Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 21
NEYTENDUR
Nýjar öryggisreglur væntanlegar
Þegar velja á
vagn eða kerru
A NÆSTA ARI ganga í gildi nýjar
öryggisreglur um ýmsan búnað
fyrir böm. Herdís Storgaard hjá
Slysavamarfélagi Islands segir að
samkvæmt þeim sé að ýmsu að
huga þegar fjárfest er í hlutum á
borð við kerrur, vagna, göngu-
grindur eða smábamarúm. Á
næstu vikum munum við birta hér
á neytendasíðu ramma þar sem
Herdís gerir grein fyrir þeim ör-
yggiskröfum sem gerðar verða til
búnaðar fyrir böm og fólk getur
haft til hliðsjónar þegar það ætlar
að kaupa slíkan búnað eða fá hann
að láni.
Bamavagnar
„Flestar tegundir barnavagna
em fyrir böm frá fæðingu til
þriggja ára. Bamavagninn á að
hafa traustar bremsur sem er auð-
velt að nota. Þær eiga að vera það
sterkar að þær haldi vagni kyrram
í brekku þó auðvitað eigi aldrei að
skilja vagn eftir í brekku. Góð
fjöðrun á að vera í vagninum og
skarpir hlutir eiga ekki að vera í
honum né skrúfur og rær sem
bamið getur losað og sett upp í sig.
Það eiga að vera festingar fyrir
beisli í vagninum og þegar beislin
era notuð eiga þau að falla þétt að
líkama bamsins. Mikilvægt er að
barn geti ekki snúið sér í beislinu."
Barnavagn og kerra
„Það hefur færst í aukana á liðn-
um áram að foreldrar kaupi vagn
sem hægt er að breyta í kerra. Við
val á þessari tegund er mikilvægt
að ganga úr skugga um að bak-
stykkið sem hægt er að stilla sé vel
fest og búnaðurinn traustur. Komið
hefur fyrir að þessi hluti vagnsins
er það lélegur að hann hefur gefið
sig og barnið dottið aftur fyrir sig
og slasast illa. Annars eiga sömu
reglur við um þessa vagna og
barnavagnana hér að ofan.“
Kerrar
„I kerram á að vera klofband
sem hindrar að bamið geti rennt
sér úr kerranni. Það er mikilvægt
að hafa böm í beisli því alvarleg-
ustu slysin hafa orðið þegar börnin
hafa staðið uppúr þeim og fallið í
götuna eða þau hafa náð að skríða
úr kerrunni."
KÓPAVOGUR
Höfum verið beðnir um að auglýsa eftir einbýli,
parhúsi eða raðhúsi í Kópavogi
sem kostar allt að 16 millj.
Traustir aðilar sem búnir eru að selja.
Fasteignasala íslands
sími 588 5060.
Komdu og kynntu þér
frábæru B2I 0LI60 VIT-A-MI
kremlínu, sem er sérhönnuð
fyrir viðkvæma og
ofnæmisgjama húð.
Snyrtifræðingur verður í
versluninni í dag og á morgun '
og veitir þér ráðgjöí um
andlitskrem og förðunarvörur.
Glæsilegur kaupauki.
Verið velkomin.
iSNYRTIVÖRUVBRSLUNIH
GLÆSHÆ
síml 568 5170
Lítið mál
Vöm gegn áhrifum
álags og streitu
í daglegu lífi verður fólk fyrir ýmsum áreitum
sem nafa skaðleg áhrif á neilsuna. Þetta eru
þættir eins og vinnuálag, streita, mengun og
svefnleysi. Afleiðingamar geta verið veikara
ónæmiskerfi og ójafnvægi í meltingu.
LGG+ er styrkjandi dagskammtur unninn úr
fitulausri mjólk og inmneldur LGG-gerla auk
annarra heilnæmra gerla og trefjaefna sem
m.a. bæta og koma jafnvægi á meltinguna.
LGG-gerlar eru náttúrulegir og afar gagnlegir
gerlar sem finnast í heilbrigðum meltingarvegi
sumra einstaklinga. Magasýrur og gall vinna
lítt á þeim og þeir halda fullum krafti á ferð
sinni um meltingarveginn. Það gerir þeim
kleift að virka jákvætt á sjálfa þarmaflóruna
þar sem gagnsemi þeirra er mest.
LGG-gerlar búa yfir einna mestu mótstöðuafli
allra þekktra mjólkursýrugerla, hafa maigþætta
vamarverkun, bæta meltinguna og stuola að
vellíðan. Plúsinn stendur fyrir aðra æskilega
gerla, svo sem a- og b-gerla sem neytendur
þekkja af góðri reynslu auk óligófrúktósa sem
er trefjaefni sem m.a. örvar vöxt heilnæmra
gerla í meltingarveginum.
Ein lítil flaska af LGG+ er styrkjandi dagskammtur fyrir heilbri gt fólk á öllum aldri, börn jafnt
sem fullorðna. Einnig er mælt með drykknum fyrir fólk sem býr við ójafnvægi í meltingu af
vðldum ytri þátta eins og streitu, kaffidrykkju, inntöku fúkkályfja, geislameðferða o.fl. Það
tekur LGG+ einn mánuð að byggja gerlaflóruna upp á ný og tif að viðhalda áhrifunum til fulls
er æskilegt að neyta þess daglega. Fjðlgun LGG-gerlanna í sjálfum ipeltingarveginum er fremur
hæg og þvi tryggir stöðug notkun virkni þeirra best. g
LGG+ er náttúruleg vara, sérsniðin að nútímalífsháttum. Að baki henni íiggjá úmfangsmiklar
vísindarannsóknir og þróunarvinna sem sannað hafa margþætta varnarverkun sé hennar neytt
reglubundið. LGG-gerillinn er sá mjólkursýrugerill sem hvað mest hefur verið rannsakaður í
heiminum. Strangt gæðaeftirlit er með framleiðslu á LGG+ og framleiðsluaðferðin tryggir að
gerlamagnið sé aíltaf hæfilegt svo drykkurinn hafi tilætluð áhrif.
LGG+ er sjálfsagður hluti af hollu og heilsusamlegu mataræði