Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 76
76 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR I DAG Námskeið í REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst íyrir helgamámskeiði í al- mennri skyndihjálp um næstu helgi. Námskeiðið hefst fóstudag og verð- ur kennt frá kl. 18-22, laugardag kl. 13-17 og sunnudag kl. 10-14. Nám- skeiðið er einkum ætlað skólafólki sem ætlar að láta meta það í vor. Námskeiðið telst verða 16 kennslustundir. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Félagar í RKÍ og nemendur í framhaldsskól- um fá 50% afslátt. Sérstaklega er vænst þátttöku ungra ökumanna sem hafa í höndum ávísun á nám- skeið í skyndihjálp gefna út af RKI. Þessar ávísanir fara að falla úr gildi. Meðal þess sem kennt verður á skyndihjálp námskeiðinu verður blástursmeð- ferðin, endurlífgun með hjarta- hnoði, hjálp við bruna, beinbrotum, blæðingum úr sárum. Einnig verð- ur fjallað um helstu heimaslys, þ.m.t. slys á bömum og forvamir al- mennt. Að námskeiðinu loknu fá nemendur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. Önnur námskeið sem era haldin hjá Reykjavíkurdeildinni era um sálræna skyndihjálp, slys á bömum, námskeið fyrir bamfóstrar og það hvemig á að taka á móti þyrlu á slysstað. Þau verða haldin í maí. Tekið skal fram að Reykjavíkur- deild RKÍ útvegar leiðbeinendur til að halda ofangreind námskeið íyrir þá sem þess óska. Nú er sumar - gleðjumst gumar Ný sending af 7elina sundbolum GLEÐILEGT SUMAR! Laugavegi 4, sími 551 4473 VELVAKAJVÐI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Getur Jóhanna meira? ÞANNIG er málið lagað, að lán að upphæð kr. 130.000, tekið 1982 til 25 ára, hjá Lífeyrissjóði stai'fsmanna ríkisins, er í dag kr. 400.000. Afborgun er kr. 5000 árlega, vextir og verðbætur kr. 75.000. Eftir eru 10 ár. Hvort ián- takandi er þá laus úr prís- undinni veit ég ekki eða hvort hann heldur áfram að borga sívaxandi höfuð- stól plús vexti og vaxta- vexti til eilífðarnóns. Þetta er ekki stór upp- hæð hjá þeim sem hafa tekjur umfram venjulegan launþega í erfiðisvinnu- störfum, sér í lagi í heil- brigðisgeiranum, sem margir hverjir eru orðnir öryrkjar á miðjum aldri fyrir utan þá sem oltnir eru upp fyrir tjaldið, sem ábyrgðarmenn á „skuld- um“ annarra. Nú spyr ég enn einu sinni. Af hverju hækka lán lífeyrissjóðanna en lækka ekki þegar greitt er af þeim? Hvaða toppar bera ábyrgð á þessari „talna- speki“ gegnum tiðina? Ekki þýðir að snúa sér til miililiðanna, þeir vita ekki sitt rjúkandi ráð en vísa bara hver á annan. Guðrún Jacobsen. Ábending til bílstjóra EG vai’ á leiðinni upp í Borgarfjörð og var komin upp í Kjós. Á undan mér var bfll, Toyota Corolla DE-923, og keyrði hann á undan mér góða stund. En það sem ég vildi gera að umtalsefni var að fólkið í bílnum henti rasli út um gluggann. Vil ég benda fólkinu í bílnum á að svona gerir maður ekki. Margét Björgvinsdóttir. „Kata litla í Koti“ VEGNA fyrirspurnar ljóð- elskrar konu um hver væri höfundur ijóðsins „Kata litla í Koti“ var haft sam- band við Velvakanda og sagt að Davíð Stefánsson frá Fagraskógi væri höf- undur kvæðisins. Þakklæti fyrir góðan lestur MIG langar til að koma á framfæri innilegu þakk- læti til Svanhiidar Óskarsdóttur íyrir yndis- lega fallegan lestur henn- ar á Passíusálmunum. Eg hef ekki áður heyrt þá eins vel lesna. Mér finnst að það ætti að gefa lestur hennar á Passíusálmun- um út á hljóðsnældu. Kærar þakkir Svanhildur. Guðlaug. Tapað/fundið Canon myndvél týndist í Reykjadal CANON myndavél týnd- ist laugardag fyrir páska í Reykjadal í Dalasýslu á bekknum við sundlaug- ina. Skilvís finnandi hafi samband í síma 554 4832. Telpuhringur týndist í Grafarvogi TELPUHRINGUR, sem er hjarta, tvær hendur sem halda utan um hjart- að og kórona ofan á hjart- anu, týndist föstudag fyr- ir páska í Grafarvogi. Skilvís finnandi hafi sam- band i síma 587 3586. Silfureyrnalokkur týndist SILFUR-eyrnalokkur, sem er tveir silfurhringir með fjólublárri perlu í miðjunni, týndist 15. apr- íl, gæti hafa verið hvar sem er á Reykjavíkur- svæðinu. Skilvís finnandi hafi samband í síma 553 9339. Dýrahald Kettlingar fást gefíns ÓTRÚLEGA fallegir, kassavanir og skemmti- legir kettlingar eru nú, eftir sjö vikna uppeldi í móðurhúsum, tilbúnir til að eignast nýjar fjöl- skyldur. Upplýsingar í sima 554 4604. Hildur Finnsdóttir. BÖRN í SUNDI Morgunblaðið/Ásdís Víkverji skrifar... HJÚKRUNARSTÉTTIR hafa lagt sitt af mörkum í þjóðmála- umræðunni síðustu daga. I viku- byrjun kynntu hjúkrunarfræðingar mjög athyglisverðar tillögur um stjórnun og rekstur stóra sjúkra- húsanna í Reykjavík. Einnig kom fram fyrir nokkrum dögum jafn- réttisáætlun fyrir Sjúkrahús Reykjavíkur. Þar er að finna mörg orð sem sannarlega era í tíma töluð um jafnrétti kynjanna. I uppiýsingum með áætluninni kom fram að konur eru 98% af sjúkraliðum á spítalanum og 99% eða 431 af 436 hjúkrunarfræðing- um. Skrifari hélt satt að segja að hlutur karla í þessum hópi hefði stækkað en hjúkrunarfræðinga- stéttin er greinilega kvennastétt enn þá. Ekki er ólíklegt að laun hafi þar áhrif. í gamla daga hét þessi stétt hjúkrunarkonur og það orð á greini- lega við enn þá. Opinbera heitið er hins vegar hjúkrunarfræðingar, en það nær varla fótfestu í daglegu tali manna nema hjúkranarfræðingarn- ir sjálfir haldi sig við þetta heiti. Mjög algengt er að heyra konur, jafnvel framarlega í hópi hjúkran- arfræðinga, kalla stéttina með hinu vinalega - en ranga - heiti hjúkrun- arkvenna. Það gæti verið liður í baráttunni að breyta þessu. xxx A'* NÆGJULEGT hefur verið að fylgjast með fréttum úr sænsku knattspyrnunni í upphafi keppnistímabilsins þar í landi. Hver íslendingurinn á fætur öðram fær mjög góða dóma í sænskum fjölmiðlum; Arnór Guðjohnsen hjá Örebro sannar að lengi lifir í göml- um glæðum, Sverrir Sverrisson hefur byrjað mjög vel með Malmö FF en engum hefur þó verið hælt jafn mikið og Pétri Marteinssyni, varnarmanninum snjalla, sem er orðinn fyrirliði Hammarby. Allir leika þeir í efstu deild og blaðamað- ur Expressen gekk svo langt að segja Pétur besta leikmanninn í sænsku deildinni. Og í Dagens Ny- heter hefur hann verið valinn í lið umferðarinnar i bæði skiptin til þessa. Pétur tekur þó öllu með jafn- aðargeði og segir í Morgunblaðinu í gær: „I sannleika sagt finnst mér komið fulimikið af því góða.“ Hann segir fjölmiðla hafa haldið því fram að hann hafi aldrei leikið betur, en „á blaðamannafundi eftir jafnteflið við Gautaborg um helgina vildi ég ekki samþykkja það. Sagðist hafa spilað svona áður en munurinn væri sá að nú værum við að spila í efstu deild á móti þekktari mönnum", segir Pétur í samtali við Morgun- blaðið í gær. Gott er að sjá hversu jarðbundinn Pétur er, en Víkverji vonar auðvitað að honum, og öðram þeim um það bil sextíu íslensku knattspyrnumönnum, sem stunda atvinnu sína á erlendri grundu, gangi allt í haginn. XXX SAMRÆMD próf í ísiensku voru þreytt í skólum landsins í gær. Af því tilefni rifjaðist upp fyrir Vík- verja saga sem íslenskukennari í menntaskóla sagði honum og fleir- um á sínum tíma. Við ritgerðarsmíð gátu nemendur valið um eftirfar- andi efni: 1) Líkamsmennt, 2) Gróð- urmold, 3) Hallgrímur Pétursson. Nemandi einn sió þrjár flugur í einu höggi; samdi ritgerð, stutta en kjamyrta, og rámar Víkverja í að umræddum lærifóður hafa sagst svo frá að nemandinn hafi fengið af- bragðseinkunn fyi-ir. Lausn hans var þessi: Líkamsmennt Hallgríms Péturssonar var aldrei mikil, enda er hann löngu orðinn að gróður- mold. Gleðilegt sumar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.