Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Snjóléttur vetur á Fjöllum Öllu stolið úr neyð- arskýli Grímsstöðum á Fjöllum. Morgunblaðið. NÝLIÐINN vetur hefur verið með eindæmum snjóléttur en nokkuð harðir frostkaflar komið og hafa samgöngur verið greiðar hér yfir öræfin í vetur. Mikil aukning hefur orðið á umferð yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi á síðustu misserum. Vegagerðin setti upp neyðar- skýli á Mývatnsöræfum til ör- yggis vegfarendum en óvand- aðir ferðalangai- hafa ekki get- að á sér setið og stolið öllu úr því sem hægt var að stela. Var skýlið íjailægt í bili nú fyrir nokkrum dögum þar sem það fær ekki að þjóna sínum tii- gangi. Þetta er mjög alvarlegt mál þar sem leið milli byggða er löng, sem kunnugt er. Fólk með ungt barn festi bíl sinn á lokuðuni vegi Um páskahelgina lagði fólk niður á Hólasand og ætlaði niður að Dettifossi þrátt fyrir að vegurinn sé lokaður við Grímsstaði. í tvígang kom fólk gangandi í Grímsstaði til að biðja um hjálp þar sem það hafði fest bíl sinn í snjó. Um hádegi á páskadag komu hjón gangandi með 4 ára gamalt barn. Hafði fólkið fest bílinn daginn áður og hafst við alla nóttina í bílnum. Umhugsun- arvert er þegar fólk virðir ekki lokunarmerki á vegum sem þessum. Veður var bjart en kalt og var frostið 12° þessa nótt. Ovíst er um afdrif þessa fólks ef veður hefði eitthvað spillst þar sem vegurinn er niðurgrafinn, engar stikur né nein kennileiti við að styðjast og enginn vissi af ferðum þessa fólks. MARIA Dögg Hjörleifsdóttir, Þórey Gylfadóttir, Dagný Indriðadóttir og Anna María Geirsdóttir f æfingaferðini yfir Vatnajökul. Grænlandsganga hefst á laugardag ÞÆR María Dögg Hjörleifsdóttir, Þórey Gylfadóttir, Dagný Indriða- dóttir og Anna María Geirsdóttir, eru nýkomnar úr níu daga undir- búningsferð yfir Vatnajökul en þær stöllur halda til Grænlands á laugardag, þar sem þær ætla að glíma við Grænlandsjökul. Farar- stjóri var Einar Torfi Finnsson. „Ferðin yfir Vatnajökul gekk mjög vel og við erum enn ákveðn- ari en áður að takast á við Græn- landsjökul," sagði María Dögg. Lagt var upp frá Breiðamerkur- jökli og gengið um Esjufjöll og Grímsfjall og komið niður Tungnárjökul en ferðinni lauk í Sigöldu. Veðrið var mjög gott allan tímann en frost fór mest niður í 25° yfir nóttina. Hver dagleið var að meðaltali 30 km en einn daginn náðu þær 55 km. „Við erum í góðu formi og reynslunni ríkari hvað búnað og mat varðar og verða gerðar nokkr- ar minniháttar breytingar áður en við höldum til Grænlands,“ sagði María Dögg. ...... Peysuföt búningar VORIÐ er tími prófa og áður en þau skella á nemendum af full- um þunga fá þeir tækifæri til að gleðjast lítillega. Útskriftar- nemendur Menntaskólans í Reykjavík og 3. bekkur Kvenna- skólans í Reykjavík gerðu sér ósvikinn dagamun í gær, MR- Morgunblaðið/Árni Sæberg og grímu- á vordegi ingar í margvíslegum gervum og skrautlegum grímubúning- um á dimmissjón þar sem þeir heiðruðu meðal annars kennara sína, en nemendur Kvennaskól- ans klæddu sig upp í peysuföt og skyldar flikur og stigu dans á Ingólfstorgi. Iðnó verður opnað með Unglingnum í skóginum IÐNAÐARMENN vinna baki brotnu að endurbótum á Iðnó. Veggjatítlur að eyðileggja íbúðarhús NÚ ER verið að leggja lokahönd á gagngerar endurbætur á Iðnó sem opnað verður þann 13. maí. Þá hefst menningarstarf á ný í hinu sögu- fræga húsi. Um þessar mundir vinna um 30 iðnaðarmenn baki brotnu við að ljúka breytingum á húsinu. Það hef- ur verið endurgert í sinni uppruna- legu mynd, en Iðnó er nýorðið 100 ára gamalt. Mikið hefur verið vand- að til endurbyggingarinnar og mik- ill íburður einkennir allt húsið að innan. Leikfélag íslands hefur nú til- kynnt hver opnunarsýning hússins verður. Það er vegleg sýning helguð Halldóri Laxness og nefnist „Úng- língurinn í skóginum“. Sýningin byggist á verkum skáldsins, með aðaláherslu á ljóð hans. Stór hópm- leikhúsmanna af öllum kynslóðum tekur þátt í sýningunni. Meðal leik- ara verða Arnar Jónsson, Guðrún Gísladóttir, Halldóra Geirharðs- dóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Ingv- ar E. Sigurðsson og Róbert Arn- finnsson. Leikstjóri er Viðar Egg- ertsson en Pétur Grétarsson semur tónlist og stýrir hljómsveit. Klúbbur Listahátíðar opnaður í Iðnó 16. mai Sýningin er sérstaklega sett sam- an í tilefni opnunar Iðnó, en einung- is eru fyrirhugaðar 3 sýningar á verkinu þar sem klúbbur Listahá- tíðar verður opnaður í Iðnó 16. maí. í Iðnó verður starfrækt íjölbreytt menningarstarfsemi. Meðal þess sem á boðstólum verður era mynd- listarsýningar. I tengslum við opn- un hússins og framflutning „Úng- língsins í skóginum“ verður opnuð sýning á verkum ýmissa listamanna sem gert hafa málverk og skúlptúra við Ijóð Laxness. Auk menningarstarfsemi í Iðnó verður opnað kaffihús á fyrstu hæð hússins og veitingastaður á annarri hæð. Mun Rúnar Marvinsson mat- argerðarmaður hafa veg og vanda af þeirri starfsemi. LÖGMAÐUR í Hafnarfirði hefur verið fenginn til að leita eftir aðstoð bæjaryfirvalda fyrir hönd eigenda gamals húss í bænum þar sem veggjatítlur hafa hreiðrað um sig. Hefur dómkvaddur matsmaður sagt skemmdir í húsinu mjög umfangs- miklar og meindýraeyðir segir erfitt að eyða kvikindunum. Jón Auðunn Jónsson lögmaður segir að eigendur hússins hafi keypt það fyrir hálfu Öðru ári. Fyrsta sumarið hafi þeir orðið varir við veggjatítlur en lirfur þeirra bora sig inn í við og hreiðra um sig þar. „Bjallan er á lirfustigi í tvö ár en er fieyg á sumrin í tvo mánuði og þá urðu eigendurnir varir við hana,“ sagði Jón Auðunn. „Niðurstaða dómkvaddra matsmanna var sú að tjónið væri mjög umfangsmikið og að fjarlægja þurfi viðina sem veggjatítlan hefur borað sig inn í. Hún holar innan viðinn, étur hann í rauninni sundur þannig að hann verður eins og frauð. Burðarbitar missa burð og hús eyðileggjast á endanum." Sagði hann ljóst að fjar- lægja þyrfti þak og milligólf og tals- vert af veggjunum og því yrði að eyða til að koma í veg fyrir hugsan- lega útbreiðslu. Viðbragða bæjaryfirvalda beðið Húsið er um 70 ára timburhús og era þakbitar skemmdir og gólf milli riss og aðalhæðar. „Bjallan velur staði þar sem helst er að finna raka og þess vegna er hún fyrst í þakvið- um en hefur nú einnig færst niður í veggina," sagði lögmaðurinn. Hann kvaðst hafa óskað eftir því við bæj- arstjóra að hariri kánnaði hvort og þá hvemig bæjaryfii-völd gætu að- stoðað í málinu. Hann kvaðst ekki hafa fengið viðbrögð bæjaryfirvalda ennþá. Lítið þekkt hérlendis Erling Ólafsson dýrafræðingur sagði bjöllu þessa lítið þekkta hér- lendis en ummerki eftir veggjatítlur hefðu þó sést í gömlum húsum. Hann sagði bjölluna ekki fara út úr viðnum, hún færi ekki út úr sinni spýtu. Fullorðna dýrið sagði hann fleygt og þannig gæti bjallan flogið úr einu húsi í annað og verpt þar, kæmist hún út og fyndi viðunandi skilyrði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.