Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 37 Heiðurstónleikar haldnir í Hallgrímskirkj u Morgunblaðið/Kristinn SÓPRANSÖNGKONAN Arndís Halla Ásgeirsdóttir, Hörður Áskelsson organisti og Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari koma fram á tónleik- um á sunnudag, sem Listvinafélag Hallgrímskirkju gengst fyrir. Síðasta sýningarhelgi DeSign-Ý LISTVINAFÉLAG Hallgríms- kirkju gengst fyrir tónleikum nk. sunnudag undir yfirskriftinni, Sópr- an, selló og orgel. Þar koma fram sópransöngkonan Amdís Halla Ás- geirsdóttir, Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari og Hörður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju. Þau flytja fjölbreytta efnisskrá, innlend og erlend kirkjulög eftir J.S. Bach, Jón Leifs, Pál ísólfsson og Áskel Jónsson, einsöngskantötu eftir ítalska barokktónskáldið G.B. Brevi og verk fyrir selló og orgel eftir Sa- int-Saéns og Karl Höller. Tónleik- arnir eru haldnir til heiðurs þýska listunnandanum Peter-Paul Schautes, sem hefur um árabil verið einn af dyggustu stuðningsmönnum Listvinafélagsins, en hann hélt ný- lega upp á sjötíu ára afmæli sitt. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. Þýski lögfræðingurinn Peter- Paul Schautes frá Mönchenglad- bach er mikill áhugamaður um kirkjutónlist. Þegar hann kom í fyrsta skipti til Islands, árið 1991, var að hefjast lokaáfangi fjáröflunar íyrir kaup á konsertorgeli Hall- grímskirkju með sölu orgelpípa. Schautes varð einn fyrstur manna til að festa kaup á einni af stærstu pípum orgelsins. Hann gekk í List- vinafélag Hallgrímskirkju og hefur síðan komið árlega til landsins til að fylgjast með helstu viðburðum í kirkjutónlistarlífi Hallgrímskirkju. Til að halda upp á sjötíu ára af- mæli sitt kaus hann að kosta tón- leika með hjónunum Ingu Rós Ing- ólfsdóttur og Herði Áskelssyni, ásamt sópransöngkonunni Arndísi Höllu Ásgeirsdóttur sem hann hafði kynnst í Þýskaiandi, en hún starfar í Berlín. Þau munu flytja efnisskrá, sem samanstendur af verkum eftir höf- unda sem Schautes hefur dálæti á. Flutt verða þrjú kirkjulög við texta Hallgríms Péturssonar og þrjár orgelprelúdíur eftir Jón Leifs, en Schautes hefur hiifist mjög af verk- um Jóns. Stærsta söngverkið á tónleikun- um er verkið Deliciae terrenae eftir ítalska barokktónskáldið Giovánni Battista Brevi, en það er kantata fyrir sópran og fylgirödd sellós og orgels, samin um aldamótin 1700. Kantatan samanstendur af mörgum aríum og tónlesi og er gott dæmi um kröfuharða sönglist barokktím- ans. Arndís Halla syngur auk þess sönglag Bachs, „Bist du bei mir“ og Máríuvers eftir Pál ísólfsson og Áskel Jónsson. Þau Inga Rós og Hörður flytja Priére eftir franska tónskáldið Saint-Saéns og Tilbrigði við sálmalagið „Dýrlegi Jesú“ eftir þýska tónskáldið Karl Höller. Þessir tónleikar eru síðustu tón- leikar á vetrardagskrá Listvinafé- lagsins, en framundan er orgeltón- leikaröðin „Sumarkvöld við orgel- ið“, sem hefst í byrjun júlí. DESIGN-Ý sýningu á leðurfatnaði úr íslensku hreindýraleðri í galleríi Handverks & hönnunnar að Amt- mannsstíg 1, lýkur nú á laugardag. Sýningin er opin virka daga kl. 11-17 og laugardaga kl. 12-16. Hafnarborg SÝNINGU Gunnlaugs Stefáns Gíslasonar á vatnslita- og olíuverk- um og sýningu Louisu Matthíasdótt- ur á pastelmyndum í Hafnarborg lýkur á mánudag 27. apríl. Norræna-húsið í SÝNINGARSÖLUM Norræna hússins hefur staðið yfir sýningin Norrænt grafíkþríár III. Sýningin verður opin ki. 14-18 um helgina, og síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 26. apríl. STYRKUR TIL TÓNLISTARNÁMS Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk tilJramhaldsnáms erlendis á n&sta skólaári 1998-1999. Veittur er styrkur að upphæð kr. 500.000. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform sendist fyrir 25. maí nk. til formanns sjóðsins: Arnar Jóhannssonar, pósthólf 3372, 123 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjanda. Gítargóð- gæti fyrir jazz- geggjara HLJÓMDISKUR Björns Thorodd- sen, Jazz Guitar (Jazzís 107) hefur farið víða og hlotið góðar viðtökur. I febrúar sl. birtust dómar um hann í bandaríska jazztímaritinu Cadens og helsta dagblaði Dana, Politiken. Diskurinn fær fjórar stjörnur af sex mögulegum og er hann þar kallaður „gítarnammi fyrir jazz- geggjara af hinum hefðbundna svingskóla“. Þá segir m.a. að allar gítarstjömunar sex: Björn, Philip, Catherine, Doug Raney, Jakob Fiseher, Paul Weeden og Leivur Thomsen eigi það sameiginlegt „að svinga eins og fjandinn væri á hæl- unum á þeim en sýna samt snyrti- mennsku og djörfung í leik sínum“. Danirnir eru ánægðir með sinn mann: „Jakob Fischer er kominn í frábæran félagsskap og það á hann líka skilið.“ Dómurinn í Cadens hefst þannig: „Sem gítarleikara og hlustanda fell- ur mér fátt verr en gítarflugelda- sýningar þar sem nótunum er skot- ið í allar áttir án takmars né til- gangs. Sem betur fer fellur enginn í þá gryfju á þessum diski.“ Síðan er fjallað um einstök verk á disknum og m.a. farið fógi-um orðum um frammistöðu gítarist- anna, ekki síst Raneys á Völuspá Björns, Catherine á Straight No Chaiser Monks og dúett Jakobs Fishers og Björns: Softly As In A Morning Sunrise. Gagnrýnandan- um, Larry Nai, þykir Jakob Fischer skyldastur Birni af gítar- leikurunum á diskinum og hrífst sérstaklega af innileikanum í spila- mennsku þeirra. Dóma um hljómdisk Björns er að vænta á næstunni í tímaritum víða um heim. Kaldársel Sumarbúðir KFUM Hafnarfirði Sumarbúðirnar eru á fallegum stað skammt fyrir ofan Hafnarfjörð í nágrenni Helgafells. Þar rennur Kaldá og hraunið í kring býður upp á fjölbreytt leiksvæði þar sem virki eru reist og farið í búleiki. Umhverfis er stórfengleg náttúra, vinin Valaból, eldstöðin Búrfell og móbergsfjallið Helgafell, spennandi hellar og margt fleira sem hægt er að skoða og njóta. Ýmiskonar íþróttir og leikir eru eðlilegur þáttur í starfinu. Daglega er veitt fræðsla um kristna trú og Biblíuna, kenndar bænir og vers og sungnir fjörugir söngvar. I SUMAR VERÐA FLOKKARNIR SEM HER SEGIR: DRENGIR 1 .fl. 2.júní- 9.júnf 7-12 ára 2. fl. 9.júní-1 ó.júní 7-12 ára 3. fl. 18.júní-25.júní 7-12 ára HLÉ 4. fl. 29.júní- 6.júlí 7-12 ára STÚLKUR 5. fl. 7.júlí-14.júlí 7-12 ára 6. fl. 15.júlí-22.júlí 7-12 ára 7. fl. 23.júlí-30.júlí 7-12 ára HLE 8. fl. 4.ágúst-11 ágúst 7-12 ára Verð fyrir eina viku er kr. 15.600.- og er fargjald innifalið. Innritun fer fram á skrifstofu KFUM og KFUK við Holtaveg f Reykjavfk, sími 588 8899 frá kl. 8-16 á virkum dögum. Einnig er skráð á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 17-19 á Hverfisgötu 15 í Hafnarfirði til 6. maf. Síminn þar er 555 3362. Eftirtalin fyrirtæki fá bestu þakkir fyrir veittan stuðnin Samúel V. Jónsson Pípulagningarmeistari Bæjarbakarí Bæjarhrauni 2 Tryggvi Ólafsson Úrsmiður Hópferðabílar K. Willatzen SKÓVERSLUN IQÖSSSE3! RagnarsBjömssonarhf D0UUS MEDICA & KRINGIUNNI Sigga og Timo gullsmíði, s. 565 4854 Halli rakari Strandgötu 39, Hafnarfirði HUSGAGNAVERSLUN vywwnwi «. HvwiHi.iw sfis«« Dalshrauni 6, Hafinarfirði Hárgreiðslustofan Guðrún Bókabúð Böðvars Hafharfirði Vestfjarðarleið Heimsmarkaðurinn Súfistinn, kaffihús, ______________________ Hafharfirði Guðrún Lækjargötu 30, Hafiiarfirði Ostahúsið Linnetsstíg 6. Hafharfirði Hafnarfirði Verslunin Embla Filmur og framköllun Vélaverkstæði Þvottahús og efnalaug Hafnarfirði Hafharfirði Jóhanns Ólafs hf Hraunbrún 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.