Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR __T „mTriT' , , _ __ « . . .. „ , . , . MorgunDiaoid/Arni bæberg FLOTKVIIN a reki djupt utaf Reykjanesi. Tvo varoskip eru 1 grenndinm. Flotkvun er tryggð fyrir 250 milljónir króna Viðbygging á Laufásvegi Málið ekki hlotið af- greiðslu MAGNÚS Sædal byggingar- fulltrúi í Reykjavík gerir at- hugasemd við þau ummæli íbúa á Laufásvegi 77 og Berg- staðastræti 86 að þeim hafi ekki borist tilkynning um sam- þykkt byggingarnefndar. „Skýringin á því er sú að byggingarnefnd sendir aldrei út tilkynningu um samþykkt fyrr en málið hefur hlotið af- greiðslu borgarstjórnar. Málið er ekki afgreitt fyrr en borgar- stjórn hefur staðfest fundar- gerð byggingarnefndar," segir Magnús. Ólöf Rún á Stöð 2 ÓLÖF Rún Skúladóttir, sem um árabil var fréttamaður á fréttastofu Sjónvarpsins, hefur störf hjá ís- lenska út- varpsfélaginu í næsta mán- uði. Hún sagði í samtali við Morgunblað- ið að það legðist mjög vel í sig að fara að starfa í sjónvarpi aftur, þar sem það væri vettvangur sem henni hefði þótt afar skemmti- legt að vinna á. KÆRUNEFND jafnréttismála tel- ur að iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafí ekki brotið gegn ákvæðum jafn- réttislaga þegar hann skipaði Þorkel Helgason í embætti orkumálastjóra. Hrefna Kristmannsdóttir, jarð- efnafræðingur og deildarstjóri jarð- efnafræðisviðs og rannsóknastofu í jarðefnafræði hjá Orkustofnun, óskaði eftir því að kærunefndin tæki afstöðu til þess hvort ráðningin bryti gegn ákvæðum jafnréttislaga. I niðurstöðum kænmefndarinnar segir að Þorkell teljist hafa meiri formlega menntun en Hrefna. Bæði Hrefna og Þorkell uppfylli skilyrði orkulaga um verkfræðilega mennt- un. Hann hafí doktorspróf í stærð- fræði en hún cand.real. gráðu í jarð- efnafræði og verði ekki dregin sú EIRÍKUR Ormur Víglundsson, annai’ eigandi flotkvíarinnar sem er á reki um 200 sjómílur vestur af Reykjanesi, segir að það að kvíin skuli ekki vera komin til hafnar hafi ekki áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Þetta hefur engin áhrif á rekstur- inn hjá okkur nema hvað það tekur tíma fyrir okkur að standa í þessu. „Flotkvína átti ekki að opna fyrir þjónustu fyrr en seinni hluta ársins ályktun að menntun hennar jafngildi doktorsgráðu. Hins vegar hafí bæði að baki lang- an fræðiferil. Vegna starfa og rann- sókna Hrefnu á starfs- og fræðasviði Orkustofnunar teljist þau jafnhæf hvað menntun og fræðistörf varðar þrátt fyrir þennan mun á formlegri menntun. Þá segii- að Hrefna hafí starfað hjá Orkustofnun frá því hún lauk námi, og hafi í rúm 20 ár gegnt stjórnunar- stöðu hjá stofnuninni. Þorkell hafí kennt við Háskóla Islands í tæp 20 ár, fyrst sem dósent en í 6 ár sem prófessor og svo hafí hann starfað sem aðstoðarmaður ráðherra og ráðuneytisstjóri í fimm ár. „Kærunefnd telur að við mat á umsækjendum verði ekki litið fram svo það að hún skuli ekki vera kom- in hefur enn ekki nein áhrif á rekst- urinn,“ sagði Eiríkur í samtali við Morgunblaðið í gær. Vélsmiðja Orms og Víglundar hefur orðið fyrir stórtjóni vegna málsins en Eiríkur vildi ekki gefa upp hve há sjálfsáhætta vélsmiðj- unnar væri, sagði einungis: „Fyrir- tækið hefur orðið fyrir stórtjóni, það er engin spurning." Flotkvíin hjá því að [Þorkell] hefur gegnt starfi aðstoðarmanns ráðherra og síðar starfi ráðuneytisstjóra í iðnað- ar- og viðskiptaráðuneytinu í alls fimm ár. Staða ráðuneytisstjóra er æðsta stjórnunarstaða innan stjórn- sýslunnar. Sem ráðuneytisstjóri hef- ur [hann] óhjákvæmilega öðlast bæði þekkingu og reynslu af þeim málaflokkum sem undir ráðuneytið heyra, þ.m.t. orkumálum, auk víð- tækrar reynslu af almennri stjórnun og opinberum rekstri. Telja verður að sú starfsreynsla ásamt reynslu hans af að sinna ráðgjöf við stjórn- völd geri hann hæfari til að gegna stöðu orkumálastjóra." Því telur nefndin að jafnréttislög hafí ekki verið brotin við skipun í stöðuna. er tryggð hjá Tryggingu hf. fyrir um 250 milljónir króna, sem er upphæð á við tryggingu gamals togara, að sögn Agústs Karlssonar forstjóra Tryggingar hf. Mikið tjón hefur orðið á flotkvínni en ekki hefur verið unnt að meta hversu mikið það er. Það verður gert um leið og hún kemur til hafnar, að sögn Eiríks. Annar tveggja krana er farinn af kvínni og Eiríkur taldi líklegt að hinn væri einnig ónýtur. Kraninn sem datt af var helmingi stærri en sá sem enn er á kvínni og var talinn á annað hundrað tonn að þyngd. „Ég er skíthræddur um kranann sem enn er á kvínni og hann er eflaust ónýtur líka,“ sagði Eiríkur. Dráttarbáturinn ekki of lítill Niðurstaða úr sjóprófum lá fyrir í gær og benti hún til þess að í fyrra skiptið sem kvíin losnaði frá bátn- um hafi bilað bremsa í tromlunni og öll línan því farið út. I seinna skipt- ið slitnaði taugin hins vegar vegna núnings. Ekkert benti til um að viljaverk hefði verið að ræða, en sögur höfðu gengið um að klippt hefði verið á taugina. Spurður um þær sögur sem farið hafa af því að dráttarbáturinn hafi verið of lítill til þess að draga kvína sagði Eiríkur: „Ef verið er að reyna að hengja okkur á því að við höfum valið of lítinn dráttarbát þá völdum við ekki bátinn. Breska fyrirtækið Salvage Association tekur að sér að reikna út stærð dráttarbáta fyrir flotkvíar og pramma eða annað sem á að draga. Þegar búið er að velja dráttarbát er hann tekinn út áður en hann hefur verkið. Bæði flotkví- in, dráttarbáturinn og allur búnað- ur þeirra voru því tekin út áður en lagt var af stað úr höfn. Ef starfs- menn dráttarbátsins hafa verið að segja að við höfum verið að spara með því að taka minni bát, þá get ég hér með staðfest að það er al- rangt." Atburðarás sem enginn sá fyrir Eiríkur sagði að vissulega hefði atburðarás síðustu daga verið mjög erfið og stressandi. „Að svo skuli vera komið eru auðvitað mjög mikil vonbrigði fyrir okkur en þetta eru að sjálfsögðu hlutir sem enginn reiknaði með að myndu gerast. Það má finna ástæður fyrir þessu öllu saman og ég tel að þær séu orðnar nokkuð ljósar." Eiríkur sagði að það væri líklega ekki fyrr en á laugardaginn að hægt væri að hengja taug í flot- kvína, það tæki langan tíma fyrú* sjóinn að ganga niður á þessum slóðum eftir svo slæmt veður. „Eg reikna ekki með kvínni hingað fyn- en eftir helgina." Að sögn starfsmanna Landhelg- isgæslunnar biðu varðskipin Ægii' og Oðinn enn við kvína í gær eftir tækifæri til að koma í hana taug. Kærunefnd jafnréttismála um skipun orkumálastjóra Ekki brot á jafnrettislög’um Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um úran frá Georgíu til Dounreay Óviðunandi fyrir hagsmuni Islendinga HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að fyrirætlanir breskra stjórnvalda um að flytja 5 kg af auðugu úrani frá Georgíu til eyðingar í Dounreay kjarnorkuver- inu í Skotlandi séu óviðunandi fyrir hagsmuni íslendinga. Islensk stjórnvöld hafa áður mót- mælt fyrirætlunum um að auka endurvinnslustarfsemi í Dounreay og segir Davíð Egilsson, fram- kvæmdastjóri mengunarvarna sjávar hjá Hollustuvemd ríkisins, að íslendingar styðji það almenna viðmið, sem sett var á fundi Sa- meinuðu þjóðanna árið 1997, að lönd sem bera ábyrgð á geislavirk- um úrgangi eigi eftir því sem kost- ur er að leysa þau mál heima fyrir en ekki flytja úrganginn annað til vinnslu. Halldór Ásgrímsson sagði að við hefðum um langt skeið fylgst mjög vel með starfsemi og þróun mála í sambandi við stöðvarnar í Doun- reay og Sellafield. Þessi mál hefðu verið til reglulegrar umfjöllunar á fundum norrænu umhverfisráð- herranna og þeir hefðu síðast samið sameiginlegt mótmælabréf vegna losunar frá stöðvunum í febrúar í vetur. Leitað upplýsinga hjá Bandaríkjatnönnum „Það er að sjálfsögðu mikilvægt að koma úrani frá óvissusvæðum eins og Georgíu einhvers staðar fyrir. Við getum hins vegar ekki sætt okkur við það að vandinn verði fluttur í næsta nágrenni við okkur. Lífríki hafsins er mjög viðkvæmt og það er þegar búið að taka of mikla áhættu í því sambandi. Þetta er mál sem varðar allar þjóðir sem land eiga að hafsvæðinu," sagði Halldór. Hann sagði að gerðar hefðu verið ráðstafanir til þess að afla upplýs- inga um þetta mál í gegnum sendi- ráð Islands í London og einnig hefðum við snúið okkur til banda- ríska sendiráðsins hér til að fá upp- lýsingar þaðan. „Ég reikna með að í framhaldi af því muni umhverfísráðuneytið taka málið upp. Það verður fyrst og fremst gert á norrænum vettvangi og tvíhliða við þessar þjóðir. Fyrir um það bil tveimur árum voru uppi fyrirætlanir um að flytja kjarnaúr- gang frá Ástralíu til Dounreay. Við mótmæltum því og sem betur fer varð ekkert úr þeim fyi'irætlunum. Ég geri mér ekki grein fyi'ir því hvað þetta mál er langt komið, en ég tel þetta alls ekki ásættanlegt fyrir okkar hagsmuni," sagði Hall- dór ennfremur. Hollustuvernd telur ástæðu til að óttast en Geislavarnir ekki Davíð Egilson sagðist telja Is- lendinga hafa fulla ástæðu til að óttast alla flutninga af því tagi sem fyrirhugaðir eru frá Georgíu til Skotlands, sérstaklega þá sem fara um eða yfir sjó. „Það er mjög alvarlegt að okkar mati hversu lítið við höfum um slíka flutninga að segja,“ segir hann. „Verði einhver óhöpp við flutninginn eru allar líkur á því að við verðum þolendur. Það hljóta því að teljast eðlilegar áhyggjur matvælafram- leiðenda, sem eiga allt sitt undir sjónum, þegar menn eru að flytja slík efni. Einnig er Dounreay mjög óheppilegur staður hvað okkur varð- ar vegna hafstrauma og nálægðar við hafsvæði okkar. Endurvinnsla þessara efna er alltaf áhættusöm og þrátt fyrir fullyrðingar breski'a yfír- valda um að alls öryggis sé gætt er nokkuð sérkennileg tilviljun að slík- ar stöðvar ei-u alltaf staðsettar sem lengst frá breskum þrýstihópum,1 sagði Davíð. Sigurður Magnússon, hjá Geisla- vömum ríkisins, segir að mjög strangar alþjóðlegar reglur gildi um flutning geislavirkra efna og að hann gangi út frá því að þessi flutn- ingur verði í samræmi við þær regl- ur. Hann telji því enga ástæðu til að óttast þessa flutninga svo fram- arlega sem þeir fari eðlilega og áfallalaust fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.