Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Framkvæmdir við stórhýsi hefj- Búnaöarbankinn 3 hæða nýbygging Tengibygging 6 hæða nýbygging Kaffi Akureyri Fyrirhuguð ^ nýbygging Landsbankinn ast í sumar í miðbæ Akureyrar STEFNT er að því að hefja fram- kvæmdir við byggingu stórhýsis á lóðinni sunnan Búnaðarbankans við Geislagötu á Akureyri í lok júlí eða byrjun ágúst í sumar. Lóðinni var úthlutað til byggingafyi’irtækisins SS Byggis sem hyggst reisa þar hús sem verður um 1.000 fermetrar að gi-unnfleti. Sigurður Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri SS Byggis, sagði að fjölmargir aðilar hefðu sýnt húsinu áhuga, þar sem verður rými fyrir verslanir, skrifstofur og íbúðir. Hluti hússins, eða um 350-360 fer- metrar, verður á einni hæð, annar hluti, eða um 360 fermetrar, á þremur hæðum og þriðji kjarninn um 250 fermetrar á sex hæðum. Þá er meiningin að undir húsinu verði bílakjallari íyrir allt að 60 bíla, að sögn Sigurðar. 15-24 niánuðir I þriggja hæða kjamanum er möguleiki á að vera með verslanir og skrifstofur á öllum hæðum og eða íbúðir á tveimur efstu hæðun- um. í sex hæða kjarnanum er gert ráð fyrir verslunar-, skrifstofu- og þjónusturými á tveimur fyrstu hæðunum en íbúðum á fjórum efstu hæðunum. Sigurður sagðist gera ráð fyrir að byggingartíminn yrði 15-24 mánuðir. NÝBYGGINGIN verður þriggja hæða næst Búnaðarbankanum, þá kemur einnar hæðar bygging og syðst verður húsið á sex hæðum og mun ná 7-8 metra suður fyrir Landsbankann. Húsið er á teikniborðinu og gæti útlit þess því átt eftir að breytast eitthvað frá þessari grunnmynd sem hér sést. L-listinn, listi fólksins ákveðinn L-LISTINN, listi fólksins - öðru- vísi framboð, var ákveðinn á sunnu- dagskvöld. I fyrsta sæti er Oddur H. Hall- dórsson, iðnrekstrarfræðingur, Marsibil F. Snæbjarnardóttir, sjúkraliði, er í öðru sæti, Ágúst Hilmarsson, sölumaður, í þriðja sæti, Nói Bjömsson, skrifstofumað- ur, í fjórða, Svanborg Guðmunds- dóttir, nemi, í því fimmta, í sjötta sæti er Víðir Benediktsson, stýri- maður, Hulda Stefánsdóttir, skrif- stofumaður, í sjöunda, Þorsteinn Haraldsson, tækjamaður, í áttunda sæti, Helgi Snæbjarnarson, pípu- lagningamaður, í níunda sæti og Ingibjörg Ósk Pétursdóttir, leið- beinandi, í tíunda sæti. í ellefta sæti er Halldór Óttars- son, sjómaður, Anna G. Baldurs- dóttir, húsmóðir, í þrettánda sæti, Jóhann Ingimarsson, listamaður, í fjórtánda sæti, Stefán G. Pálsson, afgreiðslumaður, í fímmtánda sæti, Andri P. Sveinsson, umsjónarmað- ur, í sextánda sæti, Jóhann St. Jónsson, matreiðslumaður, í sautj- ánda sæti, íris D. Jónsdóttir, hús- móðir, í átjánda sæti, Margrét Björnsdóttir, bókari, er í nítjánda sæti, Ásgeir G. Hjálmarsson, verka- maður, í tuttugasta sæti, Jón Á. Að- alsteinsson, húsasmiður, í tuttug- asta og fyrsta sæti og Halldór Ái-nason, skósmiður, er í tuttugasta og öðru sæti. L-listinn hefur opnað skrifstofu á Ráðhústorgi 7, þar sem veitingastað- irnir Torgið og Uppinn voru áður til húsa. Til að byt'ja með verður opið þar flestalla seinniparta dagsins. Sinu- .brunar bannaðir SLÖKKVILIÐ Akureyrar hefur nokkrum sinnum á síðustu dög- um verið kallað út vegna sinu- bruna, en þeir eru algengir á þessum árstíma. Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri sagði að bann- að væri að kveikja í sinu, en ábúendur lögbýla geta þó feng- ið undanþágu hjá sýslumanni til 1. maí næstkomandi. Sagði slökkviliðsstjóri að algjörlega óþarft væri að brenna sinu, því fylgdi mengun og það væri ekki gott fyrir jarðveginn auk þess sem það kostaði peninga að kalla út slökkvilið þeirra vegna. Á myndinni er slökkviliðsmaður að slökkva í sinu við Óseyri. Morgunblaðið/Kristján Rífandi aðsókn á villta vestrið Eyjaíjarðarsveit. RIFANDI aðsókn hefur verið á söngleikinn Velkomin í villta vestrið sem Freyvangsleikhús- ið sýnir um þessar mundir í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit. Þrjár sýningar verða um helg- ina, í kvöld, og á föstudags- og laugardagskvöld. Tíu til tólf mínútna akstur er frá Akureyri og fram í Frey- vang. Hverfafundir FRAMBJÓÐENDUR Sjálf- stæðisflokksins í komandi bæj- arstjórnarkosningum á Akur- eyri efna til tveggja hverfa- funda á næstu dögum. Málefni Giljahverfís verða rædd á fundi í Giljaskóla á laugar- dagsmorgun, 25. apríl kl. 10. Farið verður í kynnisferð um hverfið að fundi loknum. Síðari fundurinn verður á mánudags- kvöld, 27. apríl kl. 20.30 í Al- þýðuhúsinu, 4. hæð. Fjallað verður um yfirstandandi og fyrirhugaðar framkvæmdir í hverfunum. Kaffí- hlaðborð UNGLINGARÁÐ Körfu- knattleiksdeildar Þórs efnir til kaffíhlaðborðs í Hamri við Skarðshlíð í dag, sumardaginn fyrsta frá kl. 15 til 17. Ágóðinn rennur til styrktar barna- og unglingastarfí, sem gengið hefur mjög vel í vetur, en síðasta sunnudag urðu strákarnir í drengjaflokki Is- landsmeistarar með sigri á KR-c í Laugardagshöll og í dag, sumardaginn fyrsta, mæta þeir Kaflavík í bikarúr- slitum á sama stað. Dagskrá til heiðurs Laxness DAGSKRÁ til heiðurs Halldóri Laxness verður á Bókasafni Háskólans á Akureyii á Degi bókarinnar sem er sumardag- urinn fyrsti. Lesið verður upp úr verkum skáldsins og hefst lesturinn kl. 14. Þeir sem lesa eru Stefán Vilhjálmsson, Ragnheiður Sig- urðardóttir, Jón Laxdal, Hug- inn Freyi' Þorsteinsson, Vil- helm Anton Jónsson, Sigríður Ásta Björnsdóttir, Sigrún Ing- veldur Jónsdóttir, Haraidur Bessason, Arnheiður Eyþórs- dóttir, Ólafur Þ. Jónsson og Jón Jóhannesson, en þetta fólk les uppáhaldskafiana sína úr verkum skáldsins. Tæki sýnd í miðbænum HJÁLPARSVEIT skáta á Akureyri sýnir öll sín tæki og annan búnað í miðbæ Akureyr- ar frá kl. 12 til 15 á sumardag- inn fyrsta. Nýlega tók sveitin í notkun nýjan snjóbíl af gerðinni Tucker Sno-cat en hann ásamt öðrum tækjum verður til sýnis. Skáta- félagið Klakkur býður gestum upp á kakó frá kl. 12 til 13. Sýningu lýkur SÝNINGU Guðnýjar Þ. Krist- mannsdóttur í galleríi Svart- fugli í Grófargili lýkur á sunnu- dag, 26. apríl. Hún verður opin um helgina frá kl. 14 til 18. Þetta er fyrsta einkasýning Guðnýjai'. Verkin á sýningunni eru teikningar unnai' með blandaðri tækni á pappír og striga.. Fræðslu- fundur NEISTINN, styrktarfélag hjartveikra barna, stendur fyr- h- fræðslufundi næstkomandi laugardag, 25. apríl, kl. 14 í húsi Sjálfsbjargar að Bjargi. Starf- semi félagsins verður kynnt auk þess sem Hróðmar Helga- son barnahjartasérfræðingur mun flytja erindi. Skákþing Norðurlands SKÁKÞING Norðurlands í eldri flokkum hefst á morgun, sumardaginn fyrsta, kl. 13.30. Skráning er á mótsstað, en teflt verður í skákheimilinu við Þingvallastræti 18. Skákþingið stendur fram á sunnudag, 26. apríl næstkomandi. MESSUR GUÐSÞJÓNUSTA verður í Bakkakirkju í Öxnadal á sunnudag, 26. apríl kl. 13.30. Ferming og aitarisganga. Fermd verður Inga Berglind Birgisdóttir, Auðnum II, Öxnadal. Aksjón Fimmtudagur 23. apríl. 21.00 ^Níubíó - Vatnsvélin (The Waterengine) Chicago 1934. Charlie finnur upp vél sem gengur fyrir vatni en voldugum öflum stendur ógn af uppfínningunni og Charlie á skyndilega við ofurefli að etja. Aðalhlutverk: JoeMan- tegna, John Mahoney, Treat Williams og William H. Macy. 1992.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.