Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 54
Í.54 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNB LAÐIÐ + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, Sléttahrauni 32, Hafnarfirði, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt mið- vikudagsins 22. apríl. Svanhildur Þorbjarnardóttir, Jens Þorsteinsson, Hrafnhildur Þórisdóttir, Unnur Lóa Þorsteinsdóttir, Elías Vairaktaridis, Birna Arinbjarnardóttir, Júlíus Pálsson, Edda Arinbjarnardóttir, Grétar Guðnason og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, AÐALBJÖRG GUÐBRANDSDÓTTIR THORODDSEN, Álfheimum 15, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju föstu- daginn 24. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður í Mosfellskirkjugarði. Ólafur Thoroddsen, Guðmundur B. Thoroddsen, Kristín Ingvarsdóttir, Ragnhildur Thoroddsen, Svanberg Árnason, Ólafur Thoroddsen, Jónína Sigurgeirsdóttir, Ragnheiður Thoroddsen, Haukur Óskarsson og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SVERRIR GAUTI DIEGO, Kleppsvegi 132, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudagsmorguninn 16. apríl. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 24. apríl kl. 15.00. Kolbrún Haraldsdóttir Diego, Valtýr Helgi Diego, Helena Hrafnkelsdóttir, Svanhildur Auður Diego, Eysteinn Vignir Diego, Alda Hanna Hauksdóttir, Friðrik Agnar Diego og barnabörn. + Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, HAFLIÐI HALLDÓRSSON fyrrv. forstjóri Gamla Bíós hf, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 24. apríi kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Blindrabókasafn íslands. Sveinbjörn Hafliðason, Anna Huld Lárusdóttir Ólöf Klemenzdóttir, Þórunn Halldórsdóttir, Hrafnhildur Inga Halldórsdóttir, Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Anna Sveinbjarnardóttir og barnabarnabörn. * + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, áður til heimilis í Dalsgerði 3F, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstu- daginn 17. apríl. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 24. apríl kl. 13.30. Rannveig Helga Karlsdóttir, Þormóður Helgason, Einar Karlsson, Sigurjóna Sigurjónsdóttir, Heiða Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. JÓNAS ÁRNASON + Jónas Árnason fæddist á Vopna- firði 28. maí 1923. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness hinn 5. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Reykholti laugardaginn 11. aprfl. Með Jónasi Arnasyni er fallinn í valinn ein- hver snjallasti söng- textagerðarmaður Is- lands. Það er á vitorði kunnugra, að ekki fer alltaf saman burðugt ljóð og burðugur söng- texti. En Jónas bar gæfu til að sameina hvort tveggja, hvort sem hann semdi að lögum Jóns Múla bróður síns eða felldi að þjóðlögum Skota, Ira og Englendinga. Það er ekki á allra færi að greina á milli krafna skáldfáksins og þarfa heilagrar Sesselju. En Jónasi Árnasyni tókst flestum fremur sú erfiða list að láta form og innihald falla að sjálfstæðum þörfum iaglín- unnar, svo að varla varð skilið á milli, og svo að verður sporgöngu- mönnum hans í greininni heillandi fordæmi um ókomna framtíð. Rita mætti langt mál um mús- íkalska meðferð Jónasar á Ijóðstöf- um eina sér, og hlýtur árangur hans á því sviði einu að vekja aðdá- un og hvatningu til eftirbreytni. En svo lengi sem íslendingar mæla móðurmál sitt klárt og kvitt hlýtur áreynslulaust fordæmi Jónasar í söngtextasmíði að teljast meðal meginstoða andlegs sjálfstæðis okkar í þeirri oft vanmetnu grein sem alþýðutónmennt er. Fyrir það ber hverjum lands- manni að vera þakklátur. Að ekki sé þakkað fyrir þá ljúfu en jafn- framt hnitmiðuðu gamansemi sem reynzt hefur þegnum þessa harð- býla lands dýrmætari en margt annað. Ríkarður Ö. Pálsson. Kveðja frá Leikfélagi Reykjavíkur Fyrir hartnær fjörutíu árum hófust sýningar hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó á Delerium Bú- bónis eftir bræðurna Jónas og Jón Múla Árnasyni. Þetta varð upphaf- ið að miklu og farsælu samstarfi Leikfélagsins og Jónasar Árnason- ar sem stóð með hléum allt þar til í vetur þegar sett var upp í Borgar- leikhúsinu sýningin Augun þín blá með úrvali úr verkum Jónasar og Jóns Múla. Deleríum Búbónis setti á sínum tíma aðsóknarmet hjá Leikfélaginu sem lengi stóð en síðar komu önnur verk Jónasar, einþáttungarnir Táp og fjör og Drottins dýrðar koppa- logn, Þið munið hann Jörund, Skjaldhamrar, Valmúinn springur út á nóttunni og síðast Kvásai’vals- inn fyrir tveim árum. Öll bera þessi verk vitni einstökum hæfileikum Jónasar til að skrifa á þann hátt að náði inn í hjörtu fólks, hvort sem var með gamni eða alvöru, enda náðu sum þeirra gífurlegum vin- sældum og eru meðal þeirra ís- lensku leikrita sem mesta aðsókn hafa hlotið. Fyrir þetta stendur þjóðin í þakkarskuld við Jónas Árnason. Þegar nú komið er að leiðarlok- um vottar Leikfélagið Jónasi Árna- syni virðingu sína og þökk fyrir mikilsvert samstarf og sendir fjöl- skyldu hans samúðarkveðjur. Sigurður Karlsson. Við fráfall Jónasar Árnasonar er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst honum og Guðrúnu konu hans. Þau kynni eru okkur ógleymanleg. Jónas var um margt óvenjulegur maður. Hann var stór í margræðum skilningi þess orðs. Hann var skáld og rit- höfundur, stjórnmála- maður og kennari. Sem skáld og rithöfundur var hann afar næmur á þá strengi sem hræra hjarta hins venjulega manns. Og þannig voru ritverk hans, ljóð og sögur sprottnar úr samfélagi alþýðunnar og sköpuð fyrir hana. í þessum skáldskap öllum glóir á perlur sem skína þegar bók eftir hann er lesin, ljóð- in og leikritin eru flutt eða lögin sungin við textana hans. Þjóðin öll þekkir og dáir þessi verk og vegna þeirra hefur hann notið alþýðuhylli. Þau munu endast um ókomna tíð. Við sem búum hér á Vesturlandi eigum Jónasi meira að þakka en aðrir vegna þess að mestan hluta þingmennsku sinnar gegndi hann fyrir Vesturlandskjördæmi og hér hefur hann búið síðan. Þess vegna nutum við meiri sam- vista við hann en aðrir landsmenn. Þeir eru ógleymanlegir félagsfund- irnir í Alþýðubandalaginu þar sem Jónas reif okkur upp úr doða hversdagslífsins. Jónas var slíkur meistari í mannlegum samskiptum að hann gat fengið hvaða dauðyfli sem var til að taka þátt í samræð- um og jafnvel syngja. Hann hafði óvenjulega skarpan skilning á því sem er aðalatriði hvers máls og hvað það er sem ræður því hvaða afstöðu menn taka. Hann dvaldi ekki við smáat- riði málanna. Jónas svipti tjöldun- um frá. Við sáum sviðið allt. Stundum í raunsannri mynd. Stundum í óborganlegum spé- spegli. Við kynntumst honum sem stjórnmálamanni sem lét hugsjón- irnar ráða afstöðu sinni, sem rit- höfundi, skáldi og skemmtikrafti og hann gat fléttað þetta allt sam- an af þvílíkri snilld að þegar hann kvaddi vorum við ríkari en áður, full af baráttuanda og glöð yfir því að fá að taka þátt í mikilvægu starfi. Hann fékk okkur til að skilja betur skyldur þeirra sem unna lýðræðinu til að taka afstöðu út frá hugsjónum en ekki eigin hagsmunum og þörfina á því að berjast fyrir þessum hugsjónum á vettvangi hversdagslífsins. Sjálfur var hann óbifanlegur þegar hug- sjónirnar voru annars vegar. Jónas fór sínar eigin leiðir í stjórnmála- baráttunni. Hann var upphafsmað- ur að vinnustaðaheimsóknum stjórnmálamanna. í slíkum heim- sóknum naut hann sín ákaflega vel. Og hann var aufúsugestur. Þessar heimsóknir voru fólkinu kærar og þær eru enn í dag rifjað- ar upp á vinnustöðum. Andstæð- ingar fundu þessum heimsóknum allt til foráttu í byrjun en nú eru þær sjálfsagður þáttur í starfi stjórnmálamanna. Þegar góður gestur kveður finnum við þörf fyr- ir að þakka fyrir komuna. Þegar fólk kvaddi Jónas Árnason eftir heimsókn hans á heimili, vinnu- stað, fundi eða við önnur tækifæri var þessi þörf meiri og ríkari en annars. Við sendum fjölskyldu Jónasar samúðarkveðjur. Guðbjörg Róbertsdóttir, Jóhann Ársælsson. Haustið 1965 safnaðist sundur- leitur hópur nemenda í gagnfræða- og landsprófsbekk saman í Reyk- holti í Borgarfirði til þess að hitta nýja kennarann sinn í íslensku og ensku sem jafnframt var umsjónar- kennari. Við vissum ekki á hverju við áttum von, við vorum ólgandi af hormónum og óþægð og okkur var ekki kunnugt um að skólinn hefði neitt sérstakt að bjóða okkar æru- verðugu persónu. Við áttum litríka reynslu í vændum. Umsjónarkennarinn okkar, Jónas heitinn Ái’nason, réðst að okkur af ómældri grimmd og fyrsti mánuðurinn var litaður af skelf- ingu við þennan hættulega mann sem alltaf virtist hafa illkvittin svör á reiðum höndum, gat haft ótrú- lega hátt og virtist fullkomlega miskunnarlaus gagnvart fólki sem vann ekki vinnuna sína. Smám saman varð okkur ljóst að það var vegna þess að honum var ekki sama um okkur. Fyrsti mánuður- inn var erfiðastur en eftir það fór samstarfið stigbatnandi. Þegar nokkrir mánuðir voru liðnir stofn- aði Jónas Árnason söngsveit með nokkrum okkar. Við fluttum sjó- mannasöngva við texta Jónasar, undirleikurinn byggðist á harmon- ikkuleik bekkjarbróður okkar, Karls heitins Sighvatssonar, sem seinna varð þekktari fyrir meðferð sína á Hammond-orgeli. Við vorum málaðir og í leikbún- ingum og það var hrikalega skemmtilegt. Ógnvaldurinn úr ensku- og íslenskutímunum stóð með okkur á sviðinu og söng af svo mikilli innlifun að á gömlum ljós- myndum má sjá ofan í kok á þess- um verðandi þingmanni. Seinna tók hann allan hópinn með sér á leiksýningu í Þjóðleik- húsinu. Það var verið að sýna Járn- hausinn eftir þá Múlabræður og áður en við fórum var ein kennslu- stund lögð undir útskýi’ingar á því hvernig verkið var unnið og við fengum alis kyns upplýsingar um það hvað höfundarnir hefðu verið að hugsa með því að setja saman þetta verk. Hann lék líka Skugga-Svein í samnefndu leikriti hjá Ungmenna- félagi Reykdæla. Sýningin var sviðsett f Logalandi, náði mikilli hylli í héraði og við sáum hana að sjálfsögðu. Okkur fannst Jónas og Skugga-Sveinn eiga einkennilega góða samleið. Þegar voraði minnumst við ferð- ar upp í Surtshelli þar sem nem- endur hlupu óskipulega um holt og hæðir en í miðjum hópnum stikaði Jónas Árnason við rosalegan lurk og þannig í fasi að sum okkar veltu fyrir sér muninum á leikriti og veruleika. Jónas Árnason „kunni ekkert að kenna“ samkvæmt þeim aðferðum sem nú þykja tilhlýðilegar. Hann kunni hins vegar betur en flestir aðrir að leggja sig allan fram og þegar upp er staðið er það ef til vill lykillinn að farsælu kennarastarfi. Þrátt fyrir allar skammirnar sem hann lét dynja á okkur þá brugð- umst við nú samt þannig við þegar hann átti afmæli um veturinn að tveir okkar ortu til hans löng af- mæliskvæði. Hann var að kenna okkur bragfræði og við vildum sýna að ekki væri til einskis barist. Það hve mikil áhrif Jónas hafði á okkur hefur líka vafalaust stafað af því að hlýja hans og skopskyn birt- ist okkur á jafn ómengaðan hátt og geðvonskan. Börn og unglingar falla alltaf fyrir fólki sem hefur að- gang að eigin tilfinningalífi og við féllum fyrir honum. Við tveir sem undirritum þessa kveðju þykjumst vita að við tölum að meira og minna leyti fyrir allan árganginn þegar við þökkum fyrir það að hafa á viðkvæmu aldursskeiði fengið að kynnast manni sem þorði að hlæja hjartanlega og reiðast heiftarlega og segja kost og löst á framferði okkar eins og við skiptum máli. í samstarfi við Jónas komst enginn upp með að halda að framlag hans væri einskis virði. Það var til siðs í Reykholti að hver nemandi fékk sína minninga- bók þar sem skrifaðar voru athuga- semdir þegar leiðir skildi. í bókum sumra þeirra sem báðu Jónas að skrifa eitthvað til minningar um samvistirnar má lesa þessa vísu: Þó grimmur sé hugur og hörð sé lund og hjartað sem kaldur steinn. Þá klökknar nú samt á kveðjustund, karlinn hann Skugga-Sveinn. Við sendum Ragnheiði bekkjar- systur okkar og öðrum ástvinum Jónasar Ái-nasonar hugheilar sam- úðarkveðjur. Hjalti Þórisson, Kristján Jóhann Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.