Morgunblaðið - 19.03.1998, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.03.1998, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 13 FRÉTTIR Einstaklingur hefur komið upp vef á netinu um vegamál á Vestfjörðum Eflist við hverja ferð suður / Ahugamaður um vegamál hefur komið upp upplýsingasíðu um vega- og samgöngumál á netinu. Vegavefínn nefnir hann Vestur- --------------_____--------7>---- leið vegna áhuga síns á að tengja Isafjörð við hringveginn með því að leggja áherslu á vegasamband um heiðarnar suður í Vatnsfjörð og þaðan til Reykjavíkur. Helgi Bjarnason ræddi við Jónas Guðmundsson. JÓNAS Guðmundsson sýslu- maður í Bolungarvík þarf stundum að fara til Reykja- víkur. Hann flýgur síður, ef hann kemst hjá því en lætur sig þó hafa það þegar nauðsyn ber til. Hef- ur hann mikinn áhuga á að stytta sem mest akveginn til Reykjavíkur svo landleiðin verði raunhæfur val- kostur en leiðin er nú hátt í 600 km löng. Vegamálin hafa mik- ið verið til umræðu á Vestfjörðum undanfar- in ár og skiptar skoðan- ir um það hvernig tengja ætti norðan- verða Vestfirði við hringveginn. Jónas hef- ur tekið þátt í þessum umræðum á opinberum vettvangi og talað fyrir svokallaðri Vesturleið. Nefnd á vegum Fjórð- ungssambands Vest- firðinga komst hins vegar að þeirri niður- stöðu að leggja ætti höfuðáherslu á bættar vegasamgöngur um ísafjarðardjúp og að leiðin suður færi síðan um Arnkötludal og Gautsdal (Trölla- tunguheiði) að Gilsfjarðarbrú. Tenging milli suður- og norðurhluta Vestfjarða er aftast á verkefnalist- anum hjá nefndinni. Sömu áherslur eru í þingsályktunartillögu sam- gönguráðherra um langtímaáætlun í vegagerð og ekki er gert ráð fyrir tengingu milli Dýrafjarðar og Arn- arfjarðar á áætlanatímabilinu sem nær til 2010. Vesturleið hagkvæmari Jónas hallast að því að til lengri tíma litið sé hagkvæmara að fara Vesturleið frá norðanverðum Vest- fjörðum inn á hringveginn. Sú leið lægi frá ísafirði suður í Vatnsfjörð og tengdist þar leiðinni frá sunnan- verðum fjörðunum áfram í Gilsfjörð og um Bröttubrekku inn á hring- veginn. „Sú leið veitir mesta mögu- leika á styttingu á tengingu við hringveginn og hún nýtir þau dýru mannvirki sem þegar eru komin, Vestfjarðagöng, Dýrafjarðarbrú og Gilsfjarðarbrú. Þessi leið tengir einnig saman byggðina á norðan- verðum og sunnanverðum Vest- fjörðum og nýtist fólkinu sem býr á leiðinni og þar með miklum meiri- hluta fólks í kjördæminu," segir Jónas. Núverandi heilsársleið um ísa- fj arðardj úp, Steingrímsfj arðarheiði, Strandir og Holtavörðuheiði til Reykjavíkur er 570 kílómetrar og eftir að Hvalfjarðargöng komast í gagnið verður leiðin 528 kílómetrar. Sumarleiðin verður raunar innan við 500 km. Með vegi yfir Trölla- tunguheiði yrði heilsársleiðin 455 kílómetrar. Ekki er hægt að stytta þá leið mikið til viðbótar. Er þetta sama vegalengd og Vesturleiðin í dag en hana er hægt að stytta veru- lega með göngum úr Dýrafirði í Ai-narfjörð og þverun fjarða í Aust- ur-Barðastrandarsýslu og yrði leið- in innan við 400 kílómetrar eða 60 kílómetrum styttri en leiðin um Isa- fjarðardjúp og Tröllatunguheiði. Til þess að unnt sé að fara Vesturleiðina þarf að gera jarðgöng í stað vegar yfir Hrafnseyrar- heiði og síðan heilsárs- veg yfir Dynjandis- heiði. Kostnaður við þessi verk er áætlaður um 2,5 milljarðar kr. Leggur Jónas til að frekari framkvæmdum við veginn um ísafjarð- ardjúp sem kostar á annan milljarð verði slegið á frest og pen- ingarnir notaðir strax í Vesturleið. Töluvert væri hægt að gera fyrir það fé. Fram kemur sú skoðun hjá Jónasi að ferjusiglingar yfir Breiðafjörð legg- ist væntanlega af á næstu árum enda sé dýrt að reka ferjur og þær að verða úreltar. Er þetta í sam- ræmi við áform stjórnvalda því í til- lögu að langtímaáætlun í vegagerð er gert ráð fyrir nýjum vegi um Barðaströnd og Austur-Barða- strandarsýslu til að tengja þéttbýl- isstaðina á sunnanverðum Vest- fjörðum við hringveginn. Hagkvæmustu jarðgöngin Eftir að hafa kynnt sér hugmynd- ir um jarðgöng til Siglufjarðar og á Austurlandi og upplýsingar um færð á viðkomandi fjallvegum segist Jónas hafa komist að þeirri niður- stöðu að jarðgöng á milli Dýrafjarð- ar og Arnarfjarðar væru að mörgu leyti mun brýnni framkvæmd. Jarð- göng á Vestfjörðum myndu opna Vesturleið með þeim kostum sem hann hefur rakið. Jónas viðurkennir að ákveðin óvissa ríki um veg yfir Dynjandis- heiði, hvort hann yrði fær allt árið. Með hliðsjón af reynslunni af vegin- um yfir Hálfdán segist hann þó ekki sjá að Dynjandisheiði ætti að verða verulega erfiðari yfirferðar en til dæmis Steingrímsfjarðarheiði, ef vegur yrði vel úr garði gerður. Jafn- framt bendir hann á þann mögu- leika að leggja veg meðfram Dynj- andisvogi að sunnanverðu, um Mos- dal og um Helluskarð, en það lengi leiðina nokkuð. Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að fara með ströndinni allt í Trostansfjörð. Ekki mikill hljómgrunnur Jónas er áhugamaður um notkun netsins og sá að þar væru miklir Jónas Guðmundsson Vestfjarðargöng Bolungarvík \ ísafjörður Isafjörður Steingríms fjarðarheið Hólrtíavík Trölla',/ tungu-úr/ u~:a: /// ’orska-\ farðar- j heiði \i Reykhólar Hrafns- eyrar- heiði Hornstrandir 600 10 jðkurf//-^ / /7 Aw j /' <T 1 /^SaurbærS í / Um Hvalfjarðargöng, Tröllatunguheiði, Steingrimsfjarðarheiði og Djúp — 455 km Y Vesturleiðnú--------------------------------------------------------455 km V-,S Vesturleið um Hvalfjarðargöng + styttingar-------------------------- 396 km Vegur/brú milli Reykja- REYKJAVÍK - ÍSAFJÖRÐUR ness ot>Sk<llaness möguleikar til að gera þessu máli skil í myndum og texta. Til þess að kynna hugmyndir sínar í vegamál- um safnaði hann upplýsingum inn á vefsíðu á netinu. Síðan sem nefnist Vesturleið og er á slóðinni www.snerpa.is/vestur er orðin mik- ill upplýsingabanki um vega- og samgöngumál Vestfjarða og að hluta til landsins alls. Upplýsing- arnar eru settar fram á kortum, ljósmyndum og texta. „Með hinni nýju tækni, internetinu, gefast al- veg nýir möguleikar á að safna sam- an upplýsingum og fróðleik og koma skoðunum og viðhorfum á framfæri í máli og myndum og fá skoðanir og viðhorf annarra á sama vettvangi,“ segir hann m.a. á Vefsíð- unni. Jónas viðurkennir að hann hafi enn ekki fengið mikinn hljómgrunn fyrir hugmyndum sínum um Vest- urleið, þrátt fyrir augljósa kosti. Það telur hann helgast af þvi að bú- ið sé að leggja töluverða fjármuni í hina leiðina og fólk sjái það ekki fyrir sér að fjármunir fáist í Vestur- leiðina. Þá sé ekki hægt að neita því að vegurinn um Isafjarðardjúp sé að mestu leyti á láglendi og því ör- uggari. En Jónas lætur þetta ekki á sig fá og heldur áfram að bæta vef- síðuna. „Ég eflist í þessu í hvert skipti sem ég þarf að fara til Reykjavíkur," segir hann. HONDA 4 cLyra 1_4-SJ ______________ 9 0 h e s t ö f l Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri InnifaUð í verði bíisins 1400cc 1ó ventla vél með tölvustýrðri innsprautunl Loftpúðar fyrir ökumann og farþega4 Rafdrifnar rúður og speglar4 ABS bremsukerfi4 Samlæsingar 4 14" dekk4 Honda teppasett4 Ryðvörn og skráning 4 Útvarp og kassettutækil Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1.550.000,- 115 hestöfl V.6 rð__b__q q t una:—1.45 5l» Q Q Q f ~ Sjálfskipting kostar 100.000,- Fjarstýrðar samlæsingar 4 hátalarar Hæðarstillanlegt ökumannssæti Sjálfskipting 100.000,- 0 HONDA Si'mi: 520 1100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.