Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 53 + Ragnhildur Rún Gunnarsdóttir, Eyrarvegi 20, Grundarfirði, fæddist á Húsavík 28. september 1994. Hún lést á Landspítalanum 16. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir, f. 26.4. 1969, og Gunnar Jóhann Elísson, f. 29.4. 1972. Bróðir Ragn- hildar er Jónas Elís Gunnars- son, f. 29.10. 1997. Utför Ragnhildar Rúnar fer fram frá Grundarfjarðar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ó, blíði Jesú, blessa þú það barn er vér þér færum nú, tak það í faðm og blítt það ber með börnum Guðs á örmum þér. (V. Briem.) Nú þegar sólin er farin að skína og fuglarnir að syngja, fá afi og amma ekki lengur að heyra í litla söngfugl- inum sínum. Hún sem kom með svo margt fallegt og gott inn í okkar líf er nú farin frá okkur. Aldrei hefðum við trúað því, eftir yndislega páska- viku hjá langafa og langömmu á Húsavík, að við ættum ekki eftir að hittast aftur öll kát og glöð. Litla prinsessan okkar sem hefur háð hverja orustuna á fætur annarri og alltaf sigrað þar til nú. Hún var augasteinninn okkar allra enda kenndi hún okkur óspart að trúa á hið góða í lífinu. Það er erfitt að sjá ekki bjarta brosið þitt, heyra þig syngja eða hlæja og geta ekki tekið utan um þig og knúsað meir. Við sem ætluðum að gera svo margt. Afi, amma og þú læra á tölvuna, fara saman í sumar- bústaðinn, iabba í kjallaranum og hjóla á pallinum sem afi var að byrja á að gera svo það væri pláss fyrir öll litlu börnin okkar til að leika sér á. En þú, elsku engillinn okkar, hefur eflaust verið kölluð til annarra verk- efna á æðri stöðum, allavega verða afi og amma að reyna að trúa því. Megi góður Guð gefa mömmu, pabba og litla bróa styrk í þeirra miklu sorg. Guð geymi þig. Þinn, afi Jónas og amma Sigríöur. Vertu yfir og allt um kring með eiiífri blessun þinni, sitji Guös englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) + María Júlíana Kjartansdótt- ir fæddist í Stykkishólmi 21. maí 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. april siðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Keflavíkurkirkju 18. apríl. Dís minna drauma, kona engiá lík. Á stundum sem þessum, þegar sorgin nístir, er erfitt að gleðjast en minningin um þig er samt svo ljúf. Alltaf varstu full af bjartsýni og gleði. Bros þitt og hlátur. Alltaf eitt- hvað að gerast, alltaf á ferð og flugi. Svo lipur og létt í lund. Svo aðdáun- arverð í alla staði. Ég veit með þér kveðjum við merka konu. Konu sem bjó yfir mikilli visku. Konu sem bjó yfir þeim yndislega eiginleika að líta á mann sem jafningja, sem þótti mikið til unga fólksins koma. Konu sem var stödd í núinu. Að tala við Guð gefi ykkur öllum styrk á þessari sorgar- stund. Kveðja, Amma Þóra, afi Pétur, Þorgerður, Guðlaug, Rúna og íjölskyldur. Elsku litli engill. Nú ertu farin frá mér bara sisvona, eins og þú þurftir að hafa fyrir að vera hjá okk- ur í upphafi. Það var með ólíkindum hvað þú varst dugleg að berjast fyrii' þínu og öll krafta- verkin sem þú gerðir fyrir okkur hin eru alveg ótrúleg. Þú kenndir okkur svo margt um lífið og hvað maður má vera þakklátur fyrir það sem maður hefur. Gleði þín og útgeislun var hreint með eindæm- um. Ég veit að þar sem þú ert núna líð- ur þér vel og þú hleypur um og leik- ur þér, þú átt líka eftir að stelast nið- ur í kjallara til afa, að æfa þig að labba eins og þið afi gerðuð alltaf og þér fannst svo gaman. Ég þakka fyr- ir þann tíma sem við áttum saman þó ég hefði viljað að hann hefði varað miklu lengur. Ég sakna þín alveg ofboðslega. Þín, Þórunn Hilda (Tótla). Elsku litla frænka mín er farin frá mér. Það var alltaf svo gaman hjá okkur þegar við sváfum saman í Sævó hjá afa Skafa og ömmu Sirru. Ég mátti ekki af þér sjá þegar þú komst til Reykjavíkur og stundum kom ég til þín í Grundarfjörð. Það var svo gaman hjá okkur á Húsavík, hjá afa gamla og ömmu gömlu um páskana. Þú varst svo sæl og ánægð í afmælinu hans afa gamla, við sungum og dönsuðum og alltaf vai'st þú brosandi og sæl, sama hvað gekk á. Núna ert þú á himninum í hvítum kjól og með vængi og hleypur á eftir kisunni minni, honum Pobrúsk, sem er líka á himninum. Elsku frænka, ég kveð þig með þessu erindi sem ég er búin að vera að raula síðan þú fórst. Tunglið, tunglið, taktu mig og berðu mig upp til skýja. Hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja. Þln frænka, Unnur Osp. Elsku Ragnhildur Rún. Nú kveðj- um við þig í síðasta sinn. Þú varst alltaf svo dugleg sama hvað var að, og alltaf svo indæl og góð. Ég man alltaf eftir því þegar ég sá þig á Vökudeild Landspítalans og þú virt- Möllu var eins og að vera með vin- konu sinni. Það var enginn aldurs- munur. Þess vegna er svo erfitt að skilja að hún skuli ekki lengur vera lifandi, gangandi á meðal okkar. Það hvarflaði aldrei að mér að hún myndi deyja. Ef til vill er það af því að Malla var alltaf svo full af lífi. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Möllu minni og fyrir það veganesti sem hún hefur gefið mér. Allt sem hún var mér, allar þær stundir sem við áttum saman eru mér sem fjársjóður. Þaö sakar ei minn saung, því minníng þín í sálu minni eilíft líf sér bjó. Af yndisþokka, ást og mildri ró eins og þú komst í fyrsta sinn til mín. Eins og þú hvarfst í tign sem mál ei tér með tár á hvarmi í hinsta sinn frá mér. (Halldór Laxness) Laufey Brá. ist vera alveg heilbrigð. Eins þegar við sáumst á Barnadeild Hringsins og Særós fékk að sjá þig í fyrsta skipti. Hana langaði svo að leika við þig en þú gast það ekki svo Særós lék sér ein. Svo fékkst þú loksins að koma heim í fallega bæinn okkar, Grundarfjörð. Efth' að þú byrjaðir að tala, þá lá við að þú stoppaðir ekki. Þú og Særós tókuð stundum lagið saman þó ungar væru. Svo má ekki gleyma þegar þið Ragna amma fóruð að syngja saman og þá sérstaklega „Undh- dalanna sól“ og var það bara byrjunin. Þú varst alltaf svo góð við hana. Þú varst líka svo góð við okkur systkinin og alltaf komstu mér á óvart. Ég gleymi t.d. aldrei þegar ég var í tölvunni hjá ykkur og þú sast ein inni í eldhúsi en ég var frammi og þú sagðir: „Hjalti, komdu til mín.“ Þetta var í fyrsta sinn sem þú sagðir nafnið mitt. Svo voruð þið Særós líka góðar vinkonur og Særós vildi alltaf passa þig þó þið væruð jafngamlar. Svo þegar litli bróðir þinn fæddist þá varst þú svo góð við hann og ef það þurfti að snýta honum sagðir þú: „Oj, hann er með hor,“ og fleira í þeim dúr. Að lokum viljum við systkinin þakka þér fyrir allar samverustund- irnar sem við áttum með þér. Við biðjum Guð almáttugan að styrkja Hanna, Hrafnhildi Jónu, og aðra ættingja í sorginni. Guð veri með okkur öllum. Sofðu blíða barnkind mín! Byrgðu aftur augun þín, friðarins guð þér frelsi bjó, fyrir það sofðu í góðri ró. Geymi þín drottinn dýrðarhæstur og dillidó. (Steingr. Thorst.) Hjalti Vignir og Særún Osk. Við kveðjum þig með sárum sökn- uði, elsku litla Ragnhildur Rún, og þökkum þér fyrir allt sem þú gafst okkur. Við þökkum björtu brosin þín, þau lýsa okkur fram á veginn. Við munum fallegu glettnu augun þín og svo margar gleðistundir sem við áttum með þér. Þú verður áfram í hugum okkar og hjörtum og hjálp- ar okkur að skilja lífið og tilvenma. Við biðjum góðan Guð að blessa og styrkja alla ástvini þína í sorg þeirra. Við Ijúkum þessum orðum með hluta úi' Ijóði eftir Tómas Guð- mundsson: En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirra yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því sem kemur, í æsku sinnar tipu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófúm lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. Börn og starfsfólk í leikskólan- um Sólvöllum, Grundarfirði. Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn RAGNHILDUR RÚN GUNNARSDÓTTIR MARÍA JÚLÍANA KJARTANSDÓTTIR t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI TÓMASSON, lést á Landspítalanum mánudaginn 20. apríl síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Grensáskirkju þriðjudaginn 28. apríl kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á STYRK, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Kristbjörg Sigjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, STEFANÍA MAGNÚSDÓTTIR, Fagrahvammi, Blesugróf, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 24. apríl kl. 15.00. Þorgeir Einarsson, Einar Þorgeirsson, Sigrún Edvardsdóttir, Magnús Þorgeirsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Ingigerður Þorgeirsdóttir, Ingólfur Guðnason, Anna Þorgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, Bakkabraut 5, Vík í Mýrdal, verður jarðsungin frá Víkurkirkju laugardaginn 25. aprílkl. 14.00. Sigurlín Guðlaugsdóttir, Guðrún Guðlaugsdóttir, Helgi Þorsteinsson, Jóna Guðlaugsdóttir, Hrafn Þórhallsson, Guðmundur Guðlaugsson og barnabörn. + ÓLAFUR VIGFÚSSON, Hafnargötu 2, Keflavík, lést fimmtudaginn 16. apríl. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 25. apríl kl. 16.00. Vandamenn. + Sonur minn, bróðir okkar, sambýlismaður og fósturfaðir, FRANKLfN ÞÓRÐARSON bóndi, Litla-Fjarðarhorni, Strandasýslu, verður jarðsettur frá Kollafjarðarneskirkju laugardaginn 25. apríl kl. 14.00. Ingibjörg Bjarnadóttir, Jóna Þórðardóttir, Ingunn Þórðardóttir, Þórdís Kristjánsdóttir, Steinar Magnússon. + Hjartans þakkir til ykkar allra, sem auðsýndu mér samúð og aðstoð við útför eiginmanns míns, BÖÐVARS STEFÁNS DANÍELSSONAR. Einnig þakka ég starfsfólki á lungnadeild Vlfils- staðaspítala fyrir góða hjúkrun í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll og gleðilegt sumar. Guðrún Helga Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.