Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 88
 S3.Lausnir Nýharja fyrir Lotus Notes Premlum Partnor www.nyherji.is Það besta úr báðum heimum! unix og NT = hp OPINKERFIHF W/p% hewlett mLfíÆ PACKARD MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5091100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUFVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Orsök matareitrunar- innar fundin Sami sýkill ~ og veldur ferða- manna- veiki BAKTERÍAN, sem olli hópmatar- eitrun á höfuðborgarsvæðinu um páskana, er væntanlega fundin. Þessi baktería er ein helsta orsök svonefnds ferðamannaniðurgangs sem helst verður vart í heitari lönd- i_* um, en hefur aldrei áður valdið hóp- sýkingu hér á landi. Karl Kristinsson, sýklafræðingur á Landspítalanum, segir bakteríuna, enterotoxigenic E.coli, hafa fundist í þremur af fjórum saursýnum sem send voru til rannsóknar í Dan- mörku. Bakterían, sem á íslensku nefnist þarmeitursmyndandi E.coli, gefur frá sér eiturefni og passa ein- kenni eitrunarinnar mjög vel við þau einkenni sem komu upp. Hópsýking af völdum þessarar bakteríu hefur aldrei greinst á Is- —~"^Mandi áður og þar sem óvenjulegt þykir að hún komi upp á Vesturlönd- um hefur til þessa ekki verið leitað sérstaklega að henni við hópsýking- ar hér á landi. Margir íslendingar hafa hins vegar smitast af henni á ferðalögum til heitari landa. Karl segir bakteríuna þurfa að vera í miklu magni í matvælunum til að valda sýkingu og eins og aðrar þarmasýkingar komi hún helst upp þar sem hreinlæti er ábótavant. Um 150 gestir í fimm fermingar- veislum á skírdag fengu matareitr- un. Stöðvaði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur starfsemi veitingahúss- ins Arbergs við Armúla vegna gruns um að sýkinguna mætti rekja til veislufanga sem þaðan voru fengin. Beindist grunurinn einkum að brúnni sósu eða nautakjöti. ---------------- Sjávarútveg'sráðherra um auðlindanefnd Styður til- lögu Alþýðu- bandalags ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra leggur til að Alþingi sam- _ þykki þingsályktunartillögu þing- manna Alþýðubandalagsins um að skipuð verði nefnd til að fjalla um eignarhald á auðlindum og gjaldtöku vegna nýtingar auðlinda. Þorsteinn sagði í gær að í umsögn ráðuneytisins til umhverfisnefndar Alþingis hefði hann lagt til að hún yrði samþykkt. „Ég tel að það sé skynsamlegt að gera slíka úttekt,“ sagði Þorsteinn. „Nefndinni er ætlað að kanna þetta mál á breiðum grundvelli varðandi allai- náttúruauðlindir, þar á meðal varðandi raforku og landnýtingu. Eg held að það sé einfaldlega skynsam- legt að gera slíka úttekt á samkeppn- ishæfni þessara atvinnugreina og hvaða áhrif slík gjaldtaka hefði.“ Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 25. apríl. Morgunblaðið/Golli Lúxemborg Kaupþing stofnar fyrirtæki KAUPÞING hefur stofnað fjármagnsfyrirtæki í Lúxem- borg og hyggst hefja þar rekstur í júní næstkomandi. Með þessu framtaki hyggst fyrirtækið efla þjónustu við viðskiptavini sína, hvort sem þeir eru búsettir hér á landi eða erlendis, auk þess sem verið er að mæta harðnandi samkeppni erlendra aðila sem sótt hafa í auknum mæli inn á íslenskan markað. Forsvars- menn fýrirtækisins segja mik- ilvægt að Islendingar stýri og ráðstafi sjálfir innlendum spamaði og ávöxtun hans, hvort sem það er gert á er- lendum fjármagnsmörkuðum eða heimamörkuðum. Stofnfé verður 100 milljónir króna. Framkvæmdastjóri fyr- irtækisins er Magnús Guð- mundsson. ■ Kaupþing stofnar/Bl Kíkí bjargað úr klípu SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavik bjargaði páfagauknum Kíkí úr sjálfheldu sem hann lenti í við hús við Fjólugötu um klukkan 15 x gær. Fuglinn hafði komist út af heimili sínu og sest á grein, en ekki vildi betur til en svo að keðja sem hann hafði um fótinn kræktist í tréð þannig að hann komst hvorki lönd né strönd. Slökkviliðsmenn fóru á vettvang með stigabíl, fóru hægt að honum og töluðu til hans svo óttinn yrði ekki skynseminni yfirsterkari. Fuglinn, nafni páfagauksins fræga í Ævintýrabókum Enids Blyton, mun vera vanari friðsælla og heitara umhverfí. Staða Sparisjóðs Ólafsfjarðar verri en gert var ráð fyrir 388 milljónir lagðar á afskriftareikning útlána Gert ráð fyrir að endurreisa fjárhaginn með sölu hlutabréfa SPARISJÓÐUR Ólafsfjarðar var rekinn með 316 milljóna króna tapi á síðasta ári. Stafar það aðallega af því að nauðsynlegt þótti að leggja 388 milljónir kr. í afskriftareikning út- lána, 100 milljónum kr. meira en gert var ráð fyrir í björgunaraðgerð- um síðastliðið haust. Akveðið hefur verið að styrkja fjárhagsstöðu spari- sjóðsins með sölu hlutabréfa í hlut- deildarfélögum. Sparisjóður Ólafsfjai-ðar lenti í miklum erfiðleikum á síðasta ári þegar í Ijós kom að kröfur sem voru í eigu sjóðsins eða hann hafði verið í ábyrgð fyrir voru ekki nægjanlega tryggðar. Leiddi það til hárra fram- laga í afskriftareikning og taprekst- urs á fyrri hluta ársins. Sparisjóðs- stjórinn sagði af sér og bankaeftirlit Seðlabankans kærði hann til ríkis- lögreglustjóra fyrir meintar óheimil- ar lánveitingar. Tryggingasjóður sparisjóða, spari- sjóðir og aðilar þeim tengdir ákváðu að endurreisa fjárhag Sparisjóðs Ólafsfjarðar síðastliðið haust. Stofnfé var aukið um 200 milljónir auk þess sem Sparisjóðabanki íslands veitti 50 milljóna kr. víkjandi lán. Við uppgjör ársins hefur nú komið í ljós að af- skriftaþörf var vanmetin um 100 milljónir kr. og varð tap ársins 316 milljónir kr., að því er fram kom á að- alfundi sparisjóðsins í gærkvöldi. Eigið fé var komið niður í 53 milljónir í árslok og eiginfjárhlutfall sem lægst má vera 8% var 2,1% um áramót. Selja hlutabréf Fram kom á fundinum að stjórn sjóðsins hafði ákveðið að styrkja fjárhagsstöðu hans á nýjan leik með sölu hlutabréfa úr hans eigu, meðal annars í fyrirtækjum sem sparisjóð- irnir eiga saman, svo sem Spari- sjóðabankanum og Kaupþingi. Sjóð- urinn heldur þó kauprétti að þessum eignum, að sögn Magnúsar D. Brandssonar sem tók við stöðu sparissjóðsstjóra í vetur. Eftir þess- ar ráðstafanir mun eiginfjái'hlutfall verða 8,4%. Magnús telur að umræddar ráð- stafanir dugi til að tryggja áfram- haldandi rekstur Sparisjóðs Ólafs- fjarðar. Bendi hann á hvað sparisjóð- irnii' séu ákveðnir í aðgerðum sínum til að hjálpa honum yfir erfiðleikana. „Þrátt fyrir þetta mikla tap á síðasta ári tel ég að sparisjóðuimn hafi alla burði til að skila eigendum sínum viðunandi arði í framtíðinni. Spari- sjóðurinn hefur hlutfallslega lágan rekstrarkostnað, háa framlegð og ekki er ástæða til að ætla að framlag í afskriftareikning Sparisjóðs Ólafs- fjarðar verði hærra en hjá öðrum peningastofnunum,“ segir Magnús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.