Morgunblaðið - 20.03.1998, Síða 63

Morgunblaðið - 20.03.1998, Síða 63
FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 63 1 MORGUNBLABIÐ_________________________________________ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Háskólabíó hefur tekið til sýninga myndina The Boxer, Hnefaleikarinn. í aðalhlutverkum eru bresku stórleik- ararnir Daniel Day-Lewis og Emily Watson. Leikstjóri er Jim Sheridan. Ast, hnefa- leikar og borg- arastyrjöld Frumsýnd NEFALEIKARINN er þriðja myndin þar sem Dan- iel Day-Lewis, Jim Sheridan og handritshöfundurinn Ten-y George leggja saman krafta sína. Fyrri myndimar tvær hafa báðar komið við sögu á óskarsverðlauna- hátíðum. Hnefaleikarinn fjallar um Danny (Daniel Day-Lewis), sem losnar úr fangelsi eftir að hafa afplánað þar fjórtán ára dóm fyrir aðild að hryðju- verkum IRA. Heima í hverfinu hans hefur Maggie, æskuástin hans (Emily Watson), gifst öðrum manni og elur upp son. Faðir hennar er for- ingi í IRA og maðurinn sem hún gift- ist var með Danny í fangelsinu. Danny er að hrynja saman and- lega eftir 14 ár í fangelsi og kann illa á lífið utan múranna. En eins og Maggie finnur hann að árin hafa engu breytt um tilfinningar þeirra hvors til annars. En vinátta þeirra og ást er for- boðin í rammkaþólsku samfélagi og vinir, fjölskylda og IRA fylgist grannt með samdrætti gömlu elskendanna. IRA býr sig undir að grípa til allra tiltækra ráða; því heragi hryðjuverkasamtakanna nær yfir eiginkonur „hermannanna" í fangelsunum. Danny líður eins og dýri í búri og fyrir þær tilfinningar fær hann út- rás í hnefaleikahringnum. Þar er hann á heimavelli og lífíð þar virðist auðveldara en úti í stjórnlausu, stríðhrjáðu samfélaginu. í hringn- um eru reglurnar skýrar og mörkin augljósari en annars staðar. I hringnum á Danny auðvelt með að finna í sér það sem hann þarf til að umbreyta aðstæðum sínum og byggja upp líf sitt af reisn. Sheridan, Day-Lewis og George unnu síðast saman við gerð mynd- arinnar In The Name of The Father og þar áður við My Left Foot. Handrit George að Hnefaleikar- anum er skáldskapur en varð þó til með hliðsjón af óuppfærðu leikriti eftii’ Sheridan, sem fjallar um líf írska hnefaleikarameistarans Barry McGuigan. Barry varð þjálfari Daniel Day-Lewis meðan á gerð myndarinnar stóð. Jim Sheridan og Teny George vinna þannig að þeir leggja af stað með handritsdrög sem leikaramir fá svo mikið svigrúm til að útfæra. Daniel Day Lewis er hrifinn af þessari aðferð leikstjórans. „Þegar maður gerist þátttakandi í ein- hverju veit maður ekki hvernig því lyktar. Það að vinna svona kallar fram talsvert óöryggi sem er gagn- legt bæði fyrir mig og Jim.“ Sjálfur segir leikstjórinn: „Eg sé fjölmargar myndir sem eru skipu- lagðar í smáatriðum en ganga aldrei upp. Hlutirnir fara að gerast því lík- ari sem kvikmynd verður heimildar- mynd, og lætur nægja að fylgjast með því sem gerist, og að sama skapi ólíkari óperu, þar sem allt er skipulagt. I myndinni tekur Danny þátt í þremur bardögum og Daniel Day- Lewis þurfti að leggja á sig mikla þjálfun til að verða trúverður boxari í myndinni. Hann hafði þegar stundað hnefaleikaþjálfun sér til heilsubótar í þrjú ár en gamli meist- araboxarinn Bany McGuigan var fenginn til að fínpússa formið hjá stórleikaranum, sem þurfti svo að halda sér í bardagaformi þær 16 vikur sem unnið var við tökur myndarinnar. „Það tók rosalega á að halda sér við allan þennan tíma,“ segir Day-Lewis. „Iþróttamenn fara í gengum tímabil til þess að Ferming í FLASH - Nýir kjólar - Síðir kjólar frá kr. 7.990 Stuttir kjólar frá kr. 4.990 Blúnduskyrtur frá kr. 2.990 n Blúndukjólar kr. 6.990 Laugavegi 54, simi 552 5201 I HRINGNUM er Danny á heimavelli og bar- daginn þar hjálpar honum að takast á við erfið- leikana hið ytra. FORBOÐIN ást Maggie (Emily Watson) og Danny (Daniel Day-Lewis) kemur róti á lokað, stríðshrjáð samfélagið sem þau tilheyra. undirbúa sig undir einn atburð þar sem þeir keyra sig út,“ segir leikar- inn. En McGuigan gamli segir að Day-Lewis hafi verið „sá harðasti og ákveðnasti maður sem ég hef nokkru sinni hitt. Hann er algjört kamelljón. Hann mótaði sjálfan sig eins og þurfti. Ég hef unnið með hnefaleikurum sem lögðu ekki næstum því jafnhart að sér og hann. Svo getur þessi náungi barist í raun og veru. Ég ferðast um allt Bret- land og ég þekki alla millivigtarbox- arana. Hann gæti barist við hvern sem er af þeim tíu bestu. Ef hann hefði verið 19 ára þegar við byrjuð- um að æfa saman hefði ég gert úr honum heimsmeistara," segir McGuigan um Daniel Day-Lewis. Gamli þjálfarinn segir að hnefa- leikar neyði bardagamanninn til þess að takast á við sínar innstu til- finningar. „Menn verða að takast á við spumingar um hugrekki og eðli sitt. Á endanum snýst þetta um manngerðina. Þjálfunin og vinnan með hugann skiptir sköpum og ger- ir menn að betri mönnum." Day-Lewis hlaut óskarsverðlaun fyrir My Left Foot og tilnefningu til verðlaunanna fyrir I nafni föðurins. Nú kemur til liðs við hann og Sher- idan Emily Watson sem skaust fram á hvíta tjaldið í Brimbroti eftir Lars Von Trier og þótti sýna ótrú- lega magnaðan leik. Hún var fyrir vikið tilnefnd til óskarsverðlauna þótt ekki hreppti hún hnossið. R NÆT\ WARNERBROS.■ , MALPASO «,.»icí,ov iSILVERPICTURES KEVIN SPACEY |OHN CUSACK MIDNIGHT IN THEGARDEN OE GOOD AND EVIL ó LLNNIE NIEHAUS ’ ARNOLD STIEEEl ANITA ZUCKERMAN TOM ROOKER JOHN LEE HANCOCK V; ; )OH N BERÉNDT CLINT EASTWOOD www.goodandevíl. KRINGLUBM Sýnd kl. 5; 7, 9 og 11 K~; < 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.