Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utandagskrárumræða um Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Nefnd skiptir 500 milljón- um króna fyrir miðjan maí GERT er ráð fyrir að tillögur fagnefndar um það hvemig skipta eigi samtals 500 milljónum króna, samkvæmt fjái-aukalögum og fjár- lögum, milli sjúkrahúsanna í land- inu liggi fyrir um miðjan næsta mánuð. Þetta kom fram í máli Ingi- bjargar Pálmadóttur heilbrigðis- og tryggingaráðherra við umræður utan dagskrár um Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri á Alþingi í gær. Annars vegar er um að ræða 200 milljóna króna pott samkvæmt fjáraukalögum vegna ársins 1997 og hins vegar 300 milljóna króna pott samkvæmt fjárlögum þessa árs. Að sögn heilbrigðisráðherra er ljóst að Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri verður veitt fé úr báðum þessum pottum. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Aiþýðubandalags og óháðra og málshefjandi umræðunnar, gagnrýndi það að tillögur nefndar- innar skuli ekki liggja fyrir fyrr en um miðjan maí og sagði það óverj- andi vinnubrögð að skipta fyrst fénu þegar nær fimm mánuðir væru liðnir af árinu. Forsvarsmenn sjúkrahúsanna væru nú þegar í al- gerri óvissu um hvað kæmi í þeirra hlut úr pottunum. Fleiri þingmenn tóku undir gagnrýni Steingríms og sagði Sighvatur Björgvinsson, þingflokki jafnaðarmanna, það m.a. ámælisvert að tillögur nefndarinn- ar yrðu ekki kynntar fyrr en eftir þinglok í vor. Við þessu sagði ráðherra að fjár- laganefnd Al- þingis yrði kynnt málið nánar fyrir þinglok. Ráð- herra benti enn- fremur á að vinna fagnefnd- arinnar væri vandasöm og að hún ynni mjög gott starf. Full- trúar nefndar- innar hefðu farið mjög vel yfir rekstur sjúkrahúsanna eins og til hefði verið ætlast af þeim og í því fælist mikil vinna. Framlög verið aukin í upphafi umræðunnar benti Steingrímur J. Sigfússon á fjár- hagsvanda Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri. Hann tók fram að forsvarsmenn þess hefðu fengið hrós fyrir ráðdeild í rekstri undan- gengin ár, en á síðustu tveimur ár- um hefði sjúkrahúsið verið rekið með halla. Sagði hann að rekstrar- halli síðasta árs hefði verið um 56 milljónir og uppsafnaður vandi um síðustu áramót um 90 til 100 millj- ónir kr. Þá sagði hann að fjár- skortur til rekstrar á þessu ári, meðal annars vegna aukningar í staifsemi, væri milli 60 til 70 millj- ónir króna. í máli heilbrigðisráðherra kom m.a. fram að þrátt fyrir mikla um- ræðu um niðurskurð væri stað- reyndin sú að framlög til Fjórð- ungssjúkrahúss- ins á Akureyri hefðu verið auk- in á undanförn- um árum. „I ráð- herratíð minni hafa þau hækkað um 99 milljónir króna eða 8,35% umfram hækkun verðlags og hafa þau aukist meira en til annaiTa sjúkrahúsa," sagði hún og benti m.a. á að með auknum fjárframlögum væri viðurkennt að Fjórðungssjúkrahúsið gegndi lykil- stöðu í heilbrigðisþjónustu á Norð- urlandi. Ráðheri'a sagði einnig frá því að fagnefndin sem hefði fengið það verkefni að úthluta 500 milljónum króna til sjúkrahúsanna væri m.a. að fara ofan í það, í samráði við stjórnendur Fjórðungssjúkrahúss- ins, hvað hefði valdið auknum út- gjöldum sjúkrahússins á síðasta ári. „Stjórnendur sjúkrahússins hafa rökstutf breytingar á kostnaði með aukinni þjónustu og það sama hefur gerst varðandi margar aðrar stofnanir. Fyrir liggja tillögur þeirra um með hvaða hætti sé unnt að halda rekstri innan ramma fjár- laga.“ Blaðamannafundur kom á óvart I Ijósi þessa sagði ráðherra að blaðamannafundur stjórnarfor- manns og aðstoðarframkvæmda- stjóra sjúkrahússins hinn 30. mars sl., þar sem kynntar voru spamað- araðgerðh' sjúkrahússins, hefði komið á óvart. „Þessi framsetning olli eðlilega ótta og óöryggi meðal starfsfólks og íbúa svæðisins. Það er að mínu mati ábyrgðarhluti að kynna neyðaráætlun þegar verið er að vinna með ráðuneytinu að lausn málsins. Þetta kom ráðuneytinu verulega á óvart eftir það sem á undan var gengið og ekki síst að stjórnendur skyldu velja þá leið að kynna hugsanlegar ráðstafanir í fjölmiðlum áður en þær voru rædd- ar inni í ráðuneyti og við fagnefnd," sagði ráðherra. Val- gerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, tók undir þessa gagnrýni ráðherra. Miður að ráðherra gagnrýndi starfsfólk Steingi’ímur J. Sigfússon, þing- maður Alþýðubandalags og óháðra, sagði að sér þætti það mið- ur að ráðherra skyldi gagnrýna stjórnendur Fjórðungssjúkrahúss- ins fyrir það að kynna starfsfólki sínu, bæjarstjóm Akureyrar og „eftir atvikum fjölmiðlum", eins og hann orðaði það, þá stöðu sem blasti við þeim. Hann sagði auk þess að menn ættu að hugleiða þær aðstæður sem stjórnendum væi-u búnar við þessar kringum- stæður, þ.e. óvissuna sem þeir byggju við. MW§SM i 11 n'jií'' i ALÞINGI Einn banka- sljóri verði við ríkis- bankana ÁGÚST Einarsson, Guð- mundur Ami Stefánsson og Jóhanna Sigurðardóttir, þing- menn þingflokks ' jafnaðar- manna, hafa lagt fram á Al- þingi frumvarp til laga um breytingu á lögum frá síðasta ári um stofnun hlutafélaga um Landsbanka íslands og Bún- aðarbanka íslands. Er með frumvarpinu lagt til að við lögin bætist við setning sem kveði á um að við hvom hluta- félagsbanka starfi ekki fleiri en einn bankastjóri. „í núgildandi lögum um Landsbanka Islands hf. og Búnaðarbanka Islands hf., sem vom afgreidd á síðasta þingi, er kveðið á um ráðn- ingu bankastjóra. Þótt ákvæð- ið geti átt við um einn eða fleiri bankastjóra er ljóst að vilji ríkisstjómarinnar stóð til að hafa fleiri en einn banka- stjóra, enda felldi meirihlut- inn breytingartillögu stjóm- arandstöðunnar um að hafa aðeins einn bankastjóra við Landsbanka Islands og Bún- aðarbanka íslands," segir í greinargerð. Þar segir ennfremur að nú hafi viðskiptaráðherra og bankaráð Landsbankans ákveðið að ráða einn banka- stjóra að Landsbanka í stað þriggja áður. Flutningsmenn telja því eðlilegt að lögin séu löguð að þessu og leggja því til í frumvarpinu að kveðið verði skýrt á um það að við bankana starfi aðeins einn bankastjóri. Morgunblaðið/Halldór - Seðla- bankinn spáir minni verðbólgu SEÐLABANKI íslands spáir lægri verðbólgu í nýrri verð- bólguspá sinni en hann gerði í síðustu spá í janúar. Bankinn spáir að verðbólga verði 2,3% milli áranna 1997 og 1998 og 2,1% frá upphafi til loka árs- ins 1998, en í janúarspánni var gert ráð fyrir að verðbólg- an yrði 2,6% milli áranna og 2,3% frá upphafi til loka árs- ins 1998. Aðalástæðan er hækkun húsnæðis Vísitala neysluverðs hækk- aði um 0,4% á milli síðasta ársfjórðungs 1997 og fyrsta ársfjórðungs í ár, en það jafn- gildir 1,7% verðbólgu á heilu ári. „Hækkunin er að mestum hluta til komin vegna hækk- unar á markaðsverði húsnæð- is og á húsaleigu auk þess sem verð á þjónustu hækkaði nokkuð. Athygli vekur hins vegar að innlendar vömr án búvöru og grænmetis hækk- uðu nánast ekkert í verði frá desember 1997 til apríl í ár. Spá Seðlabankans frá því í janúar gerði ráð fyrir töluvert meiri hækkun vísitölunnar, eða 0,8%. Frávikið er þó inn- an tölfræðilegra vikmarka," segir í frétt frá Seðlabankan- um. Þá kemur fram að á öðrum og þriðja fjórðungi ársins megi gera ráð fyrir að verð- bólga verði nokkru meiri en á fyrsta ársfjórðungi, en að hún lækki undir lok ársins eins og undanfarin ár. I spánni er gert ráð fyrir að launaski’ið verði 2% á árinu í stað 1,5% í síðustu spá og að markaðs- verð á húsnæði hækki um- fram almenna verðlagsþróun og hafi þannig áhrif til hækk- unar visitölunnar. Innflutningsverð óbreytt í erlendri mynt „Á móti kemur að gert er ráð fyrir að framleiðni vaxi um 3% á árinu í stað 2,5%, eins og gert var ráð fyrir í spánni í janúar. Með hliðsjón af kreppunni í Asíulöndum og fyrirliggjandi spám alþjóð- legra efnahagsstofnana er gert ráð fyrir að innflutnings- verð í erlendri mynd verði óbreytt á árinu 1998,“ segir ennfremur. Stólaskipti Geirs og Friðriks GEIR H. Haarde og Friðrik Sophusson hafa haft stólaskipti í ríkisstjórn, eins og alkunna er. En þeir hafa einnig haft stóla- skipti á Alþingi. Geir er sestur við hlið Ingibjargar Pálmadótt- ur heilbrigðisráðherra og Frið- rik er sestur við hlið flokkssyst- ur hennar, Valgerðar Sverris- dóttur, úti í þingsahium. Þing- sætum er úthlutað með hlutkesti í þingbyrjun. Hins vegar hefur Geir verið mjög íhaldssamur og viljað sifja í sama sætinu. Hefur hann gjarnan skipt á sætum við þá þingmenn sem það sæti hafa hreppt. Er það einmitt sætið sem Friðrik situr nú í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.