Morgunblaðið - 20.03.1998, Síða 72

Morgunblaðið - 20.03.1998, Síða 72
> ww.hi.is Heimilisbankinn á Internetinu! lUNAÐARBANKINN traustur banki Jtemftl -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJÍMBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Utanríkisráðherra um sjómannadeiluna eftir að útvegsmenn felldu miðlunartillöguna Forsenda lausnar að frum- vörpin verði flutt á Alþingi HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, sagði eftir niðurstöðu at- kvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem sjómenn samþykktu en útvegsmenn felldu, að forsenda þess að kjaradeilan fengi farsæla lausn væri að frum- vörp þriggja manna nefndar ríkis- stjómarinnar um kvótaþing og verðlagsstofu skiptaverðs yrðu flutt á AJþingi. Hann sjái ekki að það sé eftir neinu að bíða með að leggja frumvörpin fram. . „Síðan verðum við að vonast eftir því að deiluaðilar ljúki sínum málum með eðlilegum hætti og ég vona að þeir setjist niður á næstu klukkutím- um til þess að fara yfir þau mál,“ sagði Halldór í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagðist telja óforsvar- anlegt hvað deilan hefði tekið langan tíma og allt þjóðfélagið væri orðið mjög forviða á málinu öllu. Utvegsmenn felldu tillöguna með 72% atkvæða, en samtök sjómanna samþykktu hana annars vegar með 71,5% atkvæða og hins vegar með 85% atkvæða. Verkfall er því áfram á fiskiskipaflotanum. Pórir Einars- son, ríkissáttasemjari, segist ekki munu boða til sáttafundar í dag. Hann muni hins vegar vera í sam- bandi við aðila og sjá til hvort grund- völlur verði fyrir fundi fljótlega. „Það er raunverulega ekkert ann- að að segja en að verkfall heldur áfram. Við erum reyndar búnir að uppfylla skilyrði ráðherra. Við höf- um samþykkt miðlunartillöguna sem byggðist á frumvarpsdrögun- um og erum búnir að tryggja að þau verði að lögum, standi ráðherra við sitt,“ sagði Sævar Gunnarsson, for- maður Sjómannasambands íslands. „Niðurstaðan er mjög afgerandi og menn eru ósáttir við tillöguna og ósáttir við að ekki skuli hafa náð inn í hana miðlun á þeim ágreiningi sem uppi er um áhrif þess þegar fækkar í áhöfn,“ sagði Kristján Ragnars- son, formaður LÍU. Hann sagði að sjómenn yrðu að eiga undir ríkisstjóm og Alþingi varðandi lagafrumvörpin, útvegs- menn væru ekki sáttir við þau en atkvæðagreiðslan hefði hins vegar ekki snúist um þau. „Eg tel að sjómannastéttin sé bú- in að svara sjávarútvegsráðherra og ríkisstjóminni afar skýrt um það að þeir eru búnir að uppfylla öll þau skilyrði sem sett voru. Við höfum hins vegar ekki vald á hegðun eða aðgerðum útvegsmanna,“ sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður FFSÍ. „Eg geri mér ekki alveg grein fyrir ástæðu þess að þeir fella tillög- una en ég held að þyngst vegi þessi frumvörp þríhöfðanefndarinnar, sennilega fyrst og fremst kvóta- þingið," sagði Helgi Laxdal, for- maður Vélstjórafélags íslands. „Það segir okkur kannski að þeir hafa engan áhuga á að hætta kvóta- braskinu, það er kannski kjarninn í þessu og að minnsta kosti rökrétt ályktun að mínu mati.“ ■ Verkfall/36-37 Járnblendifélagið Ríkið sel- ur 26,5% á opnum markaði FRÁ því var greint að loknum stjórnarfundi í Islenska járnblendi- félaginu í gær að íslenska ríkið myndi 1. til 8. apríl selja 26,5% hlut í félaginu á opnum markaði. Nafnvirði hlutarins er 375 milljónir króna en áætlað markaðsvirði er kringum 900 milljónir. I framhaldi af þeirri sölu ráðgerir stjómin að sækja um skrán- ingu félagsins á verðbréfaþingi. Samþykkt var samhljóða á stjórn- arfundinum áætlun um byggingu þriðja ofnsins við verksmiðjuna við Grundartanga. Áætlaður kostnaður er tæpir þrír milljarðar króna og verður hafist handa við jarðvinnu og gmnn nýs ofnhúss á næstu vikum. Gert er ráð fyrir að gangsetja megi ofninn 1. október 1999. Hagnaður Islenska járnblendifé- lagsins var á síðasta ári 393,9 millj- ónir króna sem er 217 milljónum króna minni hagnaður en árið 1996 sem var metár. Hagnaður árið 1995 var 519,8 milljónir króna. ■ Ofninn/4 -------------- Strætóferðir um Eyjafjörð undirbtínar AUKNAR samgöngur milli sveitar- félaganna í Eyjafirði hafa verið til athugunar að undanförnu. Áhugi er á því að styrkja samgöngukerfið á svæðinu og eru uppi hugmyndir um að hefja akstur strætisvagna milli Ólafsfjarðar og Akureyrar, áfram inn Eyjafjörð og út fjörðinn að aust- an til Grenivíkur á þriggja klukku- tíma fresti. Verði hugmyndirnar að veruleika gætu þessar ferðir hafist um næstu áramót eða vorið 1999. ■ Mikilvægt skref/14 Morgunblaðið/Ásdís ÞÓRIR Einarsson ríkissáttasemjari greinir frá úrslitum í atkvæðagreiðslu sjómanna og útvegsmanna um miðlunartillögurnar. Fjölþjóðleg rannsókn WHO á dauðsföllum vegna kransæðastíflu Dánarhlutfall lægst meðal karla á Islandi, næstlægst hjá konum Hærra verð fyrir físk vestanhafs VERÐ á fiskafurðum, blokk og flökum, hefúr hækkað verulega í Bandaríkjunum. Það er mest fyrir áhrif frá Evrópu, þar sem mun hærra verð er borgað fyrir fiskinn og eftirspum er mikil. Verð á þorskblokk er nú um 1,85 til 1,90 dollarar hvert pund, en fyrir einu ári var verðið á þorskblokkinni 1,55 til 1,65 doll- arar pundið. Elvar Einarsson, innkaupa- stjóri hjá Iceland Seafood, dótt- urfyrirtæki ÍS, í Bandaríkjun- um, segir að skýringin sé minna framboð af fiski, ekki sé um neyzluaukingu að ræða. „Það er allt á bullandi uppleið á blokk- armarkaðnum, sérstaklega í alaskaufsanum," segir Elvar í samtali við Morgunblaðið. j' ■ Verð á fiskblokk/22 DÁNARHLUTFALL þeirra sem fá kransæðastíflu er lægst meðal ís- lenskra karla og næstlægst meðal íslenskra kvenna samkvæmt sam- anburði sem náði til 29 rannsóknar- hópa í alls 18 löndum. Þessar niðurstöður voru fengnar úr svonefndri MONICA-rannsókn, sem staðið hefur yfir á vegum Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) frá árinu 1981. Er greint frá niðurstöðum úr hluta rannsóknar- innar í vísindatímaritinu Circul- ation. Minnsta dánartiðni eftir að komið er á sjúkrahús Rannsóknin náði til mikils fjölda sjúklinga sem fengið höfðu kransæðastíflu í löndunum 18 á tímabilinu 1985-1990. Fram kemur í niðurstöðum hennar að hlutfall karla sem létust innan 28 daga eftir að hafa fengið kransæðastíflu var lægst á íslandi eða 34,6% og meðal kvenna var dánarhlutfallið næst- lægst á Islandi eða 36,2%, var dán- artíðnin aðeins minni meðal kvenna í Halifax í Kanada eða 33,6%. Rannsóknin leiðir einnig í ljós að dánarhlutfall þeirra sem ekki komust á sjúkrahús eftir að hafa fengið kransæðastíflu var lægst meðal íslenskra karla eða 23,4% og dánartíðni þeirra sem komust á sjúkrahús var einnig minnst meðal íslenskra karla eða 14,7%. Þá var dánarhlutfall meðal þeirra karla sem létust af völdum kransæðastíflu innan 24 klukkustunda eftir að þeir komust á sjúkrahús lægst á Islandi eða 28,7%. Voru þessar niðurstöður einnig mjög svipaðar fyrir íslenskar konur, sem tilheyrðu undantekn- ingalaust hópum með minnstu dán- artíðnina, samkvæmt rannsókninni. Meðferð á sjúkrahúsum með því besta sem þekkist Nikulás Sigfússon, yfirlæknir hjá Hjartavernd, segir að þessar niður- stöður bendi m.a. til þess að heil- brigðisþjónusta og meðferð sjúk- linga á Islandi sé með því besta sem gerist. Auk þess bendi niðurstöð- umar til þess að kransæðastíflutil- felli hér á landi séu að verða vægari en áður þar sem í ljós kemur skv. rannsókninni að dánartíðni meðal fólks sem ekki kemst á sjúkrahús er mjög lítil samanborið við margar aðrar þjóðir. Ein af meginniðurstöðum úr rannsókninni fyrir alla hópana er sú að tveir þriðju allra sjúklinga sem látast af völdum kransæðastíflu inn- an 28 daga frá því að þeir veikjast deyi áður en þeir komast undir læknishendur. Segja höfundar rannsóknarinnar þetta sýna að leggja beri mikla áherslu á forvam- ir gegn kransæðasjúkdómum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.