Morgunblaðið - 20.03.1998, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Clinton segir samstarfíð við ísland byggjast á anda hins íslenska Leifs Eiríkssonar
Landafundur Leifs minnir
á gildi frumkvöðulsins
ÞAÐ fór vel á með Kolfinnu Baldvinsdóttur, Bill Clinton Bandaríkjaforseta, Starkaði Sigurðarsyni, Jóni Bald-
vin Hannibalssyni sendiherra og Bryndísi Schram í Hvíta húsinu á mánudag
JÓN BALDVIN Hannibalsson,
sendihen-a íslands í Washington, af-
henti á mánudag Bill Clinton Banda-
ríkjaforseta erindisbréf sitt í Hvíta
húsinu.
Clinton sagði að Jón Baldvin tæki
við embætti á þýðingarmiklum tíma
fyrir Island.
Samskiptin aldrei betri
„Samskipti milli íslands og
Bandaríkjanna hafa aldrei verið
betri,“ sagði hann. „Island vinnur nú
að því með okkur að byggja upp þær
stofnanir, sem tryggja eiga aukna
hagsæld, einingu og öryggi í Evr-
ópu.“
I ávarpi sínu sagði Bandaríkjafor-
seti að þjóðimar hefðu skuldbundið
sig tii að efla lýðræði og frelsi í heim-
inum.
„Sameiginleg viðleitni okkar til að
greiða fyrir inngöngu Eystrasalts-
ríkjanna þriggja, Eistlands, Lett-
lands og Litháens, í stofnanir Evr-
ópu ber einnig vitni skuldbindingu
okkar við anda sjálfstæðis og sjálfsá-
kvörðunarréttar, sem hinn mikli ís-
lenski landkönnuður Leifur Eiríks-
son er táknrænn fyrir,“ sagði Clint-
on.
Við afhendinguna sagði Jón Bald-
vin að ekki væri úr vegi við þetta
tækifæri að nefna það að fyrsti Evr-
ópubúinn, sem komið hefði til Vest-
urálfu, hefði verið íslendingurinn
Leifur Eiríksson fyrir þúsund árum.
„Með tilliti til þess að þúsund ára
afmælinu verður fagnað eftir tvö ár
má nefna að fyrsta barnið af evr-
ópskum uppruna, sem fæddist í nýja
heiminum fyrir nærri þúsund árum,
átti íslenska foreldra," sagði nýi
sendiherrann. „Samskiptin milli Is-
lands og Ameríku eiga sér því lengri
sögu en samskipti Ameríku við
nokkurt annað Evrópuríki.“
Clinton sagði að það væri tilhlökk-
unarefni að hefja samstarf við ís-
lendinga að því að kynna anda Ianda-
fundanna, ekki aðeins vegna þess að
árið 2000 væru þúsund ár liðin frá
því að Ameríka fannst, heldur í þágu
fólks um allan heim.
„Bandaríkjamenn og Islendingar
eiga styrka, sameiginlega arfleifð og
það að Leifur fann nýja heiminn
minnir okkur á gildi frumkvöðulsins:
hugrekki, sjálfstæði og sýn,“ sagði
Clinton. „Þessi gildi eru kjarninn í
hinum bandaríska og íslenska anda.
Þegar Bandaríkin voru ung komu ís-
lenskir innflytjendur og buðu hætt-
um birginn í því skyni að tryggja
komandi kynslóðum betra líf.
Forfeður okkar í Bandai-íkjunum og
á íslandi voru innflytjendur og stóðu
af sér mótlæti í þvi skyni að öðlast
efnahagslegt, trúarlegt og pólitískt
frelsi í hvoru landi um sig. Þegar
mannkyn býr sig undir að stíga
skrefið inn í nýtt árþúsund er hug-
rekki og ákveðni Leifs Eiríkssonar
grundvöllur þeirrar sýnar, sem er
Bandaríkjamönnum og íslendingum
sameiginleg um að byggja betri
heim.“
Jón Baldvin sagði í gær að orð
Clintons staðfestu rækilega marg-
yfirlýsta stefnu Bandaríkjamanna
um samstarf við íslendinga vegna
árþúsundsins.
„Þau taka væntanlega einnig öll
tvimæli af um hverrar þjóðar Leifur
Eiríksson var,“ sagði hann. „Við eig-
um eftir að sjá það betur að þetta
samstarf getur borið mikinn árangur
ef rétt er á haldið."
Framkvæmdastj óri sýkn-
aður af kröfum um ábyrgð
HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær
Gísla Öm Lárusson, fyrrverandi
framkvæmdastjóra Arctic-ferða-
þjónustunnar, af kröfum enskra
fyrirtækisins Independent Aviation
Group sem krafðist þess að Gísli
Öm yrði látinn sæta ábyrgð sem
framkvæmdastjóri hinnar gjald-
þrota þjónustu og greiða 103 þús-
und ensk pund, eða um 7,5 millj. kr.
Flugfélagið var jafnframt dæmt
til að greiða Gísla Erni 250 þúsund
krónur í málskostnað.
Arctic Tours varð gjaldþrota 24.
nóvember 1997 og fékkst ekkert
upp í lýstar kröfur sem námu 1,7
milljónum króna en enska flugfélag-
ið lýsti ekki kröfum.
Málshöfðunin byggðist á að Arct-
ic hefði aldrei verið rekið sam-
kvæmt reglum hlutafélagalaga,
stjórnarfundir og aðalfundir hafi
aldrei verið haldnir og félagið sé
gjaldþrota og eignalaust.
Gísli Örn hafi borið ábyrgð á
rekstrinum og komist ekki undan
ábyrgð með því að skýla sér á bak
við félag sem aldrei hafi verið starf-
rækt og þar sem allar starfsreglur
hlutafélaga hafi verið brotnar.
í dómi Hæstaréttar segir óum-
deilt að Arctic-ferðaþjónustan hafi
verið stofnuð með lögformlegum
hætti og 5.000.000 hlutafé, sem Gísli
Öm hafi lagt fram að hálfu. Félagið
hafi verið rekið í 6 vikur og séu
stjórnarmenn sammála um að þeir
hafi haft samráð sín á milli þann
tíma þótt formlegir stjórnarfundir
hafi ekki verið haldnir.
Starfseminni virðist hafa verið
hætt þegar í ljós kom að ekki var
grundvöllur fyrir rekstrinum. Þeg-
ar til þess er litið telur Hæstiréttur
ekki að Independent Aviation
Group hafi sýnt fram á að Gísli Öm
hafi brotið reglur hlutafélagalaga
eða samþykktir hlutafélagsins
þannig að það hafi valdið
Independent Aviation Group tjóni,
sem er skilyrði bótaábyrgðar. Ekki
verði heldur fallist á að sýnt sé að
Gísli Örn hafi frá upphafi mátt gera
sér grein fyrir því að hlutafélagið
gæti ekki staðið við skuldbindingar
sínar.
I því sambandi lítur Hæstiréttur
til þess að hann hafði sannanlega
hætt nokkru af eigin fé til rekstrar-
ins.
Deilt
um Afl-
vakann
VIÐRÆÐUR hafa undanfarið
staðið á milli Sjónvarpsstöðv-
arinnar Sýnar og Aflvakans hf,
um kaup Sýnar á fyrirtækinu.
Jón Ólafsson, stjómarfor-
maður Sýnar, segir að kaupin
séu fi-ágengin. Að mati hlut-
hafa Aflvakans var samkomu-
lag fyrirtækjanna ekki ásætt-
anlegt, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins, og var Sýn
tilkynnt sú afstaða í fyrradag.
Aflvakinn á 49% í Fínum
miðli, sem rekur útvarpsstöðv-
arnar Aðalstöðina, FM,
Klassík FM, Sígilt FM og X-ið.
Sjálfur á Baldvin Jónsson,
stjórnarformaður Aflvakans,
1% í Fínum miðli.
Fullt hús
matar
SÝNINGIN Matur ’98 var opn-
uð í íþróttahúsinu Smáranum í
gær, en að henni standa at-
vinnumálanefnd Kópavogs,
Hótel- og matvælaskólinn,
Ferðamálaskólinn, Ferðamála-
samtök höfuðborgarsvæðisins
og fagfélög í matvælaiðnaði.
Hér er verið að sýna Birni
Bjamasyni menntamálaráð-
herra og konu hans, Rut Ing-
ólfsdóttur, einn af þeim íjöl-
mörgu réttum sem em kynntir
á sýningunni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Barnabarn
sendiherr-
ans hitti
Clinton
JÓN Baldvin Hannibalsson, sendi-
herra íslands í Washington, var
ekki einn í för þegar hann fór á
fund Bills Clintons Bandaríkja-
forseta í Hvíta húsinu á mánudag
að afhenda erindisbréf sitt. Með
Jóni Baldvini, eiginkonu og dótt-
ur, var dóttursonurinn, Starkað-
ur Sigurðarson, sem er sjö ára.
Jón Baldvin sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að hirðsiða-
meistarar Bandaríkjaforseta
hefðu Iátið boð berast um að því
væri vel tekið við athafnir af
þessu tagi að nýir sendiherrar
tækju með sér aðra fjölskyldu-
meðlimi.
Lærði að ávarpa forsetann
„Var tekið fram að þar væri
einkum átt við ungviði,*1 sagði
hann. „Ég tók með mér dótturson
minn, Starkað Sigurðarson, og
fyrir utan formsatriði og hátíð-
legheit var augljóst að forsetinn
kann vel að meta slíka gesti. Það
fór vel á með þeim. Drengurinn
hafði lært að segja „how do you
do, mr. President" og gleymdi því
ekki. Forsetinn beygði sig að
honum og svaraði virðulega: „I
am fine, but how are you?“ Þar
var kðnnáttu drengsins lokið
þannig að hann gat Iitlu svarað
utan að kinka kolli.“
Jón Baldvin kvaðst hafa sagt
Clinton að þessi ungi maður væri
mjög framsýnn, hann væri hugs-
anlega fjórða kynslóð sósíal-
demókratískra stjórnmálamanna
og það mundi kannski koma sér
vel fyrir hann ef hann álpaðist í
framboð um 2030 að eiga mynd
af sér með Clinton.
„Það skipti engum togum að
forsetinn bað hirðljósmyndarana
að taka sérstaklega myndir af
þeim tveimur,“ sagði Jón Baldvin.
„Síðan sagði forsetinn við dreng-
inn að stjórnmál væru áhættusöm
iðja, en hann óskaði honum vel-
gengni."
Þegar Bill Clinton var ungling-
ur fór hann í Hvíta húsið og tók í
hönd Johns F. Kennedys. Hefur
ljósmynd, sem þá var tekin af
Clinton og Kennedy, oft verið birt
eftir að hann hóf afskipti af
stjórnmálum.
-----------------
Ekki gengið
nógu langt
SJÁLFSTÆÐISMÖNNUM í borg-
arstjóm þykir samþykkt borgarráðs
um að gerð skuli tilraun með sveigj-
anlegan afgreiðslutíma vínveitinga-
húsa ekki ganga nógu langt í frjáls-
ræðisátt. Þetta kom fram í málflutn-
ingi borgarfulltrúa flokksins á borg-
arstjórnarfundi í Ráðhúsinu í gær-
kvöld.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri sagðist hins vegar telja óvar-
legt að tala um að gefa einhvern hlut
frjálsan þegar ljóst væri að það yrðu
að vera ákveðnar takmarkanir á
honum. Samkvæmt samþykkt borg-
amáðs, sem miðast m.a. að því að
draga úr mannfjölda í miðbænum,
mun hluti veitingahúsa geta keypt
leyfi til lengri afgreiðslutíma aðfara-
nótt laugardags og sunnudags.
Inga Jóna Þórðardóttir, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagðist
telja að til að leysa vandann þyrfti að
gefa afgreiðslutíma frjálsann þar
sem hugmyndir meirihlutans myndu
einungis leiða til þess að mannfjöldi
safnaðist saman í miðbænum einum
til tveimur klukkustundum seinna en
nú er.
Helgi Hjörvar, borgarfulltrúi
Reykjavíkurlistans, svaraði því til að
ekkert hefði verið gert í þessu máli
þegar sjálfstæðismenn voru í meiri-
hluta og að sér þætti því ódýrt að yf-
irbjóða í málinu í minnihluta.
I
í
I
I