Morgunblaðið - 20.03.1998, Page 61

Morgunblaðið - 20.03.1998, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 61 í DAG BRIDS Umsjóii Giiðmuniliir l’áll Arnarson Á SÍÐASTA ári kom út ágæt bridsbók sem Bret- arnir David Bird og Tony Forrester skrifuðu í sam- einingu: Secrets of Expert Card Play. Þar er að finna þetta spil úr Flugleiðamót- inu árið 1995, en FoiTester og makker hans Andy Rob- son voru þá meðal boðs- gesta. Norður gefur; AV á Norður AÁ9652 V7 ♦ D9642 *84 Austur AKG73 VÁD104 ♦ G85 *95 Suður *10 V86 ♦ Á73 *ÁKDG1073 hættu. Vestur *D84 VKG9532 ♦ K10 *62 Forrester var í suður og vakti á fimm laufum eftir að norður og austur höfðu báð- ir passað í upphafi. Enginn gerði athugasemd við þá sögn. Forrester fékk á sig skæða vörn. Til að byrja með hitti vestur á besta út- spilið, eða lauf. Síðan gætti austur þess vel að fylgja lit með fimmunni, en ekki ní- unni, til að skapa ekki inn- komu fyrir sagnhafa á áttu blinds. Hvernig myndi lesandinn spila? Það gengur ekki að spila hjarta, því vörnin trompar þá aftur út og fær síðar annan slag á hjarta til viðbótar við tígulkóng- inn. Svo Forrester ákvað að spila strax litlum tígli að drottningu blinds. Vandamál sagnhafa eru úr sögunni ef vestur tekur á tígulkónginn, en vestur fann þá eitursnjöllu vörn að dúkka! Hann lét tíuna, reyndar eftir dágóða stund. Segjum nú að sagnhafi taki slaginn á tíguldrottn- ingu og spili síðan ásnum og meiri tígli. Liturinn er vissulega frír, en vömin svarar þessu með þvi að ráðast á innkomu blinds - spaðaásinn. Spilið vinnst því aldrei ef tekið er á tíguldrottninguna. En Forrester átti síðasta orðið. Hann dúkkaði tígul- tíuna! Og við því áttu AV ekkert svar. Bókarhöfundar hrósa hinum íslensku vamarspil- umm í hástert, en nafn- greina þá ekki. Það væri gaman að vita hverjir þess- ir snillingar em MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Arnað heilla fTpTÁRA afmæli. í dag, • tíföstudaginn 20. mars, verður sjötíu og fimm ára Oddfríður Magnúsdóttir, Skúlagötu 68. Oddfríður verðui’ með heitt á könn- unni á morgun, laugardag, frá kl. 15-18. ^ /AÁRA afmæli. Á I v/morgun, laugardag- inn 21. mars, verður sjötug- ur Davíð Guðbergsson, Ljósheimum 3, Reykjavík. Eiginkona hans er Þórunn Hermannsdóttir. Þau taka á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn milli kl. 16 ogl9. FJ f\fcRh afmæli. Mánu- I V/daginn 23. mars verð- ur sjötug Elínrós Jónsdótt- ir, Suðurgötu 15, Keflavík. Eiginmaður hennar er Ingi- mar Þórðarson. Þau taka á móti gestum laugardaginn 21. mars í Félagsheimili Karlakórsins við Vestur- braut frá kl. 15. 17/VÁRA afmæli. í dag, I \/fóstudaginn 20. mars, verður sjötugur Björgvin Kristófersson, rafvirkja- meistari, Sæviðarsundi 76, Reykjavik. Eiginkona hans er Ragnheiður S. Jónsdótt- ir. Þau taka á móti gestum í Félagsheimili Rafveitunnar við Elliðaár kl. 17-19 á af- mælisdaginn. Með morgunkaffinu PÓSTÞJÓNUSTAN hér nær ekki nokkurri átt maðurinn minn er á Egilsstöðum, en frímerkið á bréfinu er franskt. COSPER FYRST allir geta gert abstrakt-myndir, hlýt ég líka að geta gert það. STJÖRNUSPA eftir Frances llrake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú hefur ákvcðnnr skoðanir og ert óhræddm• við að viðra þær. Þú þarft að tileinka þér þann eiginleika að hlusta á aðra og vh’ða skoð- anh-þeirra. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú ert eitthvað annars hug- ar í dag því þú hefur of mik- ið á þinni könnu. Reyndu að einbeita þér betur. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér hefur gengið vel og ert ánægður með árangurinn. Þú getur nú andað léttar en haltu þér við efnið. Tvíburar (21.maí-20.júní) nA Vinuv þinn gefur þér ráð- leggingar sem þú ættir að gefa gaum. Þú færð óvenju- legt heimboð í kvöld. Krabbi (21. júní -22. júlí) Þótt eitthvað sé að ergja þig, gefur það þér ekki leyfi til að láta skapvonsku þína bitna á saklausu fólki. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú ert óvenjulega hljóður og hugsi. Notaðu tækifærið og hlustaðu á hvað hjartað seg- ir þér að gera. Meyja (23. ágúst - 22. september) <fc(L Þú ert að komast út úr efna- hagslegum þrengingum og getur um frjálst höfuð strokið. Brennt barn forðast eldinn. Vog xrx (23. sept. - 22. október) dá tt Þér hættir til að lifa í draumaheimi, en þarft að halda þig við staðreyndir og sjá hlutina í réttu ljósi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Það er eitthvað í gangi í vinnunni og þú þarft að gæta þess að taka ekki þátt í því. Hafðu hægt um þig. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) dá Þú ert uppspenntur og þarft að finna leið til að slaka á. Ef þú ofgerir þér í vinnu mun heilsan fara að gefa sig. Steingeit (22. des. -19. janúar) J2 Það er í góðu lagi að líta yfir farinn veg, ef þú sérð jafnvel hvað þú hefur áorkað, eins og það sem miður fór. Vatnsberi f _ (20. janúar -18. febrúar) CSvl Þú ert í fínu skapi í vinn- unni en kemur ekki miklu í verk. Félagslífið á hug þinn allan og allt samstarf geng- ur vel. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Ef þú undrast það að fólk sniðgangi þig, skaltu líta í eigin barm. Þú þarft að slaka á kröfum þínum til annarra. Stjörnuspána á að Iesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. TOPPTILBOÐ Teg. 4431. ofl. Litur svartir Stærðir 40-46 Ath með finum eða grófum sóla einnig óreimaðir Leðurfóðraðir Litur svartir Stærðir 36-41 Ath með Gúmmísóla Leðurfóðraðir Verð 2.995.- POSTSENDUM SAMDÆGURS Ioppskórinn v/lngólfstorg 5521212 RÖÐ FYRIRLESTRA FYRIR ALMENNING í TILEFNI AF ÁRI HAFSINS Þriðji fyrirlesturinn [ fyrirlestraröð Sjávarútvegsstofnunar HÍ verður haldinn laugardaginn 21. mars kl. 13:15-14:30 í sal 4 í Háskólabíói FRANSKIR DUGGARAR Á ÍSLANDSMIÐUM Elín Pálmadóttir segir frá frönskum sjómönnum á fiskiskipum hér við land á síðustu öld. Elín hefur rannsakað sjósókn frá Bretagne norður um höf, bækistöðvar þessa flota hér á landi, samskipti sjómanna við íslendinga og minjar um þessi tengsl í Frakklandi. Elín hefur skrifað bókina Fransí-Biskví um þessar rannsóknir Umræðum stjórnar Guðrún Pétursdóttir forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar HÍ Laugardaginn 4. apríl kl. 13:15-14:301 sal 4 í Háskólabíói: VESTUR UM HAF Páll Bergþórsson segir frá rannsóknum sínum á ferðum íslendinga vestur um haf Laugardaginn 18. apríl ki. 13:15-14:30 f sal 4 í Háskólabíói: ÓGNIR VIÐ UNDIRDJÚPIN Össur Skarphéðinsson ræðir um það sem helst ógnar lífrfkinu í hafinu Fyrirlestramir em í röð viðburða sem ríkisstjóm tslands styður i tilefni a/Ári bafsins ■najjju'TTT ~ - x* srorNAi*» -JBBHlí'ÍSlölIiLlll _I k .1-^AUiil u.i \ tXTlA V.l blaöið - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.