Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ 20X20 Afmælishappdrætti SL Þann 20. hvers mánaðar hljóta 20 heppnir vióskiptavinir veglegan vinning í afmælishappdrætti Samvinnuferða-Landsýnar. Þessir duttu í lukkupottinn þann 20. apríl og fá farsedil fyrir tvo til hinna ýmsu staða í Evröpu. Bknr. OTL39H Stefán Geir Karlsson Bknr. JLPXX7 Ágústína Eggertsdóttir Bknr. ONKZSR Eva Horlebein Bknr. OCEZCV Anna Jenny Marteinsdóttir Bknr. ODC7VX Unnur Sigurðardóttir Bknr. JKPQJL Guðmundur Zebitz Bknr. 135953 Svava Gísladóttir Bknr. 141613 María Ammendrup f Þessír fá farseðil til Dufalin fyrir tvo: Bknr. 177170 Lilja Arnlaugsdóttir Bknr. 201942 Haraldur Sigurösson . W Til þess að vera með í næsta útdrætti þarft þú að staðfesta bókunina þína fyrir 20. maí nk., en þá verður dregið í þriðju umferð afmæiishappdrættisins. Við erum við símann: virka daga frá kl. 9 - 22 laugardaga frá kl. 12 -16 sunnudaga frá kl. 16 -18 Bókunarsíminn er 569 1010 ________NEYTENPUR____ Allar matvörur geymsluþolsmerktar Morgunblaðið/Kristinn SUMAR bandarískar vörur hafa lengi verið merktar samkvæmt EES- reglum og er Cheerios þar gott dæmi. Að ofan hefur ungur aðdáandi krækt sér í pakka. INNFLYTJENDUM er skylt að framfylgja reglugerð Evrópska efnahagssvæðisins um merkingu matvæla frá 1. maí næstkomandi. Heimilt verður að selja matvæli með eldri merkingum til 1. septem- ber nk. Jón Gíslason, forstöðumað- ur matvæla- og heilbrigðissviðs Hollustuverndar ríkisins, segir að mesta breytingin felist í því að allar matvörur verði geymsluþolsmerkt- ar. Hingað til hefur verið nokkuð al- gengt að bandarískar vörur væru ekld geymsluþolsmerktar. í leiðbeiningum fyrir innflytjend- ur kemur fram að matvæli skuli merkja með „best fyrir“ eða „best fyrir lok“ nema matvæli með 5 daga geymsluþol eða skemmra, þau skuli merkja með síðasta neysludegi. At- hygli er vakin á því að gæta skuli að því að röðun dags, mánaðar og árs við merkingu geymsluþols sé þannig að merkingin sé auðskiljan- leg fyrir neytendur. Pökkunardag- ur á að koma fram á kælivörum með þriggja mánaða geymsluþol eða skemmra. Samkvæmt reglugerðinni er nægjanlegt að merkja vöru fram- leiðanda þó um sé að ræða framleið- anda utan EES. Ef varan er hins vegar aðeins merkt dreifingaraðila skal sá vera með aðsetur á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Dreifingar- aðilar eru hvattir til, ef þeir þurfa að endurmerkja vörur á annað borð, að merkja hana íslenskum ábyrgum aðila. Eins þurfa dreifingaraðilar að tryggja að metrakerfið sé ávallt notað þegar gefin er upp þyngd eða rúmmál matvöru. Ef vara er í legi skal auk heildarþyngdar gera grein fyrir nettóþyngd. Samræmdar merkingar Öll matvæli eiga að hafa inni- haldslýsingu. Samræma á inni- halds- og næringargildismerkingar. Nú eru t.a.m. bandarískar næring- argildismerkingar miðaðar við skammta og leyfilegt er að taka fram að varan innihaldi vítamín eða steinefni þó að magnið sé mjög lítið. Reglugerðin gerir á hinn bóginn ráð fyrir að upplýsingar um næringar- gildi vörunnar séu miðaðar við 100 gr. Merkingar í tengslum við vítamín- og steinefnainnihald verða að vera í viðkomandi einingum. Athuga þarf að merkingar séu greinilegar og vel læsilegar, ekki síður viðbótarupplýsingar á umbúð- um en þær merkingar sem eru á umbúðunum þegar vörumar koma frá framleiðanda. Von er á nýjum reglum um merkingu á barnamat. ÞEGAR plönturnar hafa náð ákveðinni stærð er eðlilegt að koma þeim fyrir í stærra fláti. Dreifing plantna eftir forsáningu Nýlega greindi Garðar Arnason, garðyrkjuráðu- nautur hjá Bændasamtökunum, Hildi Einarsdótt- ur frá því hvernig best væri að fara að forsáningu blóma og grænmetistegunda. Nú er komið að dreífíngu í stærri ílát. „MARKMIÐ forræktunar er að ala upp kröftugar, stinnar og þéttar plöntur til útplöntunar," segir Garð- ar. „Ef plöntumar em veiklulegar getur ástæðan verið sú að hitinn hafi verið of hár miðað við birtuna. Önnur ástæða er að of þétt hafi verið á plöntunum. Það er því nauðsynlegt að setja plöntumar í stærri ílát, þ.e. ef ekki er sáð stökum fræjum í pott- ana, en gæta verður að draga ekki dreifplöntunina á langinn. Æskilegt er að hefja dreifingu plantnanna þegar hægt er að ná sæmilegu taki á þeim, það er að segja þegar þær hafa breytt vel úr kímblöðunum. Plöntunum er ýmist dreift í potta eða bakka. Algeng stærð potta er 6-10 cm. Einnig er hægt að nýta ýmis ílát sem falla til eins og jógúrtbox. Þegar dreifplöntun hefst er hægt að kaupa tilbúna mold sem í er blandað kalki og áburði í réttu magni. Tiltölulega auðvelt er að búa til sína pottamold sjálfur, til dæmis úr vel fúinni mómold. Þá er hægt að miða við að vera með fjóra fimmtu- hluta af mómold og einn til tvo hluta vikur eða frekar grófan sand. í hvern rúmmetra af moldarblöndu er svo bætt 5-6 kílóum af blákomi og hálfu kílói af þrífosfati og 150 grömmum af Sporumix, sem er snefilefnablanda. Næringin sem er sett í pottunar- moldina endist sjaldan nema framan af forræktuninni. Þegar rætumar em komnar út að pottveggnum er yf- irleitt kominn tími til að gefa viðbót- amæringu. Handhægt er að notast við blákom eða Græði 1. Miða mætti við að gefa um tíu grömm af áburðin- um í tíu lítra af vatni. Eins og kom fram í fyrri greininni þá er algengur forræktunartlmi 4-6 vikur við 12-15 gráða hita á Celsíus. Mikilvægar undantekningar em hita- kærar tegundir eins og til dæmis tómatar, agúrka og paprika sem og kínakál. Þegar frost er farið úr jörðu og mold tekin að hlýna og hættan að mestu liðinn hjá af slæmum nætur- frostum þá er kominn tími til að planta út á beð utandyra,“ sagði Garðar að lokum. Ný fríðinda- þjónusta ÍSLENSKA útvarpsfélagið hefur hleypt af stokkunum nýrri fríðinda- þjónustu, M12, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Þar segir að þjónustan sé ætluð tryggustu áskrifendum fyrirtækisins. Allir sem verið hafa áskrifendur að Stöð 2, Sýn eða Fjölvarpi sam- fellt í 12 mánuði eða lengur eru sjálfkrafa í M12. Aðild að M12 kost- ar ekkert aukalega og áskrifendur ráða því hvort þeir nýta sér þau fríðindi sem eru í boði. Að því er fram kemur veitir aðild að M12 áskrifendum ávinning af ýmsu tagi. Megi þar nefna margvís- leg tilboð, sérkjör á Gullsérkorti Stöðvar 2, aðild að „World for 2“ á vildarkjörum og tækniþjónustu án endurgjalds hjá íslenska útvarpsfé- laginu og þjónustufulltrúum þess um land allt. Ýmis önnur fríðindi verða kynnt áskrifendum í M12 reglulega. Askrifendur í M12 geta um þess- ar mundir komist til Lundúna fyrir 14.900 kr (með sköttum). Gullsér- kortshafar fá þessa sömu ferð á 10.900 kr. ef þeir nýta ferðaávísun sem kortinu fylgir. ---------------- Nýjung frá Oroblu OROBLU hefur sett á markaðinn NUDE 3 D, þ.e. 20 dena sokkabux- ur, og SUN UP 3 D, þ.e. 10 dena sokka með þunnri mattri og eðli- legri áferð. í fréttatilkynningu kemur fram að með tilkomu þríþætts örvefnaðar hafi verið stigið nýtt skref inn í 21. öldina hvað tækni við framleiðslu sokkabuxna varðar. Með því fáist þéttari og mýkri áferð. Jafnframt séu sokkabuxurnar enn sterkari. Að lokum segir að NUDE 3 D, 20 dena sokkabuxumar, og SUN UP 3 D, 10 dena háir sokkar með blúndu og gúmmíi hafi þessa sérlega mjúku og eðlilegu áferð sem einna helst megi líkja við silkimjúka húð. SUN UP 3 D sokkarnir em gegnsæir á tám.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.