Morgunblaðið - 20.03.1998, Page 16

Morgunblaðið - 20.03.1998, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÁ skíðasvæðinu í Skálamel. Morgunblaðið/Silli Ný skíðalyfta í Skálamel Húsavík - Ný skíðalyfta af Doppel- meyer-gerð hefur verið tekin í notkun í Húsavíkurfjalli, nánari til- tekið í Skálamel, sem segja má að sé við dyr skólanna og íþróttahall- arinnar og ekki nema um 300 metra frá dyrum Hótels Húsavík- ur. A síðastliðnu sumri fór fram mik- il jarðvinna í Skálamelnum, skíða- brekkan jöfnuð og lögðuð til að snjó festi þar frekar en ella og byggðar undirstöður fyrir lyftuna. Einnig verður sett ný lýsing í brekkuna. Lyftan kostar uppsett um 13 millj- ónir króna og nýtt hús sem sett var við rætur hennar 4 milljónir. Önnur lyfta af sömu gerð er í Húsavíkur- fjalli í Stöllunum og er hún í meiri bratta og hana stunda þeir sem eru orðnir æfðir en í Skálamelnum er ágætis fjölskyldubrekka. I ræðu, er lyftan var tekin í notk- un, sagði Einar Njálsson, bæjar- stjóri: „Það er sérstök ástæða til að fagna þessum áfanga. Til þess að örva huga fólks á öllum aldri til þess að taka fram skíðin er öllum heimil ókeypis afnot af lyftunum, bæði í Skálamel og í Stöllunum." Bað hann síðan Gísla Vigfússon frá Asgarði að ræsa lyftuna og fara fyrstu ferðina upp og renna sér nið- ur aftur, en hann var einn af vel- þekktum skíðaköppum Húsvíkinga áður íyrr. Hann ólst upp við rætur fjallsins og hefur þekkt brekkur þess frá barnsaldri. LANDIÐ Tónlistar- nemendur í æfingabúðir Stykkishólmi - Nemendur Tón- listarskóla Vesturbyggðar komu 11. mars sl. í fjögurra daga heim- sókn til Stykkishólms. Tímann notuðu þeir til að æfa lúðrasveit sem stofnuð var í haust. Öflug starfsemi hefur verið í Tónlistarskólanum í vetur og var ákveðið að fara í æfingabúðir í nokkra daga og lá beinast við að sigla með Baldri yfir Breiðafjörð og heimsækja Stykkishólm. Hingað komu 27 nemendur á aldrinum 9-16 ára. Þeir komu frá Bildudal, Tálknafirði, Pat- reksfirði og Barðaströnd. Flestir nemendanna hófu hljóðfæranám í haust. Með krökkunum voni þrír kennarar og fimm foreldrar til aðstoðar. Hópurinn hélt til 1 Tónlistarhúsinu en útbjó mat í Lionshúsinu. Tónleikar voni haldnir fyrir bæjarbúa. Þar vakti mesta at- hygli rokkhljómsveit sem nem- endur höfðu stofnað og náði hún vel til áheyrenda. Á laugardegin- um var farin ferð út á Snæfells- nes og haldnir tónleikar í Grund- arfirði. Krakkarnir voru að sögn ánægðir með ferðalagið og sögðu að þau hefðu lært mikið á þess- um dögum og skemmtileg til- breyting að fara á nýjar slóðir og vera saman í góðum hópi. Öll að- staða í Stykkishólmi var góð og bæjarbúar tilbúnir að greiða götu þeirra. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason ROKKHLJÖMSVEIT Tónlistarskóla Vesturbyggðar spilaði og söng af fullum krafti og eiga félagar hennar eflaust eftir að láta meira í sér heyra á næstu árum. FJÖLMENNUR hópur úr Tónlistarskóla Vesturbyggðar kom og dvaldi í æfingabúðum í Stykkishólmi í 4 daga. Samið um vímuvarnaátak Morgunblaðið/Theodór FRÁ undirritun samnings um samstarf að forvörnum í Borgarbyggð. F.v.: Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri, Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra og Einar Gylfi Jónsson fulltrúi SÁÁ. Borgarnesi - Borgarbyggð hefur gert samning við SÁA og heil- brigðisráðuneytið um víðtækt vímuvarnaátak í Borgarbyggð á þessu ári. Liður í þessu forvarnastarfi var fundur fulltrúa SÁÁ með lyk- ilaðilum í forvörnum í sveitarfé- laginu þar sem átakið var kynnt. Heilbrigðisráðuneytið og For- varnadeild SÁÁ bjóða sveitarfé- lögum upp á samvinnu um víð- tækar forvarnir sem beinast að börnum og unglingum, foreldr- um, skólum, tómstundastarfi, heilsugæslu, barnavernd, lög- gæslu, kirkju og almenningi. Heilbrigðisráðuneytið leggur til fjármagn til verkefnisins á móti sveitarfélögunum, en SÁA sér um framkvæmd og faglega útfærslu í samstarfi við sveitarfélögin. Sér- stök verkefnisstjórn skipuð full- trúum SÁÁ og ráðuneytisins hef- ur yfirumsjón með framkvæmd þess. Markmið Helstu makmið þessa forvarna- samstarfs eru að sveitarfélögin marki sér heildstæða stefnu í for- vörnum, sem taki til margra þátta. Að þeir aðilar sem sinna málefnum barna og unglinga stilli saman sína strengi og að mat fari fram á árangri forvarnastarfsins. Allir áhugmenn um tréiðnaðinn eru velkomnir Sýning á nýjum trésmíðavélum í Auðbrekku 1, Kópavogi nú um helgina Nú um helgina mun Hegas ehf. standa fyrir mikilli sýningu á nýjum trésmíðavélum í Auðbrekku 1, Kópavogi. Kynntar verða u.þ.b. 40 mismunandi vélar frá ýmsum framleiðendum. Sýningin verður opin sem hér segir: föstudagur 20. mars kl. 17-21 laugardagur 21.mars kl. 10-17 sunnudagur 22. mars kl. 13-17 mánudaginn 23. mars kl. 09-17 Átta fulltrúar frá erlendum framleiðendum munu verða viðstaddir ásamt starfsmönnum Hegas og munu þeir svara fyrirspurnum gesta. Einnig verða kynnt lím og lökk til trésmíða. HEGAS ehf. Smiðjuvegi 8, 200 Kópavogi S: 567 0010 Fax: 567 0032 Bjartsýni um stang- veiði á næsta sumri Selfossi - Stangveiðimenn á Sel- fossi tóku fyrstu skrefin í átt að sumarsportinu þegar þeir komu saman til þess að velja sér veiði- daga næsta sumar á veiðisvæðum Stangaveiðifélags Selfoss. „Fyrstir koma, fyrstir fá,“ var yfirskriftin á tilkynninguni til fé- laganna sem átti sinn átt í því að það var vel mætt á þessu fyrsta úthlutunarkvöldi en félagar hafa marsmánuð til að festa sér veiði- daga. Veiðisvæði félagsins eru Ölfusá á Selfossi, Sogið við Al- viðru, Laugarbakkar, Snæfoks- staðir og Hlíðarvatn. Bjartsýni ríkir meðal veiði- manna en sala veiðileyfa á land- inu hefur verið óvenju góð. Þessi bjartsýni á einnig við um veiði- horfur á svæðum Stangaveiðifé- Morgunblaðið/Sig. Jóns. STANGVEIÐIMENN glugga í veiðikortin og velja sér veiðidaga hjá Stangaveiðifélagi Selfoss. lags Selfoss. Vonir eru bundnar við sleppingu 12 þúsund göngu- seiða í Sogið en búist er við að 250 laxar veiðist úr þessari slepp- ingu næsta sumar. Þessir laxar fara um veiðisvæðin í Ölfusá, á Laugarbökkum og Sogið við Al- viðru. Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson Félagsmiðstöðin á Suður- eyri fær peningagjöf Suðureyri - Kvenfélagið Ársól á Suð- ureyri hélt sitt árlega sólarkaffi hinn 1. mars síðastliðinn. Fjölmenntu Súgfirðingar þar að vanda til þess að fagna því að farið væri að sjást til sól- ar eftir dimman vetur. Kvenfélagskonur hafa á liðnum ár- um ánafnað einhverri líknar- eða menningarstarfsemi allri innkomu af sólarkafíinu. í ár var það félagsmið- stöðin á staðnum sem naut þeirrar velvildar. Stjórn Ársólar heimsótti félagsmiðstöðina þar sem Ágústa Gísiadóttir formaður afhenti Einari Ómarssyni, starfsmanni félagsmið- stöðvarinnar framiagið. > > i I I > I I i > » I >

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.