Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Þjóðarátak í vegamálum ÞEGAR forseti vor, Olafur Ragnar Gríms- son, leit á það sem sitt fyrsta embættisverk að hvetja til þjóðarátaks í vegamálum á Islandi eftir sunnudagsbíltúr til Vestfjarða, vitaskuld með uppbyggingu vega y á sunnanverðum Vest- fjörðum efst í huga, verður ekki hjá því komist að spyija hvort ekki sé ástæða til að endurskoða málefni Reykjanesbrautar. Það nauðsynlega verkefni hlýtur að komast ofar- lega á lista átaksins. Ekki síst í ljósi þess að jarðganga- óðir Islendingar hljóta að vera búnir að fá sínum kvóta úthlutað í bráð. Við höfum göng um Olafs- fjarðarmúla upp á 1,3 milljarða. Við höfum Vestfjarðagöng upp á 4,2 milljarða. Svo eru það blessuð Hvalfjarðargöngin með sinn undir- ' ’ búningskostnað, könnunarkostnað og sína ríkisábyrgð. Austfírðingar kyrja sinn söng um næstu göng, með dyggan stuðning Vestfirðinga á bak við sig, eftir einhveija póli- tíska hagsmunahomasamninga í sölum Alþingis. En Vestfirðingar hafa gert sér grein fyrir að í dag er dagur millihðarins. Hann spilar hlutverk sendiboðans sem hleypur á milli höfuðstöðvanna, en í lok dagsins kemst maður að því að þetta eru allt saman iygar og róg- burður. Allir kyrja sinn söng um næstu göng. Þetta fer að hljóma eins og blokkflautan í Færeyjum. Allir vilja eitthvað fyrir sinn snúð. Ef það eru ekki göng, þá eru það aríur um bundið slitlag eða ljós í myrkri. Það er deginum ljósara að forseta vorum hefur tekist að tala kjark í fleiri úrbótahetjur en hag- kvæmniathuganir átaksins sögðu fyrir um. Ótrúlegustu aðilar hafa risið upp frá því átakið hófst og sagt sína skoðun á vegafram- kvæmdum landans. Endalausar greinar í öllum blöðum um ótrúleg- ustu vegaframkvæmdir sem verður að koma í verk. Mér er minnisstæð ^ grein sem heimspekingurinn og rithöfundurinn Indriði G. Þor- steinsson skrifaði í Morgunblaðið fyrir allnokkru. Þar gróf hann upp gamla samþykkta þingsályktunar- tillögu Eggerts Haukdal um lýs- ingu Hellisheiðar og notaði orðsnilli sína til að tala kjark í Sunn- lendinga. Menn skrifa og hvetja til aðgerða eða reyna að eigna sér þær sem þegar hafa náðst í gegn. Þó svo að Skeiðarárhlaup hafi lækkað rostann í mörgum, því forgang- ur þar var óumflýjan- legur, er öllum ljóst að fjöldi aðila hefur nú tekið ástfóstri við vegamál og þjóðar- átakshlaup hæstvirts Ólafs forseta er löngu hafið. Hér með skrái ég mig í hlaupið rétt á eftir Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borg- arstjóra. Eg reyni svo hér með að draga hana uppi með tillögu sveit- Það er engin tilviljun, segir Ríkharður Ibsen, að Reykjanesbrautin er oft kölluð „Svarti vegurinn“. arfélaga að forgangsröðun fram- kvæmda fyrir vegaáætlun fram til ársins 2010, þar sem hún tók á rás upp Sundabrautina með hugsan- legar fjárveitingar til tvöfóldunar Reykjanesbrautar í fanginu. Samstaða Suðurnesjamanna um lífæðar Rómaveldis Vegaframkvæmdir og ávinning- ur þeirra voru lífæðar Rómaveldis. Nú virðist sem Suðumesjamenn hafi tekið Rómveija sér til fyrir- myndar og gert sér grein fyrir snilli þeiira. Samband sveitarfé- laga á Suðumesjum setti tvöföldun Reykjanesbrautar á oddinn í vega- málum á aðalfundi sínum hinn 26. október 1996. Var það góðra gjalda vert en reyndar vel tímabær leið- rétting á þeim hrapallegu mistök- um sem áttu sér stað á fundi sam- bandsins 8. október 1992 þegar tvöfóldunarinnar var getið í 5. lið, „svona rétt aukalega", og fór því framhjá flestum. Þessi mistök ónefndra aðila drógu aldeilis dilk á eftir sér, því allar aðgerðir, eftir þessar gáfulegu niðurstöður, vom kæfðar í fæðingu af valdhöfum á Ríkharður Ibsen TILBOÐIMARS A barnamyndatökum B A R N A 'ff FJÖISKYIDIJ LJOSMYNDIR Ármúla 38 • sími 588-7644 Gunnar Leifur Jónasson Alþingi á þeim forsendum að raun- vemlegur vilji væri ekki fyrir þess- um framkvæmdum. Astæðan ósköp einföld. Héraðsnefnd taldi tvöföldunina ekki forgangsverk- efni. Allar aðgerðir hingað til hafa því rannið út í sandinn. En nú hafa menn sameinast um þetta mikil- væga mál og á þeim forsendum stóðu allir þingmenn kjördæmisins að þingsályktunartillögu um tvö- földun Reykjanesbrautar. Þess má reyndar geta að það var í 7. sinn sem þingsályktunartillaga var flutt um þetta sama mál. Avinningurinn, tvöföldun Reykjanesbrautar, er kominn inn á vegaáætlun. Þannig að þeir aðilar sem þykjast geta gert hosur sínar grænar fyrir eign- araðild að lýsingu Reykjanesbraut- ar ættu að hafa sig hæga og gera sér grein fyrir því að Róm var ekki byggð á einum degi. Það er reynd- ar alltaf gaman að því þegar menn slá sig til riddara á gölluðum granni. Það skiptir ekki máli hvað- an gott kemur og eftirsjá er andleg sóun. Við brýnum vopnin og látum kné fylgja kjördæmapoti, Ingi- björg! Hagsmunamál sem setið hefur á hakanum Það er búið að berjast fyrir tvö- földun Reykjanesbrautar í á annan áratug. Eins og fyrr segir hafa sjö þingsályktunartillögur verið bom- ar upp á Alþingi og allar hlotið lít- inn sem engan hljómgrann. I öllum þessum tillögum hafa verið dregin fram í dagsljósið rök sem renna styrkum stoðum undir nauðsyn þessara framkvæmda. Rök eins og slæm akstursskilyrði sem orsaka umferðarslys. Það er engin tilvilj- un að Reykjanesbrautin er oft köll- uð „SVARTI VEGURINN“. Eng- inn annar vegur hefur sambæri- lega slysasögu, hvort sem mælt er í fjölda slysa, mannslífum eða eigna- tjóni. Rök eins og umferðarþungi þar sem mesta umferð nálgast hraðbyri 8.000 bifreiðir á sólar- hring. Þar kemur til það álit sér- fræðinga Vegagerðar ríkisins að ef mesta umferð nær 8.000-10.000 bif- reiðum á sólarhring verður að að- skilja akstursstefnur. Rök eins og gífurlegir þungaflutningar sem era skýr ábending um að almennir arð- semisútreikningar vegafram- kvæmda era ófullnægjandi til að meta arðsemi og þörfina á því að tvöfalda brautina. Arlega fara allt að 100.000 tonn einungis af flug- vélabensíni um brautina síðast þegar ég gluggaði í þær tölur. Svo ekki sé minnst á vöraflutninga milli landa, sem fara í vaxandi mæli fram með flugi. Að ógleymdum hugsanlegum framkvæmdum sem stuðla að því að atvinnulíf á Suður- nesjum taki fjörkipp. Magnesíum- verksmiðja á Reykjanesi, 40.000 tonna alkóhólsverksmiðja, vaxandi starfsemi við Leifsstöð, gífurleg uppsveifla á þjónustu hjá Flugleið- um o.s.frv. Samstarf atvinnufyrir- tækja á Suðurnesjum og á höfuð- borgarsvæðinu hefur einnig farið stigvaxandi og það hefur í för með sér aukna umferð. Bættar sam- göngur era höfuðforsenda þess að tengja megi atvinnulíf þessara tveggja landsvæða saman. Allir flugfarþegar sem koma til og fara frá Islandi eiga leið um Reykjanes- brautina og því má segja að hún sé þjóðvegur allra landsmanna. Höfundur er formaður Heimis, fé- lags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Við höfnum forsjárhyggju RÁÐSTEFNA um ný viðhorf í öldrunarmálum var haldin í Kópa- vogi 7. mars s.l. Það þótti tilhlýðilegt að fá eldri mann til að leggja til forspjallsorð á slíkri ráðstefnu og var til kallaður Marcus Tullius Cicero en hann lauk jarðvist sinni árið 45 fyrir Krist. „Þroskaskeiði ellinn- ar eru engin föst tak- mörk sett og gamall maður nýtur sín vel meðan hann gegnir skyldum sínum og virðir dauðann að vettugi. Af þessu leiðir að ellin reynist jafnvel djarfari en æskan.“ Svo mælti hinn vitri Cicero. A ráðstefnunni Kópavogi vora 170 manns og þar lögðu skipulega til málanna í ræðu og pallborði þau Vilhjálmur Árnason heimspeking- ur, Þorgeir Jónsson læknir og eldri borgari í Kópavogi, Ásdís Skúla- dóttir félagsfræðingur, Guðrún Jörundsdóttir listvefari og eldri borgari í Kópavogi, Ástríður Stef- ánsdóttir læknir og Aðalsteinn Sig- fússon félagsmálastjóri. Einnig lásu félagar úr Bók- menntaklúbbi Hana nú valda kafla úr grískri heimspeki sem hæfðu deginum og eldri borgarar sýndu fagra vikivaka. Þessi ráðstefna var um margt óvenjuleg. Hana sótti fólk úr ólík- um störfum og stéttum og á ólíkum aldri. Þama var fólk úr flestum greinum öldranarþjónustu og úr félagsstarfi aldraðra, fólk frá fé- lagsmálastofnunum og félagsmála- störfum sveitarfélaga, fólk úr nefndum sveitarfélaga, fólk í fram- haldsnámi í öldrunarþjónustu, fólk úr félögum eldri borgara víða af landinu, fólk úr Frístundahópnum Hana nú og vafalaust margir aðrir. Einnig mættu bæjarfulltrúar og sveitarstjórnarfólk og allmargir al- þingismenn sátu sem fastast. Fólk kom víða að en til ráðstefnunnar var blásið af Kópavogsbæ, Félagi eldri borgara í Kópavogi og Hana nú. Og til hvers var svo þessi ráð- stefna haldin? Safnaðist fólk saman til að kynnast nýjum sannleika, finna enn einu sinni upp hjólið? Nei. Raunar ekki. Hér var verið að kynna og rök- ræða hugmyndafræði sem Frí- stundahópurinn Hana nú í Kópa- vogi hóf að móta fyrir 14 áram. Fram kom á ráðstefnunni að þessi hugmyndafræði féll vel að þeirri framsetningu sem fyrirlesarar lögðu til umræðunnar á ráðstefn- unni þó að þeirra nálgun væri stundum önnur. Og hver er þá þessi hugmynda- fræði? Hún er einföld. Og þessi hugmyndafræði kemur ekki frá skrifborði fræðimanna. Fólkið í Hana nú mótaði hana í starfi sínu. Það má orða þessa hugmynda- fræði annarsvegar þannig að þeg- ar um „þjónustu" við fullorðið fólk er að ræða þá er unnið „með“ fólki en ekki „fyrir“ fólk. Sjálfsákvörð- unarréttur fólks er virtur. Það er til dæmis ekki farið með fólk í leik- hús heldur er farið með fólki í leik- hús. Hin hliðin á hugmyndafræðinni er hins vegar mjög róttæk. Sú hliðin sem snýr að fé- lagslegri stöðu fullorð- ins fólks í þjóðfélag- inu. Hvernig fólk und- irbýr ellina. í fram- kvæmdinni er þetta þannig að fólk byrjar, eða réttara sagt held- ur áfram eðlilegri þátttöku í öllum þátt- um þjóðfélagsins þeg- ar verkalokin nálgast. Lífeyrisþegar og vinn- andi fólk tekur sig saman og fer í „félags- leg“ ferðalög inn í þjóðfélagið og tekur þátt í öllum þáttum hins daglega lífs - list- um, menningu, skemmtum og al- mennu félagslífi - en lætur ekki setja sig á sérstakan bás við verkalokin þar sem „kerfið" býr oft til sérstakar þarfir fyrir Á ráðstefnu um ný við- horf í öldrunarrriálum, segir Hrafn Sæmunds- son, var hugmynda- fræði Frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi kynnt. „gamla“ fólkið. Það er þetta sem Hana nú hefur verið að gera í 14 ár. Og þessi hugmyndafræði hefur ekki einungis verið tekin upp í al- mennu félagsífi heldur einnig í fé- lagsheimilum aldraðra í Kópavogi. Fyrst í Gjábakka þegar starfsemi hófst þar fyrir 5 áram og nú í nýja félagsheimilinu Gullsmára þar sem ráðstefnan var haldin. I þessum félagsheimilum aðstoð- ar starfsfólk gesti eftir þörfum, en lögð er áhersla á að örva fram- kvæði fólks og öllum nýjum hug- myndum um nýja starfsemi og nýj- ar tilraunir er vel tekið. Um þetta allt saman var beint og óbeint skeggrætt á ráðstefnunni í Gullsmára 7. mars. Sú heppni hefur fylgt þessum til- raunum í Kópavogi að bæjaryfir- völd hafa sýnt starfseminni mikinn skilning og skapað ytri aðstæður. Annars hefði þetta ekki tekist. Þessi grein hófst á tilvitnun í Cicero og hún endar á setningu sem kom fram í máli Ásdísar Skúladóttur á ráðstefnunni sem segir lungann úr hugmyndafræð- inni. „Líf okkar ætti að vera ein sam- fella þar sem upphafið, meginkafl- inn og lokakaflinn væru í full- komnu jafnvægi.“ Höfundur er fulltrúi á Félagsmála- stofnun Kópavogs. Hrafn Sæmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.