Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 48
>48 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Utigangshross
. - NÚ ER talið að á ís-
landi séu hátt í 90.000
hross, þar af um 13.000
í þéttbýli (1997). í til-
efni af skæðri hitasótt,
sem nú herjar á íslensk
hross, vaknar sú
áleitna spurning enn á
ný: Hvemig er öllum
þessum hrossum sinnt
og hvemig eru þau
undir það búin að
takast á við hitasótt-
ina? Daglega berast nú
^ fréttir í fjölmiðlum af
útigangshrossum og
virðist þá, sem menn
eigi við stóðhross. En
hvað þýðir eiginlega
útigangshross? I orðabók Sigfúsar
Blöndals og nýrri orðabókum er
skýringin: Hest, som om vinteren
selv má söge Föden i det fri = hest-
ur, sem að vetri til þarf sjálfur að
afla sér fóðurs úti í náttúranni.
A hverju ári berast ábendingar til
dýravemdarsamtakanna um hross,
bæði í þéttbýli og dreifbýli, sem lítið
eða ekkert virðist hugsað um.
Aldrei hefir verið heimild í lögum til
útigangs eða útibeitar gripa allt árið
og í 80 ár eða síðan 1917 hefir verið
skylda allra þeirra, sem skepnur
~ ' eiga, að hafa næg hús fyrir þær all-
ar, að viðlagðri refsingu. í núgild-
andi lögum um dýravernd segir að
„eigendum eða umráðamönnum
dýra beri að sjá þeim fyrir viðun-
andi vistarverum og fullnægjandi
fóðri, drykk og umhirðu. Að vetri til
þegar búfé er haldið til beitar eða
látið liggja við opið skal sjá til þess,
að á staðnum sé húsaskjól eða ann-
að öraggt og hentugt skjól í öllum
veðrum. Einnig skal vera þar nægi-
legt fóður og vatn og litið skal eftir
•Hiúfénu reglulega en daglega eða
oftar ef nauðsyn krefur að mati
forðagæslumanns, ráðunautar eða
dýralæknis“.
íví miður virðist nú,
sem umhyggja allt of
margra hrossaeigenda
fari minnkandi og
kæruleysi og beinlínis
lögbrot fari vaxandi ár
frá ári, í réttu hlutfalli
við aukna og óhóflega
hrossaeign lands-
manna. Mörgum þeirra
finnst sjálfsagt og eðli-
legt að hrossin bjargi
sér á útibeit allan árs-
ins hring, enda þótt
jörð sé gaddfreðin og á
kafi í snjó og aðeins
visin stráin standi upp
úr snjónum. Jafnframt
er oft ekkert rennandi
hreint vatn að fá og skjól er talið
óþarfa lúxus. Eftirlitsaðilar eru ráð-
þrota og sumir þeirra reyna að
mæla þessari meðferð bót, í van-
mætti sínum og algjörri uppgjöf við
að gegna lagaskyldu sinni og stöðva
ósómann.
Tryggjum velferð
hrossa. Sigríður Ás-
geirsdóttir skorar á
hestamannafélög og fé-
lög hrossabænda að
banna útigöngu hrossa
að vetri.
Jafnframt sljóvgast tilfinning
manna fyrir velferð hrossanna og
mælikvarðinn á ástand þeirra er
alltof oft sá, að þau líti vel út og að
hægt sé að klípa í hold hér og hvar.
Þetta segir hins vegar ekkert um
heilsufar þeirra og líðan og til að
taka allan vafa af um það, hvernig
langvarandi útigangur hrossa leik-
ur þau, skal hér birtur kafli úr
Sigríður
Ásgeirsdóttir
krufningarskýrslu, sem gerð var í
janúar 1996, vegna ástands átta
hryssna, úr stórum hópi hrossa,
sem höfðu gengið úti árum saman.
í stuttu máli sagt voru meiri og
minni skemmdir í líffærum allra
hrossanna, aðallega vegna innyfla-
ormasýkingar. I flestum hrossun-
um voru miklar skemmdir í lifur;
bólgur, fituíferð og fitudrep.
Einnig var skemmd í þind flestra
hrossanna. Vöðvaþræðir voru rýrir
og bilaðir. Nýrnabólgur voru í
tveimur hrossanna. Þá var lang-
vinn lungnabólga í nokkrum þeirra
og brjósthimnubólga í sumun en
berkjubólga í öðrum. Langvinnar
skemmdir og bólgur voru í öndun-
arfærum allra hrossanna. Síðan
segir í skýrslunni: „Ljóst er að
hrossin hafa orðið fyrir ofkælingu
og verið viðkvæm sökum vannær-
ingar og ormasýkingar. Miklar
sveiflur í holdafari milli árstíða
eiga sjálfsagt sök á ýmsum líffæra-
skemmdum, sem fundust, einkum
lifrarskemmdum." Því má svo bæta
við, að hrossin þoldu ekki rekstur-
inn í sláturhúsið og núninginn
hvert við annað og mörðust svo, að
skera þurfti burt stóra hluta af
skrokkunum af blóðsprengdu kjöti.
Þetta er ófögur lýsing en engu
að síður sönn og slíkt þarf að fyrir-
byggja. Hin skæða hitasótt í hross-
um gefur nú tilefni til að staldra við
og huga gaumgæfilega að ásig-
komulagi hrossanna í landinu og
búfjár yfirleitt. Alltaf má búast við
að ýmsar sóttir gjósi upp og engar
betri forvarnir eru til en gott þrek
hrossanna sjálfra, til að takast á
við sjúkdóm sem þennan. Hér með
er því skorað á öll hestamannafélög
og félög hrossabænda að taka nú
höndum saman og beita sér fyrir
því að tryggja velferð allra hrossa,
m.a. með því að útigangur að vetri
til verði bannaður og að félags-
mönnum verði ekki liðið að brjóta
lög á hrossum sínum.
Höfundur er lögfræðingur og full-
trúi SDÍíDýraverndarráði.
„ Eftirlitsiðnaður “
í UMFJÖLLUN
fjölmiðla um opinbert
eftirlit af ýmsu tagi er
yfirskrift þessarar
greinar oft notuð sem
einhvers konar sam:
heiti eða samnefnari. f
orðinu felst óneitan-
lega ákveðinn óbeinn
dómur um þá starfsemi
sem orðinu er ætlað að
ná yfir, þ.e. að um sé að
ræða dýrt bákn sem sé
fyrst og fremst til
sjálfs sín vegna fremur
en til að ná þjóðfélags-
legum markmiðum og
viðhalda ákveðnum
kröfum um gæði og ör-
yggi á ýmsum sviðum. Það er því
næsta dapurlegt ef starfsmenn eft-
irlitsstofnana taka sér þetta orð í
munn, eins og gerst hefur.
Á nýafstöðnu Viðskiptaþingi var
því haldið fram í erindi hagfræð-
ings Granda hf. að opinber eftirlits-
starfsemi kosti íslenska skattgreið-
endur árlega um 3 milljarða kr., en
að óbeinn kostnaður vegna kvaða
og krafna gagnvart allri atvinnu-
starfsemi nemi allt að 30 milljörð-
um kr. Þessar tölur munu vera að
mestu samhljóða ágiskunum sem
settar era fram í greinargerð með
lagafrumvarpi ríkisstjómar um eft-
irlitsstarfsemi hins opinbera. Við
þessar tölur leyfi ég mér að gera
tvær almennar athugasemdir. Þeg-
ar beinn kostnaður við rekstur eft-
irlitsstarfsemi er reiknaður ber að
gæta þess að framkvæmd eftirlits
er oft einungis lítill þáttur í starf-
semi ýmissa stofnana sem taldar
hafa verið undir „eftirlitsiðnað".
Dæmi um slíkt er Hollustuvernd
ríkisins, þar sem framkvæmd eftir-
lits er einungis um 10-15% af starf-
seminni. Varðandi seinni þáttinn,
þ.e. kostnað samfélagsins og at-
. vinnulífs vegna þeirra kvaða og
krafna sem felast í nútíma lögum
og reglugerðum, þá er
greinilega um að ræða
mjög öfgafulla og illa
rökstudda framsetn-
ingu. Að kostnaður
vegna eftirlitsskyldra
þátta sé um 30 miljarð-
ar, eða um 6% af
vergri þjóðarfram-
leiðslu, er augljóslega
hrein firra. Þar með
hljóta menn að telja
svo til allt til auka-
kostnaðar sem gerir
okkur að nútíma sam-
félagi og greinir okkur
frá söfnuram og hirð-
ingjum, svo sem öryggi
og hreinlæti í matvæla-
framleiðslu og heilbrigðisþjónustu,
aðbúnað og öryggi fólks í hýbýlum
og á vinnustöðum o.s.frv. Að hér sé
um að ræða fjármuni sem megi losa
Oft er eftirlit í raun
ótrúlega dýrt fyrir
borgarana, segír
Hermann
Sveinbjörnsson, miðað
við hvað er í húfí.
um og veita til meiri þjóðþrifaverka
og hagvaxtar er að mínu mati að
mestu órökstudd slagorð.
í leiðara Mbl. fimmtudaginn 6.
mars sl. var fjallað á mjög athyglis-
verðan hátt um tvö mál sem tengj-
ast umfjöllunarefni þessarar grein-
ar, þ.e. umhverfisstefnu Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna og
mengunarslys við Hafnarfjörð.
Umhverfisstefna SH endurspeglar
í hnotskurn þann veruleika sem
framsækin starfsemi býr við í dag.
Allt helst í hendur: umhverfis-
stjórn, framleiðslustjóm, innra eft-
irlit og gæðakerfi ásamt alþjóðleg-
Hermann
Sveinbjömsson
um stöðlum og vottun. Þannig
tengjast flestir þeirra þátta sem
kenndir eru við eftirlit almennum
framförum í landinu og bættum
þjóðarhag. í seinni grein leiðara
Mbl. hinn 5. mars sl. er m.a. spurt
hvort eftirlit sé nægilegt í tilefni af
því mengunarslysi og lögbrotum
við meðferð úrgangs sem upp
komst nýlega sunnan Hafnarfjarð-
ar. Slík ábending er þarft umhugs-
unarefni með hliðsjón af nýsam-
þykktum lögum um hollustuhætti
og mengunarvarnir og markmið
fyrrgi-einds lagafrumvarps um op-
inbera eftirlitsstarfsemi. Þar er
kveðið á um að kostnaður við eftir-
lit megi aldrei verða meiri en sem
nemur reiknuðum eða áætluðum
ábata þjóðfélagsins. Þegar áföll og
slys verða virðast Islendingar yfir-
leitt ekki telja einhlítt eða nægilegt
að styðjast við kostnaðar- eða arð-
semisútreikninga til að ákveða að-
gerðir eða móta stefnu.
Oft er eftirlit í raun ótrúlega
ódýrt fyrir borgarana miðað við
hvað er í húfí. Sem dæmi má nefna
að allt umhverfis- og heilbrigðiseft-
irlit ríkis og sveitarfélaga kostar um
200 miljónir kr. á ári eða tæplega
800 kr. á hvern mann. Ymsir út-
gjaldaliðir heimilanna, sem þykja
oftast sjálfsagðir, hlaupa á öðrum
stærðargráðum. Til dæmis má laus-
lega áætla að skylduti-ygging á bíla-
flota landsmanna kosti árlega ekki
undir fjórum milljörðum kr. eða
rúmlega 15 þús. kr. á hvert manns-
barn í landinu.
Mikilvægt er þó að hafa ætíð hug-
fast að eftirlitsstarfsemi sé ekki til
sjálfs sín vegna. Vinna verður eftir
ákveðnum markmiðum, sem oft er
hægt að ná á skilvirkari hátt með
nútíma stjórnunar- og eftirlitskerf-
um og einkavæðingu á ákveðnum
þáttum þar sem það á við. Ábyrgðin
á að markmið náist og að lögboðn-
um reglum sé fylgt er þó eftir sem
áður á hendi viðkomandi opinberrar
eftirlitsstofnunar.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Hollustuvemdar ríkisins.
Fangar frelsis-
ins - Fjalla-Ey-
vindur og Halla
SÚ ákvörðun Fjalla-
Eyvindarfélagsins að
reisa minnisvarða um
Eyvind og Höllu á
Hveravöllum hefur
fengið mjög góðar
undirtektir. Magnús
Tómasson listamaður
vinnur verkið. Þau
hjón voru á sinni tíð
aldrei dæmd sem
sakamenn en lifðu æv-
intýralegu lífi á eilífum
flótta undan réttvís-
inni og byggðamönn-
um. Þjóðsagan er
römm og hefur slegið
ævintýraljóma á hfs-
hlaup Eyvindar og Höllu. Hann
var langt á undan samtíð sinni á
mörgum sviðum og svo fljótur á
handahlaupum að fráir hestar
höfðu ekki við honum. Alltaf
fylgdust þau að og frelsaði Ey-
vindur Höllu aftur og aftur úr
höndum sýslumanna með ótrúleg-
um hætti.
Hver hin raunverulega ógæfa
var sem olli útlegð þeirra er óljós
því þegar byrjað er að auglýsa eft-
ir Eyvindi er hann fyrst og fremst
horfinn vinnumaður frá Traðar-
holti í Flóa, sem hefur yfirgefið
barnsmóður sína sem var dóttir
Jörgens Möllers þjóns í Skálholti.
Eyvindur hefur enga ástæðu til að
leyna nafni sínu þegar hann sest 1
bú með ungri ekkju vestur á fjörð-
um. En þar taka málin að gerjast.
Hveravellir eru
tilvalinn staður fyrir
minnisvarðann um
Eyvind og Höllu.
Guðni Ágústsson
skorar á fólk að láta
fjárhæð af hendi
rakna í söfnunina.
Upphafið var áburður um að hafa
stoíið golsóttum sauð úr búi ná-
grannans. Slíkt var brennimerk-
ingarsök og kannski var það ást-
arfarsinn svikin við dóttur danska
þjónsins og golsóttur sauður sem
gerðu Eyvind og Höllu að föngum
frelsisins á öyæfum Islands í ein
tuttugu eða þrjátíu ár.
Fjalla-Ey vindur
alltaf vinsæll
Hvað sem því líður þá er full
ástæða fyi'ir okkur að gera sögu
þeirra skil, svo sérstök var hún.
Meðan þau lifðu kom það til tals að
gefa þeim upp sakir og semja við
þau frið ef Eyvindur vildi gerast
leiðsögumaður yfir miðhálendið.
Nú er miðhálendi íslands perla í
ferðamensku samtímans því er það
við hæfi að reisa þeim manni sem
oft hefur verið nefndur konungur
öræfanna og drottningu hans
minnisvarða. Margt bendir til að
það hafi verið lítil sök sem orsakaði
alla þeirra baráttu því Fjalla-Ey-
vindur var vel látinn maður og átti
vini, sem hlífðu honum og hjálpuðu,
jafnvel í röðum sýslumanna og
presta. Sveitungar Eyvindar tóku
ávallt málstað hans og mönnum í
Hrunamannahreppi var það heiður
að rekja ættir sínar til hans og
þannig er það enn í dag. Fræg er
sagan af Helga Haraldssyni á
Hrafnkelsstöðum sem dvaldi sem
ungur maður með Þingeyingum
fyrr á öldinni. Þingeyingar fóru í
mannjöfnuð við Helga á kvöldvöku
sem haldin var. Leikurinn fór
þannig fram að þeir
nefndu mann úr sinni
sýslu og báðu um jafn-
oka úr Árnessýslu.
Gekk leikurinn lengi
kvölds þar kom að
þeir nefndu Jóhann
Sigm’jónsson skáld og
töldu Helga eiga erfitt
með að finna jafnoka
hans. Helgi nefndi
Fjalla-Eyvind Jónsson
frá Hlíð. Þótti Þingey-
ingum tilnefning
Helga undarleg og
þóttust nú hafa sigur
en Helgi sagði að lífs-
hlaup og afrek Ey-
vindar hefðu orðið Jóhanni slík
uppspretta að án afreks hans hefði
Jóhann ekki samið leikritið um úti-
legumennina o.s.frv. Urðu þeir að
fallast á þessi rök og hélt leikurinn
áfram.
Minnismerki -
verklýsing
Leita skal uppi stein, sem væri á
að giska 120x120x160 cm á hvern
kant, svipaður að lögun og sá sem
líkanið sýnir. Sá steinn yrði síðan
sagaður í tvennt, efri helmingi síð-
an lyft upp á 23-25 teina eða rimla
úr kortenstáli eða bronsi. Þeir tein-
ar eða rimlar mynda ferhyrnt búr
utan um tvo steina, sem hoggnir
yrðu í hjartalaga form. Vel mætti
hugsa sér að annar steinninn yrði
sóttur í átthaga Eyvindar en hinn í
átthaga Höllu. Utan á minnisvarð-
anum eða á stökum steinum við
hlið hans yrði texti er greindi í
stuttu máli frá helstu æviatriðum
Eyvindar og Höllu, og þá gjarnan á
nokkram tungumálum. Hugsanlegt
er að steinn sá er sagaður yrði í
miðju væri til muna óreglulegri en
sá sem sýndur er á módelinu, held-
ur stærri um sig og myndu þá riml-
arnir mynda ferkant inn á hinum
sagaða fletí, en jaðrar steinsins
skaga út fyrir eins og þurfa þætti.
Við staðsetningu og uppsetningu
yrði þess gætt að raska engu í um-
hverfi, og staðsetning yrði vita-
skuld að vera gerð með samvinnu
réttra aðila.
Hvers vegna
Hveravellir
Hveravellir eru tilvalinn staður
fyrir minnisvarðann. Þeir eru í al-
faraleið á milli héraða og þar eru
tóttarbrot og hver sem kennd eru
við Eyvind. Fjalla-Eyvindarfélag-
ið stendur enn fremur fyrir ráð-
stefnu í vor á Flúðum um Eyvind
og Höllu, þar sem fræðimenn
munu svara því hver þau voru.
Grunnskólabörn í Árnes- og
Húnavatnssýslum heyja ritgerðar-
samkeppni um lífshlaup þeirra.
Gangi fjársöfnun vel mun félagið
huga að fleiru sem þeim tengist
jafnvel reisa Eyvindarstofu og
heiðra legstað þeirra beggja
vestra.
Félagið heitir á einstaklinga og
fyrirtæki að ganga í Fjalla-Ey-
vindarfélagið og láta einhverja
fjárhæð af hendi rakna. Sýslu-
menn Árnesinga og Húnvetninga
endurskoða reikninga félagsins.
Reikningur félagsins er gullreikn-
ingur í Búnaðarbanka Islands á
Selfossi nr. 99. á nafni Eyvindar
og Höllu, kennitala 430398-2029.
Félagið heitir á sem flesta að ger-
ast virkir þátttakendur og styrkja
minnisvarðann FANGAR
FRELSISINS.
Höfundur er alþingismaður og
formaður Fjalla-Eyvindarfélags-
ins.
Guðni Ágústsson