Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ JMtargmi&Iiifrffe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HÁTÍÐ BÓKA í SUMARBYRJUN ALÞJÓÐADAGUR bókarinnar er haldinn hátíðlegur í þriðja sinn í dag, 23. apríl, á sumardaginn fyrsta, sem jafnframt er fæðingardagur nóbelsskáldsins okkar, Hall- dórs Kiljans Laxness. Dagur bókarinnar fer vel saman við hinn séríslenska og forna hátíðisdag, sumardaginn fyrsta. Spánverjar hafa haldið Dag bókarinnar hátíðlegan til fjölda ára en það var fyrir þremur árum sem UNESCO, menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, ákvað að gera 23. aprfl að alþjóðlegum baráttu- og hátíðisdegi bókarinnar og höfundarréttarmála. Á Spáni hefur það tíðkast á þessum degi að gefa ættingjum og vinum bók og rós að gjöf; er það fallegur siður sem Islendingar mættu taka upp á þessum boðunardegi birtu og yls, góð bók fær hug okkar og hjarta til að ljóma rétt eins og birta sumarsins. Segja má að sumardagurinn fyrsti sé rótfastur í ís- lenskri menningu. Hann ber upp á fyrsta fímmtudag eftir átjánda aprfl því að með honum hófst harpa, fyrsti sumar- mánuðurinn að fornu tímatali. Þjóð, sem þurfti að þreyja þorrann og góuna, oft við þröngan kost, langa, dimma og kalda vetur, fagnaði sól og sumri, vaknandi gróðri, kom- andi bjargræðistíma til sjávar og sveita sem afkoma henn- ar byggðist á. Heiti dagsins var bókfest þegar í Grágás og Jónsbók og fleiri fornum heimildum. I Sögu daganna eftir Árna Björnsson segir: „Þótt heimildir séu fámálar er lík- legt að Islendingar hafí alltaf haldið til dagsins í mat og drykk eftir efnum og ástæðum. Sumargjafír eru þekktar frá 16. öld og eru miklu eldri en jólagjafír. Ekki var unnið nema nauðsynjastörf eða táknræn sumarstörf, og hafa börn nýtt daginn til leikja.“ Það fer vel á því að halda tryggð við þennan séríslenska hátíðisdag og einmitt tileinka hann leik barnanna og sam- verustund með fjölskyldunni. Það fer líka vel á því að þennan dag skuli nú bera upp á Dag bókarinnar. Bók- menntirnar voru vorið í íslenskri menningarsögu, vor þjóð- arinnar - íslensk þjóð er reist á bókmenntunum. Þegar spurt er hvers vegna við höldum Dag bókarinnar hátíðleg- an má þannig svara með annarri spurningu: Hvað væri ís- lensk þjóð án bóka? En bókin er ekki aðeins grundvöllur- inn að þjóðmenningu okkar Islendinga heldur hefur hún einnig verið sá staður sem best og lengst hefur dugað til að safna á þekkingu og hugsunum mannkyns. Þrátt fyrir gríð- arlega mikla og merkilega þróun í tækni til að miðla upp- lýsingum, svo sem sjónvarpið og tölvan eru gott dæmi um, hefur enn ekki verið fundin betri leið til að miðla upplýs- ingum, hugmyndum og bókmenntum en bókin, hið prent- aða orð. Hin sterka staða bókarinnar birtist með skýrum hætti í íslenskri bókaútgáfu síðustu ár og áratugi. í nýrri rann- sókn Hildar G. Eyþórsdóttur á íslenskri bókaútgáfu sið- ustu þrjátíu ára, sem birtist í nýútkomnu hefti tímaritsins Ritmennt, kemur fram áð bókaútgáfa hefur aukist jafnt og þétt. Árið 1986 voru 1.282 bækur gefnar út hér á landi en tíu árum síðar, árið 1996, voru útgefnar bækur 1.543. Stíg- andin hefur verið nokkuð jöfn en þó má sjá sveiflur á milli ára, bókaútgáfan er til að mynda langmest á árinu 1992 eða 1.770 bækur. Rekur ef til vill marga minni til þess að einmitt á þessu tímabili var enginn virðisaukaskattur (áður söluskattur) á bókum en hann var settur aftur á eftir stutt hlé sumarið 1993. Það er kappsmál fyrir íslenska bókaút- gáfu og íslenskar bókmenntir að leggja niður þennan skatt, sem er 14% af verði bóka, en það hefur sýnt sig að hann kemur harðast niður á bókum sem eru viðkvæmar í sölu, seljast hægt en örugglega, svo sem eins og ljóðabókum. Fréttir um stöðu bókarinnar hér á landi hafa annars ver- ið nokkuð misvísandi síðustu misseri. Annars vegar hefur könnun Þorbjörns Broddasonar, prófessors við Háskóla Is- lands, á lestri íslenskra barna og unglinga á aldrinum 10 til 15 ára sýnt að innan þessa aldurshóps eru sífellt fleiri sem aldrei líta í bók ótilneyddir. Hins vegar hafa almennings- bókasöfn hér á landi aldrei verið vinsælli en einmitt nú eins og fram kom í viðtali við Önnu Torfadóttur borgarbóka- vörð í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag. Og þótt könn- un Þorbjarnar bendi til að umræddur aldurshópur barna hafí snúið sér í auknum mæli að tölvum og margmiðlun þá hefur sú tækni ekki slegið bókinni við í miðlun upplýsinga og hugmynda, eins og áður sagði, heldur frekar stutt við hana, komið upp að hlið hennar. I megindráttum er því vart ástæða til annars en að horfa bjartsýn og hugrökk til framtíðar hvað bókina varðar á þessum fyrsta degi sumars. SKOÐANASKIPTI IRABBI á vegum rannsóknar- stofu í kvennafræðum nýver- ið ræddu þau Elvira Scheich og Skúli Sigurðsson um hinar mildu breytingar sem orðið hafa á vísindum á síðustu áratugum með tilkomu „technoscience" eða „tæknivísinda“. I hverju eru breyt- ingamar fólgnar? Geta þær haft áhrif á hugmyndir okkar um lýð- ræði? I stuttu spjalli við Elviru og Skúla ræddu þau þessar spurning- ar. Tækni- vísindi og Sérfræðingaveldið - Á sama tíma og tæknin er orðin flóknari eykst sérfræðimenntunin. Það er oft talað um að vísindamenn viti lítið um annað en sitt þrönga sérsvið. Elvira: Mér dettur í hug dæmi frá Frankfurt/Main og kjameðJisfræð- ingum sem vinna þar. Þrátt fyrir að þeir séu sérfræðingar á þessu sviði geta þeir varla skilið til hlítar hvað gerist í kjamorkuvemm né hvaða líffræðilegu áhrif geislun getur þaft. Það vill oft brenna við að ólfldr sér- fræðihópar beri ekki nægilega sam- an bækur sínar né viðurkenni eðli- leg takmörk þekkingar sinnar. í raun eru sérfræðingar á hverju strái. I kjölfar Chemobyl-slyssins í Sovétríkjunum árið 1986 jókst and- staðan við notkun kjarnorkunnar í Vestur-Þýskalandi og mikfl um- ræða varð um hættuna af kjam- orkuverum. Margar mæður vora mjög áhyggjufullar vegna velferðar barna sinna og kynntu sér ítarlega þessa ógn. Mæðurnar urðu því sér- fræðingar á þessu sviði og vissu í raun meira hvað leitt gat af notkun kjarnorkuvera heldur en _________ margir kjameðlisfræð- ingar. Skúli: Það er mjög mikilvægt að við gerum okkur grein íyrir því að Morgunblaðið/Ásdís ELVIRA Scheich, eðlis- og stjórnmálafræðingur og Skúli Sigurðsson, vísindasagnfræðingur. Mæðurnar urðu sérfræðingar enginn getur vitað allt um jafngríð- arlega flókin fyrirbæri og kjarn- orkuver. Þegar kjarnorkuver eða risavaxin efnaverksmiðja er byggð þarf að hafa gífurlegt eftirlit með því að rétt sé að verki staðið. Afraksturinn eru gagna- og skjala- haugar sem krefjast stórtækrar skjalavörslu og skipulagningar til þess að unnt sé að flnna nauðsynleg gögn fari eitthvað úrskeiðis. Þetta leiðir hugann að því að skipulag og meðferð gagna í tröllauknum gagnagrannum er mjög mikilvægt einkenni tæknivísinda. Elvira: Með tæknivísindum eins og kjamorkunni, hafa ný vandamál skotið upp kollinum. Eitt þehra varðar þá sérfræðiþekkingu sem hefur orðið tfl og unnt er að nota á skelfflegan hátt. Þegar Sovétríkin liðuðust í sundur í upphafi þessa ára- tugar vaknaði sú spuming hvað ætti að gera við fólkið sem var sérfræð- ingar í kjamorkumálum. Það var til dæmis óttast að þeir seldu þekkingu sína til Saddam Hussein í Irak. _________ Þetta sýnir hvað sam- band stjómmála, hem- aðar og tæknivísinda er flókið. Annað vandamál varðar þann úrgang sem þessari starfsemi fylgir. Urgangur- inn er stórhættulegur og það er ljóst að við verðum að hafa auga með honum og þessum kjarnorku- verum um ókomin ár, hvort sem þau verða starfrækt áfram eða ekki. Og við þurfum að þjálfa starfsmenn til þess að vakta þessi ver, en er víst að þeir verði tiltækir? Ógn við lýðræðis- lega umræðu - En hvernig er hægt að hafa al- menna umræðu um tækmvísindi, sem era jafnflókin og raun ber vitni og fáir hafa þekkingu á? Skúli: Ef við vfljum hafa lýðræð- islega og upplýsta umræðu þá er mikflvægt að allir beri skynbragð á þessi mál. Sérfræðinga á sviði kjarnorku skortir oft nægilega þekkingu á mannlegu samfélagi og aðrir þekkja lítið til kjarnorku. Ef við teljum að gagnrýn umræða og hugsun sé af hinu góða og það sé æskilegt að hafa ólíkar skoðanir þá er nauðsynlegt að grundvöllur sé til fyrir heilbrigð skoðana- _________ skipti um vísindi og tækni. Því er nauðsynlegt að sem flestir hafi lág- marksþekkingu á þessum sviðum svo upplýst og Þurfur rýna c lýsta i gagnrýnin umræða geti átt sér stað. Sérfræðingar skirrast stundum við að fylgja lýðræðislegum leik- reglum á sviði tæknivísinda og um- ræðan einkennist ekki af gagnrýni og umburðarlyndi heldur af ein- strengingslegum hugsunarhætti: annað hvort ertu með eða á móti. Þetta hefur einkennt umræðuna um notkun kjarnorkunnar og brennur við í umræðu um erfðatækni. Þá er ekki óalgengt að sérfræðingar á ákveðnu sviði tali valdsmannslega um álitamál sem eru utan þeirra - Hvað er átt við með „technosci- ence“ eða tæknivísindum? Elvira: Þetta hugtak er lykflhug- tak í rannsóknum á vísindum og stöðu þeiira í nútíma samfélagi. Hugtakið hefur verið notað af femínistum til að skýra hvemig vís- indin eru meðal annars hluti af valdauppbyggingu samfélagsins. Frá lokum seinna stríðs hefur orðið grundvallarbreyting á stöðu vís- inda. Umfang vísindarannsókna hefur aukist hröðum skrefum og það er mun erfiðara en áður að að- greina þau frá ríkisvaldinu eða stór- fyrirtækjum til dæmis á sviði eðlis- fræði og vopnasmíði eða fjarskipta- tækni, eða á sviði líffræði og erfða- tækni. Skúli: Það hefur líka orðið breyt- ing á stöðu vfsindagreina innbyrðis. Auk þess er oft og tíðum erfitt að greina muninn á vísindum, tækni og læknisfræði. Ein leið til að skilja tæknivísindi er að líta á tæki eins og til dæmis röntgentæki. Þau eru notuð í læknisfræði og raunvísind- um, og teygja anga sína jafnvel enn víðar. Elvira: Þetta era ekki bara tæki heldur vélar. Mjög flóknar vélar, smáar eins og tölvur eða risastórar eins og öreindahraðlar. Skúli: Þessar vélar og tæki era knúðar raforku og tengdar saman á flókinn hátt í stórum tæknikerfum. Af þessu leiðir að skflningurinn á orsakasamhenginu sem þar ríkir getur orðið mjög spennandi. Það er ekki hægt að segja að A orsaki B með einfoldum hætti heldur eru or- sakirnar margslungnar og ekki alltaf auðsæjar. lýðræði Hvað eru tæknivísindi? Hverjir hafa vit á vísindum? Hvert er samband vísinda og lýð- ræðis? Þessar spurningar bar á góma í sam- tali sem Salvör Nordal átti við þau Elviru Scheich, eðlis- og stjórnmálafræðing og Skúla Sigurðsson, vísindasagnfræðing.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.