einum stað. Utgjalda-
dreifing Vörðunnar sér um að greiða reikningana
fi/rir hana og dreifa greiðslubyrðinni yfir árið.
í Vörðunni er margt í boði, meðal annars:
• Yfirdráttarheimild, allt að 550.000 kr.
án ábyrgðarmanna.
• Vörðulán, allt að 700.000 kr. án ábi/rgðarmanna.
• Gulldebetkortið, aðildarkort Vörðunnar sem veitir
aðgang að ýmsum fríðindum.
• Gullkreditkort, Visa og Vildarkort Flugleiða.
• Ferðaklúbbur fjölski/ldunnar.
• Bílalán, hagstæð lán til bílakaupa.
• Stighækkandi vextir á Einkareikningi.
• Punktasöfnun, í hvert skipti sem þú notar
. gullkortin færð þú 2 punkta, hvar sem þú verslar.
•
•
Með því að beina viðskiptum sínum á einn stað á
fjölskyldan auðvelt með að safna i/fir 15.000 punktum
hjá bankanum á ári í Vildarklúbbi Flugleiða. Vörðufélagar
geta einnig safnað punktum með viðskiptum hjá
Landsbréfum, með því að kaupa F+ fjölski/ldutri/ggingu
VÍS, og nú þegar hjá i/fir 160 verslunar- og
þjónustufi/rirtækjum sem tengjast Vildarklúbbi Flugleiða.
Síðan má breyta punktum í peninga eða nota þá sem
greiðslu vegna ferðalaga.