Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 33 Unnur Man'a Miklos Jónas Ingólfsdóttir Dalniay Tómasson Nýtt verk eftir Jónas Tómasson á Isafirði UNNUR María Ingólfsdóttir fiðluleik- ari og Miklos Dalmay píanóleikari halda tónleika í sal Gimnnskólans á Isafirði sunnudaginn 22. mars kl. 20.30. Unnur María Ingólfsdóttir stund- aði fiðlunám í Reykjavík, New York og London. Hún hefur haldið fjölda tónleika í Evrópu og Bandan'kjunum. Hún er yfirkennari strengjadeildar Tónlistarskóla Garðabæjar og stjórn- ar strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík, auk þess leikur hún með Kammersveit Reykjavíkur. Miklos Dalamy er ungverskur pí- anóleikari. Hann hefur búið á Islandi frá árinu 1994. Hann stundaði nám við Tónlistarskólann í Búdapest og lauk þaðan einleikaraprófi vorið 1987. Hann hefur haldið fjölda tón- leika erlendis og hlotið mörg verð- laun og viðurkenningar fyrir leik sinn. Haustið 1996 bar hann sigur úr býtum 1 Tónvakanum, tónlistar- keppni Ríkisútvarpsins. Hann hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum hér á landi. Frumflutt verk eftir Jónas Tómasson A efnisskrá tónleikanna eru sónöt- ur eftir Vivaldi og Beethoven og verk eftir norræn tónskáld. Frumflutt verður verkið Doloroso, eftir tón- skáldið Jónas Tómasson. Tónleikarnir eru á vegum Tónlist- arfélags Isafjarðar. Náttúran í blóðinu MYNPLIST Deiglan MÁLVERK LÁRUS H. LIST Opið frá 14-18 daglega. Til 23. mars. LÁRUS Hinriksson sýnir nú í Deiglunni á Akureyri undir lista- mannsnafninu Lárus H. List. Á sýningunni eru allmargar myndir, afstrakt náttúrustemmningar, sem Lárus hefur málað með olíulitum og blóði. Lárus hefur áður málað mjmdir þar sem heimur álfa og huldufólks hefur verið viðfangsefn- ið, en nú sleppir hann alveg hluttengingunni - jafnvel þótt deila megi um hversu hlutbundnar mynd- ir úr álfheimum kunna að vera - og lætur litina og formin tala sjálf. Við- fangsefni þessara mynda er birtan sjálf, einkum vetrarbirtan, og yfir- skrift sýningarinnar er „List í álög- um“. Málverkin eru frjálslega unn- in, litaandstæðurnar oft skarpar og formin gróf. En hvíti liturinn er hér alltaf sterkastur og Lárus málar hann gjarnan yfir aðra litfleti svo allt virðist eins og séð gegnum hvíta móðu eða hríðarkóf. Þannig fanga myndimar vel vetrarsýn á norður- slóðum. Eflaust vekur það mesta at- hygli sýningargesta að Lárus notar ekki aðeins olíuliti í þessar myndir, heldur einnig blóð sem dregið hefur verið úr honum sjálfum. Blóðið blandar hann svo í vínandalakk og notar sem lit í málverkin. Liturinn sem þannig fæst er reyndar furðu fallegur, djúpur rauður litur. En það er vitneslqan um uppruna hans sem hlýtur að móta viðhorf okkar til myndanna; það verður ekki fram hjá því litið að listamaðurinn er hér að ögra áhorfandanum og knýja hann til umhugsunar. Það er nefni- lega fátt í efnisheimi okkar sem er jafn þrungið merkingu og blóð, hinn innri sjór sem baðar líkama okkar og nærir líffæri okkar og vefi. Þeg- ar blóðið verður sýnilegt vitnar það um ofbeldi, slys og jafnvel dauða. Eins og Lárus segir sjálfur: „Það að standa frammi fyrir blóðinu er eins og að standa á brún hengiflugs og ég vil gjarnan koma þeirri tilfinn- ingu til skila.“ Þannig má segja að notkun blóðs- ins gefi málverkum Lárusar aðra vídd. Náttúrustemmningin er ekki lengur meinlaus eða fjarlæg heldur tengd hjartablóði okkar, hinn faldi innri sjór rennur saman við hina ytri náttúru og verður að áleitinni spurningu um samband okkar og umhverfisins. Jón Proppé SIGRÚN Hjálmtýsdóttir í hlut- verki Adinu í Ástardrykknum. Síðustu sýningar íslenska óperan Ástardrykkurinn SÍÐUSTU sýningar verða á Ástar- drykknum eftir Donizetti í kvöld, föstudag, og laugardaginn 28. mars. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran syngur aðalhlutverkið, Adinu, og Björn Jónsson, tenór, syngur Nemorino. Bergþór Pálsson og Loftur Erlingsson syngja sölu- manninn Dulcamara og liðsforingj- ann Belcore. Kór íslensku óperunn- ar er í hlutverkum ferðamanna frá öllum heimshornum. Hljómsveit óp- erunnar leikur undir stjórn Robins Stapletons. ÝJUM HÚSAKYNNUM Á GRJÓTHÁLSI b s I .... ■ immmmmi Aðstaða til fræðslu er eins og best verður á kosið og unnt er að veita einkaráðgjöf í aðlaðandi umhverfi. Hugvit, hátækni og áræðni Hátæknifyrirtækið Össur hf. var stofnað 1971. Fyrirtækið hannar, framleiðir og selur stoðtæki, og er leiðandi í heiminum á sviði óhefðbundinna stoðtækjalausna. Össur hf. á þrjú dótturfyrirtæki erlendis og vinnur markaðs- og sölustarf í yfir 50 löndum. Hjáfyrirtækinu starfa nú um 90 manns. Þú ert aufiísugestur! GfíJÓTHÁLSI 5 • 110 fíEYKJA JÍK • SÍMI 515 1300 • BRÉFSÍMt 515 1366 • NETFANG mail@ossur.is [
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.