Morgunblaðið - 20.03.1998, Side 58

Morgunblaðið - 20.03.1998, Side 58
lí 58 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Ferdinand BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Verða fornir biskupa- og þingreiðvegir að miðhálendisbílaslóðum? Frá Halldóri Eyjólfssyni: SLÓÐ var rudd í sumar frá Þjórs- árstíflu við Háumýrar norður eftir forna biskupaveginum að vaði á Fjórðungakvísl (þaðan er ágæt slóð að Nýjadal u.þ.b. 10 km). 1 km vest- an vaðsins er Sprengisandslínu- stæði ásamt kjörnu brúarstæði. Ætla má að rudd slóð frá Fjórð- ungakvísl að Fjórðungsvatni (ná- lægt línustæðinu) komi næsta sum- ar og þá fljótlega brú á kvíslina sem yrði framtíðar samgöngubót á mið- hálendinu. Svonefnd Nýjadalsleið (ölduleið) og Sprengisandsvegur koma saman við Fjórðungsvatn að norðan en að sunnan við Stóraver. Tengislóðir eru frá Eyvindarkofa- veri austur að Kistuöldu og áfram að stíflugerð við Syðri-Hágöngu, einnig upp með Fjórðungakvísl að sunnan, að skála FI við Nýjadal. Mjög sterkar líkur eru á þvi að fyrsta ferð á bil norður Sprendisand hafi verið farin eftir þessum forna þjóðvegi. Ferðin var farin 14. ágúst 1933 frá Reykjavík og komið til Akureyrar 22. ágúst. Þátttakendur voru Einar Magnússon, Valdimar Sveinbjörnsson, báðir MR-kennar- ar, Sigurður Jónsson frá Laug, bíl- stjóri og Jón Víðis, vegagerðarmað- ur. Þessir menn teljast frumkvöðlar að ferðum ökutækja um miðhálend- ið og var sögulegt afrek, miðað við bflinn sem var húslaus Ford árgerð 1927 með einu drifi, gírkassalaus en með lóborða. Þennan bíi átti Sigurð- ur frá Laug í Biskupstungum. Fann hann og lagfærði margar öræfaslóð- ir sem ferðamenn nota enn í dag. Hálendisvegur Slóði frá Mývatni suður á Sprengisand vestan eða austan Sellandafjalls um Suðurárbotna eft- ir vörðuðum biskupavegi yfir Suð- urárhraun í Breiðadal. Síðan að Sandmúladalsárupptökum NV Þrí- hymings með tengingu þar við Öskjuslóð F910. Þessi slóð kæmi ferðamönnum verulega til bóta, sér- staklega ef núverandi brú á Skjálf- andafljóti yrði flutt á betra brúar- stæði, sem er norður við Hraun- kvíslar (Stóraflæða). Þá myndi þessi braut auðvelda bændum að hefta sandfok, sem veldur eyðingu veikburða gróðurs á afréttum Mý- vetninga sem berst síðan með Kráká í vélar Laxárvirkjunar og veldur óeðlilegu sliti á vélbúnaði stöðvanna. Einnig spillir umræddur foksandur fiskigengd árinnar, en Þingeyingar hafa lengi barist við sandstorma og landeyðingu af þeirra völdum. Almenn skilgreining á vegum 1. Hringvegur 1, höfuðvegur (hraðbraut). 2. Þjóðvegir númeraðir, merktir byggðarlögum eða staðarheitum. 3. Fjallvegir merktir F-númerum og fjarlægðum í km., vegvísar á helstu vegamótum, varasöm vöð á vatnsföllum, heflaðir einu sinni á sumri, taldir færari jeppum og stór- um bflum að sumarlagi. 4. Ómerktar slóðir og hjólför mælinga- og gangnamanna, mjög varasamar. 5. Fornir göngu- og reiðvegir byggðalaga í millum, flestir óöku- færir. Ferðalög um fjallvegi og aðra götuslóða eru og hafa alltaf verið á ábyrgð viðkomandi ferðamanns. Við Hrauneyjafoss, við Mývatn, og á Egilsstöðum eru reknar olíu- og bensínsölur. Þessar stöðvar sér- hæfa sig í þjónustu við óbyggðafara svo sem með korta- og nestissölu og öflum nauðsynlegs hlifðarfatnaðar. Einnig fást þar upplýsingar um færð og veðurútlit á hálendinu. Veitinga- og hótelrekstur er á fram- angreindum stöðum. A miðhálendinu þarf að reisa hreinlætisaðstöðu fyrir ferðamenn, en þeim fjölgar á hverju sumri. Það verður ekki lengur litið framhjá þeim óþrifnaði sem aðgerðarleysið skapar (óhjákvæmilega), og þurfa nú umráðamenn viðkomandi afrétta ásamt viðkomandi sýslumönnum að koma þessum málum í viðunandi ástand sem fyrst. Þessar stöðvar þyrftu eftirlit í 10-12 vikur á sumr- in, og er líklegt að Mývetningum yrði falin sú umsjón, enda næstir hálendinu. Staðsetningar til fram- tíðar (sjá meðf. kort) eru líklegastar við Þjórsárstíflu á Háumýrum, við Sandmúladalsárdrög, NNV af Þrí- hyrningi, en þar um liggur hin forna Eyvindargata til Mývatns, og líkleg gatnamót til Austurlands sunnan Dyngjufjalla að Vaðöldu. Svo má ætla að umrædd aðstaða skapist við stíflugerð í Jökulsá á Brú sunnan Kárahnjúka vegna næstu virkjanaá- forma. HALLDÓR EYJÓLFSSON, fv. starfsmaður Landsvirkjunar Gjörðu svo vel, ég bjó til Sérðu? Ég skrifaði lítið ljóð Það er í svörtu og hvítu ... Valentínusarkort og síðan teiknaði ég hjörtu í handa þér ... kringum það ... Þekkir einhver manninn? ÞESSI mynd fylgdi bréfi frá Dan- mörku, þar sem óskað er upplýs- inga um hver maðurinn sé. Hann er sagður íslendingur, fæddur árið 1926 eða þar um bil, að nafni Magn- ús Benjamínssen og hafa verið í Danmörku á árunum 1945 til 1946. Þekki einhver manninn á myndinni er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við Morgunblaðið, Magn- ús Finnsson, sími 5691100. HVER er maðurinn? Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.